Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1986, Blaðsíða 8
8
LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986.
Ferðamál
Þar leiðist hvorki
foreldrum né bömum
Disneyland í Kalifomíu er staðsett
í Orange County á Ball Road og
Santa Ana Freeway. Það tekur um
það bil klukkutíma að aka þangað
frá miðborg Los Angeles.
Aðgangseyrir er 16,50$ fyrir full-
orðna og 11,50$ fyrir böm. í þeirri
upphæð er innifalinn aðgangur að
öllu sem fram fer innan veggja
garðsins, nema veitingar sem þar eru
seldar. Þegar þessi skemmtigarður
er heimsóttur er gott að hafa tímann
fyrir sér og halda þangað að morgni
til þess að hafa allan daginn til
umráða innan garðsins. Það veitir
sannarlega ekki af þvi.
Járnbraut um svæðið
Disneyland nær yfir tæpt ferkíló-
metrasvæði og er skipt í Aðalstræti
USA, Ævintýraland, Landnemaland,
Bjamdýraland, New Orleans Torg,
Land morgundagsins og Drauma-
land.
Á milli þessara staða er hægt að
„ferðast“ með jámbrautarvögnum
sem hafa viðdvöl í hveiju „landi“.
Innan um em svo kastalar ævintýr-
anna, alls kyns furðuskepnur úr
teiknimýndunum, frumbyggjar
landsins em á vappi í skóginum, hús
landnemans stendur í björtu báli.
f landi morgundagsins er hægt að
fá sér ferð með „eldflaug" og í
Draumalandi em öll húsin beint úr
ævintýrunum. Innan dyra em veit-
ingastaðir. Og yfir öllu gnæfir sjálft
Matterhom, sem er upplýst á til-
komumikinn hátt eftir að rökkva
tekur.
Ferðamennimir em leiddir í gegn-
um „ævintýralöndin“ í litlum bátum
sem sigla eftir vatnshrautum og geta
þannig skoðað það sem fyrir augu
ber á bökkunum. Og það er ýmislegt
athyglisvert.
Meðal annars er siglt í gegnum
hús eitt mikið en í iðrum þess getur
að líta hella sjóræningja sem héldu
til í Karabískahafinu. I miðju húsinu
fer fram mikill bardagi, þar er stórt
sjóræningjaskip sem skiptist á
„skotum“ við hermenn í virki miklu
sem er í landi.
Getur að líta fólk við bæði leik og
störf á þessari siglingu, en allt em
þetta brúður. Þær em gæddar lífi á
Óvenjuleg „bílabraut". Þetta er rétt hjá húsinu hennar Lísu í Undralandi
og krakkarnir eru í bollum og undirskálum!
Götumynd úr Ævintýralandi. Allt umhverfið er sérlega snyrtilegt enda urmull af fólki sem gerir ekkert annað en
að sópa svæðiö. Matterhorn gnæfir í baksýn.
ótrúlegan hátt og sömuleiðis tali.
Þama em einnig ýmis dýr eins og
t.d. blindfullt svín sem er ótrúlega
eðlilegt, mávur sem hreiðrað hefur
um sig í hatti gamallar beinagrindar
og fleira má týna til sem er alveg
ótrúlega vel gert.
Á aðaltorginu í New Orleans er
stór útiveitingastaður þar sem lif-
andi hljómlistannenn leika ekta
New Orleans jazz.
Húsið hennar Lísu í Undralandi
er á sínum stað og vom gulrætumar
hennar búnar að stinga allvel upp
hausnum. Þama er óvenjuleg bíla-
braut, en bflamir em bollar og
undirskálar.
Þegar myrkrið er skollið á upp-
hefst stórfengleg skrúðganga. í
henni taka þátt nærri allar hugsan-
legar teiknimyndapersónur Disneys,
aka eftir aðalgötunni í upplýstum
skrautvögnum og er leikið taktfast
undir. Dagurinn endar svo á því að
„óskadísin" úr ævintýrinu um Pétur
Pan er skotið úr efeta tindi Matter-
homs og síðan hefet flugeldasýning
sem sennilega á ekki sína líka í víðri
veröld.
Foreldrunum leiðist ekki
Disneyland var stofnað 1955. Sag-
an segir að snilhngurinn Walt
Disney hafi fengið hugmyndina að
skemmtigarðinum eftir að hann fór
með dætur sínar í skemmtigarða á
laugardögum. Honum leiddist sjálf-
um óhemjumikið á meðan bömin
vom að leika sér. Því var það sem
honum datt í hug að búa til skemmti-
garð þar sem foreldrunum þyrfti
ekki að leiðast á meðan bömin léku
sér. Og 17. júlí 1955 var Disneyland
opnað.
Árið 1971 var opnaður annar garð-
ur, Disneyworld í Orlando Flórída.
