Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Síða 11
FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986. 11 Fréttir Nokkrir starfsmenn Sláturfélags Suðurfjarða virða fyrir sér verk dagsins. Sláturfélag Suðurfjarða: Þyngsti dilkurinn 28,8 kíló Siguisteinn Melsteð, DV, Bieiðdalsvík: Slátrun er nú lokið hjá Sláturfélagi Suðuríjarða. Stóð hún frá 22. septemb- er til 31. október. Slátrað var 9100 dilkum, 1500 fullorðnu fé, 80 nautgrip- um og 9 hrossum. Meðalfallþungi dilka var um 15 kíló, um það bil einu og hálfu kílói meiri en í fyrra. Þyngsti dilkurinn var frá Seli í Breiðdal og vó hann 28,8 kíló. Slátrað var öllu fé frá fjórum bæjum á félagssvæðinu sem nær frá Hvammi í Fáskrúðsfirði að Berunesi við Beru- fjörð, auk íjár á nokkrum bæjum sunnar. Sláturhúsið er nýtt og vel tækjum búið. Gæti það annað miklu stærra svæði en nú er. Starfsfólk hússins er um fjörutíu talsins. Sláturhúsið er nýtt og vel tækjum búið. DV-myndir Sigursteinn Lánveitingar Húsnæðisstofnunar vegna eldri umsókna: Afgreiðsla hefst í mánuðinum erfiðleikar í innskriftinni vegna mik- ils vinnuálags starfsfólks Húsnæðis- stofnunar, en Sigurður bjóst við því að þau mál leystust á næstu dögum. Hins vegar gat hann þess að enn væri ólokið undirritun flestra samn- inga við lífeyrissjóðina, en á meðan ekki hefði verið gengið frá þeim, væri ekki hægt að gefa umsækjend- um loforð fyrir lánum. Alls eru lífeyrissjóðimir sem fengið hafa samningsform frá Hússnæðisstofnun 86 talsins, en aðeins 6 eða 7 hafa sent inn undirritaða samninga. -ój Lánveitingar Húsnæðisstofnunar ríkisins samkvæmt nýju húsnæðis- lánareglunum vegna umsókna sem bárust fyrir 1. september hefjast í þessum mánuði og fram til áramóta verða veitt lán vegna bygginga eða kaupa á yfir 500 íbúðum, samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Sig- urði E. Guðmundssyni, fram- kvæmdastjóra Húsnæðisstofhunar ríkisins. Þau lán sem veitt verða fram til áramóta eru vegna íbúða sem var sótt um lán vegna, samkvæmt gamla húsnæðislánakerfinu, en umsækj- endum var gefinn kostur á að breyta lánsumsókninni til samræmis við hinar nýju reglur. Sagði Sigurður að flestir umsækjendur hefðu viljað fá hærri lánin, en einnig hefði nokk- ur fjöldi viljað fá lán sín samkvæmt gamla lánakerfinu og hefði fólki ver- ið val um það í sjálfsvald sett. Hvað varðar lánveitingar sam- kvæmt nýja kerfinu á grundvelli umsókna frá og með 1. september, sagði Sigurður að nýlega væri lokið gerð tölvuforrits vegna þeirra lána, en enn væri verið að skrifa inn í kerfið umsóknir fólks. Hefðu skapast VERKAFÓLK Okkur á Álafossi vantar duglegt starfsfólk, kon- ur og karla til ýmissa starfa. Bónuskerfi. Starfs- mannaferðir. Upplýsingar í síma 666300 strax. DÖMUR! í Árbæ og nágrenni. Laugardaginn 8. nóvember kl. 16.00 verður 1. ráð Landssamtaka málfreyja á Íslandi með opinn kynningarfund á starfsemi sinni. Fundurinn verður haldinn í félagsmiðstöðinni Árseli við Rofabæ. LJtbreiðslunefnd 1. ráðs. ÓDÝRI SKÓMARKAÐURINN Margs konar skófatnaður, selst ódýrt. Skómarkaðurinn, Hverfisgötu 89. FÓSTRUR, ATHUGIÐ Við leitum að fóstru fyrir leikskólann Barnabæ á Blönduósi. Fóstran þarf að leysa forstöðukonu af um að minnsta kosti 3ja mánaða skeið, frá 1. des nk. Barnabær er nýlegur leikskóli, vel búinn, með 10 dag- heimilispláss og 60 leikskólapláss. Hafið samband við forstöðukonu í síma 95-4530 eða undirritaðan í síma 95-4181 fyrir 15. nóvember nk. Sveitarstjóri. LYFTARAR ATH! Nýtt heimilisfang Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra raf- magns- og dísillyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flvtjum lyftara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboðssölu. LYFTARASALAN HF. Vatnagörðum 16, símar 82770-82655. Fylgist með qfmæUstilboðimum. Breytilegay vörur á qfhuelistUboðunum sem standa allan þennan mánuð. Afsláttur á ajmælistilboðum alb að 30%. Kjötborg, Ásvallagötu 19, Kjötborg, Stórholti 16, símar 14925 og 15690. sími 23380. HAUSTHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐEFLOKKSINS DREGIÐ A MÁNUDAG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.