Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Síða 28
40 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986. Andlát Kristín Anna Þórarinsdóttir leik- kona lést 2. nóvember sl. Hún fæddist í Reykjavík 26. október '1935. Hún lauk burtfararprófi frá Leiklistar- skóla Þjóðleikhússins 1954. Lengst af lék hún með Leikfélagi Reykjavík- ur. Eftirlifandi eigimaður hennar er Kristján Amason. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið en það elsta dó á fyrsta ári. Áður hafði Kristín Anna eignast tvö börn. Útför hennar verð- ur gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Helga Stephensen lést 30. október sl. Hún fæddist 22. desember 1902. Hún giftist Stefáni Árnasyni en hann lést árið 1966. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið. Útför Helgu verður gerð frá Fossvogskapellu í dag kl. 13.30. Ólafur F. Gunnlaugsson lést 31. október sl. Hann fæddist í Ólafsvík á Snæfellsnesi þann 23. júní 1921. Að loknu námi í Verslunarskólanum réðst Ólafur til starfa hjá Lands- banka íslands og starfaði hann þar óslitið í 42 ár. Eftirlifandi eiginkona hans er Sigríður Einarsdóttir. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið. Útför Ólafs var gerð frá Neskirkju í morgun. Ólafía Jochumsdóttir lést 29. okt- óber sl. Hún var fædd í Reykjavík 17. september 1912, dóttir hjónanna Diljár Tómasdóttur og Jochums Þórðarsonar. Ólafía giftist Sigvalda Stefánssyni, en hann lést árið 1973. Þeim hjónum varð ekki bama auðið. Útför Ólafar verður gerð frá Nes- kirkju í dag kl. 15. Dr. Hinrik H. Frehen biskup lést 31. október sl. Hann fæddist 24. jan- úar 1917 í héraðinu Waubach syðst í Hollandi. Að loknu námi í mennta- skóla Montfortpresta í Schimmert gekk hann í reglu þeirra og vann regluheit sín 1937. Þá hóf hann nám í heimspeki og guðfræði í prestaskóla í Montfortpresta í Oirschot í Hol- landi og meðtók prestvígslu 1943. Hinn 18. október 1968 var Hinrik Frehen útnefndur til biskups á ís- landi og þáði vígslu 8. desemþer sama ár. Sálumessa verður sungin í Dóm- kirkju krists konungs, Landakoti, í dag kl. 13.30. Jarðsett verður í graf- reit Kristskirkju. Gunnar Bachmann Guðmunds- son, Fögruhlíð, Stykkishólmi, verður jarðsunginn frá Stykkis- hólmskirkju laugardaginn 8. nóv- ember kl. 14. Bílferð verður frá BSÍ kl. 9 og til baka. Bjargey Steingrímsdóttir frá Ekru, Eyjahrauni 9, verður jarð- sungin frá Landakirkju, Vestmanna- eyjum, laugardaginn 8. nóvember kl. 14. Tilkyimingar Ásgrímur Jónsson 5. nóvember 1986 kom út bók um einn hinna miklu meistara í íslenskri málaralist, Ásgrím Jónsson. Það eru Listasafn ASÍ og bókaforlagið Lög- berg sem gefa bókina út í samvinnu við Ásgrímssafn. „Saga Ásgríms Jónssonar listmála er líkust ævintýri. Lítill drengur með glampa í augum tekur sig upp úr sveitinni til að freista gæfunnar í kaupstað. Forsjónin er honum hlið- holl og neistinn, sem með honum býr, fær að glæðast á ami list- hneigðra menningarheimila. Málar- inn ungi heldur til náms í erlendum borgum, og þegar hann snýr heim fullþroska, færir hann með sér bjarma af heimslistinni." í bókinni eru rúmlega sextíu lista- verk Ásgríms í vandaðri eftirprentun og hafa mörg þeirra aldrei verið prentuð áður. Hrafnhildur Schram listfræðingur, núverandi forstöðu- maður Ásgrímssafns, og Hjörleifur Sigurðsson listmálari rita texta bók- arinnar. Ljósmyndun listaverka annaðist Kristján Pétur Guðnason. Torfí Jónsson sá um tilhögun bókarinnar en prentsmiðjan Oddi h/f litgrein- ingu, prentun og bókband. Olafur Pálmason mag. art. var ráðgjafi við útgáfuna. Ásgrímur Jónsson er sjötta bindið í ritröðinni íslensk myndlist en áður eru komnar út eftirtaldEir* bækur: Ragnar í Smára, Eiríkur Smith, Jó- hann Briem, Muggur og Jóhannes Geir. Útvarp - Sjónvaip Iðunn Bragadóttir, nemi í Verkmenntaskólanum á Akureyri: Skilyrði að horfa á fréttimar Ég horfði ekkert á sjónvarpið í gærkvöldi því við höftim ekki einu sinni reynt að ná Stöð 2 hér á þessum bæ. Venjulega horfi ég á sjónvarp annað til þriðja hvert kvöld því hin kvöldin er ég að vinna. Fréttimar horfi ég alltaf á enda er það skilyrði svo maður geti fylgst með því sem er að gerast í kringum mann. Ég horfi á sjónvarp mikið af praktískum ástæðum, þ.e. reyni allt- af að horfa á Peter Ustinov í Rússl- andi þar sem ég er einmitt að læra þá sögu í skólanum núna. Þýsku þættina horfi ég á, Þann gamla og Sjúkrahúsið í Svartaskógi, af þeim er hægt að læra þýskuna ágætlega. Af útvarpinu hef ég