Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Aðgöngumiði að stjórn Hugmyndir um nýsköpunarstjórn búa að baki til- lagna sumra alþýðubandalagsmanna um að gera aðeins bráðabirgðasamninga en fresta aðalsamningunum fram undir sumar. Sagt er, að ekki þýði að gera kjarasamn- inga nú um áramótin, nema bráðabirgðasamninga, vegna þess að núverandi stjórn kunni að fara frá eftir kosningar. Núverandi ríkisstjórn geti því ekki sam- þykkt skuldbindingar í tengslum við kjarasamningana. Því skuli beðið næstu stjórnar. Aðalmálsvarar frestunar eru Dagsbrúnarmenn, svo sem Þröstur Ólafsson og Guðmundur J. Guðmundsson. Þeir sjá sér leik á borði, verði samningum frestað. Þá stæði Alþýðubandalagið eftir kosningar þannig, að það gæti hótað öðrum flokk- um. Eins gott væri að taka Alþýðubandalagið í stjórnar- sæng, þar sem ella mætti búast við kjaradeilum. Þröstur gerir ráð fyr-ir að vera þá kjörinn á þing. Guðmundur J. Guðmundsson hugsar til þess að hafa mikil áhrif á stjórn landsins, bæði sem foringi Verkamannasambands og Dagsbrúnar og vegna samvinnu við Þröst. Erfítt gæti orðið fyrir Sjálfstæðisflokk og Alþýðuflokk að hafna Alþýðubandalaginu í slíkri stöðu. Því yrði lík- legra en ella, að upp kæmi stjórnarmynstrið Sjálfstæðis- flokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag. Eins og kunnugt er hafa margir alþýðubandalags- menn vísað tillögunni um bráðabirgðasamning á bug eða haft sitthvað við hana að athuga. Líklegt er, að það gæti kostað launþega talsvert, ef aðalsamningum yrði frestað. Þar kemur einkum til, hvort ekki sé aðstaða strax eftir áramót til að semja um nokkra leiðréttingu launamisréttis. Ekki er að vita, hvenær ný ríkisstjórn tæki við. Þá er óljóst, að ný ríkisstjórn gæti boðið laun- þegum eitthvað teljandi umfram það, sem núverandi stjórn byði. Ágreiningur er mikill um þetta innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Þeir Guðmundur J. og Þröstur fengu Dagsbrúnarsamþykkkt fyrir frestun heildarsamninga. í ályktun Dagsbrúnarmanna segir, að engir heildarsamn- ingar skuli gerðir, fyrr en ný ríkisstórn hafi tekið við völdum í vor. Til þess að tryggja, að kaupmáttur minnki ekki þennan tíma, verði gerðir bráðabirgðasamningar við atvinnurekendur og gildi þeir samningar til fyrsta maí. Dagsbrún segir réttilega, að um næstu áramót verði- kaupmáttur taxtakaups níu prósent hærri en í byrjun ársins og fjórum prósentum hærri en á síðasta ári. Þrátt fyrir góðærið sé staðreynd, að átt hafi sér stað mikil mismunun í kjörum fólks. Þetta verði að leiðrétta eins og kostur er og bæta hag hin- a lægstlaunuðu. I raun er ekki rökrétt framhald af þessu, að samning- ar séu látnir bíða og settir í óvissu. Enda andmæla margir, svo sem Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðnverkafólks, sem þó er alþýðubanda- lagsmaður. Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusam- bandsins og keppinautur Þrastar í forvali Alþýðubanda- lagsins, finnur ýmislegt athugavert við frestun. Enn einn alþýðubandalagsmaðurinn, Benedikt Davíðsson, formaður Sambands byggingamanna, telur frestunar- hugmyndina fráleita. Verkalýðsmenn eru þannig ekki endilega reiðubúnir að gína við tillögum Þrastar. En sumum mun finnast hún freistandi, einkum þeim alþýðuflokksmönnum til að mynda, sem vilja nýsköpunastjórn. Haukur Helgason. Réttar leikreglur Það er hægt að rífast endalaust um prófkjör. Og það er hægt að ríf- ast endalaust um þær aðferðir sem flokkar nota til þess að skipa fram- boðslista sína. Eitt er þó ljóst að það er flokkum vænlegra að hafa í fram- boði fyrir sig menn sem njóta nokkurs trausts eða skapa