Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1986, Blaðsíða 2
2
DV. FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1986.
Fréttir
Fréttir
Fréttir
Fréttir
Frakkar í ógöngum á Sprengisandi:
tíma
í
Sylven og Evelyn stiga út úr þyrlu Landhelgisgæslunnar ettir ferð sína um Sprengisand.
DV-mynd Sveinn.
beið unnusta síns í sæluhúsinu. „Ég
var dauðhrædd um að Sylven heföi
farið sömu leið og bíllinn og lent í
einhverri ánni. Mér fannst ég vera
alein í heiminum."
Vegurinn yfir Sprengisand var
lokaður í allan vetur og hefur enn
ekki verið opnaður. Franska parið
hafði lent í ýmsum erfiðleikum áður
en bíllinn stöðvaðist í ánni við
Nýjadal. „Við sáum að vegurinn var
lokaður en okkur grunaði ekki að
færðin væri svona slæm. Ámar voru
hrikalegar og snjóskaflar á veginum.
Þetta er í annað sinn sem við ferð-
umst um ísland og við höíum áður
farið um lokaða vegi án þess að
lenda í vandræðum," sögðu Sylven
og Evelyn.
Þau fóru beint á Hótel Loftleiðir
eftir komuna til Reykvíkur. Þau
fljúga heim til Frakklands á sunnu-
daginn.
„Við verðum ekki lengi heima,“
sögðu þau. „Sumaríríið er ekki búið.
Við ætlum í hjólreiðaferð um Hol-
land í næsta mánuði." -ÞJV
Gekk
„Þetta var allt í lagi fyrst. Ég gekk
rösklega og landslagið var fallegt.
En þegar líða tók á kvöldið og nótt-
•ina var ég kominn með blöðrur á
fætuma og alveg orðinn útkeyrður.
Ég var að niðurlotum kominn þegar
ég loksins sá til mannaferða um
morguninn."
Þannig fórust Frakkanum Sylven
Weber orð um göngu sína um
Sprengisand í fyrrinótt. Hann og
unnusta hans, Evelyn Mauries, festu
bíl sinn í á við Nýjadal á miðviku-
dagsmorguninn og gátu hann hvergi
hreyft. Evelyn leitaði skjóls í sælu-
húsi þar hjá en Weber hélt af stað
fótgangandi eftir hjálp. Hann gekk
rúmlega 55 kílómetra leið án þess
að rekast á nokkum mann. Éftir
tuttugu stunda göngu hitti hann
loksins vegaeftirlitsbíl og bílstjóri
hans kallaði á þyrlu Landhelgis-
gæslunnar til hjálpar. Hún sótti
skötuhjúin á sandinn um hádegis-
bilið í gær.
„Það var hræðilegt að sitja og bíða
eftir hjálpinni," sagði Evelyn sem
töku sinni á landsmótinu í gær.
Rúmlega sextiu unglingar komu með
fáka sína og reyndu með sér. Er upp
var staðið stóð efstur Hörður Á. Har-
aldsson (Fáki). Hann keppti á Háfi og
hlaut 8,54 í einkunn. Þetta er lokaein-
Keppni í B-flokki fór fram á lands-
mótinu á Hellu í gær. Keppnin tók
allan daginn. Fyrst dormuðu áhorf-
endur í brekkunni frameftir degi en
síðdegis rigndi smávegis. Keppni var
spennandi í B-flokki. Þeir vom ekki
margir sem þorðu að veðja á að ein-
hver hestur skytist upp fyrir Snjall frá
Gerðum er Olil Amble haföi sýnt hann
og fengið einkunnina 8,66. En Kristall
frá Kolkuósi, sá gamli þrumuklár, kom
öllum á óvart og skaust upp fyrir
Snjall. Geysileg keyrslá og fallegur
fótaburður tiyggði Kristal og knapan-
um Gylfa Gunnarssyni, sem jafhframt
er eigandi hestsins, einkunnina 8,69
og fyrsta sæti. Snjall frá Gerðum er í
öðm sæti með einkunnina 8,66, Sölvi
frá Glæsibæ í þriðja sæti með 8,56 í
einkunn en knapi hans er Gunnar
Amarson. Krummi frá Kjartansstaða-
koti er með 8,55 í einkunn en knapi
hans er Sigvaldi Ægisson. Gári frá Bæ
er í fimmta sæti með 8,52 í einkunn.
Knapi hans er Sigurbjöm Bárðarson.
Þessir fimm hestar, svo og fimm aðrir,
komast í sérstaka úrslitaröðun sem fer
fram á sunnudaginn. Það er því greini-
lega hörð keppni framundan og næsta
víst að fyrsta sæti er ekki frátekið.
Unglingar í eldri flokki luku þátt-
Mótsgestir una sér vel í brekkunum aö horfa á gæöingana.
Kristall frá Kolkuósi og Gyifi Gunnarsson í trylltum tölttakti. DV-mynd EJ
kunn því unglingar þurfa ekki að
koma í röðun. Borghildur Kristins-
dóttir (Geysi) var í öðm sæti á Fiðlu
og hlaut 8,38 í einkunn. Vignir Jóns-
son (Snæfellingi) var þriðji á Blesa
með 8,38 í einkunn, sömu einkunn og
Borghildur þó broti lægri. Heiðdís
Smáradóttir (Létti) var í fjórða sæti á
Drottningu og hlaut 8,37 í einkunn.
