Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1986, Qupperneq 4
4
FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986.
Fréttir
Þorvaldur Gytfason prófessor um fjármálastefnu ríkisstjómarínnar:
Stuðlar að vaxandi
þenslu og verðbólgu
Þorvaldur Gylfason, prófessor í
viðskiptadeild Háskólans, telur að
fjármálastefna ríkisstjómarinnar,
sem ffam kemur í ffumvörpum til
fjárlaga og lánsfjárlaga, sé líkleg til
að stuðla að vaxandi þenslu og verð-
bólgu á næsta ári ef ekki verður
gripið í taumana.
Þetta kom ffam í erindi hans á
ráðstefiiu Félags viðskiptaffæðinga
og hagffæðinga um fjárlögin og
efiiahagslífið sem haldin var á Hótel
Sögu í gær.
Tók Þorvaldur saman lánsfjárþörf
opinberra og hálfopinberra aðila og
sagði:
„Þessi lánsfjárþörf, 12,4 milljarðar,
sem nemur um 8% af áætlaðri lands-
ffamleiðslu 1987, sýnir hversu langt
útgjöldum opinberra aðila er ætlað
að fara fram úr tekjum á næsta ári.
Vegna þess að hún nær til opin-
berra umsvifa í heild og ekki aðeins
til hluta þeirra, gefúr lánsfjárþörfin
miklu betri vísbendingu um fyrir-
hugaðan halla á opinberum búskap
heldur en hallinn á rekstri ríkisins.
Þessi mikli greiðsluhalli opinberra
aðila þarf þó ekki endilega að vera
fyrirboði mikillar verðbólgu. Ástæð-
an er sú að verulegur hluti þeirra
útgjalda, sem þessum 12,4 milljörð-
um er ætlað að standa straum af,
veldur ekki þenslu í þjóðarbúskapn-
um.
Mestu máli skiptir í þessu sam-
bandi að afborganir og vextir af
erlendum lánum opinberra aðila eru
taldar munu nema 8,6 milljörðum."
Síðar sagði hann:
„Eftir standa þá 3,5 milljarðar.
Þessari fjárhæð munu opinberir að-
ilar veita út í efriahagslífið umffam
það sem þeir innheimta með skött-
um, ef frumvörpin tvö verða að
lögum og lögunum verður fylgt.
Þessi 3,5 milljarða „þensluhalli“,
sem líklega er best að kalla svo,
nemur rösklega 2% af áætlaðri
landsframleiðslu og virðist því ekki
mjög mikill í sjálfúm sér.
En hann er samt hættulegur að
mínum dómi vegna þess að hann
getur kynt undir verðbólgu og við-
skiptahalla þvert ofan í ásetning
ríkisstj ómarinnar.
Og hann getur orðið mjög hættu-
legur, ef §árlagafrumvarpið tekur
þesskonar breytingum í meðförum
Alþingis að fjárlögin sýna á endan-
um mun meiri halla en frumvarpið
gerir ráð fyrir, eins og næstum alltaf
hefúr gerst á undanfömum árum.
Þar að auki er margföld reynsla fyr-
ir því að opinber útgjöld fara iðulega
langt ffam úr fjárlögum.
I ljósi reynslunnar er þessvegna
hætt við því að þensluhallinn í bú-
skap opinberra aðila verði miklu
meiri en 3,5 milljarðar, þegar upp
verður staðið í árslok 1987.
