Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1986, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1986, Side 20
20 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986. Nýbakaður stórmeistari, Jón L. Ámason: „Ég er stundum „kaffihúsaskákmaður“... Plovdiv, smábær um 125 km frá Sofíu í Búlgaríu, er staður sem Jón L. Ámason stórmeistari mun hugsa fallega til um ókomna daga. Þar náði hann þriðja og síðasta áfanga sínum að stórmeistaratitli þegar hann sigraði á skákmótinu sem þar var haldið í öndverðum þessum mán-- uði. „ Já - Plovdiv," sagði Jón L. og brosti - „ætli ég kalli þann bæ eftir- leiðis ekki sérstakan vinabæ minn.“ Kannski kann einhveijum að virð- ast það merkilegt að maður, kominn langt að á nýjan stað, geti setið þar í ókunnu umhverfi og einbeitt sér að skák - með góðum árangri, því oft eru menn óöruggir í nýju um- hverfi og loftslagi sem þeir eiga ekki að venjast. Kaldara en elstu menn mundu „Ég hafði vit á því núna að fara snemma af stað. Eg var kominn til Búlgaríu nokkrum dögum áður en mótið hófst og hafði því vanist bæði umhverfi og loftslagi þegar út í hríð- ina kom. Við tefldum á hótelinu sem við bjuggum á og þar var loftkæling í besta lagi. Reyndar voru menn að segja þama í Búlgaríu að þessa mótsdaga hefði verið kaldara en elstu menn mundu. Mér fannst nú alveg nógu heitt. Loftið var rakt og það höfðu verið miklar rigningar. Plovdiv er fallegur bær. Hann er gamall, byggingarmargar fomar. Mér gast sérlega vel að fólkinu. Það virðist í eðli sínu vera svolitlir sveitamenn - líkt okkur að því leyti.“ - Og svo kemurðu heim og kallast hér eftir stórmeistari - er það ekki heilmikil breyting á einum manni? „Ég hélt nú að breytingin væri meiri. En tilfinningin erþægileg." Að berjast við titil Það er ekki að undra þótt Jóni finnist tilfinningin þægileg. Nú er lokið orrahríð sem hófst þegar stór- meistaratitillinn kom í sjónmál - um sömu mundir og hann lauk námi í viðskiptadeild Háskólans. Jón tefldi á erfiðu móti í Helsinki í lok maí sl. fram í júní. „Það er erfitt að tefla á mótum þegar maður eraðbeijast við titil. Mótið i Helsinki var erfitt að þessu leyti. Þar barðist maður í taugaspennu. Svo var spennan svip- uð í Búlgaríu. En mér hafði sem betur fer tekist að slappa af á milli - en undirbúningurinn undir Búlg- aríumótið var ekki mikill. Taugaspenna hefur neikvæð áhrif á mann. í hótelherberginu mínu í Plovdiv var klukka, innbyggð í nátt> borð - og sló takt á hverri heilli mínútu. Þessi klukka angraði mig ákaflega í byijun. Ég reyndi að skrúfa hana lausa, en það var árang- urslaust. Loks varð ég að vefja utan um hana handklæðum til að losna við þessa ertingu. Reyndar var ég ekki einn um að vera illa við þessa klukku, því þær voru á öllum herbergjum, bannsett- ar.“ En hríðin er afstaðin - bæði skák- imar og klukkufjandinn: DV tók á móti sínum skákskríbent á flugvell- inum og færði honum blóm. - Við vissum nú að þú kynnir að tefla, Jón - fyrrum heimsmeistari unglinga - en hélstu ekki gleði hátt á loft við heimkomima? „Það var fagnaðarfundur í fjöl- skyldunni." Samfélag skákmanna Skákmenn eru sjálfsagt ólíkir flestum öðrum; ólíkir innbyrðis, en um leið með eitthvert það yfirbragð eða fas sem er þeim sammerkt. Þar fer tíðum saman rólyndi og ákveðni, áhugi sem leikmaðurinn skynjar og um leið einhver baráttuandi. Þegar maður sér þá á mótum er greinilegt að skákmenn lifa og hrærast í lokuð- um heimi - eru eins og sérstök fjölskylda. „Já. Þetta er sérstakt samfélag,“ sagði Jón. „Menn hitta sömu menn- ina mót eftir mót. Keppendur búa yfirleitt saman á hóteli, gjaman sama hóteli og teflt er á. Og þegar frídagar eru fara menn saman í kynnisferðir." - En samt hlýtur samkeppnis- andinn að loga undir yfirborðinu - eða eru menn kannski góðir við gamla félaga