Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1986, Side 7
FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986.
7
Stjóminál
Frídagur
sjómanna
fari í lög
Þrír þingmenn Alþýðuflokksins, þeir
Eiður Guðnason, Karl Steinar Guðna-
son og Stefán Benediktsson, leggja til
að fh'dagur sjómanna verði lögbund-
inn.
I lagafrumvarpi þeirra segir að fyrsti
sunnudagur í júnímánuði ár hvert
skuli vera almennur frídagur íslenskra
sjómanna. Sé fyrsti sunnudagur í júní
hvítasunnudagur skuli næsti sunnu-
dagur þar á eftir vera frídagur sjó-
manna.
Flutningsmenn segjast vera þeirrar
skoðunar að með því að lögskipa sjó-
mannadaginn sem frídag sé Alþingi
fyrir þjóðarinnar hönd að sýna sjó-
mannastéttinni heiður og virðingu,
sem hefði átt að vera búið að gera
fyrir löngu. -KMU
Foreldrar fái
tveggja ára
frí án launa
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir,
Kvennalista, hefur lagt fram laga-
frumvarp um rétt foreldra til að taka
sér launalaust leyfi frá störfum vegna
umönnunar barna.
„Foreldri, sem beiðist lausnar frá
starfi sínu til þess að annast bam sitt,
á rétt á að ganga aftur að sama starfi
og sömu kjörum allt að tveimur árum
frá fæðingu bamsins. Sé um fleirbura
eða fötluð böm að ræða framlengist
þessi réttur um eitt ár til viðbótar.
Ákvæði þessara laga skerða að engu
ákvæði gildandi laga um fæðingaror-
lof,“ segir í frumvarpinu.
I greinargerð segir að tilgangur
þessa frumvarps sé að koma til móts
við breyttar aðstæður foreldra ungra
bama og gera þeim kleift að sinna
störfum heimilis og bama fyrstu tvö
árin á ævi bams án þess að raskað sé
atvinnuöryggi þeirra. -KMU
Krabbar,
ígulker og
önnur slík
dýrverði
könnuð
Átta þingmenn Alþýðubandalagsins,
með Hjörleif Guttormsson sem fyrsta
flutningsmann, hafa flutt þingsálykt-
unartillögu um rannsóknir á botnlæg-
um tegundum á grunnsævi. Vilja þeir
að slík mið verði kortlögð til að auð-
velda veiðar, ekki síst inníjarða.
í greinargerð segja þingmennimir
að veiðar á hörpudiski og rækju hafi
reynst mikil búbót. Stofnar þessara
dýra séu nú nær fullnýttir á grunnslóð.
Hins vegar þurfi að koma til rann-
sóknir innfjarða og víðar á gmnnsævi
til að skipulegar veiðar geti hafist á
ýmsum öðrum botndýrum sem lítið
eða ekkert hafa verið nýtt til þessa,
svo sem trjónukrabba, beitukóngi,
kúfskel, kræklingi, öðu, bámskel og
ígulkeri.
Tilraunaveiðar á nokkrum þessara
tegunda lofi góðu. Hér sé „ónumið
land“. -KMU
SPRENGJU -
BILASYNING
Laugardag og sunnudag kl. 14-17
NI5SAN SUNNY ’87
verður algjör sprenging á bílamarkaðnum. Þeir eru
loksins komnir og seljast eins og heitar lummur
3ja dyra, 5 dyra og 4ra dyra sedan.
Nissan Sunny Hatchback LX 1,0 5 dyra 4 gíra....................................... 343.000,-
Nissan Sunny Hatchback LX 1,3 5 dyra 5 gíra...................................... 364.000,-
Nissan Sunny Hatchback SLX 1,5 3 dyra 5 gíra....................................... 394.000,-
Nissan Sunny Hatchback SLX 1,5 5 dyra 5 gira....................................... 399.000,-
Nissan Sunny Hatchback SLX 1,5 3 dyra 5 gíra m.aflstýri ........................... 409.000,-
Nissan Sunny Hatchback SLX 1,5 5 dyra 5 gíra m. aflstýri........................... 414.000,-
Nissan Sunny Hatchback SLX 1,5 5 dyra sjáifsk...................................... 428.000,-
Nissan Sunny Hatchback SLX 1,5 5 dyra sjálfsk. m.aflst............................. 442.000,-
Nlssan Sunny Sedan LX 1,3 4 dyra 5 gíra............................................ 364.000,-
Nissan Sunny Sedan SLX 1,5 4 dyra 5 gíra........................................... 395.000,-
Nissan Sunny Sedan SLX 1,5 4 dyra 5 gíra m.aflstýri................................ 410.000,-
Nissan Sunny Sedan SLX 1,5 4 dyra sjálfsk.......................................... 424.000,-
Nissan Sunny Sedan SLX 1,5 4 dyra sjálfsk. m.aflstýri.............................. 438.000,-
Nissan Sunny Wagon LX 1,5 5 gíra................................................... 431.000,-
Nissan Sunny Coupe LX 1,5 5 gira................................................... 430.000,-
Nissan Sunny Coupe SLX 1,5 5 gíra ................................................. 465.000,-
Komið og kynnist hinum frábæru NISSAN SUNNY
INGVAR HELGASON HF
Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simí 33560
ALLT AÐ
AFSLATTUR
AF FUAVARNARAEFNUM
AFSLATTUR
ALLT AÐ
AF MALNINGU
OPIÐ
KL. 8-18 VIRKA DAGA
KL. 10 - 16 LAUGARDAGA
2 góðar byggingavöruverslanir.
Austast og vestast í borginni
Stórhöfða, simi 671100
v/Hringbraut, sími 28600.