Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Síða 5
FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986.
5
Stjómmál
Framsóknarflokkurinn 70 ára:
Heitt þing
um helgina?
Það stendur mikið til hjá Fram-
sóknarflokknum. í gærkvöld lagði
hann Háskólabíó undir 70 ára af-
mælishátíð. í morgun hófst 600 manna
flokksþing á Hótel Sögu sem standa
mun fram undir kvöld á sunnudag.
Fyrir liggja drög að nýrri, ítarlegri
stefhuskrá sem vitað er um fyrirfram
að muni hita mönnum í hamsi.
Þá er ætlunin að breyta lögum
flokksins þannig meðal annars að
flokksþing verði haldin annað hvert
ár i staðinn fyrir á fjögurra ára fresti
og að flokksþing kjósi stjóm flokksins
í stað 115 manna miðstjórnar. Stefht
er að því að þessi breyting gangi í gildi
nú á þessu þingi, að sögn Guðmundar
Bjamasonar, alþingismanns og ritara
flokksins.
-HERB
Nafnar horfast í augu: framsóknarþingmennirnir Stefán Guðmundsson og Stef-
án Valgeirsson. DV-mynd: KAE
Undirskrrftasofnunin:
??Karlinn er brattur'
Jón G. Hauksson, DV, Akureyit
„Ég veit ekki hve margir eru búnir
að skrifa undir en þetta gengur vel
hér í Norður-Þingeyjarsýslunni,"
sagði Jóhann A. Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri á Þórshöfn, aðspurður
um undirskriftalistann þar sem skorað
er á Stefán Valgeirsson að fara í sér-
framboð.
„Karlinn er brattur, hann er ekki
vanur að gefast upp,“ sagði annar
stuðningsmaður Stefáns Valgeirsson-
ar.
Undirskriftir á Akureyri hefjast að
öllum líkindum um helgina. Sá sem
stjómar aðgerðum á Akureyri er Har-
aldur M. Sigurðsson en hann var sá
fyrsti sem gekk út til Stefáns er hann
yfirgaf fúndinn á Hótel Húsavík á
sunnudaginn.
H^5r 50-PÍ I5Í4-ÍNn/
Þá hefur hún slitið barnsskónum,
Lada Samara, og sýnt að hún stend-
ur upp úr í hópi framhjóladrifinna
bíla. Þar haldast í hendur útlit henn-
ar, eiginleikar og kostir. Rúmgóður
og öruggur fjölskyldubíll sem er
hannaður fyrir aðstæður sem við
þekkjum allan ársins hring.
Lada Samara, 4ra gíra, kostar aðeins
247 þúsund krónur með ryðvörn.
Góð greiðslukjör.
Sjálfstæðisþingmenn:
Krefja Jón um kartöfluskýrslu
Landbúnaðarráðherra, Jón
Helgason, situr nú yfir beiðni niu
þingmanna Sjálfstæðisflokksins,
sem vilja skýrslu um áhrif verð-
jöfnunargjalds á kartöflur á verð-
lag og þar með kaupgjald
hérlendis. Einnig vilja þeir að ráð-
herrann nefni dæmi um óeðlilega
verðfellingu erlendis á kartöflum
og vörum unnum úr þeim.
Þingmennirnir, undir forystu
Friðriks Sophussonar, vísa til þess
að með verðjöfnunargjaldinu frá
því 24. júní hafi verið ætlað að
jafna samkeppnisaðstöðu inn-
lendra framleiðenda gagnvart
erlendum, sem talið vár að beittu
óeðlilegri verðfellingu. Jafnframt
hafi forsætisráðherra sagt að
gjaldinu yrði ekki beitt ef það yrði
til þess að hækka framfærslu-
kostnað heimilanna.
Síðan hafi komið í ljós að kart-
öflur hafi hækkað um 72% frá júlí
til ágúst og valdið 0,31% hækkun
framfærsluvísitölunnar. Sú vísi-
tala hafi hækkað i ágúst um 1,13%
sem var 0,38% fram yfir rauða
strikið í síðustu kjarasamningum
og þannig hafi komið til sérstakra
launahækkana af þessum sökum.
Þingmennimir segja að því hafi
einnig verið haldið fram að engin
óeðlileg verðfelling hafi átt sér stað
erlendis.
HERB
Opið laugardag
kl. 10-16.
Skiftiborð Verslun
38600 39230
Verkstæði
39760
Söludeild
31236
Bifreiðar & Landbúnaöarvélar hf
Suðurlandsbraut 14
rfjl,
Fjölbreytt úrval af fallegum gjafavörum.
Við útbúum fallegan jólapakka og sjáum um að
hann komist til viðtakanda á réttum tíma.
^llafossbúðin
VESTURGÖTU 2, SÍMI 13404
Sendum um ailan heim.