Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1986, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986. Fréttir 22 milljóna króna tap hjá Granda - á fyrstu fimm mánuðum þessa árs Tap á rekstri Granda hf. á fyrstu fimm mánuðum þessa árs nam 22 milljónum króna. í rekstrajyfirliti, sem lagt var íram á stjómarfundi í fyrirtækinu á fimmtudag, kemur íram að á tímabil- inu 1. janúar til 1. júm' námu tekjur 482 milljónum króna en gjöld 426 milljónum króna. Hagnaður án af- skrifta og fjármagnskostnaðar nam því 56 milljónum króna. Afskriftir námu hins vegar 53 milljónum og fjármagnskostnaður 25 milljónum, þannig að tap á rekstrinum fyrstu fimm mánuði ársins varð 22 milljón- ir króna. Brynjólfur Bjamason, fram- kvæmdastjóri Granda, sagði í samtali við DV í gær að fyrstu þrír mánuðir ársins hefðu verið fyrirtæk- inu erfiðir þar sem endurskipulagn- ingu, í framhaldi af sameiningu ísbjamarins hf. og BÚR, hafi ekki verið lokið fyrr en í lok marsmánað- ar. Framleiðsla hefði síðan hafist að fullu í apríl, eftir að töluverðar breytingar höfðu verið gerðar á verksmiðjunni á Grandagarði, og gæfi afkoma Granda í apríl og maí vísbendingu um batnandi hag. Reikningar Granda sýna að á fyrstu fimm mánuðum ársins var 27 milljóna króna tap af rekstri togara- flota fyrirtækisins en um fimm milljóna króna hagnaður af fisk- vinnslu. Brynjólfur sagði DV í gær að nú væri þetta dæmi að snúast við. Hækkim fiskverðs og lækkun oh'uverðs, að viðbættri veikri stöðu bandaríkjadals, gerðu það að verk- um að hagur togaraútgerðar færi batnandi en hagur fiskvinnslu versnandi. Því legði fyrirtækið nú mesta áherslu á að bæta rekstur í fiystiiðnaði. -EA Nú er viða tekið til og snyrt í góðviðrinu. Það hafa starfsmenn Reykjavíkurhafnar líka gert. Sjalft Hafnar- húsið tekur þessa dagana stökkbreytingum og sömuleiðis verbúðirnar gamalkunnu á Grandanum. DV-mynd KAE Fjögur hvalkjötskílö á hvem íslending - til að éta upp vísindaveiðamar „Sjónarmiðin voru einna ólíkust er kom að neyslu hvalkjöts innanlands. Bandaríkjamenn telja að við eigum sjálfir að neyta meginhluta þess hval- kjöts sem við veiðum í vísindaskyni," sagði Ámi Kolbeinsson, ráðuneytis- stjóri hjá sjávarútvegsráðuneytinu, og einn þeirra sem tók þátt í viðræðum íslendinga og Bandaríkjamanna um hvalveiðar sem fram fóru í Washing- ton á dögunum. „Það er nú takmörkum háð hversu mikils við getum neytt af hvalkjöti innanlands þó við gætum eflaust auk- ið neysluna eitthvað," sagði Ámi. Borðum bara besta hlutann Ef gert væri ráð fyrir því að íslend- ingar borðuðu allt hvalkjötið, sem hér er talið nýtilegt til átu, mætti ætla að hver íslendingur þyrfti að borða í kringum 4 kíló á ári. „Það er hins vegar erfitt að áætla eitthvað í þessu sambandi. Við borðum aðeins lítinn hluta af hvalnum, allra besta partinn, en viljum ekki fituna og kjöt af stærri hvölum. Japanir borða hins vegar mun meira af hvaln- um. Þeir hafa ákveðnar vélar og tæki til þess að nýta hvalinn sem best til átu,“ sagði Kristján Loftsson hjá Hval hf. Ódýrt kjöt En hvemig skyldi sala hvalkjöts ganga í stórmörkuðunum? „Þegar hvalkjötið er til selst það mjög vel. Það er verst hversu erfitt getur reynst að ná í það. Kjötið er bæði ódýrt og gott, kostar aðeins 148 krónur kílóið, og getur vel sæmt sér sem hin besta sunnudagssteik. Sumum finnst það ekki síðra en nautakjöt,“ sagði starfsmaður í versluninni Víði. „Salan á hvalkjöti er gífúrlega mik- il þegar kjötið er til. Ég hugsa að ég selji um 80 kíló á föstudegi. Fólki þyk- ir þetta ódýr og góður matur. Kílóið kostar um 156 krónur,“ sagði kjötaf- greiðslumaður í Miklagarði. „Hvalkjötið