Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1986. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð i lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Vinningur Bylgjunnar Utvarpsstöðin Bylgjan fer með vinning út úr skoð- anakönnun, sem DV gerði um síðustu helgi, eftir aðeins fárra vikna starfrækslu. Athuga verður, að í skoðanakönnuninni var spurn- ingin, hvaða útvarpsstöð fólki þætti bezt, einungis lögð fyrir fólk á suðvestur-horni landsins. Það er rökrétt. Þetta er eina svæðið, þar sem fólk getur hlýtt á rás eitt, rás tvö og Bylgjuna. Um 47 af hundraði þeirra, sem taka afstöðu, telja Bylgjuna beztu útvarpsstöðina, en um 41 prósent nefna rás eitt. Rás tvö fer illa út, fær aðeins um 12 prósent. Ýmislegt ber að athuga í þessu sambandi. Rásir Ríkisútvarpsins hafa meira fylgi en Bylgjan, sé stuðningur við þær lagður saman. Hins ber einnig að gæta, að spurningin var aðeins lögð fyrir uppkomið fólk. Hefðu börn og unglingar verið með, mætti ætla, að bæði Bylgjan og rás tvö hefðu sótt sig. Könnunin er mjög athyglisverð. Hún segir ákveðna sögu um þróun útvarpsmála. Hún segir okkur, að vissu- lega var rúm fyrir einkaútvarpsstöð. Hennar var full þörf. Könnunin gefur Bylgjunni byr í seglin. Þar hefur sitthvað verið vel gert og betur en hjá rásum Ríkisút- varpsins, en margt skortir. Framhaldið er óvíst og ræðst af ýmsu. Mönnum verður ljóst, þegar þeir fara um Reykjavík- ursvæðið og Suðurnes, að Bylgjan hefur mjög víða leyst rás tvö af hólmi. Fólk hlýðir nú á Bylgjuna í hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum. Vitað er, að auglýsing- ar rása Ríkisútvarpsins hafa dottið niður. En menn hafa á orði, að fréttaflutningi Bylgjunnar sé mjög ábótavant, sem er rétt. Þetta getur reynzt hinni nýju stöð hættulegt, ef fólk venst því að leita til rásar eitt um fréttir og telur Bylgjuna ekki samkeppnisfæra. Nú bíða menn þess að.sjá, hvaða breytingum það veldur á stöðunni, þegar rásir Ríkisútvarpsins fara í alvöru að svara samkeppninni. Augljóst er, að rásir Ríkisútvarpsins munu batna við það. Bylgjan mun einn- ig batna. Þannig mun frelsið í samkeppninni reynast almenningi mjög hagstætt. Við vitum ekki á þessari stundu, hvernig hin nýja stöð kann að koma út síðar. Margt gerist brátt, svo sem andsvör Ríkisútvarpsins og batnandi stöðvar. En Bylgjan má mjög vel við una eftir svo skammt starf. Auðvitað nýtur hún einnig nokkurs góðs af því að vera ný. Talað er um hveitibrauðsdaga í slíkum efnum. Bylgjuna má telja lífvænlega. Það má sjá á auglýs- ingatekjum stöðvarinnar ekki síður en hlustun. En þessi stöð hefur ekki ríkisbáknið á bak við sig. Miklu skiptir, að stefnt sé að jafnrétti í samkeppninni. Vonandi gerist hið sama í sjónvarpsmálum, að hin nýja stöð nái fótfestu með dugnaði og góðu efni. Sú samkeppni kann að vera erfíðari til dæmis vegna fjárút- láta, sem stöðin krefst af áhorfendum sínum. Samkeppni í útvarpsmálum hefur lengi verið beðið með óþreyju hér á landi. Útkoman er góð um þessar mundir. Bylgjan verður ekki sökuð um hlutdrægni. Stjórnendur hennar hafa fylgt reglum heiðarlegrar fréttamennsku, þótt fréttum hafi verið ábótavant. Kostir Bylgjunnar fyrir almenning hafa fyrst og fremst verið ferskleiki og lagaval, sem skírskotar meira til alls almennings en lagaval rásar tvö. Hitt er víst, að þeir eru margir, sem enn hafa naumast opnað fyrir þessa stöð. Þetta er fyrirtæki á byrjunarstigi. Haukur Helgason. Aukið frelsi til athafna Ef nokkrir menn eru frjálsir þá eru íslendingar það í orðsins fyllstu merkingu. „Stjórmnálamenn eiga að temja sér já- kvæðari afstöðu til þess sem fólkið í landinu afrekar án þeirra afskipta.