Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1986, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1986, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986. Aðalvík á Hornströndum: Flakkandi og fljúgandi nyru amma „Þetta land er engu líkt,“ segja þau Peter og Fiona Rauh þegar þau koma upp orði fyrir dýfum og velt- ingi um borð í Venna frá Hnífsdal. Ferðinni er heitið til Aðalvíkur á Homströndum en það er vægast sagt lítið kyrrt í sjóinn þetta kvöld- ið - einkum þó þegar farið er fyrir Rituna. Það var ekki fært fyrr um daginn og því sætt lagi þegar kvöldaði. Brúðkaupsferð í óbyggðir Peter og Fiona eru í brúðkaups- ferð, því þau giftu sig vikuna áður og óskadraumurinn var að komast til Islands. Burt frá fátæktinni, reyknum, eiturlyfjunum og ömur- leikanum heima íyrir. Þau búa í London, Fiona er framkvæmda- stjóri fyrir heilsuræktarstöð og kafari að auki en Peter kennir hjálp í viðlögum. „Héma er fólk svo vingjarnlegt, allir hjálpsamir og hlýir. Þetta er ekki eins og að vera ferðamaður til dæmis í Grikklandi. Og landið er ægifagurt," segir Fiona. Og Peter bætir við: „Þegar við komum til Isafjarðar með bækling um Hornstrandaferðir í höndunum kom í ljós að þær hefjast ekki fyrr en við erum farin burtu. Og mig hafði dreymt um að komast þetta í mörg ár - lengi gengið með fsland í maganum." Orgel og alvöruprestar „En þetta var ekkert mál, alltaf sama hjálpsemin í Islendingunum. Leitað var að manni sem vildi fara með okkur á Homstrandir og hérna erum við á fullri ferð þang- að.“ Lausnarinn er skipstjórinn á Venna, Jósef Vernharðsson, sem ættaður er úr Aðalvíkinni. Hann fer þangað til fundar við ættingj- ana úr Sléttuhreppsfélögunum - en þeir em önnum kafnir við málun gömlu kirkjunnar á Stað. Þar skal messað með orgeli og alvömprest- um laugardaginn sem þetta birtist. Aðalvíkin fór í eyði 1952 en ennþá halda menn tryggð við átthagana og margir koma þama á hverju sumri. Gömlu býlin em flest í notk- un yfir sumartímann og húsum vel við haldið. Núna stóð yfir málun kirkjunnar á Stað því ráðgerð er Texti og myndir: Borghildur Anna guðsþjónusta þar sem félagar í Sléttuhreppsfélögunum fyrir sunn- an og vestan mæta hver sem betur getur. Orgelið er sérstaklega flutt á staðinn fyrir athöfnina, farið er sjóleiðina frá fsafirði og þegar landi er náð er löng leið inn eftir Aðaldalnum eftir - hugsanlegt kannski að nota Bílinn - með stór- um staf - við flutningana. Hann er eina farartækið af þeirri gerð- inni á þessum eyðistað - Willys árgerð ’46 - en víkin fór ekki í eyði fyrr en ’52. Þegar ljósmóðirin og læknirinn fluttu urðu menn að gef- ast upp, að sögn Aðalvíkinga. Presturinn var farinn fyrir nokkm en það breytti ekki svo miklu bæta afkomendumir við - guð- ræknin vafðist ekki svo mjög fyrir heimamönnum fyrr á ámm. Amman svífur í dreka Homstrendingar em með hress- ari landsmönnum og ætlunin er að hitta einn þeirra að máli - Her- borgu Vernharðsdóttur úr Fljóta- víkinni. Hún er núna búsett á ísafirði og er ættmóðirin í „fjöl- skyldunni fljúgandi" eins og ís- firðingar orða það. Oft kennd við fyrirtækið Pólinn vegna þess að þar vinna þau flestöll - em heilamir á bak við heilana í tölvuvogunum landsþekktu. „Þau fljúga öll og eiginmaðurinn, synir og tengdasonur nota til þess flugvél," segja gámngamir. „Af- inn, sem er á áttræðisaldri, fékk ekki réttindi vegna sjóndepru. Her- borg hins vegar byrjaði á því að sauma svifdreka fyrir elsta soninn eftir ljósmynd í blaði og flaug hon- um síðan sjálf fram af einu fjallinu héma. Hún er eina amman á landinu sem svífur í dreka.