Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1986, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986. Frjálst.óháð dagbJað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐ.UR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlASSNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og OSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn. skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SlMI 27022 Setning, umbrot. mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111 Prentun:ÁRVAKUR H F. - Áskriftarverð á mánuði450 kr. Verð I lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblaö 50 kr. Allir vilja syðra vera Þegar meirihluti stjórnar Byggðastofnunar ákvað í þessari viku, að hún skyldi ekki flutt frá Reykjavík til Akureyrar, varð um leið ljóst, að ekki verður unnt að flytja aðrar stofnanir út á land. Hver á að fara eftir byggðastefnu, ef Byggðastofnun gerir það ekki? Þingmenn landsbyggðarinnar, sem mynduðu meiri- hlutann í stjórninni, rökstuddu niðurstöðu sína á tvennan hátt. í fyrsta lagi þyrfti stofnunin að hafa náið samband við aðrar stofnanir, sem væru í Reykjavík. I öðru lagi mundi starfsliðið ekki fara norður. Akureyringar kvarta réttilega yfir þessari niður- stöðu. Hvað verður nú um háskólann nyrðra, spyrja þeir. Ekki eru meiri líkur á, að hægt sé að flytja starf- semi og starfsfólk háskólans norður en reyndust vera, þegar reynt var að ýta Byggðastofnun norður. Augljóst er, að hið sama verður uppi á teningnum, þegar aðrar stjórnir taka ákvörðun um, hvort láta eigi undan þrýstingi um flutning stofnana og fyrirtækja út á land eða vistun nýrra stofnana og fyrirtækja úti á landi. Sú er einnig reynsla nágrannaþjóðanna. Ráðamenn stofnana vilja hafa þær í Reykjavík, af því að ísland er orðið að borgríki, þar sem allar mikil- vægar ákvarðanir eru teknar syðra, líka þær, sem varða heill og hag landsbyggðarinnar. Þar eru allar hinar stofnanirnar og allir hinir valdamennirnir. Starfsmennirnir vilja líka vinna á Reykjavíkursvæð- inu, þar sem tveir þriðju hlutar þjóðarinnar eru. Þar er líka allt að hafa, frá sinfóníu og óperu yfir í klámsýn- ingar og fíknilyf. Reykjavíkursvæðið er fyrir löngu komið yfir 100.000 manna töfratölu stórborgarsvæðis. Fólk vill vera syðra, fara suður og vera þar um kyrrt. Ekki skiptir máli, þótt meðaltekjur séu 6% undir lands- meðaltali í Reykjavík. Samt er það svæðið, þar sem stofnað er til 85% allra nýrra ársverka. Aðeins 15% nýrra ársverka verða til utan Reykjavíkursvæðisins. Víkjum sögunni til Flateyrar: „Hér er nóg vinna. Hingað vantar alltaf fólk. Togarinn mokfiskaði á síðast- liðnu ári. Hér er öll þjónusta, sem sveitarfélög geta veitt, ný sundlaug, leikskóli, tónlistarskóli, elliheimili, læknir og hjúkrunarkona og talsvert mikið félagslíf.“ Þetta er lýsing sveitarstjórans í viðtali við DV. Samt fækkaði fólki á Flateyri í fyrra um 8%. Það er mikill flótti á aðeins einu ári. Og sveitarstjórinn segir: „Þetta er einkum fólk í yngra lagi, fólk á góðum aldri, sem hefur verið að fara... Fólk vill bara ekki vinna í fiski.“ Forustumenn landshlutasamtaka tala í alvöru um, að stíflan sé að bresta, - fólk fari að flykkjast til höfuð- bogarsvæðisins. Það telur sig hafa verið ginnt í byggðagildru sjöunda áratugarins, þegar reynt var að færa þjóðfélagið frá Reykjavík út á landsbyggðina. Nú er komið að skuldadögunum. Hin hefðbundna byggðastefna hefur ekki náð árangrinum, sem stefnt var að. Hún hefur kostað mikið fé og mikla sóun. Samt sagði Eskfirðingur nýlega í viðtali við DV: „Okkur fund- ust engir möguleikar þarna fyrir austan.