Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Síða 27
FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986. 39 Erla B. Axelsdóttir - Blússan eina, pastelmynd, 1985. Stólað á stflinn Sýning Eriu B. Axelsdóttur að Kjarvalsstöðum Nú líður vart sú vika að ekki komi fram áður óþekktur íslenskur lista- maður. Þetta er auðvitað gott fyrir listina í landinu en' kannski ekki eins gott fyrir listamennina. Og er- fitt er það fyrir okkur gagnrýnendur. Nú orðið fáum við sjaldnast ráðrúm til að gaumgæfa listsýningar af þeirri kostgæfrii sem flestar þeirra verðskulða heldur verðum að stikla á stóru bæði í skoðun og umfjöllun. Með þessu áframhaldi er fyrirsjá- anlegt að svo margar sýningar verði í gangi á einum og sama tíma að íslensk blöð verða að taka upp á því sama og stórblöðin úti í heimi, það er að birta ekki nema nokkrar bnur um hverja sýningu nema þá stærstu myndlistarviðburði. Við skulum vona í lengstu lög að til slíkra neyðarúrræða þurfi ekki að koma, meðal annars vegna þess að hér finnast ekki listatímarit til að hlaupa í skarðið fyrir dagblöðin með gaumgæfilegri listgagnrýni og listmiðlun. Erla B. Axelsdóttir er nýtt nafn fyrir mér fyrir utan nokkur málverk á Reykjavíkursýningunni. MyndJist Aðalsteinn Ingólfsson Þau voru gerð af talsverðri íþrótt og skörtuðu björtum, smekklega samræmdum litum. Viðfangsefnið, tjöld í Laugardal, var ekki alveg venjulegt og bar vott mátulega metnaðarfullu hugarfari. Að þessu sinni sýnir Erla 52 pastel- myndir í vesturgangi Kjarvalsstaða. Þar kemur fram að hún er jafnvíg á olíulit og pastel og tekst að mestu leyti að viðhalda „flæði“ olíunnar í pastelmyndum sínum. Myndefhið er áfram fremur þröngt afmarkað, af litlum gróðurreitum í landslaginu eða griðastöðum á heiminu, svona ekki ósvipað því sem nokkrir grcifíklistamenn sérhæfðu sig í á tímabili. Þannig dregur Erla til dæmis upp litríkar myndir af skyrtum, axla- böndum og ýmsu öðru sem liggur á glámbekk á flestum heimilum. Síðan gerir hún myndir af fólki, uppstilltu í nærmynd, einnig að leik og starfi. Listakonan er tæplega í stakk búin að gera sannfærandi and- litsmyndir en tekst oft að fanga hópstemmningar eins og þegar hún skissar upp myndir af fólki á strönd- inni. I heildina séð er sýning Erlu geð- þekkur samsetningur en þó er heldur mikill stílæfingabragur á mörgum myndum hennar. Hún mætti gera sér far um að taka viðfangsefhi sín fastari tökum. Þannig mundi hún ekki bara opinbera það hún sér, heldur einnig hvað henni fmnst um það sem hún sér. -ai Þegar íshjartað slær Þýskt bókmenntarit helgað íslenskum nútímabókmenntum Die Horen heitir virt þýskt tímarit um menningarmál sem gefið hefur verið út í Hannover í 31 ár. Útgefend- ur hafa fyrir sið að taka fyrir bók- menntir ákveðinna landa og gera þeim rækileg skil með því að leggja allt ri- tið undir þær. Timarit Aðalsteinn IngóHsson Þriðja hefti þessa árs er einmitt helg- að íslenskum nútímabókmenntum