Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1986, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1986, Síða 11
Af hestum Sagt er að íjórtán þúsund manns hafi sótt landsmót hestamanna um síðustu helgi. Samt vantaði mig. Ég sá dálítið eftir því að hafa ekki far- ið. Hestamannamót eru sérstakar samkundur og engu líkar. Ekki allt- af vegna hestonna heldur meir vegna fólksins og andrúmsloftsins. Allir í góðu skapi, allir að skoða og spá og allir óskaplega uppteknir af því að sýna sig og sjá aðra. Aðallega eru þó menn uppteknastir af eigin hest- um enda er sá hestamaður vart til sem ekki trúir því af innstu hjartans sannfæringu að hann eigi besta hest- inn. Sá sem vill vera góður hesta- maður hælir aldrei annarra manna hestum. Segir í mesta lagi: hann er vakur þessi eða: hann ber sig fallega þessi. En ef maður gengur á þá stendur ekki á athugasemdunum: hann er ýmist víxlaður eða glaseygð- ur eða stífur í beisli, með ónýtar lappir eða kargur og svo framvegis ogsvoframvegis. Nú til dags hafa þeir dómara og . sérfræðinga og hámenntaða tamn- ingamenn en í gamla daga voru bestu hestamennimir þeir sem komu ríðandi berbakt lir sveitinni, aldrei almennilega til fara, obbo lítið ryk- ugir, órakaðir og hvers manns kunningjar án þess þó að heilsa neinum nema þeim sem áttu brenni- vín. Ég man eftir einum slíkum úr minni sveit. Þama kemur hann Jón sögðu menn í hálfum hljóðum með aðdáun og virðingu í röddinni og buðu honum sjúss í von um að fá ádíens og athygli hjá þessum guðsút- valda dáindismanni sem þurfti ekki annað en að kinka kolli til að leggja blessun sína á eitthvert hrossapr- angið. Hann var ekki mikill íyrir mann að sjá, þar sem hann stóð í mannþrönginni með hálfgerðan fyr- irlitningarsvip á öllum þessum bikkjum í hestalíki og mannsmynd- um sem þyrptust að honum og vildu láta ljós sitt skína. En þegar hann stökk á bak og þeysti áreynslulaust eftir rennisléttum vellinum, með eina hönd á taumi og teinréttur í hnakki og leið áfram eins og Aladd- ín á teppinu, þá fór ekki á milli mála að þar var kóngurinn mættur, þar fór sá sem valdið hafði. Valdimar og Nökkvi Eitt slíkt atvik líður mér seint úr minni. Þeir geystust í hlaðið og fóru mikinn. Hitastrókurinn stóð af skepnunni, nasimar þandar og hvit froðan vall út úr munnvikunum. En augun sindruðu af villtum vilja og makki og lendar hnykluðust í boga- dregnum línum eins og Sleipnir Óðins væri mættur á staðnum. Reið- maðurinn stökk af baki, ferðamóður og skítugur upp fyrir haus, og ekki mátti á milli sjá hvort glampinn og gleðin logaði skærar í augunum á hesti eða manni. Þama var V aldimar á Álfhólum ■ mættur á heimaslóðunum, eftir gandreið frá Þingvöllum með mesta dýrgrip landsins. Sjálfan Nökkva, stóðhestinn margfræga. Berbakt hafði Valdimar riðið þessa þing- mannsleið eftir að hafa keypt folann á miklu og merku landsmóti hesta- manna á Skógarhólum, fyrir rúmum þrjátíu árum. Ég var þá strákur í sveit og hún er mér í bamsminni, stóra stundin þegar þessar tvær þjóðsagnapersón- ur, Valdimar og Nökkvi, héldu innreið sína í Landeyjarnar. Aldrei hef ég augum litið annan eins hest. Hvorki fyrr né síðar. Og vissi þó enginn deili á honum. Tignin leyndi sér ekki, fríðleikinn og stærðin. Fag- urjarpur en svartur á fax og tagl og hvílík sjón þegar stórbóndinn og