Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1986, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986. 17 Hestamennska í stað háskólanáms Einar Öder Magnússon, 24 ára Sel- fyssingur, var stjama landsmóts hestamanna sem stóð ó Gaddstaða- flötum við Hellu um síðustu helgi. Einar reið þeim hrossum sem hvað mesta athygli vöktu, kynbótahestun- um Otri og Kjarval frá Sauðórkróki, Flosa frá Brunnum og góðhestinum Júní sem dæmdur var efstur ís- lenskra gæðinga ó landsmótinu. Hann er í hópi fárra atvinnuknapa á íslandi, tamningamaður og sýning- arknapi, starfsmaður við stóðhesta- stöðina í Gunnarsholti - í vetur, þegar hvað mest var að gera við tamningamar og undirbúninginn fyrir landsmótið, var hann í hnakkn- um fró því klukkan átta á morgnana til miðnættis hvem dag vikunnar. „Maður fór varla af baki nema til þess að skipta um hest eða járna.“ Hestar hafa alla tíð verið ríkur þáttur í lífi Einars. Faðir hans, Magnús Hákonarson, rafvirkja- meistari á Selfossi, er hestamaður og kom syninum snemma á bragðið. „Ég eignaðist hest þegar ég var kom- ungur, reið honum hér um allar trissur, fór með pabba um sveitir. Mér fannst það alltaf stórkostlega gaman. Og þannig er það með hesta- mennskuna - hún er svo skemmtileg, þetta er svo gaman. Mínar bestu stundir eru þegar ég fer einn ó góðum hesti eitthvað út í náttúruna." Fjögurra ára áætlun Þótt hestamennska sé vinsæl íþrótt og tómstundagaman á íslandi em atvinnureiðmenn ekki sérlega marg- ir. Og flestir sem fást við tamningar gera það aðeins hluta úr ári og hafa annað starf meðfram. En Einar Öder sinnir engu öðru. Og hann tók þá alvarlegu ákvörðun eftir stúdents- próf að gera hestamennskuna að atvinnu sinni. „Ég ákvað að verja fjórum árum í þetta - til reynslu." - Hefur verið nóg að géra? „Já. Það er langur biðlisti af hest- um handa mér að temja. Menn panta hjá mér tamningu fyrir hesta sína marga mánuði fram í tímann." - Þannig að þú getur valið þér hestsefni - valið folana eftir ættum og uppeldi? „Já. En maður heldur tryggð við sína kúnna. Hestarnir eru mikið frá sömu aðilunum. Ef þeir koma langt að þó reyni ég að afla upplýsinga um hestinn áður en ég tek við honum.“ Einar hefur í rauninni sameinað starf og nám undangengin fjögur ár, tamið hér á íslandi á vetuma og vorin, þjálfað fyrir mótin yfir suma- rið og sýnt hesta. En á haustin og fram yfir óramót kemur hlé í tamn- ingarnar áður en hross em tekin á hús og þann tíma hefur Einar verið erlendis við nám og kennslu í reið- mennsku. „Markmið mitt er ekki fyrst og fremst að vera atvinnumaður heldur bara að ná sem bestum tökum á hestamennskunni. Ég vil temja hesta - og ríða þeim á mótum - vil þróa með mér tilfinningu fyrir þeim þann- ig að maður geti laðað fram þá eiginleika sem maður þykist vita að búi með þeim hestum sem maður er að fóst við hverju sinni. Og ég verð líka að vita til hvers konar brúks hesturinn á að vera og hvemig reið- maður eigandinn er. Það er hægt að . móta hest miðað við sýningar eða almenna reið. Ég get þjálfað hest þannig að hann henti mér sem sýn- ingarhestur - og svo get ég þjólfað hann þannig að hann falli að þörfum eigandans. Þetta er tvennt ólíkt. Ég hef gaman. af öllum eiginleikum hestsins - og öllum hestsgerðum. Ég ríð gjama miðlungshestum eða lak- ari og reyni að laða fram í þeim það sem þeir best geta.“ - Ög þú stundar ekki hrossasölu meðfram til að drýgja tekjumar? „Nei. Ég hef alveg verið laus við það. Ég veit að margir hafa gott upp úr sér með því að kaupa og selja. En ég er ekki í þessu til að græða peninga. Og hrossasala er líka við- skiptasvið sem er afar ótryggt." Tilfinningasambandið fslendingar hafa lengi talið sig vita af „leyniþræðinum" sem Einar Ben- ediktsson skáld nefndi í frægu ljóði. Einar Öder hefur verið að fiska eftir þeim þræði. „Ég taldi að með því að gerast at- vinnumaður gæti ég náð bestum tökum á þessari íþróttagrein. Þannig kynnist maður fjölda hesta og hests- gerðum - og fær góða yfirsýn yfir þau vandamál sem við er að glíma í þess- ari grein. Þetta er rétt eins og flest annað sem menn taka sér fyrir hend- ur og vilja kynna sér. Ég hef líka dvalið erlendis við tamningar, nám og kennslu. Ég var átta mánuði í Kanada í tengslum við íslenska hesta þar og komst í tæri við erlend hesta- kyn. Ég hef einnig verið í Þýska- landi, Austurríki, Hollandi og Danmörku." Útlendir tölthestar