Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1986, Side 15
FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986.
15
Sameinumst um unglingageðdeild
Kiwanishreyfingin á íslandi stend-
ur fyrir fjársöfnun laugardaginn 18.
október næstkomandi undir kjör-
orðinu „Gleymum ekki geðsjúkum".
Kiwainsmenn munu þá bjóða „K-
lykilinn" til sölu á hveiju heimili í
landinu. Skorað er á alla að taka
vel á móti þeim og láta eitthvað af
hendi rakna, en söfaunarfénu verður
varið til styrktar unglingageðdeild.
Ákvörðun hefur verið tekin um að
stofiia unglingageðdeild í tengslum
við geðdeild Landspítala og er ætl-
unin að sú deild hefji starfsemi sína
um næstu áramót. Nokkrar umræð-
ur hafa farið fram á Alþingi á síðustu
árum um geðheilbrigðismál og hafa
þær umræður ekki síst snúist um
geðræn vandamál bama og ungl-
inga, þar með talin vandamál þeirra
unglinga sem eiga við áfengis- og
fíkniefhavandamál að stríða. Ljóst
er að stuðningur er vio það í öllum
þingflokkum að átak verði gert í
þessum málum og er ánægjulegt að
sjá að nú er stutt í það að unglinga-
geðdeild taki til starfa. Því er ekki
úr vegi nú að kanna hvaða aðilar
og stofhanir sinna nú þessum vanda-
málum unglinga. Þessi grein á ekki
að vera tæmandi yfirlit, í henni er
fyrst og ff emst stuðst við ársskýrslur
þeirra stófnana sem fjallað er um.
í lögum um vemd bama og ungl-
inga ffá 1966 em ákvæði um að
bamavemdamefndir geti falið öðr-
um en foreldrum eða forráðamönn-
um umsjá bama eða ungmennis ef
ákveðnum atriðum í uppeldi eða
aðbúnaði er ekki sinnt að mati
bamavemdamefndar. Einnig em
ákvæði um að bamavemdamefnd
geti látið taka bamið af heimilinu
og fá því góðan samastað ó heimili
til umsjár eða á vistheimili eða upp-
eldisstofnun, ef bamavemdarnefhd
kemst að því að hegðun bamsins sé
ábótavant - sem nánar er tiltekið í
lögunum. Átt er við unglinga innan
við 16 ára aldur.
Unglingaheimili ríkisins
Á grundvelli fyrmefndra laga hef-
ur Unglingaheimili ríkisins starfað
um árabil. Unglingaheimilið heyrir
undir menntamálaráðuneytið og
skipar menntamálaráðherra þriggja
manna stjómamefhd en forstöðu-
maður stýrir daglegum rekstri. Auk
hans vinna tveir sálffæðingar í fullu
starfi, tveir félagsróðgjafar í hálfu
starfi svo og fimmtán uppeldisfull-
trúar. Þess utan starfa þrír kennarar
við skóla Unglingaheimilisins.
Unglingaheimilið skiptist í eftirtald-
ar deildir:
KjáHaiinn
Tómas Zoega
geðlæknir
1. Unglingaráðgjöf.
2. Skammtíma- og rannsóknar-
deild.
3. Uppeldisdeildir.
Unglingaheimilið rekur einnig
sambýli að Sólheimum 17 en þar
búa hjón sem stýra rekstrinum.
Þar dvelja allt að fimm unglingar
í 2-3 ár. Sambýlið er heimili fyrir
unglinga sem af einhveijum
ástæðum geta ekki búið hjá for-
eldrum sínum eða forráðamönn-
um. í vaxandi mæli hefur verið
reynt að vinna með foreldrum
og forráðamönnum ungling-
anna.
Torfastaðir
Tvær fjölskyldur reka heimili sem
sjálfseignarstofiiun að Torfastöðum
í Biskupstungum og taka sex ungl-
inga í senn. Þetta heimili er styrkt
beint af menntamálaráðuneytinu en
vistim unglinga þangað er í samráði
við Unglingaheimili ríkisins og
heimilið starfar undir stjóm stjóm-
amefndar Unglingaheimilis ríkisins.