Hann er ekki síður vinsæll og frá
opnun og til síðustu áramóta höfðu
nær 200 milljónir manna heimsótt
Disneyworld í Flórída. Nú er einnig
komið Disneyland í Tokyo og til
stendur að opna enn einn skemmti-
garð í París. -A.BJ.
Ferðapunktar
A hjóli um
eyðimörk
Þýsk ferðaskrifetofa, sem sérhæfir
sig í ferðum til Sahara-eyðimerkur-
svæðisins, býður nú upp á sérstakar
Augniinsur í
háloftunum
f flugvélum er, eins og flestir kann-
ast við, mjög þurrt loft. Þetta þurra
loft veldur oft óþægindum í augum
fólks, ekki síst þeirra sem nota
augnlinsur. Hér koma nokkur góð
ráð til þeirra sem nota augnlinsur
og hyggjast ferðast í flugvélum:
*Hreinsið linsumar vel fyrir flugtak.
*Reynið að lesa mikið. Lestur veldur
því að fólk blikkar minna augunum
en ella. *Takmarkið kaffi- og áfeng-
isneyslu. *Takið linsumar úr
augunum ef þið ætlið að blunda.
*Smyrjið linsumar oft meðan á flugi
stendur. *Forðist að sitja á reykinga-
svæði.
Ef þurra loftið veldur enn óþæg-
indum er eina ráðið að taka þær
bara úr sér. Það er einnig rúðlagt
að nota frekar gleraugu en linsur
ef um langt flug er að ræða.
-RóG.
ferðir, það eru hjólreiðaferðir um
eyðimörkina. Það er ekki hægt að
segja annað en hér sé um sérkenni-
legar ferðir að ræða. Hver ferð mun
taka þrjár vikur og kostar hún með
öllu, fæði innifalið, um 45.000 ís-
lenskar krónur. Nánari upplýsingar
fást hjá:
Sahara Spezial Reisedienst,
Bachstrasse 10,
6331 Hohenahr 5 og er síminn
06446/2334.
-RóG.
..Thesixties1 íParís
Þeir sem verða á ferðinni í París
í sumar ættu ekki að verða sviknir
af heimsókn í Cartierlistamiðstöð-
ina. Þar er verið að rifja upp í máli,
myndum og tónum, hið eina og
sanna „sixties tímabil. Lífi er
kveikt í persónur eins og De Gaulle,
Kennedy, Mary Quant, Twiggy og
Warhol, þegar þær vom upp á sitt
besta. Bflar, tíska og tónlist skipa
að sjálfeögðu veigamikinn sess á
sýningunni og verða meðal annars'
haldnir tónleikar og tískusýningar
svo sem best megi ná fram einkenn-
um þessa tímabils. Einnig verður
heilt hús búið tískuhúsgögnum þessa
tímabils svo eitthvað sé nefht.
Sýningin er opin alla daga nema
mánudaga frá kl 11-19. Cartierlista-
miðstöðin er við 78350 Jouy-en-
Josas, sími 39564646.
Gúmmíhamarinn nauðsynlegur
Þegar haldið er í tjaldútilegu er
nauðsynlegt að hafa meðferðis
gúmmíhamar til þess að reka niður
tjaldhælana. Það getur verið erfitt
verk þar sem jarðvegur er lítill sem
enginn, eins og er á nokkrum tjald-
stæðum hér á landi.
-A.BJ.
Veiði í lækjum,
vötnum og pollum
„Við borgarbúar yrðum mjög þakkl-
átir bændum ef þeir leyfðu okkur og
krökkunum okkar að renna fyrir fisk
í ám og vötnum sem nú eru ekki nýtt
sem stangaveiðisvæði," sagði fjöl-
skyldumaður af mölinni, áhugamaður
um ferðalög, í samtali við DV.
„Þegar verið er í útilegu með bömin
era rigningardagamir tilvaldir „veiði-
dagar“ og krakkar hafa alveg óhemju
gaman að því að renna fyrfr fisk.
Það þyrfti ekki að gera miklar til-
færingar, aðeins að tilkynna að leyfi-
legt sé að renna fyrir fisk. Enginn
ætlast til þess að fa þetta ókeypis.
Fólk greiddi fúslega fyrir veiðina
sanngjama greiðslu, 200-300 kr.,“
sagði ferðamaðurinn okkar.
Hann benti á að til dæmis fyrfr aust-
an flall eða í Ámes- og Rangárvalla-
sýslum væra fjölmörg vötn, pollar og
lækir sem í væri urriði sem ekki er
nýttur. Veiðiræktarmenn hafa sagt að
til þess að fiskurinn nái að þroskast
sé nauðsynlegt að veiða hann hæfi-
lega.
Ferðaþjónusta er ekki aðeins fólgin
í að hýsa fólk og gefa því að borða.
-A.BJ.
ri“ á. vænn urriði.