Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1986, Blaðsíða 36
36 DV. FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1986. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Ólyginn sagði... George Michael betri helmingur Wham hefur nú fundið sér verðuga með- reiðarsveina í stað Andrews Ridgeley. Þegar Wham hef- ur sungið sitt síðasta ætlar Goggi í hljóðver með Aretha Franklin og þegar því er lok- ið ætlar hann að syngja dúett með ekki ófrægari poppara en Michael Jack- son. Madonna og eiginmaður hafa átt stormasama tíma að undan- förnu. En nú hafa þau að fullu náð saman og sæst heilum sáttum. Til að halda upp á þetta ákváðu þau hjónin að kaupa sér sinn hvorn Porsch-inn. Var um að ræða tvo Porsche 928 sem kostuðu hvor um sig litlar 2,5 milljónir króna. Hennar rauður, hans svartur. i þeim eru leðursæti, símar og talstöð svo að ástarfugl- arnir geti örugglega haft samband sín á milli. Julian Lennon sonur Bítilsins sáluga óttast nú um líf sitt. Hann segist hafa fengið tákn þess efnis að fleiri en einn drápsmaður sitji um líf hans og ætli sér að skjóta hann við fyrsta tækifæri. Hann var þó með konsert í Royal Alberí Hall fyrir skömmu og voru þá engar sérstakar öryggisráð- stafanir viðhafðar. Illkvittnar og rætnisfullar rægitungur hafa því strax haldið því fram að lífshættan sé hreinn og beinn tilbúningur hjá Julian til að vekja athygli á sjálfum sér. Það hefur víst ekki gengið nógu vel hjá honum upp á síðkastið. Þeir gömlu mega muna sinn fifil fegri! Bryan Brown er 37 ára. Ástralskur leikari með talsvert mikla reynslu og státar af velgengni. Michael Caine er orðinn 52 ára. Stórstjarna sem þyrfti að losa sig við nokkur kíló. Helsti veikleiki hans er aldurinn. Hver verður hirrn nýi James Bond? Simon McCorkindale er 33 ára. Hann leikur nú lögfræðing Angelu Channings í Falcon Crest þáttunum. Sérfræðingarnir segja að hann hafi of meinleysislegt útlit. John James er 29 ára og því yngst- ur í hópnum. Hann leikur Jeff Colby í Oynasty þáttunum. Útlitið spillir heldur ekki fyrir honum, Joan Coll- ins segir hann myndarlegasta mann sem hún hefur séð. Hvorki Roger Moore né Sean Connery munu leika James Bond í næstu mynd sem gerð verður um njósnarann ódrepanlega. Því er ljóst að staða einnar vinsælustu kvik- myndapersónu okkar tíma er laus og stjörnurnar standa í röðum eftir að fá að fylla þann sess. Margir eru kallaðir en aðeins einn mun verða útvalinn. Hér sjást þeir sem að áliti kvikmyndasérfræðinga eru líklegir til að hreppa hnossið. Anthony Andrews er 39 ára. Heill- andi persóna en litur ekki nógu hörkulega út og er of vinalegur í útliti. Atti að myrða eiginmann Karólínu Mónakóprinsessu? Hryðjuverkaóttinn, sem herjar á Evrópubúa um þessar mundir, hefur nú borist til Mónakó. Ástæða þess er dularfull sprenging sem varð í báti Stefano Casiraghi á dögunum. Upprunalega var sagt í Mónakó að prinsessan og eiginmaður hennar hefðu verið erlendis er sprengingin varð en nú hefur víst annað komið á daginn. Segja menn að Stefano hafi verið í bátnum ásamt 3 aðstoðar- mönnum og hafi aðeins bjargast fyrir kraftaverk. Enn stærra kraftaverk virðist þó vera að Karólína, sem komin er langt á leið, skyldi ekki vera í bátnum en hún hætti við á síðustu stundu. Báturinn var í full- komnu lagi og reyndar nýyfirfarinn og veðrið var hið ákjósanlegasta. Enga fullnægjandi skýringu er því hægt að gefa á orsökum óhappsins og verður sjálfsagt aldrei sagt til um hvort hér var um morðtilraun eða slys að ræða. Hvað sem öllu líður gætir lögreglan þeirra betur en áður og allar öryggisráðstafanir hafa ver- ið hertar til muna. Stefano mátti varla við þessu því kunnugir segja að hann hafi verið í meðferð hjá sálfræðingi í dágóðan tíma vegna mikils þunglyndis. Er jafnvel talið að hann þurfi að leggj- ast inn á sjúkrahús í sumar vegna þess. Hvað sem öllu líður mun báts- tapið og nagandi óttinn ekki flýta fyrir bata Stefanos. Karólína var aðeins hársbreidd frá því að verða ekkja. Stefano ásamt tveimur af þeim þremur sem voru með honum í bátnum. Bátur Stefanos varð alelda á augabragði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.