það að segja að auðvitað hlusta ég alltaf á Rúvak Iðunn Bragadóttir nemi. og endrum og eins á rás 2 en Bylgj- unni náum við ekki hér á Akureyri. Uppáhaldsþættir mínir í sjónvarp- inu þessa stundina eru Prúðuleik- amir og Dóttir málarans (Mistrals Daughter), það em einu þættimir sem ég horfi á mér til afþreyingar þegar ég hef tíma. Svo reyni ég að horfa á Kastljós og Þingsjá og íþróttir þegcn ég get, en ég horfi afar sjaldan á bíómyndir. Ungt fólk á mínum aldri hefur engan tíma til útvarpshlustunar, hvað þá sjón- varpsgláps. Enda er það yfirleitt í tveim til þrem vinnum, hjá mér er það skólinn og vinna á kvöldin og svo ér ég formaður nemendaráðs þannig að það er ekki mikill tími aflögu. FRIÐARÁR 1986 Fjörutíu ára aðild íslands að Sameinuðu þjóðunu Fridarár 1986 Út er komið ritið Friðarár 1986 í tilefni af íjörutíu ára aðild íslands að Sameinuðu þjóðunum. Útgefandi er félag Sameinuðu þjóðanna, ritstjóri og ábyrgðarmaður Ragnar Friðrik Ólafsson. í ritinu er að Finna greinar um friðargæslu, afvopnunar- mál og framlag íslendinga til friðarmála svo eitthvað sé nefnt. Einnig eru í Friðar- ári 1986 nokkrar vangaveltur um störf íslendinga og afstöðu á vettvangi Samein- uðu þjóðanna ásamt ýmsum athyglisverð- um fróðleikspunktum um sitthvað er tengist félaginu innanlands og á erlendum vettvangi. Nýtt eftir Sjón Út er komin hjá Máli og menn- ingu ljóðabókin Drengurinn með röntgenaugun eftir Sjón (Sigurjón B. Sigurðsson). Sjón er fæddur 1962 og var ekki nema fimmtán ára þegar hann fór að geta sér orð sem skáld. Verulega athygli vakti hann 1979 þegar ljóða- bókin Birgitta, hleruð samtöl kom út, hún var líka það fyrsta sem hann skrifaði sem súrrealisti. Um svipað leyti varð súrrealistahópurinn Med- úsa til. Sjón hefur gefið bækur sínar út sjálfur og þær eru ófáanlegar. I Drengurinn með röntgenaugun hefur hann safnað saman úrvali ljóða úr elstu bókum sínum, en frá og með Reiðhjóli blinda mannsins (1982) eru bækurnar birtar heilar, auk ljóða úr blöðum og tímaritum. Ekki er algengt að skáld gefi út heildarsöfn af þessu tagi svona ung, en bæði er að Sjón er athyglisverður fulltrúi nýrrar íslenskrar ljóðlistar og ljóðabækur hans ekki aðgengileg- ar almenningi fyrr en með þessu safni. Listaverk eftir kanadíska súr- realistann Jean Benoit skreytir bók og kápu, en myndina af Sjón inni í bókinni tók Robert Guillemette. Teikn hannaði kápuna. Bókin er 127 bls., unnin í prent- smiðjunni Odda hf. Kaffisala Safnaðarfélag Ásprestakalls Kaffisala félagsins verður í safnaðar- heimili kirkjunnar við Vesturbrún nk. sunnudag 9. nóvember eftir messu kl. 14. Allir velkomnir. Afmæli íslenskir sögustaðir Norðlendingafjórðungur og Austfirðingafjórðungur Hjá Emi og Örlygi em komin út lokabindin í hinu merka riti Islensk- ir sögustaðir eftir Kristian Kálund í þýðingu dr. Haraldar Matthíasson- ar. Þessi tvö síðari bindi fjalla um Norðlendingafjórðung og Áustfirð- ingafjórðung en áður vom komin út tvö bindi sem fjölluðu um Sunnlend- ingafjórðung og Vestfirðingafjórð- ung. Dr. Haraldur Matthíasson ritar eft- írmála þýðanda óg segir þar m.a.: „Sögustaðalýsing Kálunds er því í fullu gildi enn. Vart mun nokkur fræðimaður fást svo við staðfræði í íslendingasögum, að hann vitni ekki til Kálunds, og einatt er það rit aðal- heimildin. Sumir vitna jafnvel í það í stað þess að skoða sjálfir.“ Við útkomu fyrri binda þessa mikla ritverks komst Steindór Steindórs- son frá Hlöðum m.a. svo að orði: „Einstakt rit í sinni röð. Islands- lýsing Kálunds er einstakt rit í sinni röð, bæði að efnismagni og allri með- ferð efnis enda hlaut það góða dóma og nýtur þess álits enn í dag. Þor- valdur Thoroddsen segir „að Islands lýsingin sé samin af hinni mestu nákvæmni og vandvirkni og þar safnað afarmiklum fróðleik um staðalýsingu og fomsögu íslands". Jón Þ. Þór sagnfræðingur sagði af sama tilefni m.a.: „Rit Kristians Ká- lunds um íslenska sögustaði er eitt af öndvegisritum útlendinga um ís- lenska sögu.“ Islenskir sögustaðir er að öllu leyti unnin í Prentsmiðj- unni Odda hf. 60 ára er í dag, 7. nóvember, frú Þóra Karitas Ásmundsdóttir, til heimilis að Háaleitisbraut 38. Hún verður ásamt eiginmanni sínum, Jóni Þ. ísakssyni, að heiman í dag. 50 ára verður hinn 10. nóvember Svala ívarsdóttir, Vogabraut 28, Akranesi. Hún ætlar að taka á móti gestum í Oddfellowhúsinu þar í bæn- um milli kl. 18 og 22 annað kvöld, laugardaginn 8. nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.