Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986. Útlönd Anctvígir konum í predikunar- stólnum Lúterska kirkjuráöið í Finnlandi gengur til atkvaeða í dag um, hvort kvenprestum skuli leyft að þjóna prestaköllum, og er búist við því að það verði samþykkt þótt margir þjónandi presta (að vísu minni- hluti) hafi lagst gegn því. Deilur um það, hvort kvenfólk skuli þjóna sem prestar. hafa á stpndum verið mjög ofsafengnar í Finnlandi en seinni árin hefur dregið úr ofsanum og margirhinna íhaldssamari prestanna telja orðið að sú breyting verði ekki lengur umflúin. Niðurstaða kirkjuráðsins verður síðan send finnska þinginu og for- seta landsins, en það er sjaldan að löggjafinn hafi gengið gegn vilja ráðsins. Meirihluti finnsku þjóðarinnar er lúterskir mótmælendur en kirkjusókn er dræm nema á helstu stórhátíðum. Strokufangi stal þyriu Strokufangi, sem slapp úr Pleas- anton-fangelsinu (60 km suðaustur af San Francisco) í síðustu viku, rændi þyrlu og notaði hana til þess að írelsa vinstúlku sína úr s;una fangelsi. Ronald Mclntosh, sem sat inni fyrir að svikja fé út úr fólki og er annálaöur bragðarefur, tók á leigu þyrlu undir þvi' yfirskyni að hann væri fasteignasali sem vildi skoða sig um. Loks kastaði hann sauð- argærunni, ógnaði þyrluflug- manninum með skammbyssu og neyddi hann til að lenda og yfir- gefa þvrluna en flaug henni sjálfur til fangelsisins. Þar virtist Samantha Dorinda Lopez, vinstúlka hans, hafa átt von á honum því að hún beið tilbúin uppi á fangelsisþakinu þar sem Mclntosh kippti henni upp í þyrl- una í gær og hefur ekkert sést til þeirra eða þyrlunnar síðan. Áfengisútsöiu- veikfall á enda í Noregi? Bjorg Eva Eriendsdóttir, DV, Osló; Nú líður senn að lokum eins umdeildasta verkfalls er átt hefur sér stað í Noregi. í nokkrar vikur hafa áfengisútsölur í Osló og ná- grenni staðið tómar vegna verk- falls. Verkamenn við framleiðslu- og töppunarstöð ríkisins í Osió fóru í verkfall vegna þess að trúnaðar- manni þeirra var sagt upp störfum. Mál trúnaðarmannsms, Hakans Höst fór fyrir dómstólana en hann tapaði málinu. Ákvörðun stjómar áfengisútsöl- unnar um að reka manninn var dæmd góð og gild. Verkfallið var dæmt ólöglegt. En verkamennirnir neita að beygja sig fyrir þessum dómi og nú í vikunni ákváðu þeir að halda verkfallinu áfram ótrauðir þó að dómurinn félli þeim í óhag. Stjóm áfengisverslunarinnar svaraði með því að gefa verka- mönnunum vikufrest til þess að skipta um skoðun og mæta til vinnu. Þeim sem ekki verða komnir til vinnu í dag, fóstudag, verður sagt upp. En verkamennimir hafa enn ekki látið neinar hótanir hafa áhrif á sig. Ef svo fer sem horfir verður nær tvö hundruð manns sagt upp eftir helgina en sjálfir halda verka- mennimir fi-am að svo marga sé ekki hægt að reka án þess að starf- semi töppunarstöðvanna leggist í rúst. Sokolovs saknað á grafhýsi Leníns Sérfræðingar i málefnum Kremlverja boilaleggja nú ákaft yfir hugsanlegri skýringu á fjarveru Sergei Sokolovs, varnar- málaráðherra Sovétrikjanna, við hersýningu á Rauða torginu í morgun í tilefni 69 ára byltingarafmælis Sovétrikjanna. Sérfræðingar í máleínum