Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1986, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1986, Side 33
FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986. 45 menn fagna Leiðtogahelgin er liðin og víst er að margir varpa öndinni léttar - fegnir hvíldinni. Sú stétt manna, sem einna stærsta bauga hafði und- ir augum þegar leiðtogarallið stóð sem hæst, eru fréttamenn. Ekki var laust við að þreytumerki sæjust á mönnum í kokkteilboði borgar- stjóra að Kjarvalsstöðum að kvöldi sunnudagsins. Þar mættu einnig fulltrúar ann- arra stétta sem ekki höfðu heldur átt náðuga daga og var mál manna að ekki væri mikið verra að atið væri að mestu yfirstaðið - þótt varla leiddist þeim að standa mitt í hita leiksins. Erlendir fjölmiðla- menn voru svo óðum að tygja sig til brottfarar þótt allmargir gæfu sér tíma til þess að koma við í veisl- unni. Eftir stendur minningin um frem- ur ótrúlega helgardaga og stað- reyndir eins og að húllumhæið er íslandi hálfra fjárlaga virði í um- fjöllun erlendra fjölmiðla - sam- kvæmt niðurstöðum helstu sérfræðinga í auglýsingum. Engin skiptimynt úr þeirri áttinni því töl- urnar hljóða upp á eina tuttugu milljarða íslenskra króna! Davíð Oddsson borgarstjóri var gestgjafinn á staðnum Fulltrúar ráðuneyta, borgarinnar, hinna ýmsu framleið- og blandaði geði jafnt við heimamenn og aðkomna. enda og seljenda mættu samviskusamlega til teitis - Blaðafulltrúi sjálfrar ríkisstjórnarinnar hefur varla átt Gamalkunn andlit úr fjölmiðlum - Pétur Sveinbjarnar- náðuga helgi fremur en aðrir. Magnús Torfi Ólafsson son og Árni Bergmann. gaf sér samt tima til að spjalla við Ævar Kjartansson. Hluti duglegra og vaskra blaðbera DV á Akureyri í Lautinni á dögunum. Liðið nýbúið með hamborgarana. Og það megið þið vita: þetta er snaggaralegt lið! DV-mynd JGH DV-blaðberar fá sér borgara Jón G.Hauksson, DV, Akureyri: DV hefur á að skipa duglegum og vöskum blaðberum á Akureyri sem annars staðar. Nýlega var fjölgað í liðinu sem ekur DV-bunkunum til blaðberanna sem að sjálfsögðu láta sitt ekki eftir liggja og koma blaðinu fljótt og örugglega til lesenda sinna. í nógu hefur verið að snúast hjá blaðberunum að undanförnu og þeir staðið í ströngu. Þeir brugðu sér því í Lautina á dögunum og brögðuðu á hamborgurum, kakói með rjóma, flatkökum með hangikjöti - og öllu hinu líka. Það leyndi sér ekki - þetta er snaggaralegt lið, hvarvetna og hvernig sem á stendur. Sviðsljós Ólyginn Frank Sinatra hefur ekki fengið yngingarsp- rautur að eigin sögn - og hefur meira að segja bréf upp á ósköpin. Amerískur dómstóll felldi þennan stórmerka dóm og jafnframt að svissneskt heilsu- hæli skyldi greiða söngvaranum hundrað og tuttugu milljónir króna í skaðabætur fyrir að hafa notað nafn hans í auglýsinga- skyni fyrir slíkan töfrakúr á þeirra snærum. Linda Gray á til sínar góður hliðar og sýnir þegar henni hentar. Hún bauð hundrað og fimmtiu þúsund krónur fyrir leikfang á uppboði • - og gaf það nærstaddri smá- stelpu á staðnum. Barnið hafði staðið og sagt að þetta vildi það eignast framar öllu í lífinu en faðir hennar gat ekki boðið hærra en sextán þúsund krónur. Tommy Steel segist lifa á grænmeti, leika squ- ash og hlaupa í tvo til þrjá klukkutima á degi hverjum. Þetta er eflaust lykillinn að því að söngvarinn virðist nákvæm- lega eins í útliti ennþá og hann var þegar stjarna hans skein sem skærast. Lesendum til glöggv- unar skal það tekið fram að liðin eru lítil þrjátíu ár síðan þannig að sá strákslegi Steel verður fimmtugur í desember. Tina Turner ætlar að vera í sviðsljósinu i þrjú ár ennþá og er svo sest endan- lega í helgan stein. Ein kvik- mynd og ein hljómleikaferð og þá hef ég nægilegt handa á milli til þess að sjá fyrir fjölskyl- dunni fram að fimmtugu!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.