og semj a um j afhtefli ef illa horfir - eða gefa skák þegar sigur skiptir gamlan félaga verulega miklu máli? „Það er nú oft þannig að byrji maður vel á móti þá fara hinir ósjálfrátt að bera virðingu fyrir manni. Og sömuleiðis fá menn „blod pá tanden“ ef einhveijum gengur illa og hann virðist auðveld bráð. Það er ekki til nein miskunn í skák. En vitanlega er það hugsanlegt að menn slaki á gagnvart einhveijum- ef skákin skiptir þá engu máli. Skák- menn eru með ýmsu móti. Sumir hafa enga ánægju af því að tefla nema þeir séu að eyðileggja fyrir öðrum." Lág verðlaunaupphæð Á mótinu í Plovdiv voru þátttak- endur á ýmsum aldri. Þeir gömlu garpar, Gligoric frá Júgóslavíu og Uhlman frá A-Þýskalandi, voru meðal þátttakenda. Þeir eru báðir vel kunnir meðal skákáhugamanna á íslandi. Gligoric tefldi á frægu kandídatamóti ásamt Friðrik Ólafs- syni árið 1959. Og hann var í framboði til forseta FIDE um árið. Nú er hann af léttasta skeiði og var ófarsæll á mótinu. Uhlman tefldi af öry ggi - varð j afntefliskóngur móts- ins. Skáksamböndum í A-Evrópu gengur oft treglega að fá til sin sterka skákmenn að vestan. Það stafar af þvi að verðlaunaupphæð sem teflt er um er iðulega mjög lág. Vestrænu skákmennimir verða að einblína á verðlaunaféð því þeir lifa á því að tefla. Það er ekki víða sem þeir eru á sérstökum launum frá rík- inu. „Það er myndarlega að þessu stað- ið hér á landi,“ sagði Jón L. Árnason. „Reyndar hef ég ekki hugmynd um hvemig þetta gengur fyrir sig hér heima - hvemig maður fær þessi stórmeistaralaun. Ég verð að muna eftir að spyija strákana. V erðlauna- féð frá Búlgaríumótinu endist ekki lengi. Og það er líka borgað út í gjaldmiðli sem varla er hægt að nota nema í kringum hótelið sem maður bjó á. Þetta er nú skýringin á því hvers vegna þeir bjóða fremur til sín ung- um og efrnlegum skákmönnum. Þeir vita sem er að maður þarf á mótinu að halda og getur kannski krækt sér í titil. Eftir að titillinn er fenginn getur maður andað íéttar um sinn því þau mót sem bjóðast eftirleiðis geta gefið meira af sér. Það er dýrt að vera atvinnuskákmaður. Ferða- lög em dýr. Það er oft að maður þarf að borga undir sig farið langa leið - og svo þarf maður að kaupa bækur og veija mörgum stundum í rannsóknir. Þótt verðlaunaféð í A-Evrópu- löndunum skipti ekki svo miklu máli er gaman að tefla þar. And- rúmsloftið angar oftast af skák. Áhugi almennings er mikill. Og það er gert vel við skákmenn." „Síðan hefur okkur farið- fram“ - Hvað er fram imdan? „Ég ætla að fara til London í ágúst til að fylgjast með heimsmeistaraein- vígi þeirra Karpovs og Kasparovs. Ég ætla að skrifa um það fyrir DV. Að því loknu hef ég hug á að taka þátt í íslandsmótinu sem verður í september. Það verður væntanlega sterkt og spennandi mót. Við munum trúlega tefla þar nokkrir - nokkrir okkar stórmeistaranna. Nokkrir okkar stórmeistaranna," segir Jón- „skemmtilegt að geta tekið svona til orða. Ólympíuskákmótið kemur svo í kjölfarið á íslandsmótinu. Það verð- ur að þessu sinni haldið í Dubai í Sameinuðu furstadæmunum. Þang- að fer sterk sveit frá íslandi: Helgi Ólafeson, Jóhann Hjartarson, Mar- geir Pétursson, Guðmundur Sigur- jónsson, Karl Þorsteins og ég. Sama sveit og tefldi á ólympíumótinu í Þessalóníku fyrir tveimur árum. Þá stóðum við okkur vel og vöktum athygli. Síðan hefur okkur farið fram.