hestamaðurinn Valdimar á Álfhól- um hleypti þessum fáki sínum og jóreykinn lagði undan hófunum og undir tók í sveitinni. Það var ógleymanleg sjón. Stéttaskiptingin í stóðinu í Landeyjunum vom til fleiri hest- ar. En þeir vom bara hestar. Nökkvi var konungurinn. I þá daga var nefnilega stéttaskipting í heimi hest- anna og ekki allt sveitasæla. Þá vom sem sagt hestar hafðir til ann- ars brúks en útreiða. Þá hafði tæknibyltingin ekki hafið innreið sína í sveitimar nema að takmörk- uðu leyti og hesturinn var ennþá þarfasti þjónninn. Hestum var beitt fyrir sláttuvélar og rakstrarvélar. Þeir vom hafðir sem vagnhestar og dráttardýr, fluttu heyið af engjunum, drógu plóga og palla, bám mjólk og mó og mykju og sinntu möglunar- laust öllum þeim störfum, sem traktorar og jeppar gegna á okkar tímum. Og án þess að fá borgað krónu fyrir. Aldrei hefur þekkst ódýrari vinnukraftur, ósérhlífnari eða þolinmóðari. Þeir vom að, frá morgni til kvölds, stritandi og púl- andi, píndir áfram með svipum og og hestamönnum Ellert B. Schram beislum, börðust upp úr mýrarfeni og aurbleytu, gáfu sig alla í ofúr- þunga byrðarinnar án þess að eiga þess nokkum tíma kost að kvarta eða kveina. En stundum sá maður sterkar fætuma titra af ofreynslu þessa þrældóms, og viturleg augun fylltust angist og örvæntingu og báðust vægðar undan þvi miskunn- arleysi, sem þetta endalausa puð hafði í för með sér. Þá var ekki spurt um átta stunda vinnudag heldur veður og heyskap og klárinn mátti þola duttlungana og lífsbjörgina án þess að fá borgað fyrir eftirvinnuna. Þarfasti þjónninn Þetta vom síðustu móhíkanamir, dráttarhestamir. Stuttu síðar komu traktoramir og súgþurrkunartækin og bindivélamar og sjálfvirku tækin, sem afgreiða heyskapinn á hálfum mánuði án þess að hestar komi þar nærri. Nú em þeir hafðir upp á punt og fá víst ekki háar einkunnir í gæðingakeppni, kláramir sem land- búnaðurinn átti allt sitt undir. Nú kynbæta þeir eftir gangi og útliti, en ekki þoli og lund. Já, það var stéttaskipting í stóðinu í gamla daga og hestamannamótin vom hvorki tillærðar íþróttir né út- flutningsatvinnuvegur. Þau vom til að hitta mann og annan og gera sér glaðan dag. Nú em útreiðar orðnar að fínu sporti, þar sem knapamir em klædd- ir eftir kúnstarinnar reglum með höggheldar húfúr, og þeir em litnir homauga sem snafsa sig á hestbaki. Það þykir ekki viðeigandi nema rétt í laumi, Það er af sem áður var, þeg- ar heilu hestamannamótin vom undirlögð af fylliríi og hestamir þurftu að dansa vikivaka til að bjarga knapanum frá falli. í þá daga þótti ekki neinn maður með mönn- um, nema verða útúrdmkkinn og lemja aðra til óbóta. Þar vom slags- málin til augnayndis og enginn almennilegur hestamaður gat riðið heim óbarinn. Ég segi ekki að það sé til eftirbreytni. Af ættum hesta og manna En meira af Nökkva og V aldimar á Álfhólum. Af Nökkva er komin mikil ætt og hestamenn kunna á henni betri skil en hér verða rakin. Og sögur og afrek þeirra afkomenda. Af Valdimar á Álfhólum em líka til margar og merkilegar sögur og ekki sýnist hann vera ættminni, ef marka má nýjustu fregnir. Ég heyrði í út- varpinu um daginn að ættingjar Jóns Nikulássonar hefðu haldið fjögur hundmð manna ættarmót í Njálsbúð nú í sumar. Jón var faðir Valdimars og þess má geta til gam- ans að systir Jóns þessa hét Þorbjörg