Hægt er að vista um 25 unglinga í
einu á hinum ýmsu deildum Ungl-
ingaheimilis ríkisins. Á árinu 1985
fékkst heimild hjá menntamálaráðu-
neytinu til þess að ráðuneytið veitti
fjárhagsaðstoð þeim sem vildu taka
unglinga í vandræðum inn á eigið
heimili. Á síðustu árum hefur verið
ljóst að Unglingaheimilið ræður
mjög illa við þá unglinga sem eiga
við alvarleg áfengis- og fíkniefha-
vandamál að stríða. Hér er um að
ræða fáa unglinga þar sem stúlkur
virðast vera í meirihluta, en ljóst er
að heilbrigðis- og félagslegar að-
stæður þessara unglinga em oft
þannig að til langrar vistunar þarf
að grípa ef von á að vera um ein-
hvem árangur.
Skóli Unglingaheimilisins
Við Unglingaheimilið starfa þrír
kennarar í fuilu starfi. Síðastliðið
skólaór fékkst húsnæði í kjallara
Vogaskóla og á sl. vetri vom þar sjö
til tíu nemendur. Um er að ræða
nemendur sem flestir hverjir hafa
orðið utanveltu í venjulegu skóla-
starfi, unglinga sem eiga við
margvísleg vandamál að stríða og
hafa ekki getað gengið í venjulegan
gmnnskóla. Því miður fékkst ekki
leyfi til að nota húsnæðið í Voga-
skóla áfram og er verið að leita að
húsnæði fyrir skólann þannig að
skólastarf geti hafist með eðlilegum
hætti ó haustmisseri.
Starfsemi á vegum sveitarfé-
Ipga og annarra
Útideíld.
Útideild Félagsmálastofnunar
Reykjavíkur hóf starfsemi sína
sumarið 1976 og var tilefnið augljós
þörf unglinga fyrir meiri og annars
konar þjónustu en í boði var. Úti-
deild var stofhuð fyrir tilstilli
samstarsnefiidar félagsmálaráðs,
æskulýðsráðs og fræðsluráðs
Reykjavíkur. í byrjun var starf Úti-
deildar miðað við unglinga sem
búsettir vom í Breiðholti III.
Góð reynsla reyndist af starfinu og
fór starfið vaxandi og síðan 1979
hefur það heyrt undir Félagsmálaráð
Reykjavíkurborgar og tilheyrir Úti-
deild nú unglingadeild sem aftur er
hluti af fjölskyldudeild Félagsmála-
stofhunar. Stefnt er að því að vinna
með þá unglinga sem þurfa á aðstoð
að halda og enginn annar sinnir.
Unglingadeild var stofhuð með það
fyrir augum að samhæfa starf þeirra
er vinna með unglinga á vegum
Reykjavíkurborgar og auka ábyrgð
og festu í þeim málum er varða ungl-
inga. Nokkuð tíðar mannabreyting-
ar hafa verið hjá starfsfólki
Útideildar og fyrir liggur beiðni um
að fó að ráða fagfólk við deildina.
Útideild hefur afskipti af 8-9 nýjum
unglingum í mánuði hverjum. Rúm-
lega tvö hundmð afskipti alls í
mónuði en ekki liggur fyrir hve
mörgum einstaklingum Útideild
sinnir þar sem sumir njóta aðstoðar
mjög oft í mánuði hverjum.
Á vegum Félagsmálastofhunar
Reykjavíkur er rekið sambýli fyrir
sex unglinga að Búðargerði 9. Þeir
em í vinnu eða skóla að degi til, en
ó kvöldin og nóttunni er í húsinu
gæsla.
Rauðakrosshúsið að
Tjarnagötu 35
Hinn 14. desember 1985 opnaði
Rauði kross íslands neyðarathvarf
fyrir unglinga að Tjamargötu 35.
Þar er sólarhringsþjónusta, hugsuð
sem fyrsta hjálp fyrir unglinga sem
eiga í vandræðum. Þeim er gefinn
kostur á að ræða mólin og höfð er
milliganga um frekari hjálp sem þörf
er á. Á fyrstu fimm og hálfa mánuð-
inum, sem starfsemin fór fram, var
heildarfjöldi einstaklinga, er leituðu
þangað, 73. Þar af fengu 38 ungling-
anna næturgistingu og hafa stúlkur
verið í miklum meirihluta. Komur
tengjast oft skemmtunum og áfeng-
isneyslu. Athygli vekur að einungis
fimmtungur unglinganna býr hjá
báðum foreldrum. Nærri jafnmargir
eru heimilislausir og á flækingi.
