Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1986, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1986, Side 11
DV. FIMMTUDAGUR 12. JÚNl 1986. 11 Menning Menning Menning Menning FJórtán smásögur Smásögur Listahátiðar 86 AB 1986, 208 bls. I þessari bók eru fjórtán sögur eftir jafhmarga höíunda. Það er innan við 4% af öllum sögunum sem bárust. Skyldu einhverjir höfundar hafa sent inn fleiri en eina sögu, undir mismun- andi dulnefnum? Það væri mjög fróðlegt að fá einhveija yfirlitsmynd af þátttakendum, hve margh voru byrjendur, hver var hlutur kunnra rit- höfunda, aldursskipting og kynja, o.m.fl. Samkeppnin hefur að því leyti tekist vel, að hún hefur kallað fram góðar sögur. Líklegt þykir mér að mikil þátttaka sé líka ávinningur í sjálfu sér, því ég hefi fyrir satt að fólk öðlist skilning á listformi af þvi að glíma við það, jafiivel þótt útkoman teljist ekki öðrum boðleg. En fyrir þessu hefi ég aðeins annarra orð. Verðlaunasögumar þrjár eru fremst í þessari bók. Þær eru hver annarri betri. Ekki þar fyrir, sögur Svövu Jak- obsdóttur og Ómars Halldórssonar eru að mínum dómi ekki síður maklegar verðlauna. En það skilja vonandi allir að ekki eru til þau mælitæki á bók- menntagildi, að óumdeilanlegt verði hvaða sögur séu langbestar, og firrn ég ekki að vali verðlaunasagna. Misjafnt fé Margir skopast að þeirri formúlu sem dómnefnd hefur um val sitt á sög- um í bókina: „Þær 14 sögur sem hér fara á eftir eiga það sammerkt að þær komu við kvikuna í okkur sem í dómnefhdinni sátum. Við vonum að þær muni snerta þig.“ - Þetta orðalag virðist sérstak- lega samið til að láta ekki hanka sig á því að þessar sögur hafi dómnefnd þótt bestar - en þess mætti vænta af slíku úrvali, e.t.v. líka að stefht sé að fjölbreytni. I bókinni er þó nokkur fjöl- breytni og á það líka við um gæði sagnanna, því miður. Sumar þeirra vhðast fyrst og fremst vera umvand- anh við fólk, um að vera ekki eigin- gjamt og ábyrgðarlaust (Anna og Aspadista og erfðagóss). Þar ríkja klisjumar, en áþekk ádeila er hinsveg- ar gerð á skemmtilegan hátt í Aðal- björgu Ólafs Hauks. Himnabrúður Hrafnhildar Valgarðsdóttur og Slossmæjer Viktors Amars eru sæmi- legar líka og í David Bowie heimsækir elliheimilið Grund nær Helgi Már Barðason ágætum tökum á málfari aldraðra. Mér firmst nokkuð jaíh og vandaður stíll á Isis Vilhelms Emils- sonar og þess gætir líka í Önnu Gunnars Þorsteins, en frásögn yfh- gnæfir í báðum, allt verður fjarlægt. I ísis hæfir það efninu, kynnum Meða- ljóns af dularfullu fólki, en vantar ekki kjarnann? Það er eins og les- andinn fleyti kerlingar ofaná atriðum sem hann kannast við úr allskyns skemmtiritum. Skyldi dómnefhdin hafa tekið Fagrafold Steinunnar Jó- hannesdóttur með vegna efnisvals? Hér er gerð djörf tilraun til að tengja hráa veruleikamynd í stíl blaðagreina: húsbyggjendaraunir, nauðungarupp- boð, „stjómargraut" og æpandi dæmi stéttaskiptingar - við píslarsögu Jesú. En mér finnst þetta mistakast, ekki af þvi að ég efist um að þetta sé allt satt og rétt, heldur vegna þess að efni- viðurinn þarf mikla ummyndun í skáldlegri ímyndun til að hann nái saman í nýjar hæðir, sem höfði til ímyndunarafls lesenda, ofar venjuleg- um dagblaðsklisjum. Hafi þessi saga verið valin af því að hún þætti gefa