Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986. Sljómmál Þingsátyktunartíliaga: Finnur Ingólfsson um komandi prófkjör framsóknarmanna: Vilja úttekt á skoðana- könnun- um hér á landi Tveir þingmenn, þeir Halldór Blöndal og Guðmundur H. Garð- arsson, leggja til á Alþingi að menntamálaráðherra láti gera úttekt á skoðanakönnunum hér á landi. Vilja þeir fá vitneskju um það, hvemig þær standist að gæðum og hvert forsagnargildi þær hafi. Þeir leggja áherslu á að íjallað verði um kannanir um fylgi stjómmálaflokka og meðferð þeirra í skólum. Þá vilja þeir fá svar við því, hvort æskilegt sé að setja reglur um framkvæmd og birtingu skoðanakannana. Þingmennimir vísa til deilna um framkvæmd og gildi ís- lenskra skoðanakannana. Þeir segja slíkar deilur eðlilegar enda sé nauðsynlegt að geta gert greinarmun á góðum og lélegum könnunum. HERB Peningamarkaður VEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur óbundnar 8-9 Lb.Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 8.5-10 Ab.Lta. Vb.Sp 6 mán. uppsögn 95-15.00 Ib 12mán. uppsögn 11-14.5 Úb 18 mán. uppsögn 15.5—16.0 Ib Sparnaður - Lánsréttur Sparað í 3-5 mán. &-13 Ab Sp. i 6 mán. og m. 9-13 Ab Ávisanareikningar 3-7 Ab Hlaupareikningar 3 4 Lta.Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 (Ib.Vh 6mán. uppsögn 2.5-4 Úb Innlán með sérkjörum 8.5-17 Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 5-7 Ab Sterlingspund 8.75-10 Ab Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab Danskar krónur 7.5-9 Ib.Vb Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv-) 15.25-16. 25 Ib Viðskiptavixlar(forv.)(1) 19.5 eða kge Almenn skuldabréf(2) 15.5-18 Úb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hiaupareikningar(yfirdr.) 15.25-18. 00 Úb Útlán verðtryggð Skuldabréf(2) Að2.5árum 4-7 Úb Til lengri tima 5-7 Úb Utlán til framleióslu(3) isl. krónur 15-16.25 Ib SOR 8 Bandarikjadalir 7.5 Sterlingspund 12.75 Vestur-þýsk mörk 6.25 Húsnæðislán 3.5 Dráttarvextir 27 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala nóv. 1517 stig Byggingavisitala okt.-des. 281 stig Húsaleiguvisitala Haekkaði 9% 1. okt. HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnverðs: Almennar tryggingar 111 kr. Eimskip 200 kr. Flugleiðir 140 kr. Hampiðjan 131 kr. Iðnaðarbankinn 98 kr. Verslunarbankinn 97 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbankinn kaupir viðsk.víxla m.v. 19.5% vexti. (2) Vaxtaálag á skulda- bréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. (3) Iðnaðarbanki og Verslunarbanki leggja 1.5% á vexti Iána í erlendri mynt. Skammstafanir: Ab=Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Otvegsbank- inn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Spari- sjóðirnir. Eldri menn sem ýttu á Guðmund - „Þessi ákvörðun Guðmundar er hans mál,“ segir Haraldur Ólafsson „Ég hef ekkert um þetta að segja,“ sagði Haraldur Ólafsson, alþingis- maður Framsóknarflokksins í Reykjavík, í samtali við DV þegar álits hans var leitað á þeirri ákvörð- un Guðmundar G. Þórarinssonar að gefa kost á sér í prófkjör flokksins í Reykjavík og stefna þar á það sæti sem Haraldur nú skipar. „Ég gef kost á mér í fyrsta sætið sem ég skipa nú og þessi ákvörðun Guðmundar er hans mál. Hann verð- ur að meta það sjálfur hvað honum finnst rétt að gera í þessum mál- um,“ sagði Haraldur. Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra og fúlltrúi yngri kynslóðarinnar í prófkjörinu, sagði, aðspurður um sama mál, að Guðmundur hefði sagt það sjálfur um eigið framboð að á það bæri ekki að líta sem vantraust á Finn. „Það er sjálfsagt af honum að gefa kost á sér fyrst áhugi hans á stjómmálum hefúr vaknað aftur," sagði Finnur. Finnur Ingólfsson sagði ennfremur að ýmsir eldri menn hefðu ýtt mjög á Guðmund að taka þátt í prófkjör- inu og kvaðst hann telja að þessir menn væru með því að lýsa yfir van- trausti á sig og um leið væru þeir að beijast gegn endurýjun í þingliði flokksins. Jafnframt væm þeir að reyna að koma í veg fyrir að Finnur hlyti fyrsta sætið í prófkjörinu. Sagði Finnur að á sínum tíma hefði barátta gegn því að ungir menn kæmust til áhrifa i flokknum kostað útgöngu svokallaðrar Möðmvalla- hreyfingar úr Framsóknarflokknum. Spumingu um það hvort til slíks kynni að koma í kjölfar áhrifa kom- andi prófkjörs svaraði Finnur þannig: „í mínum huga kemur það aldrei til greina.“- Haraldur Ólafsson ræðir hér léttur i lund við Stefán Vaigeirsson eftir að sá síðarnefndi var „tekinn af“ á kjördæm isþingi framsóknarmanna fyrir norðan. Skyldu hliðstæð örlög bíða Haraldar i prófkjöri framsóknarmanna Reykjavik? DV-mynd: KAE Alþýðubandalagið í Reykjavík: Blokk gegn Ásmundi Unga fólkið og stuðningsmenn Ólafs Ragnars ætla að tryggja Guðrúnu Helgadóttur 2. sætið „Við komum saman í fyrrakvöld, 25 félagar úr hópi ungs fólks og stuðn- ingsmenn Ólafs Ragnars, og þar var ákveðið að slá skjaldborg um Guðrúnu Helgadóttur til að tryggja henni 2. sætið á listanum. Við viljum komast hjá því að sjá hagfræðing í því sæti,“ sagði einn af frammámönnum í hópi ungs fólks í Alþýðubandalaginu í sam- tali við DV. Hann fullyrti að þessi hópur ætlaði að koma í veg fyrir að Ásmundur Stefánsson næði 2. sætinu á listanum. Hópurinn kom saman á Hótel Borg í fyrradag. Þar voru mættir m.a. Össur Skarphéðinsson, ritstjóri Þjóðviljans, sem mun vera hvatamaðurinn að þessu öllu saman, Ömólfur Thorsson bókmenntafræðingur, Halldór Guð- mundsson hjá Máli og Menningu, Bjami Jónsson hjá Svörtu á hvítu, Ami Óskarsson, Guðmundur Bjam- leifsson rennismiður, Páll Valsson Stuðningsmenn Ólafs Ragnars og ungt fólk í Alþýðubandalaginu í Reykjavik ætla að slá skjaldborg um Guörúnu Helgadóttur og tryggja henni 2. sætið í forvalinu til að koma í veg fyrir að Ásmundur Stefánsson nái þessu sæti. bókmenntafræðingur og Páll Baldurs- son. Þessi hópur telur sig hafa óskoraðan stuðning alls ungs fólk í AB í Reykja- vík sem og allra stuðningsmanna Ólafs Ragnars, svokallaðrar „lýðræðiskyn- slóðar". Viðmælandi DV sagði að Svavar Gestsson yrði studdur í 1. sæti listans af þessum hópi og eins væri stuðningur við Olgu Guðrúnu Áma- dóttur, sem boðið heíúr sig fram í forvalið. „Það er þónokkuð síðan við skipulögðum mjög vel smurða kosn- ingavél fyrir Ólaf Ragnar en nú, þegar hann hefur ákveðið að fara á Reykja- nesið, ætlum við að einhenda okkur að því að tryggja Guðrúnu sætið sagði viðmælandi DV. Það er því ljóst að ákvörðun Ólafs Ragnars að gefa kost á sér á Reykja- nesi hefur ekki leyst allan vanda ÁB í Reykjavík. -S.dór.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.