Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1986, Blaðsíða 14
14
LAUGARDÁGUR 19. JÚLÍ 1986.
Jasssumarið mikla ‘86:
Fremstu jassbassaleikarar
Norðurlanda á Háskólavellinum
Óvenjumikil gróska virðist vera í
listalífinu hér á landi um þessar
mundir. Ekki fara jassgeggjarar var-
hluta af þessu og má ætla að
sumarsins verði minnst sem jasssum-
arsins mikla 1986 þegar fram líða
stundir. í kjölfar Listahátíðar, þar
sem Herbie Hancock og kvartett
Daves Brubecks glöddu jasshjörtun,
er norræn listahátíð að hefjast um
þessa helgi. Meðal atriða, sem boðið
er upp á, er spilverk jasskvintettsins
Masqualero, sem norski bassaleikar-
inn Arild Andersen stýrir og tónleik-
ar tríós íslandsvinarins danska,
Niels-Henning Örsted Pedersen.
Masqualero kvintettinn leikur í
tjaldi á Háskólavellinum annað
kvöld, sunnudaginn 20. júlí, en Tríó
Niels-Henning verður á sama stað
viku síðar.
Norskur úrvalsjass
Norðmaðurinn Arild Andersen er
einn fremsti jassbassaleikari Norð-
urlanda. Hann kom hingað til lands
fyrir tæpum áratug á vegum
Nordjazz með kvartett sinn og hélt
tvenna tónleika. Þá var Arild að
öðlast frægð, enda starfaði hljóm-
sveit hans á vegum hins upprennandi
þýska útgáfufyrirtækis ECM sem var
í mikilli uppsveiflu á þeim tíma. Enn
starfar Arild fyrir ECM og, hefur
Masqualero kvintettinn gefið út eina
plötu á ECM merkinu, auk þess sem
norska jasssambandið hefur gefið út
aðra skífu með þeim félögum. Arild
hefur starfað með mörgmn þekktustu
jassleikurum heims auk þess að
vinna mikið með norskum félögum
sínum. Jon Christensen trommari er
nokkru þekktari en Arild í jass-
heiminum, enda hefur hann verið í
hljómsveit saxófónleikarans Jan
Garbarek, fyrir utan að leika með
Qölda heimsfrægra snillinga. Kröft-
ugt samspil þessara gömlu félaga
hefur löngum heillað þá er á hafa
hlýtt og verður örugglega gaman að
sjá þá magna jassseiðinn saman.
Veröffentlichung der
Botschaft der Bundesrepublik
Deutschland in Reykjavik
Hinweise fur Deutsche zur Wahl zum Deutschen Bundestag.
Am 25. Januar 1987 findet die Wahl zum Deutschen Bundestag statt.
Deutsche, die aufierhalb der Bundesrepublik Deutschland einschliefilich des Landes
Berlin leben und dort keine Wohnung mehr innehaben, können bei Vorliegen der
sonstigen wahlrechtlichen Voraussetzungen an der Wahl t< ilnehmen, wenn sie
1. — in den Gebieten der iibrigen Mitgliedstaaten des Europcrates leben (d.h. auch
in Island) oder
—'in anderen Gebieten leben, sofern seit dem Fortzug aus der Burtdesrepublik
Deutschland und bis zum Wahltag nicht mehr als zehn Jahre verstrichen sind,
und vor ihrem Fortzug mindestens drei Monate ununterbrochen in der Bundes-
republik Deutschland einschliefilich des Landes Berlin gewohnt oder sich sonst
gewöhnlich aufgehalten haben;
2. in ein Wáhlerverzeichnis in der Bundesrepublik Deutschland eingetragen sind.
Diese Eintragung erfolgt nur auf Antrag. Der Antrag ist auf einem Formblatt zu
stellen; er soll bald nach dieser Bekanntmachung abgesandt werden. Einem
Antrag, der erst am 03.01.1987 oder spáter bei der zustándigen Gemeindebehörde
eingeht, kann nicht mehr entsprochen werden. (§ 18 Abs. 1 der Bundeswahl-
ordnung).
Antragsvordrucke (Formblátter) sowie informierende Merkblátter können
— bei der Botschaft dcr Bundesrepublik Deutschland in Reykjavik,
— beim BundeswahUeiter, Postfach 55 28, D-6200 Wiesbaden, oder
— beim Oberstadtdirektor der Stadt Bonn, Stadthaus, Berliner Platz 2, D-5300
Bonn 1,
angefordert werden.