Kreml- veija bollaleggja nú ákaft yfir hugsan- legri skýringu á fjarveru Sergei Sokolovs, sjötíu og fimm ára vamar- málaráðherra Sovétríkjanna, frá hátíðahöldum í Moskvu í morgun í tilefni af sextíu og níu ára byltingaraf- mæli Sovétríkjanna í dag. Sokolov vamarmálaráðherra var ekki á meðal æðstu embættismanna Sovétríkjanna á Kremlarmúr við Rauða torgið í morgun til að fylgjast með umfangsmikilli hersýningu í til- efhi dagsins. Fjarvera vamarmálaráðherrans er hugsanlega talin benda til þess að Sokolov eigi við vanheilsu að stríða og hafi ekki treyst sér á Kremlarmúra í morgun. Pyotr Lushev hershöfðingi tók í við kveðju hermanna Rauða hersins á Rauða torginu í morgun, í fjarveru Sokolovs, en Sovétmenn halda árlega upp á byltingardaginn, sjöunda nóv- ember, með miklum hátíðahöldum, þar sem hæst ber umfangsmiklar hersýn- ingar á Rauða torginu. Mikhail Gorbatsjov, leiðtogi Sovét- ríkjanna, stóð ásamt Andrei Gromyko og öðrum æðstu valdamönnum lands- ins á grafhýsi Leníns og fylgdist með hersýningunni í morgun. Mesta þyriuslys sögunnar Fjörutíu og fimm olíustarfsmenn fórust með þyrlu sem hrapaði í gær með þá í Norðursjó undan strönd Skotlands. Er það mesta þyrluslys sem sögur fara af. Lifðu ekki slysið af nema tveir menn, aðstoðarflugmaður og starfsmaður af olíupalli. Björgunar- þyrla náði þeim upp úr sjónum. Um borð í flutningaþyrlunni, sem var af Chinook-gerð (tveggja hreyfla), höfðu verið 47 menn, þriggja manna áhöfn þyrlunnar og olíustarfsmenn. Hafði þyrlan verið á leið með þá frá Brent-olíusvæðinu til Shetlandseyja. Bræla var á þessum slóðum og stór- sjór. Sex þyrlur og leitarflugvél tóku þátt í leitinni og höfðu fundist nítján lík, þegar hætta varð leit í myrkri í gær- kvöldi. Áfram var þó leitað af sjó. Það þótti mesta mildi að tvímenn- ingarmr skyldu komast af. Einskær tilviljun olli því að þyrla strandgæsl- unnar var í eftirlitsflugi á þessum slóðum. Menn í henni sáu álengdar olíuflekk á sjónum og gáðu nánar að. Komu þeir þá auga á mennina tvo í sjónum. Voru þeir lagðir inn á sjúkra- hús í Aberdeen eftir hrakninginn, en í morgun var sagt að líðan þeirra væri eftir atvikum góð. Um tildrög slyssins er ekkert vitað enn. Mennimir, sem fundist hafa til þessa, hafa allir verið í björgunarvest- um, en þau óuppblásin, sem bendir til þess að slysið hafi borið snöggt að. Mesta þyrluslysið fram að þessu varð á suðvesturhluta Bretlandseyja 1983, en þá fómst tuttugu menn. Mannfrekari þyrluslys hafa orðið í hemaði. 84 létu lífið í herþyrlu, sem hrapaði í Nicaragua 1982. 46 fórust með bandarískri herþyrlu, sem var á leið til flugsýningar í V-Þýskalandi 1982. Það var raunar einnig þyrla af Chinook-gerð. Chinook-þyrlumar, sem smíðaðar em af Boeing-verksmiðjunum, em hannaðar með tilliti til þess að þola hin erfiðustu veðurskilyrði. Þær vom mikið notaðar í Víetnamstríðinu. Forráðamenn fyrirtækisins, sem stendur að olíuleitin á Brentsvæðinu, segjast ekki ætla að nota í bili aftur Chinook-þyrlur, á meðan rannsakað verður, hvað olli þessu slys. Ekkert neyðarkall barst frá þyrl- unni. Tvennum sögum fer af því, hvemig slysið hafi borið