Flestir þeirra dvelja stutt, meirihlut-
inn aðeins einn sólarhring.
Rauði krossinn hefur ákveðið að
reka neyðarathvarfið a.m.k. út þetta
ár, reyna að meta þörf starfseminnar
og taka ákvarðanir um framhald
rekstursins síðar.
Sáifræðideild skóla
Innan Fræðsluskrifstofu Reykjavík-
ur starfa sálfræðideildir skóla, sem
skiptast í 3 deildir og starfa þrír sál-
fræðingar og 1-2 félagsráðgjafar í
hverri deild.
Unnið er með einstökum bömum og
unglingum ef upp koma vandamál
er tengjast námi og hegðun í skólan-
um. Oft er um að ræða veruleg
félagsleg vandamál og stundum eiga
ungmennin við geðræna erfiðleika
að stríða. Leitast er við að hafa sem
nánasta samvinnu við kennara,
skólastjóra og forráðamenn ungling-
anna og oft dugir það til að leysa
vandann en stundum þarf að vísa á
aðra aðila.
Við nokkra skóla em svokölluð at-
hvörf þar sem böm og unglingar,
sem eiga í erfiðleikum og/eða búa
við slæmar aðstæður, geta verið ut-
an skólatíma.
Dagdeildir og heimilið að Kleifar-
vegi 15 em aðallsga notuð fyrir böm
upp að 12 aldri, sem eiga við hina
ýmsu erfiðleika að stríða.
Niðurlag
Til viðbótar við þá aðila, sem hér
em taldir upp að framan, hafa ungl-
ingar leitað sér hjálpar á bamageð-
deild Bamaspítala Hringsins þar
sem þeir hafa fengið göngudeildar-
þjónustu. Einnig hafa unglingar
fengið göngudeildaraðstoð á öðrum
göngudeildum geðdeilda spítalanna.
Oft á tíðum hefur þurft að leggja
unglinga inn á fullorðinsgeðdeildir
og oft em unglingar lagðir inn á
ófengisdeild geðdeildar Landspítala
og hjá SÁÁ. Unglingar hafa auk
þess fengið aðstoð á einkastofum
geðlækna og sálfræðinga.
Greinilegt er að hinir ýmsu aðilar
em oft að fást við sömu unglingana,
jafnvel á sama tíma. Ekki er því
hægt að gera sér grein fyrir hve stór
sá hópur er sem á í vemlegum vand-
ræðum. Rannsóknir hafa verið af
skomum skammti og verður litið til
unglingageðdeildar um að hafa for-
ystu á því sviði.
Ljóst er að margir aðilar vinna gott
og þarft starf í þágu unglinga en
samræming á störfum þessara aðila
er fremur lítil þótt þeir leitist við að
hafa sem besta samvinnu sín á milli.
Enginn þessara staða er í raun í
stakk búinn til að takast á við
vandamál veikustu unglinganna,
bæði þeirra sem eiga við alvarlegar
geðtruflanir og þeirra sem eiga við
mikil vandamál vegna neyslu áfeng-
is og annarra vímueína að stríða.
Því er að gleðiefhi að unglingageð-
deild, bæði legudeild og göngudeild,
tekur senn til starfa.
Unglingageðdeild verður leiðandi aíl
en brýn nauðsyn er á því að þeir
aðilar, sem sinna unglingum og
vandamálum þeirra, hafi með sér
sem nánast samstarf, m.a. af þvi að
hugmyndafræði meðferðaraðila er
oft töluvert mismunandi, en það get-
ur stundum komið af stað óheil-
brigðri samkeppni milli stofnana
sem getur komið niður á þjónustu
við einstaklingana.
Tómas Zoega.
„Unglingageðdeild verður leiðandi afl en
brýn nauðsyn er á því að þeir aðilar, sem
sinna unglingum og vandamálum þeirra,
hafi með sér sem nánast samstarf...“
Hvemig framtíð?
I dæminu, sem stjómmálaflokkar
framtíðar þurfa að reikna, eru m.a.
þessir liðir:
★ Fjölmörg íslensk ungmenni bíða
þess nú að setja sín fyrstu um-
merki ó stjómmálin. Vegna
lækkunar kosningaaldurs og
stórra árganga munu líklega tutt-
ugu þúsund ungir kjósendur taka
í fyrsta sinn þótt í alþingiskosn-
ingum á næsta ári. Þeir munu
hafa afgerandi áhrif á mótun
þessa samfélags fram ó næstu öld.