og var langamma mín. Þegar ég var krakki heimsótti ég Valdimar á Álfhólum og var raunar í sveit í næsta nágrenni. V aldimar var einyrki á þeim tíma en hafði baldna stráka hjá sér í vinnu- mennsku. Gerði þá að mönnum með því einu að láta þá vinna og gefa þeim hafragraut í alla mata þegar tími vannst til. Sem var ekki oft. Valdimar hafði nefnilega annað fyrir stafni heldur en að hanga í iðjuleysi heima í stofu. Hann var ekki hár maður vexti en höfðinglegur í útliti og þó sérstak- lega í andliti. Kvikur í hreyfingum, grannvaxinn og gekk á undan sér, ef svo má segja. Því svo mikill ákafa- maður var hann að hugurinn var alltaf langt á undan líkamanum og hann hálfhljóp til allra verka, ef hann var þá fótgangandi sem ekki var oft. Hesturinn var hans farar- tæki og hestastóðið flæddi út um allar mýrar og það voru eftirminni- legar aðfarir þegar folamir voru geldaðir úti í girðingu. Hann minnti mig oft á útilegumennina, Valdimar, með villtan glampa í augunum eins og hestastóðið, sem hann hafði aldr- ei tölu á, og stálið í hreyfingunum, eins og Bjartur í Sumarhúsum. Seinna kvæntist Valdimar góðri konu og siðvæddist. En hestamaður var hann fram á grafarbakkann og vonandi er leyfilegt að ríða berbakt hinum megin. Það hafa áreiðanlega orðið fagnaðarfundir með þeim höfð- ingjimum, Valdimar og Nökkva, þegar þeir hittust aftur á landsmóti Valhallar þar sem enginn fellur og enginn deyr. Misheppnað hestaprang Það var á þessum slóðum, í ná- grenninu við V aldimar á Álfhólum, sem mér lærðist að meta hesta. Ekki þar fyrir að það þætti í frásögur færandi. Það var bara hluti af tilve- runni og þótti hvorki sport né kúnst að sitja hest. Það kom bara af sjálfu sér. Seinna gerði ég tilraun til að ger- ast alvöru hestamaður upp á nýja móðinn. Tvisvar keypti ég hest. I fyrra skiptið á fjórðungsmóti á Gaddstaðaflötum, bráðfallegan, rauðblesóttan hest sem hét Geisli og lét sig ekki muna um að tölta á öllum hraða. Gallinn var hins vegar sá að hann lét ekki að stjóm og skipti þá engu hvort reiðmaðurinn beitti öllu sínu afli til að halda aftur af honum. Afram geystist klárinn af óstöðvandi vilja og lét sig yfirleitt ekki fyrr en báðir voru orðnir try lltir af glím- unni, knapinn og hesturinn. Ég seldi hann upp á sömu býti og kaupin gerðust með því að láta þess getið að ekki skorti vilj ann. Þar var engu logið. Seinni hestinn keypti ég í Skaga- firðinum, brúnan fola af góðu kyni sögðu þeir sem vit höfðu á og kunna ættartölur. Gárungamir héldu því seinna fram að ég heföi keypt hann úr lofti og það má til sanns vegar færa, því ég flaug norður til að missa ekki af gæðingnum. Seinna kom í ljós að þessi ættarlaukur var hálf- gerður ættleri. Ekki skorti töltið frekar en i Geisla, en með því einu að fara fetið, því aldrei komst hann hraðar en svo, var maður fljótari fótgangandi og dugðu hvorki nára- spörk né formælingar gagnvart þeirri ættstóm letibikkju. Þennan hest og þá reyndar báða seldi ég nokkrum misserum síðar, þegar ég neyddist til að horfast í augu við þá staðreynd að þingfararkaupið í þá daga gerði ekki ráð fyrir að hestar væm haföir í framfærslu ef flölskyld- an átti að skrimta. Þetta em meðal annars skýring- amar á því hvers vegna ég fór ekki á Gaddstaðaflatir í hið annað skipti. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.