Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1986, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1986, Page 18
18 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986. Rokkspildan „Við viljum fjalla almennt um þá möguleika sem ungu fólki bjóðast í dag. Markmiðið með útgáfunni er ekki eingöngu umfjöllun um tónlist. Tónlistin er miklu frekar eins konar útgangspunktur, eitt- hvað sem tengir ólík áhugasvið saman. Við ætlum að reyna að draga fram í dagsljósið sköpunar- kraft ungs fólks, í öllum myndum, og leyfa honurn að njóta sín á síð- um blaðsins." • Sameiningartákn Tímaritið UNG leggur upp með stórar hugmyndir. Tónlistartímarit á íslandi hafa undantekningar- laust dáið drottni sínum eftir lengri eða skemmri tíma. Aðalatriðið hér er hins vegar ungt fólk og áhuga- mál þess. Og eins og kemur fram í ofangreindum orðum tveggja eig- enda blaðsins, Tómasar Jónssonar og Ómars Baldurssonar, er tónlist- in fyrst og fremst sameiningartákn. Blaðið á að endurspegla þá strauma sem eru í gangi hverju sinni. „Það er mjög erfitt að koma svona blaði á laggimar. Það er við margs konar vandamál að etja. En við höfum lært geysimikið á þess- ari fyrstu útgáfu. Blaðið kemur alltaf til með að þróast meira og meira eftir því sem frá líður.“ Skoraö á Bubba Annað tölublað af Ung er í bí- gerð. Guðni Rúnar Agnarsson hefur verið ráðinn ritstjóri þess og þeirra sem á eftir fylgja. Áætlað er að það komi út seinni hluta ágústmánaðar. „Það kennir ýmissa grasa í öðru blaðinu. Við birtum einkaviðtal við Madness, gerum úttekt á tónlistar- húsinu, athugum skapgerðarein- kenni íslenskra trommuleikara og Einar Öm skorar Bubba Morthens á hólm í tónlistarmálum. Við mun- um í þessari útgáfu leitast áfram við að skerpa stíl blaðsins og gera það ennþá hressilegra og fjöl- breyttara. Hugmyndimar em ótal margar.“ En dugar það til? Sagan sýnir annað. „Þetta snýst vitaskuld fyrst og fremst um auglýsingar. Sá markað- ur er mjög harður í dag. Við teljum aftur á móti að blaðið sé að vissu leyti nýr auglýsingamiðill. Þetta er tímarit um tónlist og menningu ungs fólks. Það er nýr vettvangur fyrir auglýsendur. Nokkrir aðstandenda Ung. Eigendurnir Tómas Jónsson og Omar Bald- ursson, Sigga Vala Ijósmyndari og nýráðinn ritstjóri, Guðni Rúnar Agnarsson. Ung einskorðar sig heldur ekki við tónlist. Efni blaðsins er hugsað fyrir ungt fólk með ólík áhugasvið. Við trúum að það höfði til fjöld- ans.“ -ÞJV Alls verða tónleikamir §órir. 1 kvöld leika Aston Reymers, Centaur og Greifamir. Næsta föstudag koma fram Bjami Tryggva, Fölu frum- skógardrengimir og Aston Reymers í annað sinn. Kvöldið eftir leikur Röddin, Bubbi og Sielun Veljet. Sannarlega dágóð dagskrá atama. Gott partí Að þessum hátíðahöldum standa samtökin Culture project ísland ’86. Framkvæmdastjóri þeirra er Reynir Birgir Edvardsson. Hann átti jafn- framt hugmynd að öllu saman. „Þetta er auðvitað meiri háttar framkvæmd. Það er ekki hægt að neita því. Markmið N’art er að halda gott partí í Reykjavík. Við sem að þessu stöndum höfum góða trú á að það geti tekist.“ Það hef ég líka. Þarna koma fram allar helstu poppsveitir landans og þar að auki ber alla tónleikana upp á helgi. Fólk ætti því að hafa tíma til að lyfta sér upp frá streði hvunndagsins. Þetta er áhugaverð- ara en nokkur tjaldútilega. -ÞJV Bláa tjaldið á heimavelli knatt- spymufélagsins Léttis hefur vakið athygli margra. Æfíngabúðir eða tí- volí? Hvomgt. Þetta er tónleikatjald. N’art hátíðahöldin hófúst í gær og standa yfir alla næstu viku. Af ýms- um ágætum dagskrárliðum hátíðar- innar em nokkrir tónleikar með því athyglisverðasta. í gærkvöldi vom þeir fyrstu. Þuklið, Kukl mínus Björk, Vunderfoolz og finnska rokk- sveitin Sielun Veljet léku í bláa tjaldinu. Sielun Veljet er önnur af tveim erlendum sveitum sem sækja okkur heim. Hin kemur frá Svíþjóð og nefnist Aston Reymers. Rðddin leikur á háskólavellinum á laugardagskvöldið Græðgi í Berlínar- bollur Manstu eftir Berlín bollan ðín? Ekki? Tengjum-Hestinn við Skriðjökla og þá ætti að kvikna á perunni. Ja, nema hún sé spmngin eða laflaus. Þessi litla, bleika plata er rif- in út um þessar mundir. Enda er hún gefins. Skriðjöklar reyna að deila brauðinu sam- viskusamlega til allra. Meira að segja stjórnmálamennirnir fá sitt. Albert og Guðmundur J. fengu eitt eintak, saman. Sjá- iði fyrrum félagana fyrir ykkur raula hestinn yfir skák? Sann- kallaðir sáttasemjarar, Jö- klamir. Þeim er alls ekkert ómögulegt. -ÞJV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.