Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1986, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1986, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 17. OKTÖBER 1986. Útlönd Ef þú dvelur hér lengur kemurðu skáeygður til baka Ummæli breska drottningarmannsins valda uppnámi í opinberri heimsókn í Kína Elisabet Englandsdrottning er nú í þann mund að Ijúka sex daga opinberri heimsókn í Kínverska alþýðulýðveld- inu. Niðurlægjandi ummæli eiginmanns hennar um Kina og Kinverja hafa þeytt upp miklu pólitísku moldviðri og verið harðlega fordæmd í Bretlandi. Fæna flóttafólk til Danmerkur Haukur L. Haukssan, DV, Kaupmaimahöfri; í danska þinginu er meirihluti fyrir strangari lögum um flóttamenn og munu þau væntanlega þýða töluverða fækkun flóttamanna er leita hælis í Danmörku. Eru það jafhaðarmenn er tryggja lagabreytinguna sem, auk tak- mörkunar á flóttamannastraumnum, leggur áherslu á jafna landfræðilega dreifingu þeirra flóttamanna sem fyrir eru í Danmörku. Ef hin nýju lög verða samþykkt í núverandi mynd þýðir það að hægt verði að vísa flóttamönnum burt við landamærin ef viðkomandi kemur frá svokölluðu öruggu landi, til dæmis Þýskalandi. Það verður hins vegar ekki hægt ef til dæmis írani kemur beint frá íran eða Tyrklandi þar sem hætta er á að hann verði sendur aftur til írans. Hjá Sameinuðu þjóðunum eru menn í vafa um réttmæti þessara laga er gætu stangast á við ákvæði Samein- uðu þjóðanna um flóttafólk frá 1977 sem Danir hafa fylgt nákvæmlega síð- an. Dómsmálaráðherra segir þó enga hindrun vera fyrir samþykkt laganna en sérfræðingar eigi eftir að kíkja í saumana á málinu. Fóttamönnum hefur fækkað undan- farið og þykir því ástæða til að fara sér hægt og vanda lagasetninguna. í síðustu viku báðu 274 flóttamenn um hæli í Danmörku, það er um 40 á dag. En í síðari hluta september komu að jafnaði 134 flóttamenn á dag. Filipus prins, eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar, sætir hörðu ámæli í breskum blöðum í morgun fyrir ummæli er höfð eru eftir honum í Kínverska alþýðulýðveldinu þar sem eiginkona hans er nú í opinberri heim- sókn. Bresku blöðin fúllyrða í morgun að drottningarmaðurinn hafi valdið miklu uppnámi á meðal breskra stjómarerindreka í Peking með um- mælum sínum að undanfömu og lýst ótta stjómarerindreka við að ummæli prinsins kunni að hafa slæm áhrif á viðkvæm samskipti Bretlands og Kín- verska alþýðulýðveldisins. Peking skelfileg Haft er eftir breskum námsmanni í Xian héraði í gær eftir fúnd hans með Filipusi að drottningarmaðurinn hafi kallað Peking skelfilega borg og að prinsinn hafi sagt við námsmanninn breska að ef hann dveldi lengur í landinu kæmi hann skáeygður til baka. Ummæli drottningarmannsins vekja mikla athygli i breskum blöðum í dag og em víða í stríðsfyrirsögnum á for- síðu. Michael Shea, blaðafulltrúi Buck- inghamhallar, gagnrýndi umíjöllun fjölmiðla í morgun og kvað ummæli prinsins hafa verið tekin úr samhengi og hafi hann ekki ætlað að lítillækka Kína né Kínveija á neinn hátt. Pólitískt moldviðri Breska blaðið Today sagði í morgun að embættismenn og stjómarerindrek- ar í föruneyti drottningar væm frá sér numdir af reiði og haft er eftir Guar- dian að ummæli prinsins hafi þeytt upp miklu moldviðri sem erfitt verði að lægja. í Daily Telegraph segir i morgun að ummæli drottningar- mannsins séu niðurlægjandi og geti haft alvarlegar afleiðingar, auk þess sem blaðið fúllyrðir að ummælin hafi án efa vakið reiði kínverskra leiðtoga. Danmork: Lógreglan í verkfall Haukur L. Haukssan, DV, Kaupmannahöfri; Danskir lögreglumenn hafa nú í augljósum hótunum um að fara í verk- fall ef þeir fá ekki umtalsverðar launahækkanir við kjarasamninga vetrarins. Verður það í fyrsta skipti sem danska lögreglan fer í verkfall. Lögreglumenn um alla Danmörku hafa sagt að nú sé mælirinn að verða fullur, hafi þeir dregist verulega aftur úr og séu laun iðnaðarmanna orðin mun hærri eftir að hafa verið svipuð fyrir nokkrum árum. Lögreglufélagið biður meðlimi sína um að bíða til hins síðasta með að grípa til verkfallsað- gerða en ef svo fer þá eru til nægir peningar til að fjármagna verkfallið. Lögreglan hefur verið með auglýs- ingaherferð í blöðunum að undan- fömu þar sem hollusta lögregluliðsins er undirstrikuð en