★ Úti um allt land em þúsundir
fólks tilbúnar til að gera róttækar
breytingar á stjómkerfi og að-
ferðum þjóðfélagsins. Þetta fólk
unir ekki valdaleysi sínu. Allar
mikilvægustu ákvarðanimar um
lífsbjörg þess em teknar víðs
§arri heimahögum. Hugmyndir
um þjóðfund og fylkjaskipan hafa
á 3 árum öðlast nýtt líf og nýjan
þunga. Aðferðir síðustu ára í sjáv-
arútvegi og landbúnaði hafa
opnað augu fólksins fyrir þvi að
hér ríkir meiri miðstýring en á
nokkm þeirra Vesturlanda sem
við höfum til viðmiðunar í lífs-
kjörum. í hvert skipti, sem lýst
er yfir aukafjárveitingum til að
rétta hag frystihúsa eða tilkynnt
er um aukið fé til niðurgreiðslna
Kjallarinn
Guðmundur
Einarsson
alþingismaður
á landbúnaðarvörum, er þessi fár-
ánlega miðstýring að bíða ósigur.
Fólkið í landinu er að bíða ósigur
gegn forsjárhyggjunni.
★ Ibúar Suðvesturlandsins una því
ekki lengur að hafa skert atkvæði
til alþingiskosninga. Sjálfevirð-
ingunni er misboðið með því að
hver og einn þeirra hefur minni
áhrif á samsetningu löggjafiir-
samkomunnar heldur en fólk sem
hefur aðra búsetu. Fólkið kýs
þingmennina en fjöllin gera það
ekki. Menn munu aldrei ná sam-
komulagi og sóttum um byggð í
landinu með því að beita ofbeldi
ójafns atkvæðisréttar.
Finnum samnefnarann
Svörin við öllum þessum spuming-
um verða að tengjast saman.
Stjómmál unga fólksins verða að
byggjast á jöfrium atkvæðisrétti og
sjálfsstjóm hvar sem það býr.
„Til að finna áttirnar og komast að niður-
stöðu um stefnuna þarf stjórnmálasamtök
nýrrar gerðar. Þau þurfa að vera víðsýn,
umburðarlynd og kreddulaus.“
I efnahagsmálum þéttbýlis og
dreifðrar byggðar verður fólk að
ráða sér sjálft. Einstaklingurinn
mun gera kröfur til þess að hafa
úrslitaáhrif á verðlagningu vinnu
sinnar, vöm og þjónustu. Hann mun
gera kröfur til þess að embættismenn
heima- og landstjómar minnist þjón-
ustuhlutverks síns og stígi úr stóli
herravaldsins.
Okkur hefur verið tamt að ímynda
okkur árið 2000 í órafjarlægð. En
það er skammt undan. Börnin, sem
fæðast í vor, mtrnu fermast um alda-
mót. Þeir sem kjósa í fyrsta sinn í
vor munu verða athafhamenn og
leiðtogar fyrri hluta næstu aldar.
Til að finna áttimar og komast að
niðurstöðu um stefnuna þarf stjóm-
málasamtök nýrrar gerðar. Þau
þurfa að vera víðsýn, umburðar-
lynd og kreddulaus. Þau þurfa að
geta sameinað fólk í stað þess að
sundra því. Þau verða að leita
breiðrar samstöðu í stað þess að loka
sig í homum ofsafenginnar sérstöðu.
Þau þurfa að leita samnefnarans.
I upphafi greinarinnar var því lýst
að stjómmálaflokkur framtiðarinn-
ar þurfi að gera sér grein fyrir þrem
meginstraumum í þjóðlífinu, þ.e.
kröfum um nútímalega stjómmála-
stefhu, sjálfsstjóm á heimaslóð og
jöfriun atkvæðisréttar.
í Alþýðuflokknum gera menn nú
djarfa tilraun til að finna þessum
þungu straumum sameiginlegan far-
veg. Guðmundur Einarsson.
„Aðferðir síðustu ára i sjávarútvegi og landbúnaði hafa opnað augu fólks-
ins fyrir því að hér ríkir meiri miðstýring en á nokkru þeirra Vesturlanda
sem við höfum til viðmiðunar í lífskjörum."