“ Þegar blaðamaður DV kom til ísafjarðar vom fuglarnir allir flognir, nokkrir í sólina suður á bóginn, aðrir til Danmerkur með tölvuvogimar á sýningu í Bella Center en amman var, sem áður sagði, í Aðalvík á Ströndum. „Ég ætlaði“ „Jú, jú, það er rétt. Við fljúgum og strákarnir fljúga svifdreka líka,“ segir Herborg Vemharðs- dóttir. „Þeir eru tveir með einka- flugmanninn og einn með atvinnuflugmanninn. Sá síðasti er núna byrjaður að læra ásamt tengdasyninum. En ég þarf ekkert á flugréttindum að halda sjálf, eig- inmaðurinn og synimir em dugleg- ir að skjóta mér - til dæmis hérna yfir fjörðinn f Fljótavíkina. Þeir eiga núna nýja flugvél saman en sú gamla var orðin hrörleg - módel ’58 og hafði einkennisstafina BGH. Það var sagt skammstöfun fyrir blessað gamla hróið. Svifdrekann smíðaði svo sonur minn en ég sá um tjaldið fyrir hann. Gerðum þetta eftir viskíauglýsingu Farartæki brottfloginna Aðalvíkinga er ekki af verri endanum - glamp- andi góður Willys ’46. í erlendu blaði. Og svo langaði mig að prófa að svífa líka. Þegar við vomm að fara af stað átti að hræða mig til þess að hætta við. Allt sem við vomm að gera var það „hinsta“ í þessu lífi. Reykti i hinsta sinn, sagði hinstu orðin og svo framvegis. En þetta hafði ekki áhrif á mig - ég ætlaði. Er senni- lega of vitlaus til þess að vera hrædd - eða kannski að forlagatrú- in hjálpi? Trúi bara á guð og lukkuna, eins og sagt er, og ætla bara að taka því sem mér er ætlað." Ægilega gaman „Við fómm í loftið við Hallinn, úr efri iyftunni, svifum nokkra hringi og lendingin gekk vel. Það var ægilega gaman og ég hefði far- ið miklu oftar en þeir mega ekki vera að því. Nóg af strákum sem þarf að koma á kreik. Núna em þeir allir út og suður en væntanlegir fljótlega. Það er líka rétt að þeir vinna allir við tölvuvogimar, eiginmaðurinn og synimir fjórir. Og þeir sinna oft viðgerðarþjónustu flugleiðis. Sjálf vinn ég við að gera heilana, byrj- aði á því eftir að bömin vom komin á legg. Það sagði einu sinni kona sem sá hvað ég var að gera: „Ég hélt að þetta væri bara gert í Jap- an.“ Fannst þetta svo smágerð vinna.“ Fyrsta kirkjuferöin Það er þoka og úði í Aðalvíkinni en léttir til með deginum - um tíma sýnir sú gamla gula sól sitt rétta andlit á himninum. En það stendur stutt yfir. Félagar í átthagafélaginu eru önnum kafnir við endurgerð gömlu kirkjunnar á Stað, hún er máluð utan sem innan, hurðir eru nýjar og sama má segja um koparstjörn- urnar sem festar em í hvelfinguna. „Hérna var ég fermd og kom þá í fyrsta skipti í kirkju,” segir Her- borg. „Það sýnir kannski ekki mikla trúrækni en pabbi söng þó alltaf Passíusálmana. Á þessum stað er eitthvað sem togar í mann - er með þessa svokölluðu Fljóta- víkurbakteríu og kem hingað á hverju sumri. Þetta er ólæknandi.” Flakkandi jólatré og nýru Á leið aftur til baka hefur veður aðeins skánað - örlítið. Brúðhjónin lögð af stað fótgangandi yfir fjöll og kletta til næsta fjarðar en átt- hagafélagar mála án afláts. Venni skríður þetta ömgglega eftir haf- fletinum og á móts við Rituna siglir jólatré hátignarlega fram hjá - orð- ið barrlítið enda nokkuð um liðið frá jólum. „Áthugaðu hvort það em ekki ömgglega pakkar undir trénu,“ segir skipperinn áhugasamur og horfir um stund þegjandi á hvernig farþeginn hoppar og skoppar í helj- arbrúnni - í takt við dýfurnar. „Ertu annars nokkuð slæm i nýr- um?“ Hann bíður varla eftir svari en bætir hæglátlega við: „... þau eiga það til að losna.“ - II 1 Eins konar stóiræfla? „Þessir vegglampar skulu gylltir." Herborg Vemharösdóttir stjórnar úr stólnum. Gullna hliðið nýja á Stað er af glæsilegu gerðinni og vandlega lakkað rauðbrúnt. Verkamennirnir í þessum afskekkta víngarði drottins eru Snorri Hermannsson og Arnór Stigsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.