Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1986, Síða 32
32
LAUGARDAGUR 19. JÚLl 1986.
Islands-
motið
A-riðill:
|Knattspyma unglinga
I 5. flokkur
J ÍA-UBK
I Grindavík-Valur
15. flokkur - B-riðill:
Þór V.-Haukar
■ Týr V.-Haukar
* 5. flokkur - E-riðUl:
I KA-Hvöt
1 KS-Þór A.
| Tindastóll-Völsungur
14. flokkur - A-riðUl:
ÍK-lA
_ Víkingur R.-ÍA
I ÍA-Fram
■ 4. flokkur - B-riðill:
Víkingur Ól.-ÍR
I ÍR-Týr V.
14. flokkur - E-riðiU:
KS-Þór A.
ITindastóll-V ölsungur
3. flokkur - A-riðiU:
| Valur-Þróttur
IStjaman-ÍK
Týr V.-KR
13. flokkur - C-riðiU:
Haukar-Njarðvík
IReynir S.-Þór V.
Njarðvík-Þór V.
13. flokkur - E-riðill:
KA-Hvöt
I KS-Þór A.
■ Tindastóll-Völsungur
| 2. fl. kvenna - A-riðill:
IFylkir-Þór V.
UBK-Þór V.
IValur-Afturelding
Þór V.-Víkingur
ITýr V.-Víkingur
2. fl. kvenna - B-riðiU:
KA-Stjaman
| Stjaman-ÍBK
13-0'
9-0 |
2-01
0-10.
0-5 |
1-101
2-6 I
2- 0 I
I
0-6 ■
0-5 I
I
0-2 I
0-3 |
3- 0 I
6-0 I
3- 5 I
«!
4- 3 I
Sl
1-01
0-2 I
5- 2 1
!-2|
3-4
0-2
1-8
3-0
„Þýðir ekki að vera í þessu
með hangandi hendi“
- segir lárus Loftsson unglmgaþjálfari. - U-16 leikur gegn A-Þjóðverjum
Drengjalandsliðið (U-16) æfir stíft
þessa dagana fyrir Norðurlandamótið
sem fram fer í Danmörku 27. júlí til
3. ágúst nk. í Evrópukeppninni lenda
strákamir gegn A-Þýskalandi sem
hefur á að skipa mjög öflugu liði. Fyrri
leikur liðanna verður heima í lok sept-
ember og útileikurinn mánuði síðar.
Lárus Loftsson unglingalandshðs-
þjálfari kvað U-16 liðið nánast óskrif-
að blað. Við sjáum hvar við stöndum
eftir Norðurlandamótið. - Það verður
á brattann að sækja gegn A-Þjóðverj-
um, þeir eru alltaf sterkir.
Lánis kvaðst verða var við mikinn
áhuga hjá strákunum, og sagðist vera
þó nokkuð bjartsýnn.
U-18 æfi allt árið
„U-18 liðið er í riðli með Danmörku,
Belgíu og Póllandi. Það er því spenn-
andi og skemmtilegt verkefhi fram-
undan. í raun þýðir ekkert að taka
þátt í 2ja ára Evrópuprógrammi og
hafa leikmenn sem hafa hliðaríþróttir.
Menn verða að verða heilir í þessu.
Dæmið verður að ganga upp. Þetta
er nefhilega allt mjög kostnaðarsamt
og ekki hægt að standa í þessu með
hangandi hendi. - Piltunum verður
strax gert ljóst strangt æfingapró-
gramm og nauðsyn þess að einbeita
sér vel að verkefhinu.
Verkefni mitt er að búa til lið
Aðalverkefrú landsliðsþjálfara er að
mynda sem besta liðsheild. Hjá félög-
um eiga piltamir að fá alla þá kennslu
sem þarf. Unglingþjálfun hefur fleygt
mjög fram hjá okkur svo þetta stendur
allt til bóta.
Drengimir em tilbúnir að leggja á
sig gífurlegá vinnu og er það hlutverk
okkar þjálfaranna að gera okkar ýtr-
asta til að árangur þeirra verði sem
bestur,“ sagði Lárus Loftsson að lok-
um. -HH
I
I 5. flokkur - A-riðill:
FH-KR 1-1
Leik FH og KR í 5. flokki A
riðils, sem fram fór 9. júlí á
Kaplakrikavellinum (grasi), lauk
'I með jafntefli, 1-1. Greinilegt var I
■ að hér áttust við tvö af toppliðum _
| 5. flokks. Staðan í hálfleik var 1-0 |
I fyrir FH - markið gerði Biynjar'-
I Gestsson. - KR-ingar jöfnuðu um
miðbik síðari hálfleiks með marki
Andra Sveinssonar.
Nafh Lúðvíks Amarsonar mis-
ritaðist í síðasta laugardagsbl., en
hann er einn af lykilmönnum 5.
flokks FH. í jafhteflisleiknum gegn _
I Fram á dögunum (2-2) gerði hann |
bæði mörk FH-hðsins. -HHj
Hinn bráðefnilegi leikmaður úr Þór frá
Akureyri, Axel Gunnar Vatnsdal, seg-
ist vera mjög ánægður með að fá
tækifæri til að æfa með landsliðinu.
„Þaö er mjög lærdómsríkt og
skemmtilegt," sagði hinn hressi fram-
herji. DV-mynd HH
Gunnar Andrésson, Fram.
