Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1986, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1986, Blaðsíða 39
DV. FIMMTUDAOUR 12. JÚNÍ 1986. 39 Utvarp Sjónvarp «■•«11 113« i þættinum Reykjavík i augum skálda í kvöld verður tiðarandanum I Reykjavík á seinni hluta 19. aldar lýst i Ijóðum, frásögnum og tónlist. Útvarpið, rás 1, kl. 21.20: Reykjavík í augum skálda I kvöld verður annar þátturinn í þáttaröðinni Reykjavík í augum skálda sem er í umsjón þeirra Jóns Jóhannssonar og Þórdísar Mósesdótt- ur. Verða þættimir vikulega í sumar en í þeim fara þau yfir 200 ára tíma- bil höfuðstaðarins sem kaupstaðar og glöggva sig á þeirri mjmd sem skáldin draga upp af Reykjavík í sögum sínum og Ijóðum. I fyrsta þætti var 18. öldin og fyrstu áratugir 19. aldar skoðaðir, en í kvöld verður haldið áfram að rýna í 19. öld- ina, nú seinni helming hennar fram til aldamóta. Lesin verða ljóð, sögur og frásagnir sem lýsa tíðarandanum . M.a. er lesið úr verkum Magnúsar Grímssonar, Gests Pálssonar, Stein- gríms Thorsteinssonar og Þórbergs Þórðarsonar. Lesari með þeim Símoni og Þór'dísi er Barði Guðmundsson leikari. Leikin verður tónlist sem teng- ist tímabilinu. -BTH Útvarpið, rás 2, kl. 21.00: „Þetta verða léttir rabbþættir“ segir Gestur Einar Jónasson Um náttmál heitir nýr útvarpsþáttur sem hefur göngu sína í kvöld á rás 2 en hann er sendur út frá Ríkisútvarp- inu á Akureyri og verður á dagskránni annað hvert fimmtudagskvöld í sumar. „Þetta verða léttir rabbþættir í svip- uðum dúr og Gestagangurinn hennar Ragnheiðar sem var áður á þessum tíma, talmálið á að vera umfram tón- listina," sagði Gestur Emar Jónasson, stjómandi þáttarins, í samtali við DV. „Eg ætla að fá gesti í þáttinn, annað- hvort einhveija þekkta menn eða jafnvel hina hliðina á þeim, þ.e. eigin- konur eða eiginmenn sem standa bak við þekkta persónu. Af því taginu verðu gesturinn minn í kvöld, en það er Ásta Sigurðardóttir, eiginkona Ing- imars Eydal. Þótt Ingimar sé lands- þekktur tónlistarmaður þekkja færri Ástu, hún hefur þó t.d. samið texta við lög hjá eiginmanni sínum. Síðan leik ég eitthvað af léttri tón- list inn á milli, ekki þó þessa vinsælda- listatónlist sem hljómar í eyrunum allan daginn, tek frekar lög sem sjaldnar heyrast, ég er nú einu sinni af hippakynslóðinni, ætli þess gæti ekki í lagavalinu hjá mér.“ -BTH Gestur Einar Jónasson, útvarpsmaður, blaðamaður og leikari á Akureyri, stjómar þættinum Um náttmál og er sá fyrsti á dagskránni í kvöld. Veðrið í dag verður suðaustlæg átt, rigning um suðvestanvert landið en síðan skúrir. Víða þokuloft norðanlands í fyrstu en sums staðar skúrir eða dálít- il rigning síðdegis. Hiti víðast &-12 stig, þó svalara við norðurströndina. Island kl. 6 í morgun. Akureyri alskýjað 5 Egilsstaðir skýjað 7 Galtarviti léttskýjað 5 Hjarðarnes úrkoma 8 Kefíavíkurflugvöllur rigning 7 Kirkjubæjarklaustur súld 6 Raufarhöfn þoka 4 Reykjavík úrkoma 7 Vestmannaeyjar súid 7 Útlönd kl. 6 í morgun: Bergen rigning 10 Helsinki léttskýjað 19 Kaupmannahöfn skýjað 12 Osló léttskýjað 11 Stokkhólmur rigning 14 Þórshöfn skýjað 9 Útlönd kl. 18 í gær: Aigarve skýjað 25 Amsterdam hálfskýjað 13 Aþena léttskýjað 21 Barceiona skýjað 20 (Costa Brava) Berlín skýjað 13 Chicagó skýjað 27 Feneyjar þokumóða 26 (Rimini/Lignano) Frankfurt skýjað 12 Glasgow léttskýjað 15 Las Palmas skýjað 22 (Kanarí) London léttskýjað 16 LosAngeies þokumóða 17 Lúxemborg rigning 9 Madrid léttskýjað 29 Malaga hálfskýjað 23 (Costa DeiSol) Maiiorca skýjað 21 (lbiza) Montreal skúr 18 New York mistur 29 Nuuk þoka 9 París rigning 12 Róm hálfskýjað 19 Vín léttskýjað 24 Winnipeg léttskýjað 19 Valencía léttskýjað 22 (Benidorm) Gengið Gengisskráning nr. 108-12. júni 1986 kl. 09.15 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 41.070 Pund 62.700 Kan. dollar 29,627 Dönsk kr. 5,0139 Norsk kr. 5.4379 Sænsk kr. 5,7348 Fi. mark 7.9786 Fra.franki 5.8259 Belg. franki 0,9086 Sviss. franki 22.4770 Holl. gyllini 16,4807 V-þýskt mark 18,5564 ít. lira 0.02701 Austurr. sch. 2,6424 Port. escudo 0,2752 Spá. peseti 0.2904 Japanskt yen 0.24702 irskt pund 56,247 SDR (sérstök 41,190 41.380 62,883 62,134 29,713 29.991 5,0285 4,9196 5,4538 5.3863 5,7516 5,7111 8,0019 7.9022 5.8430 5.7133 0.9113 0,8912 22.5427 22,0083 16,5289 16.1735 18,6106 18.1930 0,02709 0,02655 2,6502 2,5887 0.2760 0.2731 0,2913 0,2861 0.24774 0.24522 56,412 55,321 48.3252 47.7133 dráttar- réttindi) 48,1843 Simsvari vegna gengisskráningar 22190. MINNISBLAÐ Muna eftir að fá mir eintak af Urval

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.