Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1986, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1986, Blaðsíða 23
DV. FIMMTUDAGUR 12. JÚNl 1986. 23 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Markvörður Paraguay, Roberto Fernandez, horfir í örvæntingu á eftir knettinum i markið. Síðara mark Belgíu, skorað af Daniel Veyt. Simamynd Reuter. „Leikurinn við Sovétríkin verður gífuriega erfiður‘ ‘ - sagði Guy Thys, þjátfari Belga, sem mæta Sovétmönnum í 16 liða úrslitum „Við reyndum okkar besta til að sigra því það hefði gefið okkui- annað sætið í riðlinum," sagði Guy Thvs, þjálfari Belgíumanna, eftir að þeir og Paraguaymenn höfðu gert jafiitefli, 2-2, í síðasta leik liðanna í riðlakeppn- inni. Fyrir vikið höfnuðu Belgíumenn í þriðja sæti í B-riðli og mæta að öllum líkindum Sovétmönnum í 16 liða ih'- slitum. „Þeir eru taldir vera eitt af sigurstranglegustu liðum keppninnar svo að leikurinn gegn þeim verður örugglega gifurlega erfiður," sagði Thys og bætti við að hann hefði getað hugsað sér þægilegri mótherja. Paraguaymenn mæta hins vegar Englendingum í 16 liða úrslitum og fer sá leikui' fram á Azteca leikvanginum í Mexíkó miðvikudaginn 18. júní. Belgíumenn þurftu að gera miklar breytingar á liði sinu fvrir leikinn gegn Paraguay vegna meiðsla. Varn- armaðuiinn sterki, Eric Gerets, er nýjasta viðbótin á langan meiðslálista Belga. Þá gátu þeir Erwin Van der Berg og Philippe Desmet ekki heldur leikið með í gær. Þrátt fyrir þetta náðu Belgar yfir- hendinni strax í byrjun. Fyrsta mark leiksins kom á 30. mínútu. Það var Frank Vercauteren sem skoraði það með því að senda glæsilegan bogabolta \-fir markvörð Paraguavmanna. Stað- an þvi 1-0 fyrir Belgiu í hálfleik. Á 50. mínútu jöfnuðu Paraguav- menn eftir misskilning á milli Pfaff og vamarmannsins Michel Renquin og Roberto Cabanas átti ekki í vandræð- urn með að skora. Belgíumenn náðu síðan aftur forvstunni á 59. mínútu með marki Daniel Vevt. Mikil harka færðist nú í leikinn og endaði það með því að þjálfari Paraguaymanna. Cayetano Re. var vísað af bekknum. Á 76. mínútu náði síðan Cabanas að jafna aftur fyrir Paraguav en Belg- ar vildu fá markið dæmt af vegna rangstöðu. „Var rekinn út af af því að ég er ekki frægur“ „Það var engin ástæða til þess að vísa mér af bekknum. Ég hafði aðeins þrisvar afskipti af leiknum og þar af i eitt skiptið til að róa mina menn. Ég býst við að ég hafi verið rekinn út af af því ég er ekki frægur og er aðeins hjá smáliði." sagði Cayetano Re, þjálfari Paraguaymanna, eftir leikinn. „Annars er ég ánægðui' með leikinn en ég tel að bæði liðin hafi leikið sinn besta leik fram að þessu í keppninni." -SMJ i Rush fær 16 ■ | milljónir kr. { i hjá Juventus i I - og leikur með Uverpool I „Þar til ég get leikið með Ju- | * ventus verð ég áfram hjá Liv- « I erpool - bvrja sennilega ekki að I I leika með ítalska liðinu fyir en I | í byrjun leiktímabilsins 1987," ■ ■ sagði Ian Rush eftir að hann | I hafði skrifað undir samning við ■ I Juventus á þriðjudag. Liverpool I I fékk 200 milljónir króna fyrir I . | leikmanninnogárslaunhanshjá ■ ■ Juventus • erða 16 milljónir I I króna. Helnn..gi meira kaup en ■ I hann hafði hjá Liverpool. • Nokkur dráttur vai-ð á að I | samningurinn væri undirritaður. ■ ■ Aðalframkvæmdastjóri Liverpo- I I ol. Peter Robinson. og stjórinn. * I Kennv Dalglish, vildu ekki und- I ■ irrita fyrr en samningurinn hafði . I verið þýddui- á ensku. A blaða- | mannafundi eftir undiiritun ■ sagði Rush að hann mundi leika I I með Liverpool næsta keppnis- I ■ tímabil vegna þess að Frakkinn I | Michel Platini og Daninn Mic- ■ ■ hael Laudrup væru samnings- I I bundnir hjá ítalska liðinu. ■ I Aðeins tveir erlendir leikmenn | * ■ mega leika á sama tima með ítöl- _ I skum liðum. Ef annar hvor | þeirra slasast getur Rush þó ekki ■ I leikið þar næsta keppnistimabil I ■ þar sem hann verður.Jánsmað- I I ur" hjá Liverpool. nema það ■ ■ verði áður en næsta keppnis- I I timabil hefst. Platini og Laudrup * | em nú báðir keppendur í HM i I Sigurmarkið rétt í lokin - þegar Akranes vann KR Frá Sigurgeiri Sveinssyni, fi'étta- manni DV á Akranesi: Akranes-stúlkurnar í 1. deildinni í knattspymunni lentu í hinu mesta basli með lið KR í gærkvöldi. Tókst þó að hala sigur í land en tæpara mátti það ekki standa. Karitas Sigurð- ardóttir skoraði sigurmarkið á loka- sekúndu leiksins. Um leið og knötturinn var kominn inn fyrir marklínuna flautaði dómarinn leiks- lok. Akranes sótti látlaust allan leik- inn, KR-stúlkurnar komust varla fram yfir miðju en þrátt fyrir íjölmörg góð færi tókst stúlkunum ekki að skora fyrr en Karitas rétt í lokin. hsím Breyttur tónn Umsagnir fjölmiðla í Argentínu um leiki HM-liðs þeirra hafa breyst tal- svert frá fyrsta leiknum. Skrifin að verða jákvæðari og í gær var argent- ínska liðinu almennt hrósað fyrir að ná efsta sætinu í A-riðlinum. Þó sagt að liðið verði að gera betur ef það ætli sér að sigra í Mexíkó, einkum þó framverðir liðsins. „Það sem liðið hefur sýnt hingað til nægði til að komast auðveldlega í 2. umferðina en maður þorir ekki enn að gera sér miklar vonir. Það vantar rytma í leik liðsins, það skortir á að fleiri leikmenn taki þátt í sóknarað- gerðum og oftar. Enn byggt á og beðið eftir að mótherjunum verði á mistök,“ skrifar Juan de Biase. hsím Knattspymuskóli VaJs Fyrir stelpur og stráka á aldrinum 5 til 12 ára Næsta námskeið hefst mánudaginn 16. júní. Yngri nemendur Eldri nemendur kl. 9-12. kl. 13-16. Upplýsingar i síma 11134 og 24711.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.