Þannig virðist fjármálastefna rík-
isstjómarinnar líkleg til að stuðla
að vaxandi þenslu og verðbólgu á
næsta ári, ef ekki verður gripið í
taumana." -KMU
Frá fundi starfsmanna á Rás 2 og yfirmanna Ríkisútvarpsins þar sem ákveðið var að taka upp sjálfsgagnrýni en lengja ekki dagskrána í samkeppninni við
Bylgjuna. DV mynd KAE
Rás 2:
Dagskráin verður ekki lengd strax
Dagskrá rásar 2 verður ekki lengd,
alla vega ekki strax, en hún verður
tekin til endurskoðunar og reynt að
bæta hana sem kostur er til að mæta
samkeppninni við hina nýju stöð
Bylgjunnar. Þetta varð niðurstaða
mikils fundar starfsfólks rásar 2 með
Þorgeiri Ástvaldssyni, ffamkvæmda-
stjóra rásarinnar, Markúsi Emi
Antonssyni útvarpsstjóra, Elvu Björk
skrifstofustjóra og Eiði Guðnasyni al-
þingismanni, sem sæti á í útvarpsráði,
í fyrrakvöld.
„Hér var um gagnlegan fund að
ræða og málefnalegan, þótt á stundum
hvessti nokkuð. Við höfum lagt á það
þunga áherslu að fá dagskrána lengda
en það fékkst ekki. Útvarpsstjóri er
því ekki hlynntur, ekki strax að
minnsta kosti, en aftur á móti lýsti
Eiður Guðnason þeirri skoðun sinni
að lengja ætti dagskrána í 24 tíma á
sólarhring," sagði Kristján Siguijóns-
son, starfsmaður rásar 2, við DV.
Kristján sagði að þeir Stefán Ólafs-
son og Ólafur Harðarson frá Háskóla
íslands hefðu komið á fundinn og út-
skýrt niðurstöður hlustendakönnunar
sem félagsvísindadeild framkvæmdi á
dögunum.
„Við starfsmenn lýstum því yfir að
við vildum mæta samkeppninni við
Bylgjuna með því að lengja dagskrána
og bæta hana sem kostur er og sem
fyrr segir varð niðurstaðan sú að við
legðumst í sjálfsgagnrýni með það fyr-
ir augum að bæta dagskrána en síðan
yrði það skoðað hvort mögulegt væri
að lengja hana,“ sagði Kristján Sigur-
jónsson. -S.dór
Tannlæknar hækka
taxta sinn aftur
- þeir hækkuðu taxtann í ágúst um 7,5% og nú um 3%
„Það er rétt, við hækkuðum taxta
okkar um 3% í byrjun október en
það er sama prósentutala og al-
menningur fékk á sína kauptaxta 1.
september," sagði Sigurgeir Stein-
grímsson, formaður Tannlæknafé-
lags íslands, í samtali við DV.
Hann sagði að engar samningavið-
ræður hefðu farið fram milli tann-
lækna og Tryggingastofnunar
ríkisins síðan upp úr slitnaði í sum-
ar. Nefnd, sem fór utan á vegum
Tiyggingastofhunar til að kynna sér
kjör tannlækna í nágrannalöndun-
um, er nýkomin heim og er nú verið
að vinna úr þeim gögnum sem hún
aflaði í ferðinni, að sögn Helga V.
Jónssonar, formanns samninga-
nefndar ríkisins við tannlækna.
Helgi V. Jónsson sagði það taka
nokkrar vikur að vinna úr þessum
gögnum. Hann sagðist búast við því
að þegar gagnavinnslu lyki yrði
reyndur samningafúndur með tann-
læknum, þótt hann teldi litlar vonir
um samninga.
„Ef ekki nást samningar á ég von
á því að fram verði lögð á vegum
Tryggingastofnunar ný verðskrá,
byggð á erlendu gögnunum," sagði
Helgi.
Eftir þessa 3% taxtahækkun eykst
sá mismunur sem almenningur verð-
ur að greiða milli taxta Trygginga-
stofiiunar og taxta tannlækna sem
þessari prósentutölu nemur.
-S.dór.