Einar hefur starfað með erlendum reiðmönnum og reiðkennurum. „Reiðmennska í Evrópu er öguð íþróttagrein. Þar er hún heilmikill lærdómur og fer fjarri að hún sé eins frjálsleg og skemmtileg og hér. En ég tel mig hafa lært þónokkuð af kennurum erlendis. Og um leið held ég að útlendir reiðmenn hafi sumir lært jafnmikið eða meira af okkur, sérstaklega í sambandi við gangteg- undir. Á íslaridi erum við frjálsari i íþróttinni, við erum meiri náttúru- böm. Ætli það séu ekki helst indíán- ar eða Mongólar sem ríða eitthvað i líkingu við okkur. Mér finnst að allur só fjöldi náttúrubama í reið- Fáðu þér Ameriska alerbrynju á bilinn * Þœgilegt og auövelt í notkun. * Bílþvotturinn veröur leikur einn. * Glerungurinn styrkir lakk bílsins gegn steinkasti. Þeim fjölgar ört sem átfa sig á yfirburöum ULTRA GLOSS gagnvartöörum bóntegundum. ULTRAGLOSSerí raun „fljótandi gler" og því eölilegt aö þaö endist margfalt lengur en vax- eöa plastbön. Sé fariö eftir leiöbeiningum um notkun, þá nœgir aö böna bílinn 3 sinrjum á ári til þess aö tryggja örugga vernd gegn veörun. Þetta vita þeir sem notaö hafa ULTRA GLOSS frá byrjun. Erlendis er tekin 18 mánaöa ábyrgö á endingu, en viö höldum okkur aö sjálfsögöu viö hérlendar staöreyndir. ULTRA GLOSS er ödýr langtímavörn. Útsölustaðir: ESSO-stöðvarnar. HAGKAUP, Skeifunni mennsku sem hér er sé hið jókvæða við hestamennskuna hér.“ - Em íslenskir hestar mjög frá- bmgðnir þeim erlendu sem þú hefur prófað? „Já. Mér finnst íslensku hestamir eðlisbetri. Ef ég ber þá saman við Tennesy Walker, sem töltir líka - þá þarf sá hestur helst að vera mjög þjólfaður til að hann haldist í réttum takti.“ - Er íslenski hesturinn viljameiri? „Já. En það stafar nú kannski meira af uppeldi en eðli. Erlendis em hestar meira aldir upp undir hand- arjaðn mannsins. Hér njóta hestar frelsis náttúmnnar í uppeldinu. Ætli það hafi ekki sín áhrif. Maður veit ekki alveg hvað veldur. Ég hef líka prófað tvö tölthestakyn frá Perú. Þeir hestar heita Paso Fino og Pem Paso. Það em áhugaverðir hestar - en mér finnst nú í raun að enginn þessara hesta komist með tæmar þar sem okkar hestar hafa hælana. En þeir hafa stærðina fram yfir okkar hesta. Smæð íslenska hestsins er mörgum þymir í augum, sérstaklega erlendis. I Austurríki var ég á hestahóteli. Það er rekið á sama hátt og skíðahót- el nema að þar fara menn á hestbak í stað þess að renna sér ó skíðum. Þar vom mestanpart íslenskir hestar en einnig einir fjöratíu stórir. Þar fór ég í reiðtíma hjá þeim sem sá um stóm hestana. Evrópska reiðmennskan er öguð - enda sprott- in fyrst og fremst af hernaðarlegum gmnni.“ ísiensk reiðmennska að breytast íslensk reiðmennska og hestahald hefur verið að breytast síðastliðin ár. Nú sækir fólk reiðnámskeið í stórum stíl. Áður var almennt ekki álitið að fólk þyrfti að læra öðmvísi en hoppa á bak einhverjum hesti og læra þannig sjólfur að sitja. Hesta- mennskan er orðin almennari, hestamótin fleiri og íþróttagreinarn- ar fjölbreytilegri - verðum við kannski á endanum jafriskipulagðir Einar öder: „Það er frelsið i hestamennskunni sem laðar fólkið að.“ DV-mynd GVA og agaðir reiðmenn og annars staðar^ tíðkast? „Ætli það ekki. En við höldum auðvitað okkar sérstöðu. Hér er hestamennskan með ýmsu móti. Flestir stunda bara frjálsar útreiðar. Svo em atvinnumennimir í smáat- riðunum. Mér finnst það eigi að vera þannig. Það er einmitt frelsið í þessu sem laðar fólk að. Ég gæti kannski nefnt okkur bræðuma sem dæmi. Ég komst á bragðið með því að fara bara á bak og þeysa hér út um allar gmndir berbakt og skipulagslaust. Yngri bróðir minn byrjaði á þessu þegar meira skipulag var komið á hlutina. Hann fór á reiðnámskeið og svo var farið að láta hann taka þátt í keppni í unglingaflokki - og svo missti hann áhugann og hætti. Kannski var það ekki þessu skipu- lagi að kenna - en þó getur það verið. Áður þeystu menn um með gúmmískó ó fótunum og sperrtu tærnar út í loftið og vissu ekki hvað reiðbuxur eða hjálmur var. Nú er þetta meira að verða sérstök íþrótt - það fer til dæmis enginn inn á landsmót og ríður þar hestum til efstu sæta án þess að hafa áður lagt á sig mjög mikla vinnu.“ -GG Góð mynd verður betri stækkuð 50% AFSLÁTTUR Á STÆKKUNUM yfir 60 móttökustaðir á landinu lyndsýn Athugið! Afsláttarmiðar fylgja í framköllunar- pokunum frá okkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.