Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1986, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1986. Utlönd 9 DV Sænskir læknar: Einangrið eyðnisjúkl- inga í sér- stökum sam- félögum Gunnlaugur Jónaaon, DV, Lundi; „Eina úrræðið er að einangra alla þá er smitast hafa af eyðni í sérstökum samfélögum og skylda alla íbúa Svíþjóðar, sem náð hafa 15 ára aldri, til að gang- ast undir blóðpróf á sex mánaða fresti,“ skrifa tveir sænskir lækn- ar í heilsíðugrein í Svenska Dagbladet í gær. Greinin hefur vakið gílurlega athygli en undir- tektimar hafa jafiiframt verið mjög neikvæðar. „Eyðni virðist ætla að verða mesti harmleikur nútímans á heilbrigðissviðinu. Það er engin lækning til og verður ekki til á næstunni. Fjöldi eyðnitilfella tvöfoldast um það bil áttunda hvem mánuð. Með sama út- breiðsluhraða munu árið 1992 verða 39.000 eyðnisjúklingar í Svíþjóð, áttatíu prósent þeirra munu láta lífið tveimur árum eftir að þeir hafo fengið sjúk- dóminn,“ skrifa læknamir. „Að einangra hina smituðu er harm- leikur fyrir þessa einstaklinga. En það er betra en að hundruð þúsunda smitist innan 10 ára og að tugþúsundir deyi úr eyðni á sama tímabili," segir ennfremur í grein læknanna. Gertrud Sigurdsen heilbrigðis- ráðherra er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa sjónarmið lækn- anna tveggja og segir það í senn ómannúðlegt og óraunsætt. „Til- lögumar em greinilega settar fram í fullri alvöm þó erfitt sé að trúa því. En auk alls annars sem má út á þær setja em þær óframkvæmanlegar frá kostnað- arsjónarmiði," segir heilbrigðis- ráðherrann. Ýmsir aðrir hafa verið enn harðari í gagnrýni sinni um tillögumar og líkt þeim við tillögur öfgahópa í Banda- ríkjunum og sagt að þær séu með öllu óframkvæmanlegar í lýð- ræðisþjóðfélagi. Súdanskir skæruliðar hamla ekki matvæla- dreifíngu Haft er eftir talsmönnum al- þjóðlegra hjálparstofhana í Súdan, er annast hafa matvæla- dreifingu í landinu, að skæmlið- ar, ér berjast gegn stjómvöldum, hafi gefið fyrirheit um að þeir myndu ekki frekar trufla dreif- ingu matvæla í landinu en orðið er. Skæruliðar súdanskra stjóm- arandstæðinga, er mest hafa sig í frami í suðurhluta landsins, höfðu fyrr hötað að skjóta niður hvert það flugfar er flygi inn á umráðasvæði þeirra í suðurhlut- anum. Neyðaraðstoð sökum hungursneyðar hefúr fram að þessu verið mest í suöurhluta Súdan, en þar hefúr langvarandi þurrkatíð leitt til hungurs og örbirgðar milljóna heimamanna. Talsmaður alþjóðlegu hjálpar- stofnananna sagði í morgun að skæmliðar hefðu lofað að skjóta ekki á C-130 flutningaflugvél hjálparstofnananna er fyrir- hugað væri að færi í tvo leið- angra með matvæli og hjálpar- gögn inn á umráðasvæði skæmliðanna í suðurhluta Súd- an. Lítt þekkt öfgasamtök halda Codre og Scippio Tiltölulega óþekkt líbönsk bylting- arsamtök lýstu í morgun ábyrgð á hendur sér fyrir rán á frönskum ríkis- borgara er rænt var í Beirút fyrir skömmu og að hafa í haldi banda- rískan ríkisborgara er rænt var í borginni fyrr á þessu ári. Þetta kom fram í orðsendingu sam- takanna er komið var til dagblaðs í Beirút í morgun, ásamt ljósmyndum af mönnunum tveim er þau sögðust hafa i haldi. w Hér er annars vegar um að ræðá Frakka að nafni Marcel Codre, er byltingarsamtökin segja að sé viðrið- inn franska leyniþjónustustarfsemi í Beirút, og Bandaríkjamann að nafiii Joseph Scippio, starfsmann sjúkra- húss er rekið er af bandaríska háskól- anum í Beirút. Scippio var rænt á götu í Beirút þann