I
I
^ u/v-iiiyiivi nn -------—,
‘ Umsjón:
Halldór Halldórsson
Myndin er tekin fyrir skömmu þegar drengjalandsliðið (U—16) var á æfingu í Laugardalnum. í aftari röð frá vinstri:
Steinn Halldórsson liðsstjóri, Sveinn Sveinsson, form. tækninefndar, Kristján Finnbogason KR, Sigurður Bjarnason
Stjörnunni, Þórður Jónsson Víkingi, Haraldur Ingólfsson ÍA, Jörundur Sveinsson Stjörnunni, Halldór Kristinsson KA,
Anton B. Markússon Fram og Lárus Loftsson þjálfari. - í fremri röð frá vinstri: Ingólfur Ingólfsson Stjörnunni, Árrti
Hafldórsson ÍA, Þorsteinn Þorsteinsson Þrótti, Jóhannes H. Jónsson Víkingi, Ámi Kvaran Stjömunni, Guðbjartur Auðuns-
son Fram, Kristján Haraldsson KR, Haukur Pálmason Fram og Axel Gunnar Vatnsdal Þór, Ak. Á myndina vantar
F—
I
KR-ingar sigruðu Fram
2-0 í úrslitaleik
Miðsumarsmót B-liða:
KR-ingar skipa mjög öfluga sveit í 2. fl. Þeir hafa góða forystu í íslandsmót-
inu í A-riðli og í miðsumarsmóti B-liða sigruðu þeir Fram í úrslitaleik 2-0.
Fyrra markið gerði Ingólfur Gissurarson og hið síðara Konráð Olavsson.
Myndin er af 2. fl. KR B og er tekin eftir úrslitaleikinn gegn Fram. - í aft-
ari röð frá vinstri: Tryggvi Hafsteinsson aðstoðarþjálfari, Leifur Dagfinsson,
Guðmundur Pálmason, Stefán Guðmundsson, Ragnar Eiríksson, Magnús
Friðjónsson, Guðni H. Grétarsson, Stefan Steinsen, Ingólfur Garðarsson og
Gísli J. Magnússon þjálfari. - í fremri röð frá vinstri: Konráð Olavsson,
Þórir Sigurgeirsson, Guðjón Ingvason fyrirhði, Kári Harðarson, Ingólfur
Gissurarson og Guðjón Kristinsson. - Litla myndin t.h. er af Guðjóni Ingva-
syni þar sem hann hampar bikamum að lokinni verðlaunaafhendingunni.
DV-mynd HH
L
Bolvíkingar í úrslit
í E-riðli pollamóts Eimskips og KSÍ
6.A., sem fram fór á ísafjarðarvelli um
síðustu helgi, sigruðu Bolvíkingar
bæði í A- og B-liði. Það verða því
Bolvíkingar sem verða fulltrúar Vest-
fjarða í úrslitakeppni pollamóts
Eimskips og KSÍ sem verður á KR-
vellinum í dag og á morgun. Athygli
hefur vakið góð frammistaða yngri
flokka frá Bolungarvík í riðlakeppni
íslandsmótsins og er greinilegt að þeir
hafa sinnt vel málefhum þeirra yngri
DV-mynd HH
T
undanfarið.
-HH i
f 3. flokkur kvenna.
! Akranesstúlkumar
sigurstranglegar
Með sigri sínum yfir I’BK í 3. fl.
kvenna má segja að ÍA-stelpurnar
_ séu komnar með aðra höndina á
I íslandsbikarinn. Stelpumar sigr-
Iuðu ÍBK á dögunum 1-0 uppi á I
Skaga og hafa forustu með 8 st. "
I en eiga eftir að keppa við Aftureld-
* ingu og FH. ÍA hefur engu stigi _
| tapað til þessa. Akranes varð Is- |
j^landsmeistari í fyrra. -HH^
I
Skot
Ábyrgð foreldra
er mikil
I dag og á moigun er mikið um
að vera hjá yngstu knattspymu-
mönnunum - og á ég þar við úrslita-
keppni pollamóts Eimskips og KSÍ,
sem fram fer á KR-velli. I keppni sem
þessari skiptast alltaf á gleði og sorg,
því aðeins eitt hð skipar efsta sætið.
Keppni 6. fl. liða er hörð og ströng
og er oft mjótt á mununum. Framlag
þessara drengja er meiriháttar í
leikjunum og álagið því mikið.
Höfum eftirfarandi til umhugsun-
ar: „Þeir sem ekki kunna að tapa
kunna heldur ekki að sigra - en
þeir sem kunna hvort tveggja hafa
mestar sigurlíkur þegar fram í sæk-
ir.“ Mikilvægt er að ungt íþróttafólk
fai rétta tilsögn hvað þetta varðar.
Það er ekki heimsendir þótt lið tapi
leik, þó svo sigur sé takmarkið.
Vonandi mæta leikmenn afslapp-
aðir til leiks í dag og auðvitað á
hver og einn að leggja allt sitt af
mörkum. En ef það er ekki nóg, þá
ber að taka því og reyna betur næst
- annars er hætt við að áhersluatrið-
in ruglist hjá lítilli sál - þegar
aðalmálinu er ýtt til hliðar, þ.e. að
kappkosta að þessir litlu hnokkar
bæti sig tæknilega og öðlist þannig
betri skilning á leyndardómum góðr-
ar knattspymu - en í staðinn efst á
blaði hræðslan við að tapa og bregð-
ast vonum foreldra og annarra
áhangenda.
Auðvitað vilja foreldrar bömum
sínum vel og hvetja þau náttúrlega
til dáða. En ábyrgð þeirra er einnig
mikil, því velferð bamanna hlýtur
að sitja í fyrirrúmi.
Leyfum bömunum að hafa gaman
af fótbolta. Stillum kröfunum í hóf.
Góða skemmtun.
-HH