Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1986, Side 22
22-
LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986.
Saab 900 I árg. 1985
4ra dyra, Ijósgrár, beinskiptur, með vökvastýri, litað
gler, topplúgu, sportfelgur og rafmagnslæsingar.
Ekinn aðeins 11. þús. km. Sem nýr bíll.
TÖGGURHR
UMBOÐ FYftlR SAAB OG SEAT
Bíldshöfða 16, símar 681530 og 83104.
IHafnarflörður -
Einbýlishúsalóöir
Hafnarfj arðarbær hefur til úthlutunar 28 lóðir í
Setbergi, einkum fyrir einbýlishús.
Ennfremur 2 lóðir fyrir einbýlishús á Hvaleyrar-
holti. Lóðirnar eru þegar byggingarhæfar.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu bæjar-
verkfræðings, Strandgötu 6, þ.m.t. um gatnagerðar-
gjöld, upptökugjöld, byggingarskilmála o.fl.
Vakin er athygli á því að lóðarhafar geta nú greitt
gatnagerðargjald og upptökugjald með skuldabréf-
um til fjögurra ára.
Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum,
sem þar fást, eigi síðar en 8. ágúst nk.
Bæj arverkfræðingur.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 131., 132. og 135. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Hverfisgötu 49, kjallara, Hafnarfirði, tal. eign Jónasar Sigurjónsson-
ar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði og Tryggingastofnunar
ríkisins á eigninni sjálfri mánudaginn 21. júlí 1986 kl. 18.00.
_____________________Baejarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 105., 107. og 108. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eignini Hvassabergi 12, Hafnarfirði, þingl. eign Magneu Sigurðardóttur, fer
fram eftir kröfu Sveins H. Valdimarssonar hrl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn
22. júlí 1986 kl. 14.00.
_____________________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 131., 132. og 135. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Hjallabraut 62, Hafnarfirði, þingl. eign Gests B. Sigurðssonar, fer
fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins á eigninni sjálfn þriðjudaginn 22.
júlí 1986 kl. 17.15.
Baejarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 163. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 og 2. og 5. tölu-
blaði þess 1986 á eigninni Breiðvangi 13, 3. h„ Hafnarfirði, þingl. Elínar V.
Guðmundsdóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka Íslands, Gjald-
heimtunnar í Hafnarfirði og innheirrrtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri miðvikudag-
inn 23. júlí 1986 kl. 13.45.
__________________________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 154., 157. og 159. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Breiðvangi 75, Hafnarfirði, þingl. eign Sævars Gunnarssonar, fer
fram eftir kröfu Ólafs Gústafssonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 23.
júlí 1986 kl. 14.30.
Baejarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 163. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 og 2. og 5. tbl.
þess 1986 á eigninni Efstalundi 11, Garðakaupstað, þingl. eign Hákonar
Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka (slands á eigninni
sjálfri miðvikudaginn 23. júlí 1986 kl. 16.30.
________________________Baejarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 163. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 og 2. og 5. tbl.
þess 1986 á eigninni Hörpulundi 2, Garðakaupstað, þingl. eign Franz Berg-
mann, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands á eigninni sjálfri
miðvikudaginn 23. júlf 1986 kl. 16.45.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Leiksviðið og búningarnir eru hannaðir af Kristni Harðarsyni en þeir eru mjög frumlegir og í æpandi litum
sem passa vel við sérkennilega sýninguna. Hér sjást hjónin, fyrirbærin, „gangstergrúppan og fortíðin.
Leikrit á
fjórum tungumálum
Stúdentaleikhúsið með sérkennilega sýningu
„Ætlarðu ekki í búning, við byrj-
um núna. All right, kraft.“
Við erum stödd í félagsstofnun
stúdenta og það er að byrja æfing
hjá Stúdentaleikhúsinu á leikrit-
inu „De kommer med kista og
henter meg eftir Magnús Páls-
son myndlistarmann. Það er
handritahöfundurinn sjálfur sem
leikstýrir og gefur hér leikurum
ábendingar um að byrja.
Sýningin er sérstök að mörgu
leyti. Hér er ekki um að ræða leik-
rit með einum beinum efhisþræði
heldur samsetningu úr tveimur til
þremur atriðum í einu. Leikritið
er flutt á fjórum tungumálum,
norsku, dönsku, ensku og íslensku.
Alls taka tíu leikarar þátt í sýning-
unni og eru þeir flestir allan
tímann á sviðinu.
Eins og áður segir er höfundur
Magnús Pálsson myndlistarmaður
en hann hefur í áraraðir verið einn
af fremstu nýlistarmönnum okkar
Islendinga. Hann hefur meðal ann-
ars fengist við „collage myndlist
og ber handrit leikritsins augljósan
keim þess. Handritið er nefnilega
allt klippt út úr blöðum og bókum
og bútað saman. Einstaka sinnum
hefur Magnús bætt smá texta við.
Otkoman er mjög sérstök handrita-
smíð. Höfundur segist hafa mjög
gaman af að vinna með tungumál
í myndlist sem getur skapar mikið
líf í verkið. Handrit eins og hér um
ræðir er mjög góð leið til að vinna
með tungumálið, ná fram mismun-
andi hljóm. Verkið er ekki unnið
sérstaklega fyrir leikhús en þó ætl-
ast til að hægt sé að flytja textann.
Oft tala allir í einu og renna text-
amir mikið saman og verður
áhorfandinn að hafa sig allan við
að fylgjast með því sem er að ger-
ast. Ekki er nóg með að margir
tali í einu á sviðinu heldur er ein
persónan, Milla, á rölti úti í sal og
talar, í lágum hljóðum, af og til.
Furðusenur eru í verkinu og of-
beldiskennt á köflum.
Annars eru aðaldrögin þau að á
sviðinu eru annars vegar hjón sem
eru að ræða saman, svona ósköp
venjulegt heimilistal sem breytist
í það að þau taka að flytja texta
eftir Rómeó og Júlíu eftir Shake-
speare, hins vegar „gangster-
grúppa sem samanstendur af
vélmenni, súpermann og píu. Þau
flytja mikinn texta og takast á.
Einnig taka þátt í sýningunni tvö
fyrirbæri, annað sem hefur með
örlögin að gera. Fortíðin er í gervi
kattar sem er á flakki um sviðið.
Kristján Guðmundsson, annar feb-
rúar, stendur allan tímann fyrir
aftan leiktjald og Milla gengur um '
á meðal áhorfenda.
Það er ekki hægt að segja annað
en að hér sé um nýstárlega sýningu
að ræða og auðséð að leikaramir
lifa sig vel inn í það sem þeir eru
að takast á við.
Leikritið er sett upp í tilefni af
N’art ’86 sem er hátíð með norræn-
um listamönnum og skemmtikröft-
um á 200 ára afmæli borgarinnar.
Frumsýning verður næstkomandi
mánudagskvöld klukkan 20, í Fé-
lagsstofnun stúdenta, og er
áætlað að hafa fiórar sýningar til
viðbótar. -RóG.
.»
Handritið er samansett af úrklippum úr bókum, blöðum og tímaritum.
Mjög svo óvenjulegt handrit enda er þetta leið myndlistarmannsins
Magnúsar Pálssonar til að vinna með tungumál. DV-myndir GVA.