“ ísland er gott land. Hér ríkir nú góðæri. Atvinnuleysi er lítt þekkt fyrirbrigði. Æska landsins er glæsi- legt fólk. Híbýli manna bera vott um velmegun. Almenn menntun er á háu stigi. Vel er búið að öldruðum og sjúkum. Landið er fagurt og víð- áttumikið. Landsmenn eru frjálsir. Þeim er frjálst að fara hvert á land sem er. Ef nokkrir menn eru frjálsir þá eru íslendingar það í orðsins fyllstu merkingu. Á íslandi bera menn ekki vopn. Illdeildur er leitast við að leysa með friðsamlegum hætti. Þannig mætti halda áfram um kosti þess að vera íslendingur. Hversu oft leiða menn hugann að stöðu okkar með framangreindum hætti? ísjendingar standa vel að vígi I heimi fjölmiðla og á hinum pólit- íska vettvangi er meira fjallað um hinar neikvæðu hliðar daglegs lífs. Áhersla er lögð á aukaatriði en aðal- atriðin hverfa oftast í skugga per- sónulegra viðhorfa, tengdra þröngum hagsmunum. Á síðustu árum hafa Islendingar því miður upplifað of mörg dæmi þessa. Tfmabært er að hefja umræðuna um stöðu íslands og íslendinga upp úr þessari flatneskju. Með því lærð- ist mönnum betur að meta það sem skyldi hvers virði það er í fallvöltum heimi að vera íslendingur. Hvers vegna þessar vangaveltur? Er þetta ekki væmin þjóðarremba í nútímaheimi alþjóðahyggju? Tilefh- ið er m.a. það að fyrir nokkru sagði ungur vel menntaður maður við greinarhöfund: „Til hvers er maður að búa á þessari grjóthrúgu"? Við- komandi var eitthvað ósáttur við skattana sína eins og ýmsir fleiri. En djúpt var tekið í árinni og ekki að nægilega athuguðu máli. Vissu- lega þarf og verður að lækka tekju- skattana. Það þarf einnig að laga námslánin, niðurgreiðslumar til landbúnaðarins, draga úr sukki og óþarfa eyðslu, koma í veg fyrir skatt- svik o.fl. En það á ekki að láta þessi atriði og fleiri hliðstæð villa um fyr- Kjallariiin Guðmundur H. Garðarsson blaðafulltrúi SH ir sér í því sem meira máli skiptir, sem er að þrátt fyrir þau, standa Is- lendingar sem þjóð vel að vigi efnahagslega og menningarlega. Á þetta ber að leggja áherslu í umræð- unni. Ótrúlegur árangur Fyrir nokkru skrifaði ein fremsta leikkona þjóðarinnar, Bríet Héðins- dóttir, mikla brýningargrein til stjómmálamanna í eitt af dagblöð- um Reykjavíkur. Þar sagði hún m.a. að inn í stjómmálaumræðuna vant- aði beinskeyttar yfirlýsingar um það hvert menn stefindu í baráttu sinni. Með öðrum orðum sagt: Umræðan væri á lágu plani og innihaldslítil. Leikkonan vildi efiiislegar og afger- andi umræður þar sem menn stæðu eða féllu fyrir sinn málstað. Þetta vom orð í tíma töluð. Grundvallar- viðmiðun slíkrar umræðu hlýtur að byggjast á því hvað íslendingum er fyrir bestu í bráð og lengd. Þar verð- ur hver og einn að kunna skil á eigin stöðu í rökréttu samhengi við hags- muni heildarinnar. Á því byggist hinn svonefndi samnefnari, þjóðar- hagsmunir. Á síðustu áratugum hafa íslend- ingar fengið stöðugt meiri mögu- leika til frjálsra og óheftra athafna á flestum sviðum þjóðlífsins. Á þetta þó einkum við í nýjum atvinnugrein- um, s.s. í fjölmiðlun, iðnaði, flugi, þjónustu, tölvuvæðingu o.s.frv. Það er hreint ótrúlegt hversu mikill og skjótur árangur hefur náðst. Allir þekkja söguna um flugið. Á því sviði hafa íslendingar hlotið alþjóðavið- urkenningu. Nýjasta dæmið er matreiðslan. Á örfáum ámm hefúr íslenskum matargerðarmönnum te- kist að setja íslenska veitingastaði á bekk með því besta er til þekkist í heiminum. Þá er hótelrekstur til fyr- irmyndar. Hvers vegna er þetta ekki oftar í hávegum haft? Kjaminn á bak við þessar miklu framfarir er ungt fólk með þekkingu. Ungt fólk í atvinnulífinu sem hefur fengið góða menntun heima fyrir og erlendis. Að geta þess sem vel er gert felur í sér hvatningu til að gera enn bet- ur. Stjómmálamenn eiga að temja sér jákvæðari afstöðu til þess sem fólkið í landinu afrekar án þeirra afskipta. Þeir eiga að geta þess oftar í umræðum og setja sér það mark- mið að skapa ungu fólki frelsi til aukinna athafha. Það er leiðin til velmegunar. Guðmundur H. Garðarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.