sér traust en bjóða aðeins ffam þá menn sem ekkert fylgi hafa og enn minna traust. En hvemig sem framboð eru ákveðin verður að fylgja réttum leik- reglum. Röð skipti máli í Reykjavík. Sjálfstæðismenn í Reykjavík höfðu prófkjör og það var ákveðið fyrir- fram að það skipti máli hvar mönnum væri raðað á lista. Þess vegna vissu allir, sem vildu vita, að ara og gera samþykktir í Heimdalli um að reglumar hefðu átt að' vera öðruvísi, - t.d. eigi að meta kosning- amar eftir öðrum reglum en kosið var eftir. Og því er haldið fram að það sé vont fyrir flokkinn að Albert sé í efsta sæti nú við kosningamar. En mér vitanlega var þessu hvergi haldið firam opinberlega fyrir kosn- ingar og hefði það þó verið nauðsyn- legt að koma slíkum röksemdum að gagnvart kjósendum áður en kosið var. Hitt er aftur annað mál að prófkjö- rið sýnir að það er enginn óumdeild- ur foringi Reykvíkinga í hópi alþingismanna. Er enda eðlilegt að menn saffii sér ekki saman um for- Á sínum tíma sigraði Eggert Haukdal í hörku prófkjöri innan Rangárvallasýslu og trúðu utan- ■sýslumenn þessu ekki fyrirfram. Andstæðingar Eggerts voru þeir Sig- urður Oskarsson og Jón Þorgeirs- son, báðir vinsælir menn. Næst gerist það að Eggert verður undir í kjördæmisráði og lendir í þriðja sæti listans. Hann hafnar því í sæti og býður sig fram utan flokka og fær þá með sér Jón Þorgeirsson og Sigurgeir í Holti. Enginn spáði Eggert sigri í þessum slag. En Egg- ert sigraði í þessum kosningum á utanflokkalista og komst inn á þing. Er hann eini maðurinn sem hefur náð kosningu á utanflokkalista fyrir utan Hannibal Valdimarsson í Reykjavík 1967. Þó þurfti Eggert að ná mun hærra atkvæðafylgi í kjör- dæminu heldur en Hannibal. Eggert skipaði þriðja sæti listans í síðustu kosningum. Þá vann hann það sæti, en það hafði áður tapast. Ef litið er til þessa er nema eðli- legt að sjálfstæðismenn á Suðurlandi telji Eggert nokkuð vaskan víga- mann í kosningum og vilji skipa honum hátt sæti á listanum. Að minnsta kosti er ljóst að Eggert hef- ur sannað það að hann hefur kjör- fylgi á Suðurlandi til þess að komast hjálparlaust á Alþingi fslendinga. Nú er því haldið fram að Ámi hafi meira heildarfylgi en Eggert. En reglumar vom þær að menn númer- uðu. Og það er ljóst að Eggert fær ríflegan meirihluta til þess að vera í öðm sæti, 151 af 284 atkvæðum, og það er meira en fylgi Áma! Morgunblaðið bendir réttilega á að úrslitin í Reykjanesi beri að skoða í ljósi þess að þeir sem þar kusu séu úr hópi helstu trúnaðarmanna flokksins og ættu því að geta betur og réttar dæmt um störf þingmanna, það sama hlýtur að gilda um Suður- land. ingja þegar þess er ekki þörf, - allir „Nú er þvi haldið fram að Arni hafi meira heildarfylgi en Eggert. En reglurn- ar voru þær að menn numeruðu. Og það er Ijóst að Eggert fær ríflegan meirihluta til þess að vera í öðru sæti, 151 af 284 atkvæðum, og það er meira en fylgi Árna.“ sá yrði í fyrsta sæti sem fengi flest atkvæði í það sæti o.s.frv. Aðeins einn frambjóðandi lýsti því yfir opin- berlega að hann keppti að þessu sæti, Það var Albert Guðmundsson, en hann kvaðst ætla að halda hlut sínum í þessu prófkjöri og hann var í efsta sæti listans. Albert sigraði i þessum bardaga. Nú segja menn, hann hefúr ekki meirihlutafylgi í fyrsta sætið. Það er rétt. En þess var heldur ekki krafist, - hann hefúr hins vegar meira fylgi en þeir tveir sem næstir koma. Því er einnig haldið fram að Al- bert hafi ekki nægilegt fylgi, - hann hefði orðið númer átta eða níu ef heildaratkvæðafjöldi hefði ráðið. Svona röksemdafærsla er bull. Þetta er álíka og gefa spil í bridds, - sjá á spilin og uppgötva að ekkert spilið er hærra en átta og heimta þá vist, svo hægt sé að spila nóló. En það er líka rangt að Albert hafi ekki nægilegt fylgi. Ef litið er til úrslitanna sést að fráfarandi þing- menn Reykvíkinga höfðu mest fylgi og voru einir með yfir 50% fylgis í fjögur efstu sætin. Enginn annar frambjóðandi náði kjörfylgi yfir 50 í þessi sæti, - m.