mynd af líðandi stund, þá veit ég svei mér ekki hvað fékk dómnefhd til að velja sögu Sveins Ein- arssonar: Elskendumir í sveitinni. Mér finnst þetta alveg misheppnað, klisjur af versta tagi Gunnars Gunn- arssonar, ýktar og skrumskældar, og síður en svo að útkoman verði fyndin. Hér er sýnishorn: „Enda lá vel á bónda, var nýlokinn við að drekka tíu potta af mjólk, sem var nú eftirlætis- drykkur hans hvað sem öllu brenni- víni líður, etið hnakkaspik og hrútspunga af 17 skepnum og malaði af vellíðan. Eigi að síður stökk hann hæð sína í loft upp og festist á bað- stofubita, en þegar 3 húskörlum að aflokinni þriggja stunda glímu tókst að losa hann niður, var móðurinn svo mikill, að hann stökk á bak Svaða- staða-Jarpi og reið honum berbakt og beislislaust upp á Nöfma á Hrauna- fjöllum og lét ekki við numið, fyrr en klárinn öslaði inn í hesthús og skildi húsbónda sinn eftir á dyrakarminum klofvega." (bls. 92) - Og svona er þetta áfram, fullar þrjátíu bls., lengsti texti bókarinnar. Nú er ég ekki að finna að því þótt fólk spreyti sig á einhverju nýju, og ekki heldur þótt það ráði ekki við það. Þannig getur það lært að þekkja takmörk sín, og jafnvel komist yfir þau. En mér finnst ámælisvert að dóm- nefnd skuli velja þessar sögur til birtingar, því vitaskuld buðust henni miklu betri sögur. Þær hefi ég fengið að sjá hjá nokkrum kunnmn rithöf- undum, sem sumh vilja ekki láta nafns síns getið. Ég bendi þó á sögu Einars Más Guðmundssonar, sem á að birtast i TMM í haust. Hvers vegna? Þegar leitað er skýringa á vali sagna í bókina, vekur fyrst athygli hvernig valið var í dómnefnd. Nú þekki ég ekki tii fólksins sem í henni var, það kann að vera góðum hæfileikum gætt á þessu sviði. En hitt er nokkuð áber- andi, að það hefúr þá ekki verið valið vegna þess, heldur voru embætti skip- uð í nefndina: Borgarbókavörður, forstöðumaðiu Borgarleikhúss. Auk þess bókmenntafræðingur, sem er þá nýliði. Svona val er hneyksli. Það á að velja fólk í dómnefnd vegna þess að það persónulega hafi reynst vera dómbært um málefnið. Og hér á landi er margt fólk sem sýnt hefur slíka hæfileika, hefur valið í smásagnasöfn, ritstýrt tímaritum, þýtt smásögur og samið. En hversu hæf sem dómnefndin væri, þá voru starfsskilyrði hennar alveg óviðunandi. Hún hefur haft þrjár vik- ur til að fara yfir 370 sögur. Það gerir nær tuttugu sögur á dag, hafi allir lesið allt. Hversu margir lesenda vildu taka slíkt verkefni að sér? Að sjálf- sögðu yrði ekki tími til að endurlesa neitt. Nú var búið að tilkynna hvenær verðlaunin yrðu veitt, þegar í ljós kom áð miklu fleiri sögur höfðu borist en vænst var. En þá mátti fresta veit- ingu, finnst mér, a.m.k. fram á lokadag listahátíðar. Mestu skiptir að vanda svona verk, og til þess verður dóm- nefnd einfaldlega að taka sér þann tíma sem hún þarf. Hitt er hégómi, að miða allt við það, að tiltekin frægðar- persóna afhendi verðlaunin tiltekinn dag. Þessar aðfinnslur taldi ég mér skylt að gera, en hitt skiptir þó mestu, að fram komu góðar sögur. Hér er ekki Bókmenntir Örn Ólafsson rúm til að fara verulega í saumana á þeim, aðeins skal tæpt á einstökum atriðum. Bjartari hlið mála Það er áberandi, að í mörgum sagn- anna gerist eiginlega ekkert, nema hvað aðalpersónan rifjar upp fyrir sér liðna