Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1986. 17 * DV íþróttir „Rússar með átta leikmenn sem hlaupa 100 m a 11 sek. - segir Ásgeir Sigutvinsson sem telur að Rússar eigi ertt sterkasta landslið Evrópu kk „Það er ljóst að leikurinn gegn Rússum verður mjög erfiður. Þeir hafa náð að byggja upp mjög öflugt landslið sem er eitt sterkasta lands- lið Evrópu. Hraði liðsins er geysileg- ur sem sést best á því að Rússar eru með átta leikmenn sem hlaupa 100 m á um 11 sekúndum. Ef við lokum ekki svæðunum á vellinum vel þá er voðinn vís - Rússar hlaupa þá yfir okkur,“ sagði Ásgeir Sigurvins- son, lykilmaður á miðjunni í íslenska landsliðinu sem mætir Rússum á Laugardalsvellinum kl. 17.30 í dag. Ásgeir sagði að Rússar lékju miklu ákveðnari knattspymu heldur en Frakkar. „Við verðum að horfa raunsæjum augum á möguleika okk- ar gegn Rússum. Við erum ekki hræddir við þá. Ef við leikum skyn- samlega gegn þeim þá getum við náð stigi og með heppni lagt þá að velli. Það er okkur í hag að leika á Laug- ardalsvellinum sem við þekkjum og þar sem við höfum áhorfendur með okkur,“ sagði Ásgeir. Atli Eðvaldsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, tók í sama streng og sagði að það yrði barist um hvert svæði á vellinum. „Nei, ég hef ekk- ert á móti því að leika djúpt í vöminni. Það gekk vel gegn Frökk- um. Við náðum þá réttri stígandi,“ sagði Atli. Rússar í mikilli framför Ásgeir sagði að Rússar hefðu sýnt það í HM-keppninni í Mexíkó að þeir em í mikilli framför. „Þeir vom klaufar að tapa á móti Belgíumönn- um í 16 liða úrslitunum. Rússar hafa lært mikið síðustu árin. Hér áður fyrr vom þeir með marga einstakl- inga sem fengu ekki að njóta sín vegna lélegs leikskipulags landsliðs- ins. Þeir hafa nú þróað knattspymu sína vel upp og eiga eftir að láta mikið að sér kveða næstu árin. Þeir hafa byggt lið sitt upp á fljótum og tekniskum leikmönnum sem geta gert ótrúlegustu hluti,“ sagði Ásgeir. - Nú er Rats talinn einn besti mið- vallarspilari heims? „Já, en það er sama hvar litið er á. Það er enginn einn leikmaður sem er ofar öðmm. Það em allt snjallir leikmenn í liðinu. Leikmenn með hraða og tækni. Jafhvel bakverðir liðsins geta orðið hættulegustu leik- menn Rússa í sókn.“ I •Atli Eðvaldsson, fyrirtiöi islenska liðsins. Þurfum meiri samæfingu „Nei, ég átti ekki von á því að vera fyrirliði. Þessi staða breytir engu fyrir mig. Strákamir í landslið- inu hafa verið lengi saman og við þekkjumst mjög vel. Landsliðsmenn Islands em allt leikmenn á besta aldri og eiga eftir að leika marga landsleiki saman. Flestir hafa leikið með landsliðinu síðustu fjögur árin. Við höfum verið að spila jafnmarga leiki á þessum árum og Rússar leika á hálfu ári. Það gefur augaleið að við erum ekki í eins mikilli samæf- ingu og þeir. Við þurfum meiri samæfingu til þess að við getum unnið leiki hér heima jafht og þétt,“ sagði Atli Eðvaldsson, fyrirliði landsliðsins. Atli sagði að íslenska landsliðið | væri hálfgert áhugamannalið á móts ■ við rússneska landsliðið. „Það sést I á klæðnaðinum sem við erum í. Við I erum klæddir í hálfgerðan skrípa- ■ búning," sagði Atli og hló. sos I I I I J Liverpool með stærsta sigur sinn í Englandi - þegar liðið vann Fulham, 10-0, í deildarbikamum inum. DV-mynd Brynjar Gauti Stefán M. Amaissan, DV, Englandi Liverpool náði tveggja stafa tölu á móti 3. deildar liði Fulham í 2. umferð enska deildarbikarsins sem var leikin í gærkvöldi. Meistaramir léku við hvem sinn fingur eins og tölumar gefa til kynna en þetta er stærsti sigur þeirra í keppni í Englandi. Liverpool hefur hins vegar unnið stærri sigra í Evrópukeppninni. Steve McMahon skoraði fjögur mörk og brenndi þó af einu víti. John Wark og Ian Rush skomðu tvö mörk hvor en Ronnie Whelan og Steve Nicol skomðu eitt mark hvor. Bmce Grobbelaar lék nú með Liverpool að nýju. Staðan var 4-0 fyrir Liverpool í hálfleik. 