Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1986, Page 34
34
LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986.
SMÁAUGLÝSINGAR DV
MARKAÐSTORG
TÆKIFÆRANNA
Þú átt kost á aö kaupa og selja
allt sem gengur kaupum og sölum.
Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV,
hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna.
Markaöstorgiö teygir sig víöa, Þaö er sunnanlands
sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug-
vélum. snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö.
Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu,
en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eigs.
Sumir borga meö fínpressuöum seölum.
Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera.
Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur.
Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt.
Þar er allt sneisafullt af tækifærum.
Þaö er bara aö grípa þau.
Þú hringir...27022
Við birtum...
Þaö ber árangur!
Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11.
Opíð: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00
laugardaga, 9.00— 14.00
sunnudaga, 18.00—22.00
ER SMÁAUGLÝSINGABLAÐtÐ
Frjalst,oháÖ dagblaö
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 131., 132. og 135. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eignini Háabarði 15, Hafnarfirði, þingl. eign Þórólfs Kristjánssonar, fer ffam
eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði, Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl.
og Búnaðarbanka íslands á eígninni sjálfri mánudaginn 21. júlí 1986 kl. 13.30.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 131., 132. og 135. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Fögrukinn 18, n.h., Hafnarfirði, þingl. eign Björns Sigtryggssonar,
fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunar í Hafnarfirði á eigninni sjálfri mánudaginn
21. júlí 1986 kl. 15.00.
__________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 131., 132. og 135. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Einibergi 13, Hafnarfirði, þingl. eign Einars Jóhanns Gíslasonar, fer
fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði á eigninni sjálfri mánudaginn
21. júlí 1986 kl. 15.30.
_______________Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 131., 132. og 135. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Hnotubergi 27, Hafnarfirði, þingl. eign Erlings Kristensen, fer fram
eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði á eigninni sjálfri mánudaginn 21.
júlí 1986 kl. 15.45.
________________________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 131., 132. og 135. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Austurgötu 27, miðhæð, Hafnarfirði, þingl. eign Ingu Hallsdóttur
og Jóhanns K. Ölafssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands
á eigninni sjálfri mánudaginn 21. júlí 1986 kl. 16.45.
_______________________Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 114., 116. og 117. tölublaði Lögbirtingablaösins 1985 á
eigninni Norðurbraut 26,2. h., Hafnarfirði, tal. eign Aðalsteins Guðmundsson-
ar, fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri mánudaginn 21.
júlí 1986 kl. 17.30.
_____________________Bæjarfógetinn í Hafnarfiröi.
World Open skákmótið í Fíladelfíu:
Barist um
hundruð þúsunda
Fyrir átta árum fjölmenntu ís-
lendingar á World Open skákmótið
í Fíladelfíu í Bandaríkjunum og
gerðu þar mikinn usla. Einum úr
hópnum, Ingvari Ásmundssyni,
tókst þá að sigra á mótinu ásamt
sjö öðrum skákmeisturum og hljóta
dágóð peningaverðlaun. Ef Ingvar
hefði náð þessum árangri á mótinu
nú hefði hann þó fengið mun meira
fyrir sinn snúð því að verðlaun
hafa stórhækkað. Nú var barist um
hundruð þúsunda. Fyrstu verðlaun
voru 21.000 Bandaríkjadalir en
voru til samanburðar „aðeins“ 12.
000 á Reykjavíkurskákmótinu í
febrúar. Þá var Bandaríkjamaður-
inn Nick de Firmian óheppnasti
maður mótsins er hann tapaði fyrir
Nikolic hinum júgóslavneska í síð-
ustu umferðinni. I Fíladelfíu gat
hann tekið gleði sína á ný þvi að
hann varð einn efstur og hirti pott-
inn óskertan.
Benóný þótti sjæmt að tefla í
miðborg Fíladelfíu fyrir átta árum.
Rykmettað loft og skýjakljúfamir
svo yfirþyrmandi að hann hafði á
orði að þetta væri eins og að tefla
í gljúfi-i - hvergi sást til fjalla. Nú
brá til betri vegar og teflt var í
útjaðri borgarinnar i betra lofti við
piýðilega útsýn. Aðstæður allar til
fyrirmyndar að sögn íslendinganna
þriggja sem voru þar meðal þátt-
takenda: Helga Ólafssonar,
Margeirs Péturssonar og Jóhanns
Hjartarsonar.
Eitt var þó óbreytt frá því sem
áður var. Tefldar voru tvær um-
ferðir á dag, með stuttu hléi á
milli. Er líða tók á kvöld mátti því
greina þreytumerki á taflmennsku
sumra keppenda, eins og Banda-
ríkjamannsins, sem Bragi Halld-
órsson tefldi fræga skák við fyrir
átta árum. Bragi átti tapað tafl með
hrók einan að vopni gegn riddara,
biskup og peði mótherjans. Skákin
var orðin býsna löng og þar kom
að svefnhöfgi færðist yfir Banda-
ríkjamanninn: Fyrst lék hann af
sér riddaranum; svo missti hann
peðið og til að kóróna allt saman
lét hann Braga máta sig í jafnteflis-
stöðu með biskup á móti hrók.
Skák
Jón L Amason
Á slíkum mótum er gjaman mik-
ið um óvænt úrslit og íslensku
stórmeistaramir fóm ekki var-
hluta af því. Margeir tapaði í fyrstu
umferð fyrir óþekktum Banda-
ríkjamanni í drekaafbrigðinu af
Sikileyjarvöm, en hafði þó ágæta
afsökun í formi ferðaþreytu - hann
kom á mótsstað aðeins nokkrum
klukkustundum áður en skákin
átti að hefjast. Þá tapaði Helgi
snemma í mótinu fyrir Volovich,
rússneskum flóttamanni, sem Helgi
ætti á góðum degi að geta unnið
með höndunum einum saman.
