Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1986. 29 Erfiðleikar hafa verið í hjónabandi söngkonunnar Madonnu og leikar- ans Sean Penn í nokkurn tíma. Sean hefur alla tíð þótt heldur viðskotaill- ur og ekki batnar skapið hjá pilti þegar hann dreypir á víni. Hann hefur löngum haft það fyrir sið að berja á ljósmyndurum sem reyna að mynda kappann eða þá bara þeim sem er með uppsteyt að hans áliti. Fyrir skömmu voru þau hjónin úti á lífinu og Penn kom sér í vandræði og nú gerir Madonna það sem hún getur til að bjarga eiginmanninum út úr nýjasta hneykslinu. Maður nokkur hefur kært Penn fyrir að hafa barið sig og þrátt fyrir að Madonna hafi beðið hann um að falla frá ákærunni segir lagahöfund- urinn David Wolinski að það komi ekki til greina. Hann er ekki í fyrir- gefningar- eða sáttarhug og lætur bænir hennar sem vind um eyru þjóta. „Madonna er í uppnámi vegna síð- ustu „gloríu" hans. Hún hefur reynt allt sem hún getur til að bjarga hon- um en nú verður vart aftur snúið,“ segir kunningi þeirra hjóna. Sean Penn þarf að standa gegn kröfu um 6 mánaða fangelsi og 40.000 króna bótagreiðslu eftir að hafa barið Wol- inski eins og harðfisk einungis vegna þess að lagahöfundurinn leyfði sér Lagahöfundurinn David Wolinski ætlar ekki að láta Sean komast upp með að ganga í skrokk á sér eins og það sé bara allt í lagi. að kyssa Madonnu á kinnina og bjóða henni góða nótt á næturklúbbi hið örlagaríka kvöld. Wolinski var tilbúinn að láta málið niður falla án kæru en vildi þá fá 4 milljónir doll- ara í sinn skerf. Það voru Penn og lögfræðingur hans ekki tilbúnir til að samþykkja og þegar ekki var hægt að semja um bótagreiðslu á- kvað Wolinski að leita til dómstóla og kæra Penn fyrir líkamsárás. Þolirengum að koma nálægt Madonnu Penn er alveg hryllilega afbrýði- samur og þolir engum að koma nálægt Madonnu. Hann er meira að segja vondur út í náungann sem lék með henni í myndbandinu við lagið „Papa dont preach". Vandræðin byrjuðu um hálfeittleytið á nætur- klúbbnum Helenu sem er stjömu- næturklúbbur í Los Angeles. Wolinski, sem hefur áður unnið með Madonnu, sat við borð ásamt nokkr- um hljómplötufyrirtækjastjómend- um og Madonna og Penn gengu íramhjá á leiðinni út. Wolinski stóð upp og ætlaði sér að bjóða Madonnu vinkonu sinni góða nótt þegar Penn hreinlega umturn- aðist og öskraði: „Af hverju reynd- irðu að kyssa konuna mína?“ Hann kýldi síðan Wolinski og hrinti hon- um í gólfið, tók stól og lamdi lagahöf- undinn með honum. Wolinski slapp með minni háttar meiðsli, marbletti og skrámur sam- kvæmt lögregluskýrslu en stolt hans og sjálfsvirðing hafði beðið hnekki og hann var mjög reiður út í Penn og ákveðinn í að kæra. Sú ákvörðun breyttist ekkert þótt hann svæfi á henni. Madonnu stendur ekki á sama Madonnu er hætt að standa á sama um hegðan Penns og er orðin þreytt á þessari sjúklegu afbrýðisemi hans. Hún er einnig orðin hálfhrædd við ofbeldisfulla hegðan eiginmannsins og afleiðingar hennar. Madonna hef- Liza var eftirlætið hans pabba síns, hins þekkta kvikmyndaframleiðanda, Vincente Minnelli. Liza erfir allt Michael Jackson, sem er næstum hættur að sýna sig opinberlega, er náinn vinur Lizu Minnelli og fylgdi föður hennar til grafar í sumar. Mjög náið samband var á milli Lizu Minnelli og pabba hennar, hins kunna kvikmyndaframleiðanda og leikstjóra, Vincente Minnelli, sem dó í sumar 83 ára gamall. Vincente eignaðist Lizu með Judy Garland og var hún í miklu uppá- haldi hjá pabba sínum síðustu árin sem hann lifði. Liza