Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1986, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1986, Side 30
30- LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986. Hali í Suðursveit: „Þá varð Þórbergur vonsvikinn og aigur“ „Ég var nú eiginlega á leið í sil- ungsveiði," sagði Torfi Steinþórsson á Hala í Suðursveit þegar DV leit inn hjá honum fyrir skömmu. Hali í Suðursveit hefur öðlast nokkra sérstöðu í gegnum skrif Þórbergs Þórðarsonar en hann var föður- bróðir Torfa. Nú búa á Hala Torfi og synir hans tveir sem stunda hefð- bundinn búskap auk þess sem þeir eru með um 70 refalæður. Torfi hefur verið skólastjóri við Hrollaugsstaða- skóla síðastliðin 40 ár en nú er tengdadóttir hans tekin við því starfi. „Það var alltaf gaman þegar Þór- bergur kom héma, hann var svo bráðskemmtilegur og svolítð sérvit- ur þótt sérviskan hafi nú að mestu verið hálfgerð látalæti. Til dæmis allt þetta tal um drauga. Einu sinni man ég eftir því að við vorum með bát austur með Teigabökkum og var um 40 faðma langur kaðall notaður sem stjóri. Einn góðan veðurdag hvarf svo stjórinn úr stafhi bátsins „Undir þaö síðasta sá Þórbergur ekkert annað en Suðursveitina, sem ég skil sagði Torfi Steinþórsson á Hala í Suðursveit. svo sem vel. Hér er gott að búa,“ Mynd-KAE og fannst ekki fyrr en nokkrum dög- um síðar, 3 kílómetrum vestar. Þetta fannst Þórbergi ekki ónýtt og sagði: „Ja, þama sjáiði. Stjórinn hefur greinilega aflíkamast og farið á þetta flakk.“ Nokkrum dögum síðar kom fram strákur sem hafði séð kú með kaðalhönk á homunum og þar var auðvitað komin skýringin á flakki stjórans. Þá varð Þórbergur helduf vonsvikinn og argur en neyddist til að viðurkenna þetta. Hann gat þó ekki stillt sig um að tauta: „Ja, hvem andskotann var strákurinn líka að þvælast þama?“ -S.Konn. Víðidalsá: Veiöin í Laxá i Aðaldal gengur vel og munu vera komnir á land um 950 laxar og margir stórir, þar af tveir 25 punda. DV-mynd G. Bender. Stóriaxar, sá stærstí 28 pund Útlendingamir, sem em við veiðar í Víðidalsá þessa dagana, hafa heldur betur sett í þá stóra o6 landað. William Morrow veiddi 28 punda hæng á Neðri Laufásbreiðu á fluguna Black and Blue nr. 6 en morguninn áður hafði félagi hans, John Fisk, veitt 26 punda hæng á sama veiðistað. John Fisk þurfti þó ekki að kvarta því á sama tíma og félagi hans glímdi Veiðivon Gunnar Bender við þann stóra veiddi hann tvo laxa, 24 og 22 punda. Útlendingar hafa því vinninginn á þeim stærsta ennþá en líklega breytist þetta því stórir laxar em í mörgum veiðiám og fást vonandi til að taka agnið næstu daga, til þess er leikurinn gerður. Veiðst hafa 320 laxar í Víðidalsá. Vatnsdalsá hefur gefið 256 laxa og hefur verið þokkaleg veiði þar. G. Bender DV á Vopnafirði: Fuglinn í fjörunni heitir torfæruhjól Jón G. Haulcssan, DV, Akuieyit „Það er svo mjúkt að lenda í sandinum,“ svaraði Þorsteinn Sig- urðsson á Vopnafirði, eigandi tveggja torfæruhjóla, um það hvers vegna hann notaði ekki hjálm þegar hann tryllti um í fjömnni á Vopna- firði. Þorsteinn er sá eini á Vopnafirði sem á torfæruhjól, annað er þrfhjól, Honda, hitt fjórhjól, Suzuki. „Það kom á götuna í dag. Ég er að prufúkeyra það hér í fjörunni en þessi hjól em bönnuð á vegum.“ Að sögn Þorsteins fara þrí- og fjór- hjólatorfærumótorhjól yfir allt. „Þau em langbest í harðfenni, alveg ótrúlega góð.“ Nýja Suzukihjólið, sem verið var prufúkeyra, kostar 224 þúsund krón- ur. „Ég fór átta túra á Brettingi á Vopnafirði og safnaði fyrir því.“ Þorsteinn þenur nýja Suzukifjórtijólið sitt i fjörusandinum I Vopnafirði. Án hjálms, Þorsteinn, enda „svo mjúkt að lenda í sandinum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.