Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1986, Síða 32
FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986.
44
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Bob Dylan
hefur mjög sérstæðan smekk -
svo ekki sé meira sagt - og
gengur á stundum gersamlega
yfir hans nánustu. Bob skrapp
inn í gjafabúð á dögunum sem
ekki er í frásögur færandi. Þar
inni eyddi hann hins vegar fimm
mínútum og sjötíu og fimm
þúsund krónum og kom út með
lúffur sem ekki einu sinni amma
hans hefði látið sjá sig með utan
dyra - og þrjár hryllingsgrímur
úr gúmmíi. Hver fékk svo her-
legheitin fylgir ekki sögunni.
3
Dennis Weaver
fer ekki ofan af því að jarðarþú-
ar fái reglulegar heimsóknir frá
öðrum hnöttum. Sjálfur hafi
hann hitt einn gestanna. Því
vinnur hann ötullega að rann-
sóknum á FFH - fljúgandi
furðuhlutum - og er sannfærður
um að fyrr eða síðar verði mál
hans sannað. Dennis þessi er
einkum þekktur sem löggan
McCloud úr sjónvarpinu og
hefur svo vitað sé aldrei gengið
með gleraugu.
Margrét
prinsessa
er tekin og dáleidd með reglu-
legu millibili. Allt er þetta gert
með samþykki prinsessunnar
sjálfrar því læknar hafa fyrir
löngu skipað henni að hætta
að reykja og drekka. Hún vill
hvorugt missa en til þess að
sýna einhvern lit er dáleiðari lát-
inn vafstra við að eyða úr kerlu
tóbakslönguninni. Nú reykir
Magga ekki nema sex rettur á
degi hverjum - en róar taugarn-
ar með einum laufléttum inn á
milli.
Á bökkum voru íslenskar kræsingar og hér er einn framreiðslumanna
að freista Sigurðar Ágústs Jenssonar og Hjörleifs Kvaran.
DV-myndir KAE
Klæðnaður i kokkteilnum var með fjölbreyttara móti enda margir útlend-
inganna með fátt fatakyns í farangrinum - og jafnvel að koma beint úr
volkinu fyrir utan Höfða.
Mary Lou langar að fara að lifa lifinu.
Mary Lou Retton
er hætt keppni
Fimleikadrottningin Mary Lou
Retton hyggur nú á enskunám við
háskólann í Texas. Hún ætlar jafn-
framt að taka sér stöðu í klappliðinu
sem fylgir fótboltaliði skólans. í því
leikur kærastinn hennar.
Máry Lou, sem nú er 18 ára göm-
ul, hefur og tilkynnt að hún ætli að
draga úr stöðugum fimleikaæfingum.
Undanfarin ár hefur hún fátt annað
haft fyrir stafni. Hún segist ætla að
fara lifa sama lífi og langflestir jafn-
aldrar hennar og rjúfa þá einangrun
sem æfingunum fylgir.
Samt sem áður hefur hún ekki sagt
skilið við iþróttirnar. Hún ætlar að
halda áfram að koma fram opinber-
lega og sýna fimleika þótt trúlega
verði ekki um fleiri keppnir að ræða.
Þá hefur hún góða von um að verða
kynnir á vegum NBC-sjónvarps-
stöðvarinnar á ólympíuleikunum í
Seoul árið 1988.
Retton segir að hún hafi orðið að
hætta venjulegu námi 12 ára gömul
vegna fimleikanna. Nú sé kominn
tími til að vinna upp allt það sem
hún hefur orðið að neita sér um síð-
an.
„Pakkaðu niður, væni“
Leikkonan Heather Thomas kom
á bleiku skýi frá tökum myndar-
innar Death Stone á Sri Lanka -
og byrjaði á því að segja eigin-
manninum að pakka niður í snatri
og láta sig endanlega hverfa. Hvað
hann og gerði án tafar.
Örfáum dögum síðar stóð annar
maður á tröppunum með töskur,
pinkla og pjönkur og fiutti inn til
þess að fylla hið auða rúm eigin-
mannsins. Þetta var þýski poppar-
inn Christian Anders sem hún
hafði fallið fyrir við upptökurnar í
Indlandshafi.
Eiginmaðurinn, Allan Rosenthal,
er sálfræðingur og ráðgjafi á með-
ferðarstofnun fyrir vímuefnasjúkl-
inga. Þau hjónin kynntust þegar
Heather leitaði hjálpar vegna eit-
urlyfjaneyslu og giftu sig eftir
aðeins tveggja mánaða kynni.
Skömmu síðar fóru að koma brestir
í sambandið og í Sri Lanka ferðinni
virðist Heather hreinlega hafa tek-
ið málin í sínar hendur.
„Ég elska Christian og ætla að
giftast honum. Hann er einmitt sú
manngerð sem maður velur sér að
barnsföður, segir leikkonan hverj-
um sem heyra vill.“
Lítið hefur heyrst frá popparan-
um um málið, nema helst lágvært
taut um að fyrst verði konan að
sækja um skilnað og ljúka fyrra
hjónabandi. Vinir beggja segjast
vona að þetta samband nái því að
verða til frambúðar því bæði þurfi
þau nauðsynlega á stuðningi að
halda. Hver skal styðja hvern er'
ekki á hreinu og hefur ekki flogið
fyrir ennþá.
Heather með nýju ástinni sinni - popparanum Christian Anders.