tíð, og áttar sig á henni, eða á aðstæðum sínum. Areiðanlega er til- viljun, að þetta einkennir margai- bestu sögumar: Icemaster, Afrnæli, Ömgglega langur tími og Endurkoma. Þessar sögur gerast þá líka að mestu leyti í huga sögumanns, eru frásögn hans með persónulegum blæ. Icemaster Sveinbjörns Baldvinsson- ar er afar vönduð smásaga af sígildu tagi. Hvert atriði hefur sitt hlutverk, það sem í fyrstu virtust vera þýðingar- laus smáatriði, drættir til að fylla tilviljunarkennda mynd, reynist ör- lagaþmngin vísbending, svo sem lofthræðsla Möggu og barnleysi, end- urtekin mynd af karlmanni í stól „inni í stofu. Svaladvmar eru opnar út í myrkrið. Það er rigning, bleyta innan við þröskuldinn.“ (bls. 11). Og ísskáp- urinn mikli, sem sagan heitir eftir, ummyndast stig af stigi frá því að vera gamalt húsgagn sem illa rúmast yfir í að verða tákn rótslitins fjölskyldulífs, og loks tilfinningakulda og dauða. Sögumaður virðist fyrst sérviskulegur í tali sínu um bæklaða §ölskyldu i bækluðu húsi, en sú bæklun reynist örlagarík. Hann talar um rótleysi sitt, en lesendm' kvnnast annarri hlið á honum óbeint, ef þeir velta því fyrir sér hvað valdi ummyndun kvennanna: „Endaslepp næturævintýri með heit- um og mjúkum konum sem hurfu svo fölar og þreytulegar inn í rykuga leigubíla á morgnana." Takið eftir andstæðunum, sem ég feitletra. Aldrei líta þær upp til hans að skilnaði, og það verður enn átakanlegra vegna næstu upplýsinga, litið er við til hans, en á annan hátt en hann vænti: „Svo ekur bíllinn af stað og á ákveðnmn stað í götunni endurkastar bílþakið miskunnarlausu sólarljósinu beint upp í þennan glugga." (bls. 16). Le- sanda grunar að skýringin sé sú, að sögumaður sé sjálfur bæklaður - til- finningalega, og það skýrist átakan- lega í lokin, þegar bæld minning brýst fram hjá honum, minning sem tengir allar myndrænar lýsingar sögunnar, sem áður virtust þýðingarlausar. Með þessu byggingarlagi verður sagan eins og óviðráðanlegur straumur undir lygnu yfirborði, straumur sem hrífur lesendur með. Afmæli Guðmundar Andra dregur upp áhrifamikla mynd af einmana- kennd og tilgangsleysi hversdagslegs lífs. Hún magnast af andstæðum lita (sem ég feitletra): „Þessar filtersígarettur skilja eftir grátt bragð í kverkunum. Öll þessi aska, þetta epli, það er grá lykt í her- berginu - þessi borg er svo grá.“ (bls. 2U „Ég vildi að ég kynni að prjóna. Ég gæti prjónað og prjónað alls konar plögg, til dæmis trefla í mörgum litum, rauða og gulfjólurauða, græn-gul- og túrkisbláa, grænfjólubláa - hér vantar lit.(...) Og svo fengi ég mér stórar og grænar plöntur í gluggann eins og fólkið í viðtölunum hefur alltaf á bak við sig - og körfustól í homið. Það yrði alltaf bjart því ljósin væru hvít. Ég þyrfti aldrei framar að horfa á sjón- varpið. Ég myndi eignast vini aftur“ (bls. 22). Athugið að sagnorðin eru í viðtengingarhætti þátíðar, allt er þetta bara skilyrtur möguleiki. Sagan sýnir góð tök á stíl, og vil ég þar sérstaklega nefria lengd málsgi'eina. Allajafna eru þær stuttar, þegai' sögiunaður er að lýsa fátækt sinni, og fer vel á þvi. En svo koma mjög langar lotur, t.d. hálf síða í lokin, þegar geðshræring hans og þrá brýst fram. og hún brýst fram einkum í þessari málsgreinalengd, og i lýsingu hans á fógrum