“ Þeir, sem nú spara, fjárfesta á Reykjavíkursvæðinu. Hlutdeild afgreiðslustaða Reykjavíkursvæðisins í inn- lánsfé Landsbankans er komið upp í 86% alls innlánsfjár bankans. Litið er á íjárfestingar tímabils byggðagildru áttunda áratugarins úti á landi sem glatað fé. Líta má á tímamótaákvörðun meirihluta stjórnar Byggðastofnunar sem punktinn yfir i-inu í hruni hinnar hefðbundnu byggðastefnu hér á landi. Jónas Kristjánsson Frystihús er ekki notalegasti vinnustaður sem maður getur hugsað sér. Hraðfryst tap Útgerðin hefur verið á hausnum frá því ég man eftir mér, fiskvinnslan líka. Menn hafa stritað við það langa ævi að tapa í þessari undirstöðuat- vinnugrein landsmanna og útgerð- armenn, fiskverkendur og flestir samt komist bærilega af. Og enn tapa þeir og segja að svona gangi þetta ekki lengur. Þessi söngur lætur kunnuglega í eyrum. Hann er árviss eins og gargið í kríunni og allir löngu hættir að leggja við eyrun. Það er þó ekki laust við að menn hrökkvi við þegar stórt og gróið fyr- irtæki, Hraðfiystistöðin í Reykjavík, hættir vinnslu, skellt er í lás, allt stopp! Eru þeir þá að tala í alvöru núna, karlálftimar? hugsar maður. - Þeir sem aldir eru upp í sjávar- plássum vita hvaða þýðingu frysti- húsið hefur. Þar er upphaf og endir alls í þessum þorpum, næstum heilög kýr, og leggi hún upp laupana er þorpið dauðadæmt. Frystihús er ekki notalegasti vinnustaður sem maður getur hugs- að sér, stundum raunar hálfnötur- legur, skarkali og slabb, og það er sjálfeagt ekki af hugsjón eða sérlegri köllun að fólk eyðir þar starfsæv- inni. En í sjávarþorpunum er ekki í annað hús að venda og enginn gerir sér leik að þvi að formæla lífsviður- væri sínu, jafhvel þótt það sé hábölvað. Eða hvað eiga karl og kerling að gera þegar ekkert er meir að hafa í hraðfrystihúsinu? Flytja á mölina eins og allir hinir? Snudda eitthvað kringum verslun og við- skipti? Frystihús úrelt þing Auðvitað er þetta ekki svona slæmt. Frystihúsin fara ekkert á hausinn. Þau verða ekki látin fara á hausinn, fremur en útgerðin. Þessu verður öllu hjálpað til þess að halda áfram að tapa til eilífðamóns, jafii- vel þótt engin glóra sé í rekstrinum. Það verður að halda atvinnu í landinu eins og allir skilja. - Eigi að síður em ýms teikn á lofti sem segja að frystihúsin séu ekki einung- is rekin með bullandi tapi heldur séu þau úrelt. Framsýnir menn í faginu em famir að tala um að frysting á fiski, eins og við höfum stundað síð- ustu áratugi og byggt svo til allt okkar á, sé vitleysa. Kúnninn úti í löndum vill fá fiskinn ferskan og spriklandi, segja menn, og flytja aflann út í gámum, jafnvel með flug- vélum, svo soðningin komist sem ferskust á diskana í London eða Hamborg. Kannski er mikið til í þessu, og þá þarf engin ffystihús. Nýtt hlutverk Og hvað á þá að gera? Leggja nið- ur þorp og bæi allt í kringum landið eða láta mannskapinn allan í að rækta lax og kanínur? Það er kannski mál til komið að Halldór sjávarútvegsráðherra fari að hafa svolitlar áhyggjur af þessu og hætti að karpa um þetta hvalræði við til- finningasjúka Ameríkana. (Og er það nú ekki meira en lítið kindar- legt fyrir íslenskan ráðherra að þurfa að fara bónarveg að banda- rískum stjómarherrum til að fa að veiða og selja úr íslenskri lögsögu?) Lífið er saltfiskur var eitt sinn sagt. Það er löngu liðin tíð. Lífið hefúr verið frosin flök og þorskblokk í háa herrans tíð. Ekki er þar með sagt að svo verði næsta mannsaldur. - Menn hafa hins vegar verið að benda á að frystihúsanna gæti beðið nýtt hlutverk, sumsé að vinna tilbúna rétti í neytendapakkningum, rétti, tilbúna í ofiiinn eða á pönnuna. Þetta em þeir byrjaðir að reyna norður á Skagaströnd. Þar virðast vera á ferðinni menn sem hafa lagt hausinn í bleyti en ekki ffyst sitt hugmyndaflug í þorskblokk. Og þeir reka fyrirtæki sem sýnist bera sig. Slíkur iðnaður er vitaskuld miklu I talfæri Jón Hjartarson verðmætari en hálfúnnin vara, eins og framleidd er í ffystihúsunum í dag. Látum sölumenn selja Á slíkar leiðir hafa menn verið að benda undanfarin ár. Nú síðast í fyrradag birtist viðtal við tvo áhang- endur sjávarútvegs í Þjóðviljanum, Finnboga Jónsson í Neskaupstað og Jóhann Antonsson á Dalvík, þar sem þeir benda á „að massafrysting, sem hér hefúr verið stunduð, þessi hefð- bundna frysting, sé á undanhaldi" ... og að finna þurfi leiðir til þess „að hærra verð fáist fyrir hvert kíló af fiski sem flutt er út.