Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1986, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1986, Blaðsíða 40
FRETTASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafirþú ábendingu eða vitneskju umfrétt- hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjalst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 12. JÚLl 1986. Albeit Guðmundsson um Guðmund J. Guðmundsson: komu frá Bjöigólfi „Frá því við töluðum um að ég reyndi að hjálpa þér til hvíldardvalar erlendis skv. læknisráði, vissir þú Guðmundur endurgreiðir Albert Guðmundur J. Guðmundsson aiþingismaður hefúr endurgreitt AÍbert Guðmundssyni iðnaðar- ráðherra peningagjöf sem hann þáði árið 1983, að viðbæt.tum ‘ •Ývöxtum. í bréfi til Alberts, dagsettu 10. júlí, segir Guðmundur meðal annars: „Það sem ég taldi vera vinargreiða af þinni hálfu hefúr snúist upp í andhverfú sína og hefur orðið að mesta bjamar- greiða lífs míns. /.../ Nú liggur sú niðurstaða saksóknara fyrir, að ég hef i engu brotið gagnvart lögum. En það er ekki allt málið, það vissi ég fyrir. Hitt er sýnu verra: Hin opinbera rannsókn staðfestir að peningamir komu alls ekki frá þér- þeir komu með ólögmætum hætti frá þriðja að- ila. Við það get ég ekki unað og því sendi ég þér meðfylgjandi bankaávisun að upphæð kr. 152. 250,- sem er höfúðstóllinn, ásamt vöxtum frá 1983 og bið þig að koma þessum peningum til skila.“ Og undir þetta skrifar Guð- mundur J. Guðmundsson. -EA ALLAR GERÐIR SENDIBÍLA Skemmuvegur 50 LOKI En hvaðan kom Guðmundi tékkinn til Alberts? að ég bað Björgólf Guðmundsson, sem vin okkar beggja, um að standa fyrir söfnun til ferðarinnar, en aldrei var það svo skilið að ég einn léti úr eigin vasa þær kr. 120 þús. sem þú tókst við úr minni hendi.“ Þetta seg- ir í bréfi sem Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra ritaði Guðmundi J. Guðmundssyni alþingismanni í gær. Með bréfinu endursendi iðnaðar- ráðherra Guðmundi ávísun að fjárhæð 152 þúsund krónur. Guð- mundur sendi Albert ávísunina á fimmtudag og bað um að henni yrði komið til skila. Með því vildi hann endurgreiða 100 þúsund krónur sem hann þáði frá Albert árið 1983. Enn er ekki ljóst hvort Guðmund- ur þáði 100 þúsund krónur eða 120 þúsund krónur frá Albert. í bréfi, sem ríkissaksóknari sendi rann- sóknarlögreglu ríkisins á fimmtu- dag, segir að ágreiningur sé með aðilum um fjárhæð. Viðtakandi segir greiðsluna hafa verið 100 þúsund krónur en samkvæmt greiðslugögn- um og milligöngumönnum var hún 120 þúsund krónur. í bréfi ríkissaksóknara segir að um sé að ræða fjármuni frá Hafckip og að rannsókn á máli Guðmundar hafi farið fram í tengslum við rann- sókn á áætluðum brotum forráða- manna Hafckips við notkun á sérstökum hlaupareikningi. Guð- mimdur hafi verið yfirheyrður sem vitni og því verði ekki um neina málsókn gegn honum að ræða. í bréfi saksóknara segir að ekki sé vitað til þess að hann tengist með neinum öðrum hætti rannsókn Hafekips- málsins en þeim sem nú hefiir komið fram. í öðru bréfi, sem saksóknari sendi rannsóknarlögreglunni á fimmtu- dag, segir að ekki sé hægt að aðskilja þátt Alberts Guðmundssonar frá heildarrannsókn Hafckipsmálsins. -EA Blóðgjafi sýkt- ur af eyðni - hverjir fengu blóð hans? f athugun á . öllum blóðbirgðum Blóðbankans við Barónsstíg hefur komið í ljós að einn blóðgjafi hefur sannanlega verið sýktur af eyðni (AIDS) er hann gaf blóð. Er nú unnið að rannsókn á því hverjir og hversu margir hafi fengið blóð hins sýkta í sig. Frá 13. nóvember 1985 hafa öll blóð- sýni er komið hafa í Blóðbankann, svo og birgðir sem til voru í geymslu fyrir þann tíma, verið skimuð með tilliti til þess hvort í þeim leyndist eyðniveira. Er niðurstaðan sú er fyrr greindi; einn blóðgjafi hefur verið sýktur er hann gaf blóð. Viðkomandi tilheyrir áhættuhópi en þeir eru sem kunnugt er hommar, eiturlylíasjúklingar og blæðarar. Alls hafa 25 íslendingar greinst með eyðni, 18 hommar, 5 eiturlyfjaneytend- ur og tveir sem falla utan áhættuhóp- anna. Annar þeirra er maður er hafði samfarir við vændiskonu erlendis, hinn er kvenmaður sem að öllum lí- kindum smitaðist við samfarir við einstakling af gagnstæðu kyni. Af þeim sem smitast hafa af eyðni hér á landi eru langflestir á aldrinum 20-29 ára, eða 17 talsins. 6 eru á aldrin- um 30-39 og 2 milli fertugs og fimm- tugs. -EIR í góða veðrinu, sem rikl hefur að undanförnu, er oft gott að kæla sig og fá sér is. Ekkl er annað að s]á en þær systur, Selma og Vald- fs Hauksdætur, kunnl svo sannarlega að meta þennan Ijúffenga fylgiflsk sólargeislanna. DV-mynd Óskar ðm Veörið um helgina: Vindur snýst Um helgina snýst vindur smám sam- an til suðlægrar áttar, með vaxandi líkum á úrkomu sunnanlands og vestan, þó ætti að verða þurrt víðast hvar á laugardag. Norðanlands léttir hins vegar til og áfram verður létt- skýjað á Austurlandi. Þokkalega hlýtt verður um allt land, allra hlýj- ast þó norðaustan lands. Pan-hópurinn í svait/hvílu „Menn geta pantað blandaðan hóp, svartan eða alhvítan, allt eftir óskum hvers og eins,“ sagði Sæmundur Haukur Haraldsson sem rekur Pan- sýningarhópinn og verslar með hjál- partæki ástarlífeins í harðri samkeppni við fyrrum samstarfemann sinn. Sæmundur Haukur hefúr ráðið þeldökkt sýningarfólk til starfa og býður sýningar sínar á alla mann- ■ fagnaði, hvort sem er í heimahúsum eða á opinberum skemmtistöðum. Sala á hjálpartækjum ástarlífcins virðist enn vera blómlegur atvinnu- vegur hér á landi og þegar DV sló á þráðinn í póstverslunina House of Pan í gær og spurðist fyrir um umsvif versl- unarinnar þessa dagana svaraði afgreiðslustúlka: „Það dregur úr sölu í júlí. Fólk virðist ekki hafa orku í annað en liggja í sólbaði." -ElR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.