Guðmundur Baldvinsson (Glað) var í
fimmta sæti á Draumi og hlaut 8,33 í
einkunn.
í dag verða dæmdir stóðhestar, gæð-
ingar í A-flokki og yngri flokkur
unglinga. Einnig verður keppni í tölti.
Kaupstaðarlestin, sem fór til Reykja-
víkur fyrir viku, kemur til baka og
einnig verður farið í útreiðartúr um
nágrennið undir stjóm Sigurðar Har-
aldssonar frá Kirkjubæ. Sú ferð endar
með mikilli grillveislu.
Mikil stemmning er á svæðinu. Er-
lendir hestaáhugamenn setja svip sinn
á mótið og virðist annar hver gestur
tala þýsku. Mikið er rætt um'gæðing-
ana og þykja þeir óvenju góðir nú.
Til dæmis þurfti tæplega 8,40 í einkunn
til að komast í hóp tíu efstu hrossa í
B-flokki. Kynbótahross þykja einnig
fremri þeim er sýnd vom á síðasta
landsmóti og þótti mörgum nóg um
framfarir þá. Á morgun og sunnudag-
inn renna svo upp hátíðardagar er
hrossin verða öll kynnt og verðlaun
afhent. Það verður mikil upphefð og
gleðistund fyrir þá kynbótaræktunar-
menn sem hafa markvisst stefht að því
að ná árangri á þessu móti er þeir fá
viðurkenningu fyrir starf sitt.
Kristall blómstrar
Reagan á íslandi
Maureen E. Reagan, dóttir Ro-
nalds Reagan Bandaríkjaforseta
og fyrrverandi eiginkonu hans,
Jane Wyman leikkonu, verður
stödd hér á landi í einkaerindum
dagana 5. til 8. júlí.
Fyrir rúmum mánuði hitti sendi-
herra Bandaríkjanna á íslandi,
Nicholas Ruwe, Maureen Reagan
í Washington. Lýsti hún þar áhuga
sínum á fslandsferð. Hún haföi
kynnst íslenskum konum í sendi-
Maureen E. Reagan.
nefiid íslands á kvennaráðstefhu
Sameinuðu þjóðanna í Nairobi og
undirbúningsfundum í Vín og New
York.
Maureen Reagan er þekkt fyrir
störfsín að málefhum kvenna. Hún
hefur unnið á vegum Repúblíkana-
flokksins um aldarfjórðungs skeið
og gegnt þar fjölda ábyrgðarstarfa.
Sem stendur er hún sérlegur ráð-
gjafi nefhdar sem sér um framboðs-
mál kvenna. Hún er einnig
formaður samtaka sem safha fé til
styrktar kvenframbjóðendum
flokksins.
Maureen Reagan var formaður
bandarísku sendinefndarinnar á
kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna í Nairobi í Kenýa sumarið
1985. Hún tók einnig virkan þátt
í undirbúningsfundum í Vín og
New York. A ráðstefhunni gafet
fhlltrúum tækifæri til að meta ár-
angurinn af áratugi kvenna sem
þá var að ljúka.
Nýlega skipaði George Shultz,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
Maureen Reagan í stöðu fúlltrúa
Bandaríkjanna hjá þeirri nefhd
Sameinuðu þjóðanna sem fjallar
um stöðu kvenna.
-EA
Helgaipósturinn:
73% vilja að
Albert segi af sér
Skoðanakönnun, sem Helgar-
pósturinn gekkst fyrir síðastliðinn
þriðjudag, leiddi í ljós að 73%
þeirra sem tóku afetöðu töldu að
Albert Guðmundsson iðnaðarráð-
herra ætti að segja af sér ráðherra-
embætti á meóan á rannsókn
Hafekipsmálsins stendur.
Úrtak könnunarinnar var 600
manns. Spurt var: „Telur þú að
Albert Guðmundsson eigi nú þegar
að segja af sér ráðherraembætti
fyrir fullt og allt eða á meðan á
rannsókn málsins stendur?“ 81,2%
aðspurðra tóku afetöðu. 38%
þeirra vildu að Albert segði af sér
fyrir fullt og allt. 35% vildu að
hann segði af sér á meðan rann-
sókn fer fram. 27,1% vildu að hann
segði ekki af sér.
Éinnig var spurt hvort Guð-
mundur J. Guðmundsson ætti að
segja af sér þingmennsku vegna
peningagreiðslu sem hann þáði
fyrir milligöngu Alberts Guð-
mundssonar. 82,7% tóku afetöðu
til þeirrar spumingar. Af þeim
vildu 53,2% að Guðmundur segði
af sér en 46,8% vildu að hann sæti
áíram.
1 skoðanakönnun sem Helgar-
pósturinn gerði í desember töldu
64% þeirra sem tóku afetöðu að
Albert ætti ekki að segja af sér
embætti á meðan á rannsókn Haf-
skipsmálsins stendur. -EA