Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1986, Blaðsíða 31
DV. FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1986. 31 Sandkorn Sandkorn Þeir vilja brennivinsbúðir i Kópa- vogi og Hafnarfirði. AA og áfengið Það er margt stórskrýtið í kýrhausnum ef grannt er skoðað milli eyrnanna á hon- um. Tökum til dæmis brenni- vínsmálin í nágrannakaup- stöðunum, Hafnarfirði og Kópavogi. Á fyrmefnda staðnum kusu íbúarniryfirsig áfengisútsölu fyrir nokkru. Kópavogsbúar samþykktu svo brennivínsbúð í nýafstöðnum bæjarstjómarkosningum. Til að kóróna þetta kusu íbúar beggja staðanna AA-flokkana yfir sig í þessum sömu kosn- ingum. Er nokkurt samræmi í þessu...? Bíllinn ílag Tveir kunningjar hittust á fomum vegi og hófu að skipt- ast á tíðindum úr hversdags- lífinu. „Ég skal segja þér, Palli, að nú er ég loksins búinn að losna við þetta óþolandi hljóð sem var búið að vera svo lengi í bílnum mínum,“ sagði annar. „Hvernig í ósköpunum fórstu að því?“ spurði hinn. „Ég skildi við konuna mína.“ Stefán Arnarsson stór-Valsari. Það þarf ekki mikið Úr því að allt er löðrandi í fótboltakjaftæði um þessar mundir þykir rétt að bæta um betur ef það er þá hægt. Stefán Amarsson, hinn ágæti markmaður Vals, keppti með liði sínu við Fram í úr- slitaleik meistarakeppni KSl á dögunum. Sóttu Frammarar að marki Valsmanna eins og verða vill í svona leikjum. Tókst þá ekki betur til en svo að boltinn lenti á ójöfnu á vellinum og þaut rétt fram hjá Stefáni. Varð af þessu hið arg- asta klaufamark. Skömmu síðar vom leik- menn Vals beðnir um að velja málshætti i leikskrá sem til stóð að gefa út. Þá valdi Stef- án þennan: -Oft veldur lítil þúfa- einu marki. Rallað í Borgarfirði Eftirfarandi rall-saga er fengin „að láni“ úr Samúel: Það var einhverju sinni, er keppendur í Borgarfjarðar- ralli vom í þann mund að leggja af stað, að babb kom í bátinn. Lögreglan í Borgar- nesi kvaðst ætla að radar- Þessi er á öllum heilum. mæla á sérleiðum rallsins og sekta menn ef þeir færu yfir 90 km hraða. Þetta höfðu koll- egar þeirra í Árnessýslu gert nokkru áðurt eins og frægt varð. I skeKingu sinni fór keppn- isstjóm rallsins á fund sýslu- manns og málunum var bjargað,- löggan myndi mæla hraða bílanna en láta kepp- endurna óáreitta. Hver af öðrum óku bílarnir svo í gegnum radarsvið mæli- tækjanna og lögregluþjónam- ir trúðu ekki sínum eigin augum. Einn bíllinn var á 160 km hraða, annar á 174 km hraða... Þetta gat bara ekki staðist. Skyndilega kom enn einn bíllinn yfir hæðina sem mælt var á. Löggunum létti því sá mældist á 130 km hraða. Hitt hlaut að hafa verið einhver vitleysa. Áfram þeysti bíllinn, Mazda Rx 7 og framhjá lögreglubíln- um. Og það var þá sem laganna verðir fengu fyrst al- varlegt taugaáfall því þeir sáu að annað framdekk Mözd- unnar var sprungið! En bíl- stjórinn, Eggert Sveinbjöms- son, var ekkert að slá af, þótt dekkið hefði farið svona i byijun leiðarinnar, og náði bara ágætis tíma. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir í þessu braki leyndust skrúðjurtaæ- turnar á daginn. Þjófar að næturlagi Ibúarnir við Sigtún í Reykjavík hafa ekki verið par hressir að undanförnu. Morg- un eftir morgun vöknuðu þeir nefnilega við þann vonda draum að skrúðgarðar þeirra höfðu verið lagðir í rúst. Skrautjurtirýmsar hurfu á óskilj anlegan hátt á nóttunni og margra ára puð virtist ætla að fara fyrir lítið á örfáum nóttum. Ibúarnir sáu að ekki mátti við svo búið standa. Eitthvað yrði að gera í málinu til að fanga hina óboðnu nætur- gesti. Þeir fengu því lögregl- una í lið með sér. Lögðust nú nokkrir vaskir lögregluþjónar í leyni og biðu spenntir þess sem verða vildi. Og viti menn. Þegar skugg- sýnt var orðið komu þijár litlar kanínur trítlandi inn í einn garðinn og byijuðu að háma í sig blómaskrúðið. Höfðu þær hafst við í kofa- braki, sem stóð við götuna, og satt hungur sitt á nóttunni á kostnað íbúanna. Dýralæknir frá Dýraspítalanum var kvaddur á staðinn og tók hann skemmdarvargana í sína vörslu. Kristján Snæbjörnsson með 9 punda lax úr Gljúfragöngum i Kjarrá á mánudaginn, veiddan á spún. DV-mynd G. Bender Laxá í Kjós 17 punda lax „Við veiddum 15 laxa og það voru tveir staðir þar sem Jax var, Brotið og Stokkhylsbrotið,“ sagði Eyþór Sig- mundsson kokkur sem var að koma úr Norðurá með „hörkuliðinu“ úr Fjaðrafoki. „Smálaxinn er kominn í ána og helmingurinn var 4-5 þund. Sá stærsti var 14 punda og ég veiddi hann á fluguna Skrögg. Það náðist allur fiskur sem fannst." Norðurá hafði gef- ið 76 laxa á hádegi í gær. Laxá í Kjós var opnuð á þriðjudag- inn og veiddust 18 laxar íyrir mat og veiddi Hallgrímur Dalberg þann stærsta, 17 pund. 24 laxar hafa veiðst. Laxá á Ásum hefur gefið 30 laxa og er veiðin að glæðast þar. Þverá og Kjarrá hafa gefið 143 laxa og hefur mikið af laxi komið í ámar síðustu daga. Fiskur er fallegur og feitur, 10, 11 og 12 punda er algeng stærð þar um slóðir. KAUPMENN - SAUMAST0FUR! Vorum að fá mikið úrval af efnum. HAUST- 0G VETRARTÍSKUEFNI Heildverslun: Davíð S. Jónsson hf. - sími 24333. Nauðungaruppboð Opinbert uppboð fer fram á ýmsum lausafjármunum úr eigu þrotabús Víkur- baejar, vörumarkaðs, föstudaiginn 13. júní nk. kl. 14 að Hafnargötu 21-23, Kefiavík. Meðal þess sem selt verður eru: skrifstofuáhöld, Mabunihillur, ýms- ar aðrar tegundir hillna, Ijós o.fl. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Munimir verða til sýnis frá kl. 13 á uppboðsdegi. _________________________Uppboðshaldarinn I Keflavfk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.