Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1986. Spumingin Hefur þú fundið fyrir þeirri kaupmáttaraukn- ingu sem talað er um? Ólöf Benediktsdóttir afgreiðslu- stúlka: Ég er ekki viss, allavega eyði ég öllu eins og skot. Lilja Ingólfsdóttir verkakona: Nei, það finnst mér ekki, allt að hækka og kaupmátturinn lítill. Kristján Kristjánsson lögreglumað- ur: Ég hef ekki fundið fyrir auknum kaupmætti en er þó sáttur við hann eins og hann er í dag. Þórður Jónsson verslunarmaður: Nei, það hef ég ekki og kaupmáttur- inn mætti vera meiri. Ái ~ & Valdimar Hermannsson verslunar- stjóri: Já, kaupmáttaraukning hefur orðið. Vörur hafa ekki hækkað eins og áður. Helgi Hannesson liffræðingur: Ég hef lítið fylgst með því og ekki beint orðið var við hana. Lesendur .Léleg þjónusta hjá Bifreiðaettirlitinu, Omurieg þjónusta í Bifreiðaeftiriitinu Hjalti Hauksson hringdi: Ég er Akureyringur sem þurfti að láta skoða bílinn minn héma fyrir sunnan. Ég hringdi á undan mér í Bifreiðaeftirlitið í Reykjavík og pant- aði A-bílnúmer. Þegar ég kom á staðinn var mér sagt, eftir að hafa beðið töluverðan tíma í röð, að núme- rið væri á öðrum bíl. Ég fékk annað númer og þurfti að fara aftur í röð. En þetta var nú bara hátíð miðað við það sem á eftir kom. Ég fór niður þar sem skoðunin fer fram. Var byijað á því að reka mig í burtu af bílastæði þar með svívirðing- um um skilningsleysi. Að þvi búnu hugðist ég ganga um dyr þama. Óvart fór ég inn um opnar bílskúrsdyr sem þama vom og kom þar að nokkrum mönnum við borð, í kaffi. Þaðan var ég rekinn út með skömmum og sagt að fara á biðstofuna þar sem ég skyldi taka númer og bíða. Þar beið ég ásamt töluvert fleim fólki í þrjú kortér eftir að starfsmönnum þóknaðist að koma úr kaffi. Það skal tekið fram að ég kom þama kl. kortér yfir eitt og stóð þessi kaffitími þeirra til tvö. Ovenjulegur „kaffitimi" það. Starfsmennimir þama em, að mér virtist, flestir miðaldra menn og áber- andi ókurteisir við viðskiptavinina. Held ég að tími sé til kominn að endur- meta starfsmannaskipanina þarna. Ég gafst upp á biðinni og var bíllinn minn ekki skoðaður. Hyggst ég láta gera það í Kópavogi því ég treysti mér ekki til að fara í Bifreiðaeftirlitið á Ártúns- höfða aftur. Pólitískir bitiingar KvmuifriaMboðil „Kvennaframboðið stendur sig vel,“ segir TT. Anægð með Kvenna framboðið TT hringdi: Lalli hringdi: Stundum finnst mér að misvísunin í pólitískum kompási margra ráðherra sé meiri en sú náttúr- lega segulskekkja sem sjóarar og skátar þekkja af sínum kynnum við þess háttar hjálpartæki. Þessir menn, og reyndar fjölmargir aðrir, gefa sig út fyrir að vera fulltrúar fjöldans og þjónar almennings, sem eiga að hafa það eitt að leiðarljósi að bæta hag heildarinnar og fóma þá á hinu sanna altari, sínu eigin. Hitt vita svo allir sem vilja að þetta hefur snúist við ein- hvers staðar á leiðinni úr kjörkassan- um og upp í ráðuneyti. Sanngimi og heiðarleiki er ekki tveggja fiska virði í íslenskum stjómmálum heldur er það flokksskírteinið sem mælir manninn þegar kemur að þvf að meta hæfileika þeirra og aðgang að opinberri fyrir- greiðslu. Það sem ef til vill er enn skrítnara í þessu öllu saman