Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1986, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1986, Side 26
38 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986. Menning Teiknikompur Picassos opinberaðar Pablo Picasso árið 1906. Þótt útför Picassos hafi farið fram árið 1973 lifir hann nokkurs konar framhaldslifi í því góssi sem hann lét eftir sig og menn eru nú að rekast á með reglulegu millibili. Stöðugt eru að koma fram í dagsljósið áður óþekkt verk, málverk, skúlptúrar eða teikningar, sem knýja á um end- urmat á þessum þekktasta og afkastamesta listamanni vorra tíma. Eða eins og bandaríski listíræðing- urinn Robert Rosenblum segir: „Það er engu líkara en Picasso sé enn að búa til myndir. Öll vitneskja okkar um hann er aðeins til bráðabirgða og breytingum undirorpin. Á morg- un verðum við máske að skipta um skoðun á einstökum verkum eða heilum tímabilum á listferli Picassos vegna nýuppgötvaðra verka eftir hann.“ í Royal Academy í Lundúnum var nýverið opnuð sýning sem hefur heldur betur hrist upp í öllum rann- sóknum á myndlist Picassos. Hún neíhist „Je suis le cahier" eða „Ég er teiknikompan“ og eins og nafnið bendir til er á henni úrval mynda úr teiknikompum listamannsins. Teiknikompur Picassos voru út af fyrir sig ekkert leyndarmál. Þær hafði listamaðurinn oftast í pússi sínu hvert sem hann fór og notaði sem nokkurs konar dagbækur. í þær ritaði hann hugrenningar sínar og minnispunkta, rissaði upp það sem hann sá, hripaði upp frumdrög að málverkum eða teiknaði ný tilbrigði um þau að þeim loknum. Mesti listviðburður áratugar- ins? En enginn vissi nákvæmlega hve margar þessar teiknikompur voru né hvað þær höfðu að geyma. Pi- casso lagði þær til hliðar um leið og hann var búinn að fylla allar síður og virðist ekki hafa hirt um þær frekar. Það hefur tekið þrettán ár að ganga frá erfðamálum listamannsins og skrásetja öll þau verk sem hann lét eftir sig. í þeirri úttekt voru teiknikompumar látnar mæta af- gangi. En nú hafa þær loksins verið grandskoðaðar, flokkaðar og settar á sýningu sem verður á ferðalagi um heiminn næstu tvö árin, þökk sé American Express. Reyndust þær innihaldsríkari en nokkum hafði órað fyrir. Myndlist- argagnrýnandi New York Times, John Russell, tekur djúpt í árinni og kallar sýninguna „mesta listvið- burð þessa áratugar". Kompumar em 175 talsins og spanna yfir rúmlega sjötíu ára tíma- bil, eða árin 1894-1967. Og gagnstætt því sem búast hefði mátt við, em þær langflestar í sinni upprunalegu mynd, svo hægt er að fylgjast með Teikning af málara og fyrirsætu, 1964-65. breytingum á verkum Picassos frá degi til dags með því að fletta síðum þeirra. Margir listamenn nota teikni- kompur sínar fyrir ýmislegt tilvilj- unarkennt riss og krass sem þeir stroka út eða bæta við eftir hendinni. Picasso hripaði niður sérhverja hugdettu, sérhverja formynd, af næstum undraverðu öryggi og strok- aði aldrei út það sem hann var búinn að setja á blað. Hann vissi hvað hann ætlaði sér og hélt rakleiðis að settu marki. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson Með hvunndagslegum papp- írsrifrildum. Þar sem öll áhersla er lögð á að varðveita teiknikompumar í heilu lagi em tiltölulega fáar lausar frum- teikningar til sýnis í Royal Aca- demy. En úr þeirri ávöntun er bætt með fjölda ljósmynda innan úr kompunum, prentuðum upplýsing- um, og ekki síst með gagnvandaðri skrá (16 pund í kilju, 36 pund inn- bundin frá Thames & Hudson). Teiknikompur og frummyndir em til sýnis í litlum kössum úr plexí- gleri, hjúpaðir dempuðu ljósi, en ljósmyndum er raðað í kringum kassana. Þótt þessi uppsetning geri sýning- argestum kleift að skoða kompumar í návígi, þá jafnast ekkert á við það að handfjatla þær og fletta síðunum. Einn af þeim fáu, sem fengið hafa að fara um kompumar höndum, er einmitt áðumefindur John Russell sem lýst hefur reynslu sinni í grein í The Sunday Times. Hann segir: „Sumar kompumar höfðu greinilega ekki verið opnaðar síðan Picasso lagði þær frá sér. Afar mikilvægar teikningar höfðu verið brotnar saman og smokrað inn á milli saurblaða. Alls kyns hvunn- dagsleg pappírsrifrildi, aðgöngumið- ar að hinu og þessu, samankuðlaðir og tómir pakkar undan frönskum sígarettum, tannkremsauglýsing, vom þama innan um nokkur mikil- hæfustu sköpunarverk manns- andans. Teiknikompumar innihéldu líka nöfh og heimilisföng, minnisblöð um fúndi, nafhspjöld, símanúmer vina Picassos sem gegndu herþjónustu, verðlista yfir málverk, frumdrög að bréfi til læknis, póstkort frá skáld- mæringnum Apollinaire, allt á tvist og bast. Þama gekk lífið sjálft sinn vanagang meðan listamaðurinn þjónaði háleitum hugsjónum sín- um.“ Frumdrög að lykilmyndum Þar eð Picasso notaði teiknikomp- ur sínar ekki að staðaldri er ekki alltaf jafnmikið á þeim að græða. Kompumar frá ámnum 1905-1912 em til dæmis ómetanlegar því þar má finna áður óþekkt frumdrög að lykilmyndum eins og „Fjölskylda úr fjölleikahúsi" (Les Saltinbanques) frá 1904-5 og „Drósimar frá Avign- on“ (1907). Ekki er eins mikið að græða á kompunum frá c. 1912-25 því sumt af því merkasta sem Pi- casso gerði á því tímabili, til dæmis klippimyndimar (papiers collés) frá 1912 og skúlptúramir frá 1913—14, varð til milliliðalaust og án for- mynda. Svo koma tímabil eins og 1933-39 þegar Picasso virðist ekki hafa notað teiknikompur eða þá að þær hafa farið í glatkistuna. Á móti kemur að 70 teiknikompur em til frá tímabilinu 1939-65 þegar margir töldu listamanninn ekki vera dauðan úr öllum æðum. Oftast endurspegla kompumar það sem Picasso aðhafðist í málverki eða öðrum miðlum hverju sinni. En það kemur líka fyrir að í teiknikompunni gerast hlutir sem ekki eiga sér hlið- stæður í öðrum verkum eftir lista- manninn. f hvert sinn, sem Picasso flutti sig milli húsa, notaði hann teiknikomp- umar til venja sig við hinn nýja stað með þvi að setja á blað allt sem augu hans námu. Fyrst teiknaði hann útsýnið út um gluggann sinn af stakri nákvæmni, svo sneri hann við blaðinu og dró upp afstöðumynd af innviðum og húsgögnum innandyra. Frjótt hugarflug I teiknikompunum er stundum að finna hugmyndir sem aldrei urðu að vemleika í öðrum miðli. í teikni- kompu frá 1928 er til dæmis fjöldi teikninga af risastórum skúlptúrum sem Picasso vildi staðsetja lengst uppi á hæðum svo þá bæri við sjón- hringinn. Svo fijótt var hugarflug lista- mannsins að á einum og sama degi, 30. júlí 1928, lýkur hann við að teikna sjö skúlptúra. En á þeim tíma vildi enginn sjá svo stór myndverk. Enda gafst Picasso upp á þeim og hóf að mála pínu- myndir frá hafnarbænum Dinard þar sem hann dvaldi um þær mundir. Það er eiginlega alveg sama hvaða teiknikompu er flett, alls staðar eru fyrirbrigði sem koma okkur á óvart. Teiknikompumar eru síðasti óþekkti kafli ævintýrsins um Pi- casso. En ég hef grun um að við eigum eftir að sitja yfir þeim kafla enn um sinn. Fyrir þá sem hyggja á Lundúna- ferð, þá er rétt að geta þess að sýningin í Royal Academy stendur til 19. nóvember nk„ hún er opin alla daga frá 10 til 16, aðgangseyrir er 2,50 pund. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.