gerði allt til þess að þóknast öldnum föður sínum og stjúpmóður. Og að frátöldum ár- legum lifeyri til eftirlifandi konu Vincente, erfði Liza allar eigur pabba síns, þrátt fyrir dótturina Christinu, sem kvikmyndaframleið- andinn eignaðist í hjónabandi númer þrjú. Ótal þekktar stjörnur fylgdu Vinc- ente til grafar, sem flestar höfðu einhvern tíma unnið fyrir leikstjór- ann. Þar á meðal voru James Stewart, Gregory Peck, Kirk Douglas, Michael Jackson og Kenny Rogers. Sviðsljós Ólyginn sagði . . Katharine Hepburn hin aldna og mikilsvirta leikkona tekur ekki við hvaða hlutverki sem er og er afar vandlát i vali sínu. Nýlega buðu framleiðend- ursjónvarpsþáttarins „Dynasty" henni að ieika í þáttunum og átti Katharine að leika móður Joan Collins. „Joan hverrar?" var svarið frá gömlu konunni sem er víst ekki par hrifin af Joan. Síðan hélt hún áfram og sagði að einasti Collins sem hún kannaðist við væri Tom Collins og þeir hefðu nefnt drykk eftir honum. Sem sagt Katharine Hepburn hafði engan áhuga á tilboðinu. Frankie goes to Hollywood nefnist grúppa ein sem hefur verið mjög vinsæl síðustu ár. Þeir strákar hafa nú fengið að kynnast því að líf poppstjarna er ekki alltaf dans á rósum og nú á næstunni verða þeir dregnir fyrir rétt í Kaliforníu. Það er ung stúlka sem hefur kært þá félaga í hljómsveitinni og gert þá ábyrga fyrir þvi að hún meiddi sig á tónleikum þeirra. Fyrst fékk hún trommukjuða i sig frá sviðinu og seinna datt hún og var fót- umtroðin af öðrum æstum aðdáendum. Nú vill stúlkan fá bætur og einn trommukjuða frá hljómsveitinni. Elton John söngvarinn, knattspyrnuliðseig- andinn og hattasafnarinn vill eins og fleiri líta sómasamlega út, vera vel á sig kominn líkam- lega. Þegar hann var að und- irbúa hnattferð sína komst hann að þeirri niðurstöðu að hann væri of þungur og ákvað að fara í stranga megrun. Til að megra sig fór hann á þekkt og dýrt heilsuhæli í Florida og nærist þar á gulrótum og salatþlöðum Elton er ákveðinn í að láta ein 5 kíló hverfa og verða brúnn leiðinni. Segist hann ætla að vera í sínu besta formi í hnatt ferðinni og þar að auki brúnn og sætur. Sean Penn hefur áður iumbrað á gefa Ijósmyndara á baukinn. ur þar að auki áhyggjur af allri þeirri neikvæðu umræðu sem Penn fær vegna drykkju og slagsmála. Að þessu sinni hringdi hún sjálf í Wolinski og bað hann að falla frá kæru en hann sagðist ekki láta fara svona með sig. Þrátt fyrir vináttu þeirra gæti hann ekki látið Sean komast upp með þetta. Ef Sean hefði hringt í hann og beðist afsökunar mönnum. Hér horfir Madonna á Penn og sagt frá því opinberlega hefði málið horft öðruvísi við. En Sean skammast sin ekki hætis hót eða syrgir gjörðir sínar. Honum er alveg sama þó einhverjir verði fyrir höggum hans og afleiðingum þeirra, segir þá hafa átt höggin skil- ið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Penn lemur menn en nú fyrst hefur verið lögð fram alvarleg ákæra. Bandið hélt Þessi hvutti var ekkert á þvi að láta ókunnuga álpast of nærri húsinu núm- er 23 heldur urraði og sýndi i sér tennurnar. Hundar hafa nefnilega frá fornu fari verið þjálfaðir upp til gæslustarfa og þessi var föðurarfleiðinni trúr og gætti hússins með glæsibrag. Þegar menn geröust of nærgöngulur spratt hann upp og sýndi að hann var hvergi banginn. Sem betur fer var seppi tjóðraður þannig að hann náöi ekki að hlaupa niður tröppurnar. Hvernig sem hann togaði og reyndi gekk hvorki né rak, bandiö hélt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.