og hefur ekkert verið til sparað að gera það vel úr garði. Þeir Franz Gíslason, Sigurður A. Magnússon og Wolfgang Schiffer hafa ritstýrt þessu tölublaði, sem ber heitið „Þegar íshjartað slær“. í því eru ítar- legar greinar um ísland og íslenskar bókmenntir eftir Wolfgang Schiffer, Guðberg Bergsson, Sigurð A. Magnús- son, Jón Viðar Jónsson og Helgu Sigurður A. Magnússon - íslenskur ritstjóri timaritsins. Kress, ljósmyndir og grafíkmyndir eft- ir íslenska og þýska aðila og svo auðvitað skáldskapur. Þama eru ljóð eftir þrjátíu og fimm nútímaljóðskáld, frá Snorra Hjartar- syni til Gyrðis Elíassonar, í þýðingu Jóns Laxdal, Peturs Behrens, Wolfs Kuhnelt, Gunther Wigand og Franz Gíslasonar og óbundið mál eftir fjórt- án höfunda, frá Indriða G. Þorsteins- syni til Vigdísar Grímsdóttur, þýtt af Jóni Laxdal, Jurgen von Heymann, Ingo Wershofen, Susanne Erika Beug, Gudrun Hanneck-Kloes og Coletta Burling og loks kaflar úr leikritum eftir Guðmund Steinsson, Ólaf Hauk Símonarson, Hrafh Gunnlaugsson og Odd Bjömsson. Tímaritið er alls 224 blaðsíður og fæst meðal annars hjá aðalútgefand- anum, Kurt Morawietz, Letterstrasse 9, 3000 Hannover 21, V- Þýskalandi, fyrir tæp 13 þýsk mörk. -ai nöMUR 0G HERRAR ATH. Höfum breytt opnunartíma okkar í vetur. Mánudaga - miðvikudaga frá kl. 9-5 fimmtudaga frá kl. 9-8 föstudaga frá kl. 9-7 laugardaga frá kl. 10-2. Tímapantanir í síma 21732. ctfáxsifn V (^/REYN REYNIMEL 34 SÍMI 21732 TIL SÖUJ Toyota Crown Super saloon árg. ’82, ekinn 42.000 km, Ijósbrúnn. Verð 595.000,- Toyota Coaster árg. ’81, 19 manna rúta, ekinn 160.000 km, hvít/blá. Verð 500.000,- Toyota Tercel 4x4 árg. ’86, grænn/ tvílitur, ekinn 10.000 km. Verð 540.000,- Toyota Cressida disil, ekinn 160.000 km, grænn. Verð 460.000,- Toyota LandCruiser STW árg. ’82, disil beige, ekinn 67.000 km. Verð 810.000,- Toyota Tercel árg. ’83, ekinn 34.000 km, grænn. Verð 295.000,- BMW 316 árg. '82. Honda Prelude árg. ’81. BMW 518 árg. ’81. Ford Escort árg. '84. Mazda 626 árg. '82. Mazda 626 2000 GLX árg. ’83. Renault sendibill, árg. ’81. Toyota Cressida árg. '80. Opið virka daga 9-1 i oyota Corolla árg. ’77, rauður, fall- egur bíll. Verð 120.000,- Toyota Corolla árg. '80, ekinn 80.000 km, rauður, fallegur bíll. Verð 190.000,- Toyota Hi-Ace dísil árg. ’82, blár, ekinn 100.000 km. Verð 420.000,- Toyota Corolla DX árg. '85, eklnn 26.000 km, rósgrár. Verð 350.000,- Toyota Corolla liftback árg. ’84, ek- inn 37.000 km, grár. Verð 370.000,- Toyota Camry GL árg. ’83, ekinn 42.000 km, beige. Verð 420.000,- Volvo 244 GL árg. ’79. Fiat Uno 45 S, árg. ’84. Datsun Cherry árg. ’83. MMC Galant árg. '82. Daihatsu Charade árg. '81. Toyota Hi-Ace húsbíll, árg. '82. Toyota Cressida árg. '81 og '82. . Laugardaga 13-18 Höfum ýmsar tegundir bifreiða á söluskrá IV ð SKertFArJ 5 P. SAMUELSSON & CO. HF. SKEIFUNNI 15 108 REYKJAVlK SÍMI (91) 687120

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.