Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1986, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1986. 7 - segir forstöðumaður Borgarskipulags Eins og sjá má er grunnurinn undir íbúðirnar engin smásmíði. DV-myndir GVA, Ármannsfell byggir íbúðir fyrir aldraða í Laugarneshverfi: Framkvæmdimar á „grænu svæði Byggingafyrirtækið Ármannsfell er nú að byggja íbúðir fyrir aldraða í Laugameshverfi, nánar tiltekið á svo- kölluðum Dalbrautarreit. Fram- kvæmdir þessar eru ólölegar að því leyti að reiturinn er grænt svæði og merktur sem slíkur á staðfestu aðal- skipulagi fyrir hverfið. Það var ekki fyrr en eftir að fram- kvæmdir voru haíhar að Borgarskipu- lag lagði inn beiðni til Skipulags- stjórnar ríkisins um breytingu á aðalskipulagi vegna framkvæmdanna. Skipulagsstjóm frestaði hins vegar ákvarðanatöku í málinu fram að 18. júní. Svo mikið lá á að koma þessum framkvæmdum á gott skrið í upphafi að unnið var við gröft í grunninum allan kosningadaginn. Á því svæði sem grunnurinn er graf- inn var upphaflega gert ráð fyrir greiningarstöð fyrir fótluð böm. Var búið að samþykkja þá framkvæmd en ekki breyta aðalskipulagi vegna henn- ar. Stöðin átti að vera á þremur hæðum en íbúðimar fyrir aldraða eiga að vera í tveimur húsum, öðm fjög- urra hæða en hinu fimm hæða, þannig að um verulega breytingu er að ræða. -FRI „Byggingamefnd metur það hverju sinni en í þessu tilfelli þótti nágranna- kynning ekki nauðsynleg," sagði Þorvaldur S. Þorvaldsson, forstöðu- maður Borgarskipulags, í samtali við DV er hann var inntur álits á því hvort ekki hefði verið eðlileg máls- meðferð að kynna íbúum Laugarnes- hverfis þær framkvæmdir sem nú standa þar yfir á vegum Ármannsfells. í máli Þorvaldar kom fram að gerð hefðu verið mistök er Ármannsfelli var leyft að hefja framkvæmdir við bygg- ingu ibúða aldraðra á þessu svæði. „Upphaflega var búið að úthluta þessari lóð til ríkisins undir greining- arstöð fyrir fötluð böm. I lóðaúthlut- uninni var ákvæði um að úthlutunin gengi til baka ef ekki yrði ráðist í framkvæmdir innan ákveðins tíma, sem svo varð úr. Lóðinni var þá út- hlutað undir íbúðir fyrir aldraða en þá kom í ljós, eftir að framkvæmdir vom hafnar, að aðalskipulagi hafði ekki verið breytt er greiningarstöðin var samþykkt," sagði Þorvaldur. Hann sagði ennfremur að í raun stækkaði græna svæðið á þessum slóð- um við þessar framkvæmdir frá því sem áformað hefði verið er greiningar- stöðin var samþykkt, þvi nú væri ákveðið að taka undir grænt svæði það sem áður átti að fara undir aðra stofnun. -FRI „Nágranna- kynning bótti eKKi nauð- synleg“ Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir „Málið er í kerfinu“ segir Sigurður Thoroddsen „Þetta var tekið fyrir í Skipulags- stjóm ríkisins á síðasta fundi en afgreiðslu þess frestað til næsta fundar þann 18. júní þannig að málið er í kerfinu," sagði Sigurður Thoroddsen, yfirarkitekt Skipulagsstjórnar ríkis- ins, í samtali við DV er blaðið spurði hann um afgreiðslu Skipulagsstjómar á beiðni borgarinnar um breytingu á aðalskipulagi vegna framkvæmda Ár- mannsfells. „Þama hafði staðið til í mörg ár að byggja greiningarstöð fyrir fötluð böm en hætt var við það. Aðalskipulaginu var hinsvegar aldrei formlega breytt vegna þeirrar byggingar." Aðspurður um hvort ekki væri eðli- legt að kynna íbúum hverfisins svona miklar breytingar á skipulagi áður en ráðist væri í þær sagði Sigurður að hann teldi það eðlilegt. „Ég veit ekki hvort það verður ofan á í afgreiðslu okkar á málinu." -FRI VIDEO LUX hvíldarstóllinn Órvals stóll s áfrábæruverði J jmr**' m/skemli flJÍÉBl ^ 11 28.900,- . "m ••. TM-HUSGÖGN SIÐUMULA 30 SIMI68-6S-22 Alltaf með sama hagstæða verðið Vönduð sófasett Erum að fá nýja sendingu á sama lága verðinu Kr. 59.000, Rattan sófasett kr. 38.000,- OPIÐ ALLARHELGAR „Kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum“ segir Hjalti Þórisson „Þessar framkvæmdir komu eins og skrattinn úr sauðarleggnum og per- sónulega er ég alfarið á móti þeim,“ sagði Hjalti Þórisson, íbúi í Laugar- neshverfi og stjórnarmaður í hverfa- samtökum þess, í samtali við DV er við inntum hann álits á þeim fram- kvæmdum sem nú eru í gangi á vegum Ármannsfells á svokölluðum Dal- brautarreit. „Þetta var eini græni bletturinn sem eftir var í hverfinu, Laugardalurinn er orðinn þannig skorinn frá hverfinu að við höfúm engan aðgang að honum. Bletturinn liggur miðsvæðis í hverf- inu, hann er skipulagður sem grænt svæði og að honum liggja bamaskóli og bamaheimili,“ sagði Hjalti. í máli hans kom ennfremur fram að þama hefði verið stokkið í fram- kvæmdir án nokkurrar umræðu um þær og án þess að íbúarnir hefðu ve- rið látnir vita.Við höfum margspurt skipulagið um þetta mál og aldrei fengið nein svör,“ sagði hann. „Það er mörgum héma annt um þennan blett og vilja ekki sjá hann hverfa og það er spuming hversu snið- ugt það er að byggja elliheimili þarna umferðin inn í hverfið mun liggja eftir því þetta er á mótum mikillar um- Dalbrautinni í framtíðinni." ferðaræðar og fyrirsjáanlegt að -FRI Byggingarsvæðið kyrtileqa merkt Armannsfelli. DV-mynd GVA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.