Jóhann Hjartarson tefldi aftur á
móti af miklu öryggi, vann t.d. Al-
burt snoturlega. En í síðustu
tveimur skákunum - þeim mikil-
vægustu á slikum mótum - uppskar
hann aðeins hálfan vinning. I næst-
síðustu umferð stóð hann betur
gegn Bandaríkjamanninum
Gurevich en varð á endanum að
láta sér lynda jafntefli og í síðustu
umferð tapaði hann einu skák sinni
á mótinu. Fótaði sig ekki á hálum
ís kóngsindversku varnarinnar
gegn Igor Ivanov, sem sagður er
hafa stungið af frá heimalandi sínu,
Sovétríkjunum, í ölæði.
Margeir og Helgi náðu sér á strik
eftir töpin en eins og Jóhann voru
þeir ófarsælir í síðustu umferðinni.
Margeir tapaði fyrir Maxim Dlugy,
heimsmeistara unglinga, sem
reynst hefur Margeiri óþægur ljár
í þúfu á þessu ári, sbr. Visa-lands-
keppnina í febrúar. Og Helgi gerði
jafntefli við Gurevich og missti af
þokkalegum verðlaunum. Röð
efstu manna:
1. Nick de Firmian (Bandaríkjun-
um) 7 1/2 v. af 9 2.-7. Ivanov
(Kanada), Djuric (Júgóslavíu),
Fedorowicz, Dlugy, Wolff og
Seirawan (allir Bandaríkjunum) 7
v. 8.-19. Helgi Ólafsson, Anand
(Indlandi), Lobron (V.-Þýskalandi),
Klaric (Júgóslavíu), Alburt, Lein,
Giu-evich, Browne, Benjamin,
McCambridge, Findlay og Rizzit-
ano (allir Bandaríkjunum) 61/2 v.
20.-? Jóhann Hjartarson, Margeir
Pétursson o.fl. 6 v. Þátttakendur í
efsta flokki voru alls 230 en hátt á
annað þúsund keppendur tefldu á
mótinu í fjölmörgum flokkum.
Að móti loknu héldu Jóhann og
Helgi norður yfir landamærin til
Kanada þar sem Guðmundur Sig-
urjónsson bættist í hópinn. Þeir
tefla nú á opna kanadíska meist-
aramótinu, þar sem m.a. þriðji
stigahæsti skákmaður heims, Sov-
étmaðurinn Arthur Jusupov, er
meðal þátttakenda. Helsta ógn
þeirra félaga er þó landi hans,
Viktor Kupreitsik, sem reyndist
mikill íslendingabani á Reykjavík-
urskákmótinu 1980, þar sem hann
náði stórmeistaratitli. Er þetta er
ritað hafði Kupreitsik lagt bæði
Helga og Jóhann að velli og átti í
næstu umferð að tefla við Guð-
mund.
NM í Noregi:
Finninn Koistinen
beitfti bridgeheilræði
Chagas og græddi 12 impa
Mörgum er eflaust í fersku minni
bridgeheilræði nokkurra þekktra
bridgemeistara sem hollenska stór-
fyrirtækið BOLS hafði forgöngu um
að kynna.
Eitt heilræðið fjallaði um innri-
svínanir og kom það frá hinum fræga
bridgemeistara Brasilíumanna,
Gabriel Chagas.
Innri-svínun er best lýst með eftir-
farandi dæmi. Þú ert sagnhafi í
fjórum hjörtum og andstæðingamir
byrja á því að taka tvo ása. Síðan
mátt þú aðeins gefa einn slag á þenn-
an tromplit:
A92 K843
Ef liturinn brotnar 3-3 er ekkert
vandamál en sé hann 4-2 þá eru góð
ráð dýr. Þú spilar því trompþristi og
svínar níunni þegar suður lætur lágt.
Þegar þú kemst inn aftur tekur þú
ásinn og þegar gosinn kemur frá
suðri svínar þú áttunni næst. Það
var eins gott því liturinn skiptist
þannig:
D1076
Á92 K843
G5
Því er þetta rifjað upp hér af því að
á Norðurlandamótinu kom eftirfar-
andi spil fyrir í leik Finnlands og
Danmerkur.
Suður gefur/n-s á hættu.
Norðuk
4> D93
rí 652
0 ÁK72
* K63
Vkstik Austuk
4 104 4 KG2
G1084 <7 ÁD7
O G953 0 104
* D52 * G10987
SUÐUR
♦ Á8765
V K93
0 D86
+Á4
Við annað borðið, þar sem Finninn
Kalervo Koistinen sat í suður, varð
lokasamningurinn þrjú grönd í suð-
ur.
Vestur spilaði út hjarta og sagn-
hafi drap drottningu austurs með
kóng. Hann spilaði síðan strax litlum
spaða og þegar vestur lét fjarkann
beitti hann innri-svínun og lét níuna.
Austur drap á gosann og síðan komu
Unglingalandsliöið í bridge, sem keppa mun á Evrópumói yngri spilara í
Búdapest. Taliö frá vinstri: Efri röð, Karl Logason, Anton R. Gunnarsson,
Júlíus Sigurjónsson, Svavar Björnsson. Neöri röö, Ólafur Lárusson, fyrir-
liði, Ragnar Magnússon og Jakob Kristinsson. Ljósm. Bj.Bj.