Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1986, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1986, Side 13
LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986. 13 FjöLmiðlar Ruglið ekki saman hænu og indíána „Country-tónlist" á vaxandi gengi að fagna á íslandi. Eða svo segir Bjarni Dagur Jónsson. Hann er sérfræðingur í þess hátt- ar tónlist - og hefur haft mikinn áhuga á henni síðan hann skrapp í skemmtiför til Bandaríkjanna fyrir sjö árum og komst í tæri við hina sérkennilegu tóna. „Country" hefur gengið undir ýmsum nöfnum gegnum tíðina. Stundum hefur hún verið nefnd „hillbilly-tónlist" (sem útleggst bara sveitalubbatónlist), alþýðu- tónlist („folk-music“), Suðurríkja-tónlist og reyndar margt fleira. Bjami Dagur er nú kominn af stað með útvarpsþátt á R2 og kynnir þar bæði gamalt og nýtt úr þessari áttinni. „Eg hef orðið var við það hér heima að fólki finnst þessi tegund tónlistar ekki nógu fín. En mér er sama. Mér finnst þetta skemmtilegt. Og vestur í Banda- ríkjunum er það virðulegasta fólk sem kemur á tónleika og kaupir plötur með country-listamönn- um.“ - Heldurðu að Hallbjöm okkar og Johnny King gætu náð langt fyrir vestan? „Nei. Þeir herrar eru ekki á neinn hátt í takt við það sem er að gerast í Bandaríkjunum í country-músík. Þeir koma henni alls ekki við.“ - Er það fólk, sem helst fylgist með eða flytur country, á ein- hvern hátt sérstætt? „Já. Það er yfirleitt hvítt fólk og fremur eldra en yngra. Og það drekkur fremur brennivín en að sprauta sig eitri - eins og gerist í rokkinu. Ég segi þetta nú bara til að benda á að þetta er allt öðmvísi bransi. En maður verður háður þessari tónlist. Hún hrífur mann. Og úr því að þú nefndir íslenska kúreka þá má fólk ekki mgla þessu saman. Það væri eins og að mgla saman hænu og ind- 2ja manna bómullartjöld með nælonhimni, kr. 4.748,- og 3ja manna á kr. 5.872,- Póstsendum. Seglagerðin Ægir sími 13320 og 14093. ^lager^ æg í r Eyjaslóð 7, Reykjavik - Pósthóll 659 sími 13320 og 14093 íána vegna þess að bæði em með fjaðrir. Og menn verða líka að muna að þótt þeir hafi einhvem tíma heyrt country-músík flutta og haldi síðan að country sé bara vælandi munnharpa og fiðla þá er það alls ekki rétt mynd. Nú em þetta hljómsveitir með hefð- bundinni hljóðfæraskipan - þótt yfirleitt heyrist nú í gömlu fiðl- unni einhvers staðar í laginu." Country-tónlistin er flokkuð niður í ýmsa undirflokka. Þeir em margir kenndir við hémð ell- egar menn. Það er talað um Bakersfield-sándið, Bluegrass og Cajun, conjunto og country blues og country rock og honky tonk og Nashville sánd og svo fram- vegis. Bjami Dagur veit allt um þetta. Hlustið á hann á mánudaginn á R2 klukkan 15. -GG Bjarni Dagur veit allt um bandaríska sveitamúsík sem reyndar er helst leikin í borgum. Mikid les-stand- með 1 og 2 Ijós- brúnt, beige, rautt. Kr. 2.621,- Kr. 3.054,- Opið í sumar mánudaga til fimmtudaga kl. 9-18.30, föstudaga kl. 9-20, lokað laugardaga. Nýkomnir kastarar Litur: hvítur Kr. 250,- kr. 1.585,- ENNFREMUR VEGG- BAÐLJÓS Litir: hvítt, brúnt og beige. Kr. 1.628,- m/tengli. Kr. 1.346,-m/rofa Nýjar vörur í öllum deildum Matvörumarkaður 1. hæð - Rafdeild 2. hæð - Húsgagnadeild 2. og 3. hæð - Gjafa- og búsáhaldadeild 2. hæð - Ritfangadeild 2. hæð - Munið JL-grillið Sérverslanir í JL-portinu A A A. A A * * zci - íi taubdl C. Ei c i c -Jfefurjijjij; -.., iUHniauuuuiil kiki Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.