DV
Ósáttir við
Magnús Reyni
„Við erum ósáttir við Magnús Reyni
Guðmundsson og yfirlýsingar hans um
Steingrím," sagði Magnús Bjömsson,
formaður Framsóknarfélags Amfirð-
inga, sem í fyrrakvöld sendi Steingrími
Hermannssyni forsætisráðherra svo-
hljóðandi skeyti:
„Fundur framsóknarmanna á
Bíldudal styður heilshugar þá á-
kvörðun yðar að gefa kost á yður í
framboð í Reykjaneskjördæmi. Við
teljum að þessi ákvörðun sýni best þá
ábyrgðartilfinningu og samviskusemi
sem ávallt hafa einkennt vinnubrögð
yðar. Bílddælingar, jafiit sem aðrir
Vestfirðingar, munu seint gleyma og
seint fá fullþakkað þau miklu störf sem
þér hafið unnið fyrir okkur. Megi þessi
ákvörðun verða ykkur hjónunum og
Framsóknarflokknum til heilla. -
Framsóknarfélag Amfirðinga.“
-KMU
Bylgjan
norður
- Kaupir Bylgjan Rás 2?
Jón G. Hauksaan, DV, Akureyn;
„Við höfum áhuga á að útbreiða
Bylgjuna um landið eins og við getum.
Við náum þegar til 70% þjóðarinnar.
En við höfum áhuga á stöðum eins
og Akureyri og erum rétt að byija að
velta fyrir okkur hvað kosti að senda
þangað," sagði Einar Sigurðsson, út-
varpsstjóri Bylgjunnar í Reykjavík.
Einar sagði ennfremur að þeir á
Bylgjunni hefðu mikinn áhuga á þvi
sem Þorsteinn Pálsson fjármálaráð-
herra hefði ýjað að á Alþingi um að
Rás 2 yrði hugsanlega seld.
„Við höfum áhuga á að vita nánar
hvað verið er að ræða um, hvað eigi
að selja. Á aðeins að selja tækin í
Efstaleiti eða er verið að ræða um að
selja allt endurvarpskerfi rásarinnar,
sem er mjög fullkomið.“
Einar ítrekaði að þeir væm rétt að
byrja að velta fyrir sér möguleikum á
sendingum til Akureyrar en ennþá
væri alls ekkert ákveðið í þeim efnum.
Vallhólmur
varnarlaus
Fimm mánaða greiðslustöðvun gras-
kögglaverksmiðjunnar Vallhólms hf. í
Skagafirði, sem hlífði fyrirtækinu við
gjaldþroti, rann út á sunnudag. Kröfu-
hafrr geta nú gengið að fyrirtækinu.
Búist er við gjaldþrotsúrskurði á
næstu dögum. Gjaldþrot Vallhólms hf.
er talið verða yfir 60 milljónir króna.
Fyrirtækið er talið skulda 80 milljónir
króna. Verðmæti eigna þess er hins
vegar innan við 20 milljónir króna.
Ríkissjóður er eigandi Vallhólms að
þrem fjórðu. Langstærstu kröfuhafar
em tvær stofnanir ríkisins, Ríkis-
ábyrgðasjóður, með 44 milljónir króna,
og Stofnlánadeild landbúnaðarins,
með 10 milljónir króna. -KMU
Sama gjald
fyrir síma
á öllu landinu
Fimm þingmenn Alþýðubandalags-
ins af landsbyggðinni, með Hjörleif
Guttormsson i broddi fylkingar, hafa
flutt þingsályktunartillögu um sama
gjald fyrir símaþjónustu á öllu
landinu.
Vilja þeir að ríkisstjómin geri áætl-
un um að jafna gjaldskrá símans í
áföngum með það að markmiði að
landið verði allt eitt gjaldsvæði innan
fimm ára.
Kostnaður vegna símtala við stjóm-
sýslustofnanir verði hinn sami hvar
sem er á landinu fyrir árslok 1987.
Ráðstafanir verði gerðar til að gjald-
skrárbreytingin verði ekki íþyngjandi
fyrir elli- og örorkulífeyrisþega.
-KMU