Weitere Auskiinfte erteilt die Botschaft der Bundesrepublik
Deútschland
Adresse: Túngata 18; 101 Reykjavik
Postanschrift: POB7400, 121 Reykjavik
Tel.: 91-19535/19536
Píanistinn Jon Balke, sem með þeim
starfar í Masqualero, var forðum tíð
í kvartetti Arilds. Jon Balke kom
hingað til lands fyrir 8 árum og hélt
sólótónleika í Norræna húsinu. Þar
naut hinn ljóðræni norræni stíll
Balkes sín einkar vel. Blásararnir
tveir, sem skipa kvartettinn, eru Ni-
els Petter Molvaer, sem leikur á
trompet, og saxófónleikarinn Tore
Brumborg.
Nafn sitt dregur kvintettinn af
samnefndu lagi eftir Miles Davis.
Arild Andersen og Jon Christensen
eru mjög þekktir utan heimalaads
síns og hafa báðir hlotið margvísleg-
félagar leiki einhver lög af henni
sunnudaginn 27. júlí. Trompetleikar-
inn Palle Mikkelborg er allt eins
þekktur sem tónskáld og hljómsveit-
arstjóri. Hann hefur til að mynda
stjómað stórsveit danska Ríkisút-
varpsins og samið fiöldann allan af
styttri og lengri jassverkum. Mikkel-
borg er hátt skrifaður meðal jass-
manna um víða veröld og er eitt
fremsta jasstónskáld Evrópu um
þessar mundir. Samstarf hans og
Niels-Henning hefur staðið í mörg
ár og verið með margvíslegum hætti.
Þótt Niels-Henning hafi komið hing-
að oftar en nokkur annar erlendur
jassmaður hafa þeir Palle Mikkel-
Arild Andersen.
ar viðurkenningar, í Evrópu sem og
í Bandaríkjunum.
Snillingurinn NHÖP
Niels-Henning Örsted Pedersen
þekkja allir íslenskir jassunnendur.
Hann er ávallt aufúsugestur hér á
landi, enda hefur hann átt drjúgan
þátt í hinni miklu jassvakningu sem
hér hefur verið síðustu árin. Má með
réttu halda því fram að í hvert sinn
sem Niels-Henning bregður sér hing-
að til lands og leikur á hið óþjála
hljóðfæri, kontrabassann, kvikni
jassneisti í bijóstum óteljandi
margra Islendinga. Niels-Henning
handleikur bassann eins og sá sem
valdið hefur og framkallar slíka tóna
að undrum sætir.
Meðreiðarsveinar hans að þessu
sinni eru Danimir Kenneth Knud-
sen, sem leikur á píanó, og Palle
Mikkelborg sem blæs í trompet. Þeir
Niels-Henning og Kenneth Knudsen
gáfu út dúóplötuna Pictures fyrir 10
árum sem inniheldur tónsmíðar
Knudsens og 2 eftir NHÖP. Þessi
hugljúfa plata er í miklum metum
'hjá mörgum aðdáendum Niels-
Henning og má búast við að þeir
borg og Kenneth Knudsen aldrei
áður leikið hér á landi. Það er því
vel til fundið að fá þá til að leika á
N’ART ’86 hátíðinni með Niels-
Henning Örsted Pedersen.
Enn og aftur...
Það hefur flogið fyrir að stórsveit
trommuleikarans Buddy Rich sé
jafnvel væntanleg til hljómleika-
halds hér á landi innan skamms. Ef
af þeirri ferð þessa magnaða
trommuleikara verður má segja að
jassgeggjarar geti vart óskað eftir
fleiri jassveislum í sumar. Og þó.
Alltaf má á sig krásum bæta. Jafnvel
þótt Buddy Rich verði senn 69 ára
• og verði þar með kominn í hóp ellilíf-
eyrisþega er engin ellimerki á honum
að finna. Fáir trommuleikarar þyrla
jafnlétt og leikandi og Buddy Rich
gerir. Er því öruggt mál að margir
sveiflumenn, og ekki síður konur,
bíða í ofvæni eftir frekari fréttum af
samningamálum við Buddy Rich og
stórsveit hans.
Hvað um það, þetta er nú þegar
orðið mesta jasssumar íslandssög-
unnar.
- Jónatan Garðarsson