“ Það er ekki einleikið að hér skuli fást meira en helmingi minna verð fyrir fiskinn til vinnslu í ffystihúsun- um heldur en borgað er fyrir hann á fiskmörkuðum í Bretlandi og Þýskalandi. Er þetta nú með felldu? Við þykjumst jú vera að framleiða í fiystihúsunum gæðavöru, aðallega f>TÍr stærsta markað heimsins, í ÚSA. Er þetta bara ekki annað kval- ræðið til? - Erum við ekki búin að fjárfesta í Bandaríkjunum fyrir milljarða? Og raunar megum við ekki flytja gróðann af þessum fjár- festingum út úr landinu heldur verður að halda áfram að fjárfesta þar í guðs eigin landi. Kannski öðl- umst við á þennan hátt einhverja hlutdeild í ameríska draumnum. En það er ekki þar með sagt að sú upp- hefð komi karli og kerlingu, sem standa við flökun og ormatínslu í ffystihúsunum, til góða. Frystihúsin verða áfram á hausnum og þarafleið- andi verða karl og kerling að leggja nótt við dag til þess annars vegar að bjarga verðmætum og hins vegar að hafa í sig og á. Þetta eru orðin, miklu frekar en óblíð náttúran, nátt- úrulögmál á íslandi. í sama mund og við seljum nýjan fisk á tvöföldu, þreföldu, jafiivel fimmföldu verði á Bretlandseyjum kaupum við þaðan, og raunar ann- ars staðar víða að, vörur sem fimmfaldast í verði á leiðinni hing- að, eða allt að því, samkvæmt könnun Verðlagsstofnunar. Hvemig er þetta nú hægt? spyrja menn. Heildsalar em sárir og segja að þetta séu miklar ýkjur. Og þó að eitthvað sé ef til vill ýkt er hitt alveg ljóst að innflytjendum hefur tekist að selja hér ótrúlega dýra vöru. Nú, nú, ekki er það nema eðlilegt að menn reyni að selja sitt eins háu verði og kostur er. Þetta sannar svo ekki verður um villst að við eigum býsn af dugmiklum kaupsýslumönnum. Og fyrst þeir geta prangað inn á okkur vörum á allt að fimmfalt hærra verði en fólk borgar á Bret- landseyjum því skyldu þeir þá ekki geta fimmfaldað fiskinn okkar í verði erlendis? Landsins gagn íslenskur markaður er lítill og auk þess mettaður af tólum og tækjum, þörfum og óþörfúm, tilbúnum rétt- um, ætum og óætum. Við eigum auðvitað að snúa dæminu við, sumsé að hætta að eyða allri þessari orku í að pranga inn á okkur sjálf rándýr- um vörum sem við getum ef til vill eignast með þvi að vinna myrkranna á milli og fara að ffamleiða beint oní neytendur allt í kringum okkur úr besta hráefrii sem völ er á. Nú eru sölumenn búnir að æfa sig nóg heima, mál til komið að þeir snúi sér að heimsmarkaðinum. Fyrir þessu eru sögulegar forsendur. Þar sem þrífst menning, þar með taldar íþróttir allt frá stangarstökki niður á skákborðið og síðast en ekki síst mannvænleg lífskjör, þar er von til þess að framleiddar séu notanlegar og neytanlegar vörur. Það eigum við líka að gera. Við eigum að nota sem mest af okkar hugviti til þess að framleiða og selja fiskinn okkar, flakaðan, ferskan, innpakkaðan í ofnsteikur, bakaðan jafnvel. Og svo eigum við að láta þessa snillinga, sem eru að selja okkur bakaðar baunir á fimmföldu verði, selja sem best þeir geta erlendis. Þá gætu karl og kerling í fiskiðnaðinum kannski farið að selja sitt strit á mannsæm- andi kjörum. Við eigum ekki fyrst að hugsa um hvað við getum keypt heldur hvað við getum selt. Og við eigum að selja góða vöru á góðu verði. Þannig vemdum við best landsins gagn og gæði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.