ö.o. þar skipti um fylgi frambjóðendanna. Birgir ísleif- ur Gunnarsson fór yfir 50% markið þegar búið var að telja saman at- kvæðin í þrjú efstu sætin, en eftir fjögur var röðin orðin: Birgir, Frið- rik, Ragnhildur, Albert. Þessi röð er þó ekki niðurstaða kosninganna því að það var gert ráð fyrir henni í kosningareglunum. Atkvæði, sem þessir fjórir alþingis- menn fengu í önnur sæti, skipta hér engu máli. Og það er raunar hægt að halda því fram að atkvæði, sem gefin eru þessum alþingismönnum neðar, séu vantraust á þá, eða halda menn að maður, sem kýs Albert Guðmundsson í 12. sætið, sé að lýsa yfir stuðningi við hann? Taka má annað dæmi: Halda menn að atkvæði, sem Þorsteinn Pálsson fékk í annað og þriðja sæti fram- boðslistans á Suðurlandi, sé stuðn- ingur við hann? Vitanlega ekki. Menn skrifa núna greinar og leið- vita að sjálfstæðismenn í Reykjavík eiga sér aðeins einn foringja í sinni sveit, Davíð Oddsson. KjáUariim Haraldur Blöndal lögfræðingur Vilhjálmur verður ekki byggðastefnumaður Vilhjálmur Egilsson náði ekki nægum frama í Reykjavík. Eru margar skýringar á því, - en ein örugglega röng, þ.e. sú að Vilhjálm- ur hafi verið útilokaður af kjósend- um Alberts Guðmundssonar. En Vilhjálmur leggur ekki árar í bát. Nú hafði Eyjólfur Konráð flutt sig að norðan í öruggt sæti i Reykjavík og notið til þess mikils trausts. Vant- aði frambjóðanda fyrir norðan. Þá minntust menn þess að Vilhjálmur á uppruna sinn í Skagafirði og nú er hann kominn í framboð þar. Margir halda að nú muni Vil- hjálmur umbreytast og verða svokallaður byggðastefnumaður af verstu sort. Ég trúi því ekki. Ég veit heldur ekki til þess að fólk úti á landsbyggðinni sé öðrum kjósendum frekara á fé úr landsjóði. Að vísu hafa Akureyringar rekið úr starfi hitaveitustjórann sinn fyrir þær ein- ar sakir að hann vildi ekki að Reykvíkingar borguðu hitareikn- inga höfðustaðar Norðurlands, en „Eitt er þó ljóst að það er flokkum væn- legra að hafa í framboði fyrir sig menn sem njóta nokkurs trausts eða skapa sér traust en bjóða aðeins fram þá menn sem ekkert fylgi hafa og enn minna traust.“ Eggert með meirihluta í ann- aðsæti Á Suðurlandi varð breyting á sætaröð. Þar breyttist röð manna í öðru og þriðja sæti. Ámi Johnsen féll í þriðja sæti en Eggert Haukdal fór í annað sætið. Það hafa verið talsverðar sviptingar á Suðurlandi um ffamboðsmál. Nú fellur Ámi um sæti og leiðarahöfundar Morgun- blaðsins lætur eins og Geir Hall- grímsson hafi fallið í annað sinn. Og Ámi tekur ósigrinum illa. En var við öðm að búast? Og er ég hér ekki að leggja neinn dóm á þingstörf Áma, en ég þekki lítið til þeirra. sá atburður er vonandi undantekn- ing. Staðreyndin um stjómmálaskoð- anir Vilhjálms em nefnilega þær að hann heldur þvi ffarn að byggða- stefriupólitík að ofan gagnist lands- byggðinni ekki, heldur verði til þess að mismuna fólki. Hin rétta byggða- stefna sé að gefa byggðunum ákvörðunarrétt um sjálfeaflafé sitt, afnema höft og miðstýringu úr Reykjavík og þá myndist jafnvægi í byggð landsins. Og er til eðlilegri byggðastefna en sú að kalla til for- ustu mann úr sveitinni sem hefur farið til mennta og staðið sig vel og notið trúnaðar? Haraldur Blöndal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.