er það að ótrúlega fáum finnst þörf á að breyta þessu á nokkum hátt. Það kerfi sem hér tíðkast til að mynda í stöðu- veitingum ráðherra er út í bláinn. Sjálfetæðismenn tala alltaf um að „ríkið“ eigi að reka eins og hvem annan bisness. Gott og vel. Hins vegar veit ég ekki um eitt einasta fyrirtæki sem ekki gerir mjög strangar faglegar Leó R. Ólafsson skrifar: „Áskriftargjaldið glatað fé“ var ein fyrirsögnin á lesendasíðunni 17. sept- ember síðastliðinn. Ég spurði sjálfan mig: Hver ætli upphæðin hafi verið? E.t.v. innan við þúsund krónur. Það væri aldeilis stórt bit. Einhver gerðist áskrifandi að tískublaðinu Stíl og fékk eitt tölublað, en fyritækið fór á haus- inn. Þá datt mér nokkuð í hug sem heitir íslenska sjónvarpsfélagið, en það mun vera einn stærsti þátttakand- kröfur til sinna æðstu stjómenda. Til að mynda að ráðherra skuli hafa í hendi sér mannaráðningar í stofhun eins og Háskólanum er fjarstæðu- kennt. Ef taka ætti það á faglegum forsendum þá væri eðlilegast að Há- skólinn réði sjálfur sína menn því þá væri tryggt að umsækjendur um stöð- ur væru lagðar undir þá einu mæli- stiku sem eðlileg er til starfa í slíkri stofhun, nefhilega hæfni og getu til rannsókna og kennslu en flokksskír- teinið fengi að lykfalla í friði. „Ráðherra á ekki að sjá um stöðuveit- ingar í Háskólanum," segir Lalli. inn í hinni íslensku fjölmiðlabyltingu. Þrátt fyrir að hinir ýmsu reiknimeist- arar og stórspekúlantar hafi lagt sellumar í bleyti og síðan fundið það út að slíkt fyrirtæki gæti aldrei orðið langlíft og yrði undir öllum kringum- stæðum rekið með botnlausu tapi allt til þess dags er það færi á hausinn, munu margir nýjungagjamir Islend- ingar kaupa sér eitt stykki afréttara á ca kr. 12.000 og ef ævintýrið næði að standa í eitt ár eða svo, þá greiða aðr- ar 12.000 kr. í afhotagjald. 12+12 em Ég vil eindregið lýsa ánægju minni á Kvennaframboðinu, jafhframt sem ég vonast til og hvet Kvennaframboð- ið til að bjóða sig fram til næstu kosninga. Kvennaframboðið hefúr sýnt og sann- að að það á fyllilega rétt á sér og hefur komið mörgu góðu til leiðar. Stétta- skipting sú sem ríkjandi er í dag milli kynja, og á ég þar einkum við í launa- málum, hlýtur að leiða til þess að konur taki sig saman og berjist fyrir 24, eða í þessu tilfelli tuttugu og fjögur þúsund krónur, en það em til dæmis 2/3 hlutar eins videotækis eða afnota- gjöld Ruv. í fjögur ár. Þeir sem hafa annars konar áhugamál geta jú keypt sér eina 10 kassa af hinum fræga White Top „bjór“ og gæti hann jafh- vel reynst ekki síðri afréttari en hinn frá Philips þegar til lengdar léti, þó gmggugur sé... Getur annars nokkur sagt mér hvað ég get gert við undra- tækið frá Philips ef stöðin sofhar svefninum langa? hagsmunum sínum á sameiginlegan og viðunandi hátt. Tel ég að Kvenna- framboðiö eigi stóran þátt í því að vekja athygli á málefnum kvenna og því góður vettvangur fyrir alla hags- munabaráttu er flokka má undir „kvennamál“. Ein jafnréttissinnuð og vongóð um að kvennaframboðið haldi áfram á sömu braut. HRINGIÐ í SÍIYLA 27022 MELLIKL. 13 OG 15 EÐA SKRIFIÐ íslenska sjónvarpsfélagið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.