er úrvalskjöt og selst mjög vel. Það er ódýrt, kostar 150 krónur kílóið, og fólk kaupir þetta bæði til eigin nota og handa hundun- um sínum,“ sagði starfsmaður í Vörumarkaðnum. -KB Bóndi í Oxarfjarðartireppi teiur sig hlunnfarinn: Oddviti kærður fyrir fjárdrátt Getum boðið mjög hagstæð fargjöld - segir Michael Bishop, forstjóri British Midland ,Undirbúningur í sambandi við ís- landsflugið verður hafinn eftir 34 mánuði ef British Airways mótmælir ekki umsókn okkar um íslandsflugið. Þá veitir breska flugmálastjómin okk- ur leyfið. í mars eða apríl ’87 ætium við að hefja daglegt áætlanaflug til íslands sem stendur a.m.k fram á haust það ár,“ sagði Michael Bishop, for- stjóri breska flugfélagsins British Midland, í samtali við DV í gær. „Við getum boðið upp á mjög hagstæð flug- fargjöld á þessari leið, Heathrow- Keflavík, en hversu mikið lægri þau verða en þau fargjöld sem nú eru boð- in á þessari leið get ég ekkert sagt um á þessu stigi málsins." British Midland er næststærsta flugfélagið á Bretlandseyjum og hefur einkum mikil umsvif þar í innanlands- flugi. Félagið er þó með áætlunarflug til nokkurra borga í Evrópu utan Bret- lands, þ.á.m. Amsterdam en þar býður það um 30% lægri fargjöld en keppina- utar þess. „Vegna sérstaks milliríkjasamnings sem er í gildi milli flugmálastjóma Bretlands og Hollands leyfist okkur að bjóða svo mikinn afslátt," sagði Bishop. „Samningur sem þessi er ekki milli Bretlands og Islands en við höf- um í hyggju að hefja viðræður eða sækja um að koma honum á. Þannig gætum við mögulega lækkað þetta fargjald töluvert." - En er markaðurinn nógu stór fyrir tvö flugfélög að halda uppi daglegu áætlanaflugi á þessari leið? „Já, við teljum það, auk þess sem það fellur vel inn í núverandi skipulag á flugáætlun okkar milli London og Glasgow, en þar á milli em sjö flug daglega. Þetta getur orðið okkur mjög hagkvæmt." -BTH „Hreppsnefhdin og oddviti hennar hafa sýnt mér hrikalega valdníðslu. Oddvitinn fékk umboð til að taka við bótum fynr hönd mína og bróður míns. í rúmlega tvö ár hef ég reynt að fá þær frá þeim en án árangurs. Ég á einskis annars úrkosti en að kæra þessa menn fyrir fjárdrátt," sagði Lár- us Hinriksson, bóndi á Birkilandi í Öxarfjarðarhreppi, í samtali við DV. Bætur þær sem hér um ræðir komu fyrir skemmdir sem urðu á bæ bræðr- anna, Skógum, í kjölfar umbrota við Kröflu á sínum tíma. Oddvitinn tók við bótunum frá viðlagatryggingasjóði og segist hafa afhent þær bróður Lár- usar. „Ég á helminginn af þessum peningum. Ég hef ekkert í höndunum sem segir annað en að hreppsnefridin hafi minn hluta peninganna. Oddvit- inn fékk umboð til að taka við bótunum en ekki til að úthluta þeim,“ sagði Lárus. „Við reiknuðum með að svona gæti farið,“ sagði Bjöm Benediktsson, odd- viti Öxarfjarðarhrepps. „Við fengum kröfú frá Lárusi á sínum tíma um að afhenda honum helming fjárins. Við vísuðum hermi frá þar sem bróðir Lár- usar fékk alla peningana afhenta." Sýslumaður Þingeyjarsýslu hefur sent máhð til ríkssaksóknara. Þar verður tekin ákvörðun um hvort rann- sókn fer fram. -ÞJV Verðbólgan 11,8 prósent Verðbólgan á ársgrundvelli er nú 11,8 prósent miðað við hækkun vísi- tölu framfærslukostnaðar sl. þijá mánuði. Kauplagsnefiid hefúr reiknað út hækkun vísitölunnar í júlíbyijun og reyndist hún vera 170,89 stig, sem er 0,43 prósent hækkun frá júníbyijun. Þessi hækkun stafar af hækkun mat- vöm, v.efnaðarvöru og hækkun ýmissa vöm- og þjónustuliða. Ef miðað er við hækkun vísitölunnar sl. 12 mánuði hefur verðbólgan verið 21,5 prósent. -APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.