3. deildar liðið York náði að sigra Chelsea mjög óvænt, 1-0, á heimavelli og skoraði unglingurinn Tony Can- ham sigurmarkið á 70. mínútu. Newcastle var annað 1. deildar lið sem var slegið út. Þeir töpuðu, 2-0, fyrir 2. deildar liði Bradford en Greg Abb- ott og Don Goodman skomðu fyrir Bradford. Clive Allen skoraði sigur- mark Tottenham þegar þeir unnu Bamsley, 3-2. Þetta var áttimda mark Allen á tímabilinu. Luton rekið úr deildaibikamum tDiego Maradona með sinni heittelskuðu laudiu. Ekki er að sjá að slest hafi upp á vin- kapinn þrátt fyrir yfirlýsingar ítalskrar stúlku m að hann sé faðir að bami hennar nýbornu. Luton hefur nú verið rekið úr deild- arbikarkeppninni í Englandi. Ástæða brottrekstursins er að Luton vill ekki aflétta banni sínu á stuðningsmenn þeirra liða sem koma til Luton. Liðið átti að leika við Cardiff í deildarbik- amum en vildi ekki fá stuðningsmenn Cardiff í heimsókn. Þessi dómur enska knattspymusambandsins kemur mjög á óvart en að flestra áliti var þetta athyglisverð tilraun hjá Luton til að stemma stigum við ofbeldi á knatt- spymuvöllum. „Enska knattspymusambandið er að grafa höfuð sitt i sandi og gengur þvert á almenningsálitið í Englandi," sagði David Evans, stjómarformaður Luton, en þeir fá 2000 fleiri stuðningsmenn sína á leiki núna. Liðið hefur ákveðið að áfrýja dómnum. íþróttamálaráð- herra Englands, Dick Tracey, hefur lýst því yfir að knattspymusambandið hafi skorað „sjálfsmark“ með þessari ákvörðun. -SMJ Paul Davies og Nigel Quinn skomðu fyrri Arsenal á móti Huddersfield. West Ham gerði 1-1 jafhtefli á gervi- grasvelli Preston. Framkvæmda- stjóralaust lið Manchester City náði aðeins markalausu jafhtefli gegn 4. deildar liði Southend. í undanúrslitum skoska deildar- bikarsins sigraði Celtic Motherwell 5-4 eftir vítaspymukeppni. Jafhtefli varð 2-2 þrátt fyrir framlengingu. Úrslitin: urðu sem hér segir: Arsenal - Huddersfield........2-0 Bamsley - Tottenham...........2-3 Bradford - Newcastle..........2-0 Bristol C. - Sheff. United....2-2 Cambridge - Wimbledon.........1-1 Charlton- Lincoln.............3-1 Coventry - Rotherham..........3-2 Hull - Grimsby................1-0 Liverpool - Fulham...........10-0 Middlesbrough - Birmingham....2-2 Oldham - Leeds................3-2 Preston-WestHam...............1-1 QPR - Blackbum................2-1 Scunthorpe - Ips wich.........1-2 Sheffield W - Stockport.......1-2 Shrewsbury - Stoke............2-1 Southamton - Swindon..........3-0 Southend - Manchester C.......0-0 Swansea - Leicester...........0-2 Watford - Rockdale............1-1 York - Chelseá................1-0 Cardiff var dæmdur sigur gegn Luton eins og kemur fram annars staðar á síðunni. -SMJ „Mun ekki líða svona árásir - segir Diego Maradona og hótar að fara aftur til Argentínu „Ég mun ékki líða svona árásir á inkalíf mitt. Ef fólk getur ekki látið aig og þau mál sem koma mér einum ið í friði mun ég yfirgefa Ítalíu og 'lapolí fyrir fullt og allt,“ sagði Diego Jaradona við fréttamenn en hann hefur ikki fenjið stundlegan frið síðan ítölsk stúlka, Cristina Sinagra, feðraði hann að bami sínu. Þetta er allt saman mjög vont mál fyrir Maradona og þá án tillits til þess hvort hann á bamið eða ekki. Það er hætt við að kaþólikkamir í Napolí eigi erfitt með að fyrirgefa honum þetta at- vik. Maradona hefur áður játað að hann sé ekki með öllu ánægður í Napolí en hann hefúr orðið að senda töluverðan hluta af fjölskyldu sinni heim til Argent- ínu vegna þess að uppihaldið á hópnum kostaði hann of fjár. Það er nokkur huggun fyrir Mara- dona að stjóm Napolí hefur lofað honum því að hún muni aðstoða hann með öll- um ráðum út úr þessum vandræðum. -SMJ • Gunnar Gislason. Gunnar með í kvöld? „Ég vona að Gunnar Gíslason geti leikið með í kvöld og eins og staðan er núna er langlíklegast að hann verði með,“ sagði Siggi Held landsliðsþjálfari við DV í gær. En af hveiju var hann þá að velja Viðar Þorkelsson inn í hópinn á síðustu stundu? „Sigurður Jónsson á eins og Gunnar við smávægileg meiðsli að stríða og þar með em tveir vamarmenn í liðinu meiddir. Þess vegna bætti ég Viðari i hóp- inn,“ sagði Held. „Andinn í hópnum er mjög góður og allir heilir fyrir utan þessa tvo en Stefán Jóhannesson á einnig við smávægileg meiðsli að stríða. Eins og ég hef áður sagt þá eigum við alltaf möguleika. Við höfum sterkum leikmönnum á að skipa sem hafa sýnt að þeir geta gert góða hluti," sagði Sigi Held. -SMJ Held bannaði umræður Þegar íslensku atvinnumennim- ir komu til íslands sl. sunnudags- kvöld fóm þeir strax að ræða um árangur íslensku félagsliðanna i Evrópukeppninni og hin stóm töp. Sigi Held, landsliðsþjálfari íslands, greip þá strax inn í þær umræður og sagði: „Þið getið rætt xun Ev- rópuleikina til kl. 21 en eftir það vil ég ekki heyra á þá minnst í landsliðshópnum."- Og kannski af skiljanlegum ástæðum. SOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.