“ Tískukóngar í skákheiminum Á skákborði eru 64 reitir. Um þessa reiti tefla menn 32 taflmönnum. Lítt skákfróðum blaðamanni virðist það furðulegt að þetta reikningsdæmi um reitina og taflmennina skuh ekki hafa gengið upp fyrir löngu - og tölvur látnar sjá um skáklistina í stað manna. En skákfróðir hafa jafn- an skotheld svör á takteinum og geta bent á þær miklu breytingar sem skákin hefur tekið gegnum tíð- ina. „Breytingamar í skákinni hafa verið miklar,“ segir Jón L. „Nú er svo mikið upplýsingastreymni í skákheiminum. Menn eru betur „menntaðir" í faginu, hafa betri tök á að kynna sér andstæðingana og geta búið sig betur undir mót. Það eru stöðugar stílbreytingar í mann- taflinu - og vegna þess hve upplýs- ingamar um mót og taflmennsku eru miklar geta menn fylgt breytingum eftir og tileinkað sér nýjan stil ef þurfa þykir. Menn fylgja gjaman fordæmi þeirra bestu. Það em til tískukóngar í taflmennsku á hveij- um tíma. Þegar Karpov tók við heimsmeistaratitlinum af Fischer á sínum tíma fóm margir að tefla var- lega og ömggt, fóm að láta sér nægja minni árangur hveiju sinni. Nú hef- ur Kasparov lagt nýjar línur, hleypt í þetta nýju blóði og fjöri. Kannski má kalla hann Maradona skáklist- arinnar. Ég held að skilningur manna á skák sé meiri nú en áður var. Fyrir nokkrum áratugum mátti ganga að því sem vísu að nokkur hluti þeirra sem tefldu á sterkum mótum kynnu fremur lítið fyrir sér. Nú byija menn fyrr að tefla en áður var. Þeir liggja í bókum um byijanir, endatöfl o.s. frv. Og vegna þess hve breiddin er orðin mikil verða „spútnikamir" á skákhimninum ekki eins margir og áður á sterkum mótum. Tækifærin em fleiri. Okkar kynslóð - þessara nýju stórmeistara - er hin fyrsta sem hefur fengið tækifæri til að tefla úti um allan heim. Við búum yfir ótrú- lega mikilli reynslu miðað við „ald- ur, reynslu og fyrri störf‘. Skák byggist einmitt svo mikið á reynslu." Konur hafa aldrei getað teftt Nýi stórmeistarinn talar yfirleitt ekki af sér. En þegar maður hefur setið hjá honum stundarkom og rætt um hans sérgrein gerist hann málglaðari, rétt eins og svo algengt er um fagmenn - þeim finnst oft skemmtilegt að tala um fagið sem er í senn atvinna þeirra og ástríða. Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvers vegna skákmönnum sé skipt í flokka eftir kynjum; hvers vegna tefla konur ekki við karla á mótum? „Skákin er erfið. Hún krefet líkam- legs þreks. Hver skák á þriggja vikna móti getur staðið í fimm klukku- stundir. Konur vilja kenna um hefðbundnum hugsunarhætti - sög- unni sjálfri; af einhverjum ástæðum hafa konur aldrei getað teflt, en þeim er að fara fram. Suga Polgar er nýj- asta dæmið um framgang kvenna í skákinni. Hún virðist geta mátað stórmeistara. Brown laut í duftið fyrir henni í New York. Því miður stunda alltof fáar konur skák á ís- landi.“ Stundum er sagt að stórmeistara- titill opni dyr fyrir þann sem hann hlýtur. „ Já,“ segir Jón L. - „með stórmeistaratitli getur skákferillinn í alvöru hafist. Þá fær maður fleiri boð, manni bjóðast betri kjör.“ - Þú nefndir tískukónga áðan - hvern heldur þú mest upp á núna? „Ég hef verið að kanna tafl- mennsku Emmanúels Lasker alveg frá því um áramót. Ég hafði vanrækt að skoða Lasker. Hann var heims- meistari í 27 ár - og i seinni tíð hafa menn eins og litið fram hjá honum. Hann hefur verið kallaður „kaffi- húsaskákmaður" sökum áhlaups- stílsins. Kannski er ég líka kafifihúsaskákmaður. En ég tefli nú aldrei á kaffihúsum. í þessu felst að „kaffihúsaskákmaðurinn" er jafiian reiðubúinn til að beijast og það eins þótt staðan sé erfið. Hann leitast ævinlega við að leggja gildrur fyrir andstæðinginn - líka í vonlítilli stöðu. Ég tefldi í þessum anda á Reykja- víkurskákmótinu - satt að segja hræðilega illa - en fékk ótrúlega marga vinninga." Nýbakaður stórmeistari - ný- útskrifaður viðskiptafræðing- ur Og hvað er þá fram undan hjá nýja stórmeistaranum - skák og aft- urskák? „Ég reikna með því - get ekki ver- ið þekktur fyrir annað. En ég hef líka áhuga á að nýta mér viðskipta- fræðimenntunina - mig langar til að sinna viðskiptafræðinni áður en ég gleymi öllu sem ég hef lært.“-GG ...en ég tefli aldrei á kaffihúsum“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.