tilfinningaver- um úr fjarlægð, andstæðum hans. I Sunnudegi sýnir Úlfur Hjöi'var ömgg tök á sögu um samfélagið, með því að þjappa saman í hnotskum al- mennri eftirsókn eftir lífsfyllingu, frá sjónarmiði þroskahefts manns, sem vill verja það litla sem hann á. Þessi lítilmagni verður þar með fulltrúi al- mennings, allra þeirra sem berjast fyrir sjálfsvirðingu sinni, en bíða ósig- ur fyrir óskiljanlegum öflum. Kvíði hans er hreyfiafl sögunnar frá upp- hafi, það er aðeins smám saman sem rennur upp fyrir lesendum að hann sé eitthvað sér á parti, skilur t.d. ekki algengustu tímaákvarðanir. Því er ekki að leyna, að mér finnst Úlfur fara hinn breiða veg íslenskra smásagnahöfunda í þessari sögu, en honum tekst það svo vel, að vænta má að framvegis brjótist hann frekar nýjar leiðir. I Ömgglega langur tími tekur Ómar Halldórsson gömlu söguna um konu Bláskeggs og setur niður i íslenskt sjávarþorp. Þetta er raunsæileg saga um læknisfrú, sem hefur allt til alls, nema verkefhi til að takast á við, lífs- fyllingu. Það er vemlega vel gert í sögunni, að rekja bara hugrenningar konunnar, til að sýna hve hægt, óhjá- kvæmilega hún er knúin til að leita svars við því, hvers vegna hún sé svo ófullnægð, líf hennar innihaldslaust, þegar annað fólk vann „það sem allir vissu göfug störf í þágu samfélagsins (...) brosti það og hló og var lífsglatt og öruggt“ (bls. 196-7). Og þessi leit ber árangur, líkt og í ævintýrinu forð- um, það ríður konunni að fullu að uppgötva leyndardóminn hræðilega, að ekki aðeins er bjargið sem hún byggði á, niðurbrotið, heldur er allt mannkynið í hennar sporum. Með goðsögunni leiðir höfundur lesendur frá lifandi einstöku tilviki til almenn- rar yfirsýnar. I Endurkomu Svövu Jakobsdóttur em svipuð mál á ferðinni, en allt snýr á annan veg. I fjömtíu ár hefur kona verið útlæg úr samfélagi þar sem hún fann fyrir félagslegri útskúfun í bernsku. Það sést hve sár þessi minn- ing er á því, að lesendur uppgötva hana smám saman, undan fargi bæl- ingar. Loks snýr konan aftur heim, nauðug, og frelsast þegar hún skynjar að hún er hluti heildar, hennar vandi er almennur. Einhver myndi kalla þetta kristileg viðhorf, en það má þá ekki taka sem takmörkun, sagan hlýt- ur að höfða almennt til fólks. Svava hefur fínleg tök á því eins og fyrri daginn, að sýna sálarástand persóna, eða réttara sagt þeirrar einu persónu sem verulega kemur fi-am. Til dæmis er óræktarblettur heima hjá henni, hún ræður ekki við illgresið. Frá því er sagt vegna þess að þetta er tákn- rænt fyrir sálarástand hennar. Alla ævi hafði hún verið fangi sárra minn- inga, og þegar hún gengur fjörutíu áram síðar um fomar slóðir fylgjumst við með huga hennar í fyrii-varalausu stökki úr nútíð í fortíð og aftur til baka. Við finnum loks fyrir frelsun hennar á svipaðan hátt í því, að skynj- un hennar á nánasta umhverfi fer að brenglast. hún veit ekki hvort bjarg- vætturinn sem hún hitti er eftirmynd hennar sjálfrar, maðurinn hennar eða hvað. MEIRA EN VIMULEG MÁLNING STEINAKRÝL hleypir raka mjög auöveldlega í gegnum sig, tvöfalt betur en heföbundin plastmálning. STEINAKRÝL er mjög veðurheldin málning og hefur frábært alkalíþol og viöloðun viö stein. STEINAKRÝL stendur fyrir sinu. ÓSMÍA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.