Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1986. Sviðsljós Ólyginn sagði . . . Christopher Reeve hefur getið sér gott orð sem „Superman" í samnefndum kvikmyndum og ýmsir hafa látið þau orð falla að hann hafi hrein- lega fengið sitt rétta hlutverk. Reeve hefur sýnt að hann er engin liðleskja fyrir utan vinn- una og svipar um margt til ofurhetjunnar þó ekki kunni hann að fljúga né sé ósaeranleg- ur. Nýlega bjargaði Reeve Julianne Springsteen, konu Bruce Springsteen, frá æstum aðdáendum Brúsa. Julianne og Brúsi ætluðu að vera viðstödd góðgerðarsamkomu í New York en popparinn forfallaðist. Jul- ianne fór hins vegar en tók enga lífverði með sér, taldi þess ekki þörf án Brúsa. Þegar hana þar að var fjöldi aðdáenda poppar- ans fyrir utan húsið að bíða eftir honum og hópaðist utan um Julianne. Til allrar hamingju var Reeve nálægur og kom til hjálp- ar og fylgdi henni í gegnum þröngina og örugglega inn í húsið. Enn á ný bjargár Super- man málunum. Andrew Ridgeley hinn fyrrveranði Wham-sveinn, er smám saman að ná sér eftir skilnaðinn við George Michael og upplausn hljómsveitarinnar. Ridgeley er þó hættur að vera einmana og hefur tilkynnt að hann muni gifta sig innan skamms. Sú heppna er fyrirsæt- an Donia Fiorentina. „Við erum hamingjusöm og líður best hjá hvort öðru. Það besta sem við vitum er að sitja heima á kvöld- in, ganga um i almennings- garðinum á sunnudögum og af hverju þá að bíða lengur?" Alyssa Milano heitir ung og glæsileg stúlka sem vert er að muna eftir, ekki bara af því að hún er myndarleg heldur vegna þess að hún á eft- ir að gera það gott. 13 ára er stúlkan orðin ein af allra mest eftirspurðu stjörnum í Banda- ríkjunum. Alyssa kom fyrst fram tveggja ára og hefur eftir það leikið í ótal sjónvarpsþáttum og kvikmyndum og nú hefur hún slegið verulega í gegn með leik sínum í hinum geysivinsæla sjónvarpsþætti: „Who's the boss". Framtíð stúlkunnar virð- ist ráðin og enginn spyr hana lengur að því hvað hún vilji verða þegar hún verði stór. Svarið er einfalt og allir geta séð það sjálfir, hún verður stjarna. iidonna vfll bjarga eiginmaiiÉiiim Heldur betur gustar um Madonnu og Sean Penn og í kringum þau er aldrei lognmolla. Madonna vill gera úrslitatilraun til að siða mann sinn tii en Penn sýnir enga viðleitni í að betrumbæta sig. Pierce Brosnan guggnaði á hlutverki James Bond, hlutverkinu sem hefði fært honum ómælda frægð og ófáar milljónir. En konan hans, Casandra Harris, sem sjálf hefur verið Bond-stúlka, treystir ennþá á hann. Nýi James Bond, hinn eftirsótti Timothy Dalton, býr nú einn í útjaðri London. Eftir að Pierce Brosnan guggnaði á James Bond hlutverkinu var Timot- hy Dalton, sjarmörinn mikli sem lék m.a. Heathcliff í stórmyndinni „Fýk- ur yfir hæðir“, fenginn til að leika manninn með réttinn til að myrða, James Bond. Timothy Dalton er 38 ára gamall og þekktur fyrir að fara með hlut- verk „eftirsótta karlmannsins" í þeim kvikmyndum sem hann hefur leikið í. Hann þykir ákaflega huggu- legur og karlmannlegur og skilja fáir í því hvemig honum hefur tekist að halda sér ógiftum. Hann hefur þó ekki verið alveg á lausu því hann hefur verið í löngu en stormasömu ástarsambandi við leikkonuna Vanessu Redgrave eins og sagt hefur verið frá í DV. Timothy lék fyrst á móti Vanessu árið 1971 í kvikmyndinni „Mary, Queen of Scots“. Þá var hann aðeins 23 ára en hún nýbúin að eignast sitt þriðja barn, soninn Carlo með Franco Nero. Þrátt fyrir aldursmuninn drógust þau Timothy og Vanessa hvort að öðru. Þegar leiðir þeirra lágu saman í næstu mynd fóru þau að búa sam- an. Og þau bjuggu saman í mörg ár en ákváðu síðan að best væri að búa hvort í sínu lagi. Þau eru þó ennþá mjög góðir vinir. Nú býr Timothy einn skammt frá London. Það líður ekki á löngu þar til hann verður milljónamæringur á hlutverki James Bond. Og ennþá eft- irsóttari á giftingamarkaðinum. Nú síðustu árin hefur Timothy að- allega leikið á sviði leikhúsa en þó farið með hlutverk í nokkrum þekkt- um framhaldsmyndaflokkum fyrir sjónvarp. Og í sumar lék hann í kvik- mynd með Brooke Shields, hlutverk sem hann lagði mikla áherslu á. Helstu áhugamál Timothy eru veiðar, siglingar og fótbolti. Honum finnst líka mjög gaman að fá sér í glas með vinum sínum. Þótt Timothy þyki hafa mjög rómantískt útlit segja vinir hans hann mjög jarðbundinn persónuleika og lítt rómantískan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.