tólfta september síðastliðinn. I yfirlýsingunni em tvímenningamir sakaðir um njósnastarfsemi fyrir ríki sín og að mál þeirra verði tekið fyrir byltingardómstól alþýðu er kveða muni upp dóm í máli þeirra. - I yfirlýsingu samtakanna sagði enn- fremur að ríkisstjómir Frakka, ísraels og Bandaríkjamanna undirbyggju nú nýja herferð gegn alþýðu miðaustur- landa og að ríkisstjóm Frakklands hefði brotið öll loforð er hún hefði gefið í viðræðum við byltingarsamtök- in er komið var á fyrir tilstuðlan ríkisstjómar Alsír. Byltingarsamtökin afeala sér allri ábyigð á nýlegri öldu sprengjutilræða í París er fram að þessu hafa orðið níu manns að fjörtjóni og sært marga tugi. Bandarísk stjómvöld áætla nú að sex Bandaríkjamenn séu í haldi hjá líbönskum öfgasamtökum, en alls er talið að slík samtök haldi nú fjórtán útlendingum í haldi í Líbanon. Forseetisráðherra Sví- þjóðar fær fastan bústað Guimlaugur Jónsson, DV, Lundi Sænska ríkið hefur fest kaup á veg- legri íbúð við hliðina á konungshöll- inni í Stokkhólmi og er íbúðin ætluð Ingvar Carlsson forsætisráðherra. í október mun ingvar Carlsson, for- sætisráðherra Svíþjóðar, flytja í sérstaka ibúð ætlaða forsætisráð- herrum landsins. Hingað til hefur ekki verið um neinn fastan bústað að ræða. I framtíðinni mun forsætisráðherra landsins búa i þessari íbúð en fram að þessu hefur ekki verið um að ræða neinn fastan bústað í líkingu við Dow- ning Street 10 í Bretlandi. Það var morðið á Olof Palme sem opnaði augu sænskra stjómvalda fyrir því að forsætisráðherra landsins þyrfti á föstum bústað að halda sem auðvelt væri fyrir lögreglumenn eða lífverði að gæta. Umrædd íbúð varð fyrir valinu Gunnlaugur Jónssan, DV, Lundú Opinberir starfemenn í Svíþjóð hafa boðað til verkfallsaðgerða frá og með næstkomandi þriðjudegi hafi sam- komulag ekki tekist fyrir þann tíma. Mun verkfallið ná til um 17.000 starfs- manna og þeir valdir með það í huga að aðgerðimar komi fyrst og fi. nst vegna þess að hún stendur miðsvæðis og var talin auðveld að verja. Vafa- laust hefur nálægðin við konungs- höllina ekki heldur vera talin spilla fyrir. Að sögn sænskra fjölmiðla haföi Ingvar Carlsson sjálfur aðrar óskir um bústað sem sænska öryggislögreglan gat ekki fallist á. Reiknað er með að forsætisráðherrann flytji inn í íbúðina í lok október þegar nauðsynlegum endurbótum á henni á að vera lokið. rúður á vinnuveitandanum en síður á almenningi. Meðal þeirra sem fara í verkfall em stöðumælaverðir, miðasalar jámbrau- tanna en einnig hjúkrunarkonur við mörg stærri sjúkrahús landsins. Svo og starfsfólk dagheimila í þremur bæj- um, þar á meðal háksólabæjunum Uppsölum og Lundi. Svíþjóð: Verkfall opinberra starfsmanna KYNNUM e scm NÝJA FRÁ International FRÆSARA MEÐ ELEKTRÓNlSKUM STILLINGUM PRÓGRÖMMUÐ STILLING ÁSPINDLIOG LANDI SCM-lnternational eru stærstu framleiðendur í heimi á trésmíðavélum og hafa undanfarin ár margoft verið verðlaunaðir fyrir framúrskarandi hönnun. SCM - mest seldu tréiðnaðarvélar á Islandi IÐNVÉLAR & TÆKI Smiðjuvegi 28 - sími 76100 Vatrmi Bílasprautun CinhEsll vandaöar vörur Smemlar Margar gerðir. Afar hagstætt verð. Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 681722 og 38125 vandaðaðar vörur Verkfæra- kassar Fyrirliggandi BENSÍNSTÖÐVAR SKELJUNGS Skeljungsbúðin Síðumúla33 símar 681722 og 38125 RYKSUGUR LÉTTAR - HANDHÆGAR SJÚGA EINNIG VATN HAGSTÆTT VERÐ Skeljungsbúðin Síðumúla33 Simar 681722 oq 38125. .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.