um leið að hún kosti líka eitthvað. Hefur lögreglan í hyggju að hefja samstarf með hjúkr- unarfræðingum varðandi fjármögnun verkfalla. „Við berjumst fyrir því sama,“ segir lögreglufólk. Hjá fjármálaráðuneytinu segir full- trúi að lögreglufólk brjóti embættis- mannalögin ef það fer í verkfall og því muni það verða dregið fyrir embættis- mannaréttinn, þar sem lögreglufólk muni fá aðvaranir eða sektir. Venju- legur lögreglumaður á Kaupmanna- hafnarsvæðinu þénar nú um 72.500 íslenskar krónur á mánuði. Komið upp um njósnahring Lögreglan í Punjab á Indlandi til- kynnti í morgun að komið hefði verið upp um njósnahring sem veitti Pak- istönum upplýsingar um hemaðarleg leyndarmál í skiptum fyrir vopn. Haft er eftir embættismönnum að komið hafi verið upp um njósnarana eftir handtöku meintra öfgamanna á mið- vikudaginn. í Amritsar hafa lögregluyfirvöld til- kynnt um handtöku tveggja lögreglu- þjóna og læknis vegna morðsins í síðastliðnum mánuði á leiðtoga kom- múnista sem mótfallinn var kröfum aðskilnaðarsinna sikka. Þegar undirbúningsfundur breyttist í alvörufund Ólafur Amaraon, DV, New York: Nú, tæpri viku eftir að Reagan forseti og Gorbatsjov aðalritari skildu á íslandi eftir fúnd er virtist vera nærri því að leiða til tímamóta- samninga um afvopnunarmál, eru embættismenn og aðrir enn í leit að svörum við mörgum lykilspuming- um er enn er ósvarað eftir leiðtoga- fundinn. Spyija menn nú að því hér í Bandaríkjunum hvemig fundur, er báðir aðilar sögðu að ætti aðeins að vera undirbúningsfundur undir al- vöm leiðtogafund, hafi breyst í mikilvægar samningaviðræður þar sem öll ágreiningsefni stórveldanna vom á dagskrá og hvort ríkisstjóm Bandaríkjanna hafi í raun verið undirbúin fyrir slíka dagskrá, auk þess sem spurt er að því hvort sam- komulag hafi verið fyrir hendi fyrirfram í ríkisstjóminni í Was- hington um afstöðu til helstu mála. Efasemdir em einnig um það hér í Bandaríkjunum hvort sú takmörk- un er Sovétmenn kröfðust á frekari rannsóknum í geimvamaráætlun Bandaríkjanna hefði í raun gengið af áætluninni dauðri eins og tals- menn forsetans fullyrtu í Reykjavík eftir að slitnaði upp úr viðræðum Reagans og Gorbatsjovs. Sovétmenn kröfðust þess, sem kunnugt er, að frekari rannsóknir Bandaríkjamanna á svokallaðri stjömustríðsáætlun yrðu eingöngu bundnar við tilraunir í rannsóknar- stofum en á það gat Reagan forseti ekki fallist. Þýðingarmestu spuminguna telja margir þá hvort bandarísk stjóm- völd hafi skýrt nægilega greinilega frá því hvemig geimvamaráætlunin á að virka sem allsheijarvöm fyrir Bandaríkin og bandamenn þeirra í veröld án kjamorkuvopna, í veröld þar sem Sovétmenn hefðu yfirburði á sviði hefðbundins vopnabúnaðar. George Shultz utanríkisráðherra reyndi að svara nokkrum þessara spuminga í nýlegu viðtali í stór- blaðinu New York Times en viðtalið var algerlega helgað leiðtogafundin- um í Reykjavík. Shultz og fleiri bandarískir emb- ættismenn hafa eytt þeim dögum er liðnir em frá Reykjavíkurfundinum í það áð reyna að fé almenning til að leggjast á sveif með þeirri afstöðu er Reagan tók í Reykjavík og um- deild er orðin. Shultz sagði í upphafi að niðurstaða Reykjavíkurfúndarins væri mikil vonbrigði en er leið á vikuna fór tónn utanríkisráðherrans að mildast og á miðvikudag var haft eftir Shultz að ýmsar mikilsverðar vonir hefðu vaknað í Reykjavík og þar hefðu aðilamir tveir í fyrsta skipti orðið sammála um mikinn samdrátt í fjöida kjamavopna. Nú hafa stórveldin á nýjan leik hafið reglulegar afvopnunarviðræð- ur sínar í Genf og haft var eftir talsmanni bandarísku sendinefndar- innar í gærmorgun að fundurinn í Reykjavík væri nú á óvæntan hátt orðinn ákaflega árangursríkur og væri jákvætt skref í átt til afvopnun- ar. Shultz utanrikisráðherra og bandarískir embættismenn hafa í vikunni lagt á það gífurlega áherslu að kynna afstöðu Reagans í Reykjavik er ágreining- ur um stjömustriðsáætlun Bandaríkjanna gerði samningaumleitanir stór- veldanna að engu. Á myndinni sést utanrikisráðherrann á meðal samstarfsmanna sinna í aðalstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel í byrjun vikunnar er hann kynnti gang íslandsviðræðnanna fyrir bandamönn- um Bandaríkjanna i Atlantshafsbandalaginu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.