að. Segja sumir að þyrlan hafi liðast í sundur í loftinu í um 150 metra hæð yfir sjón- um. Aðrir segja að hún hafi hrapað og verið í heilu Iagi, þegar hún kom niður í brotsjóina, en fljótlega sokkið og brotnað. Líkum þeirra sem fómst og braki úr þyrlunni hafi síðan skotið upp á yfírborðið. Þrjátíu og níu logreglumenn féllu á bílprófi Haukur L. Hauksson, DV, Kaupm4iöfn; Af fjömtíu og þrem dönskum lög- regluþjónum er þreyttu nýtt ökupróf í Danmörku, er tók gildi fyrsta október síðastliðinn, féllu þrjátíu og níu. Ekki þykir þetta sérlega vel af sér vikið hjá dönsku lögregluþjón- unum, enda rauð andlit undir kaskeitunum að prófi loknu. Nýja ökuprófið hefur verið sam- hæft af dönskum dómsmálayfir- völdum fyrir allt landið svo tryggt sé að allir gangist undir sama próf- ið. Formaður danska ökukennara- félagsins segir að ómögulegt sé að ná prófinu án þess að hafa farið í gegnum umferðarfræðslutima. Lögð sé áhersla á nýjan hugsana- gang þar sem skynsemi og öryggi situr í fyrirrúmi í stað páfagauka- lærdóms nemenda í lagabálkum og reglugerðum. Nemendumir fá að sjá tuttugu og fimm skuggamyndir úr sex hundruð mynda safrii. Eru þær af alls kyns kringumstæðum úr um- ferðinni og eiga nemendur að svara játandi eðaneitandi spum- ingum er lagðar em fyrir þá um leið og myndimar em skoðaðar. Ef fleiri en fímm spumingum er svarað rangt fellur nemandinn. Auk lögreglumannanna féllu allir tuttugu nemenda er þreyttu prófið. Ástæðan fyrir hinu nýja prófi er mikill mismunur fallprósentu víðs vegar um Danmörku vegna mis- munandi kennslu. í nýja ökuprófinu felast einnig akstursæfingar á þar til gerðum æfingabrautum. Tugmilljón ára gamlir steingervingar á Suðurskautslandi Jarðfræðingar frá Nýja-Sjálandi hafa fundið tugmilljón ára gamla steingervinga í borkjömum á Suður- skautslandinu, að því er talsmaður stjómvalda í Wellington, höfuðborg Nýja-Sjálands, sagði í morgun. Að sögn jarðfræðinganna er unnið hafa að rannsóknarstörfum á Suður- skautslandinu undanfama mánuði hafa komið upp steingerðar leifar lauf- blaða og ýmissa smálífvera, sem talin eru allt að 42 milljón ára gömul. Fundust steingervingamir eftir að vísindamennimir höfðu borað niður á 518 metra dýpi, en fram að þessu hafa vísindamenn ekki borað svo djúpt á Suðurskautslandinu. Haft er eftir foringja nýsjálensku leiðangursmannanna að afrakstur til- raunanna hefði farið fram úr þeirra björtustu vonum, en búist er við að þær standi fram í miðjan nóvember, en þá fer að hlýna á Suðurskautsl- andinu og erfiðara verður um vik fyrir vísindamennina að athaína sig. Bítlasonurinn tekinn fyrir hnupl Hinn nítján ára gamli sonur Ringo Starr, bítlatrymbilsins fræga, var í gær dæmdur til sektar fyrir rétti í London eftir að hann hafði játað sig sekan um þjófhað á hljómflutningstækjum úr bifreið. Það hafði hann gert í ölæði eftir sukkkvöld með félögum sínum. Lögreglan kom að Jason Starkey, eins og hann heitir, þar sem hann lá í ölv- ímu á gólfinu í sendibifreið fyrir utan heimili sitt í London. Þýfið lá á gólfinu hjá honum. Starkey stundar hvorki skóla né vinnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.