Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Page 30
42 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986. sM 4 f'S GULLKORN VIKUNNAR Elvis Costello - I Want You (IMP) Fallegri en þetta gerast lög varla held ég. Þetta er af- skaplega rólegt en tilfinn- ingin og fegurðin er slík að ég er viss um að jafnvel verstu freðýsur myndu þiðna við að hlusta á þetta nokkrum sinnum. ÖNNUR GÓÐ KORN Smiths - Ask (ROUGH TRADE) Smiths verða bara léttari og léttari með árunum en ekki er slakað á gæða- klónni fyrir því, hér leikur þetta í höndunum á þeim í léttum og hressum takti, og vinsældirnar láta ekki á sér standa. Afköstin eru til fyrirmyndar. PETER GABRIEL & KATE BUSH - Don’t Give Up (CHARISMA) Mikið var það vel til fundið hjá Peter Gabriel að fá Kate Bush til að syngja með sér í þessu fallega lagi, hún lyftir laginu upp um nokkra klassa og Peter Gabriel á ekki síður hrós skilið fyrir að hafa samið þetta magnaða lag. RED BOX - For America (WEA) Skondið lag með jóðli og tilheyrandi. fjöri, maður fellur fyrir þessu þegar við fyrstu áheyrn og það eiga vafalaust margir eftir að dansa við þetta lag. Skil- yrðislaus smellur. ARETHA FRANKLIN & KEITH RICHARDS - Jumpin’ Jack Flash (AR- ISTA) Það þarf ekki að taka það fram að lagið er gamall klassíker eftir þá Stones fóstbræður. Og hér í með- förum Arethu Franklin er það í góðu lagi, hún hefur magnaða rödd og gefur lag- inu þá tilfinningu sem þarf fyrir lag af þessu tæi. STRANGLERS - Always The Sun (EPIC) Glettilega gott lag frá Stranglers, það er létt yfir strákunum hér, skemmti- legir kórar og laglínan viðfelldin, þetta á eftir að heyrast mikið. CUTTING CREW - l’ve Been In Love Before (SIREN) Ekki jafnsterkt og (I Just) Died In Your Arms enda erfitt að fylgja jafnágætum smelli eftir. Cutting Crew fellur samt ekki í þá gryfju að endurtaka sig, þetta er ljúfasta ballaða en minnir óþægilega á Rough Boy með ZZ Top. -SþS- A-ha - Scoundrel Days Stórt skref í rétta átt Þegar norsku hljómsveitinni A-ha skaut skyndilega upp á stjömuhimin- inn í fyrra vom margir sem sögðu að þetta væri dæmigerð skyndihljóm- sveit, sem ætti einn smell og síðan ekki söguna meir. En norsku strák- amir vom ekki á þeim buxunum að gefa sig og hefúr þeim tekist að við- halda áunnum vinsældum og gott betur en það. Þess vegna var ekki laust við að annarrar plötu hljómsveitarinnar eftir gegnumbrot væri beðið með nokkurri eftirvæntingu, því mörg em dæmin um hljómsveitir sem farið hafa of vel af stað og aldrei náð að fylgja góðri byrj un eftir. A-ha tekst hins vegar að mínu mati bærilega að sneiða framhjá þessum vandræðum og gera jafnvel betur því ég tel að þessi plata sé á sinn hátt betri en sú sem á undan fór. Vissulega er greinilegt að hljóm- sveitin er nokkuð leitandi í stílbrögð- um en tekst samt að halda góðri heildarmynd á því sem hún er að gera á þessari plötu. Ahrifin koma úr ýmsum áttum og strákamir blanda þeim smekklega saman og þeir hafa greinilega mikið til brunns að bera sem lagasmiðir (sérstaklega Pál Waaktaar). Þá kemur söngvarinn Moten Harket sérstaklega sterkur út á þessari plötu, stórgóður söngvari. Þegar hefur eitt lag af þessari plötu náð vinsældum - I’ve Been Losing You. Það lag er nokkuð í anda lag- anna af Hunting High And Low en fleiri lög af þessari plötu tel ég vera vænlega til vinsælda, svosum einsog The Swing Of Things og Looking For The Whales. Mér finnst í hæsta máta tilefni til að óska frændum vorum í A-ha til hamingju með þessa nýju plötu, þeir afsanna með öllu spár um skyndivin- sældir og skipa sér í fremstu röð léttra poppsveita í dag. -SþS- George Benson - While The CHy Sleeps Lrtil tilþríf Eftir nokkra lægð sendi George Benson frá sér í fyrra ágætisplötu 20/20 þar sem hann fór á kostum í nýjum sem gömlum lögum og naut þar aðstoðar margra ágætra tónlistar- manna. Það voru því nokkur von- brigði eftir hlustun á While The City Sleeps að heyra hversu máttlaus sú plata er. George Benson, sem á árum áður var einn besti jassgítarleikari vestan- hafs og sjálfeagt enn ef hann tæki nú upp á því að hætta að syngja og fara að spila eingöngu, hefur á undan- fómum árum getið sér gott orð sem soulsöngvari og sem slíkur nýtur hánn vinsælda. Á fyrstu plötum sínum sem söngvari sameinaði hann gítarleik sinn og söng á nokkuð skemmtilegan hátt og kom margt góðra verka frá honum á þess- um árum. Má nefna sem dæmi útsetn- ingu hans á slagaranum On Broadway sem fékk heldur betur andlitslyftingu í meðförum hans. Sú þörf hans að sýna snilld á gítar- inn er því sem næst að hverfa, ef tekið er mið af While The City Sleeps. Til að mynda er þetta, að því er ég held, hans fyrsta plata þar sem ekkert lag er eingöngu spilað og þegar lögin í heild em ekki betri en þau átta sem eru á While The City Sleeps þá er Benson ekki nógu sterkur söngvari til að geta haldið áhuga manns á plöt- unni. Lögin átta eru frekar róleg soullög í hefðbundnum útsetningum. Höfúnd- ar eru ýmsir og hefur Benson nær alveg skipt um lið frá síðustu plötu, ekki til batnaðar. Best tekst honum upp í rólegum ballöðum eins og Kisses In The Moonlight, Love Is Here To- night og Too Many Times. Hraðari lögin eru aftur á móti meðalmennskan uppmáluð. Þó verður að taka það fram að platan er þrátt fyrir vonbrigði þægi- leg hlustun og ekki svo slæm ef á annað borð er ætlunin að spila af- slappandi tónlist. En aðdáendum gítarsnillingsins George Benson er bent á eldri plötu hans. HK Talking Heads - True Stories I sögusafn aðdáendanna True Stories er nafh á kvikmynd sem höfuðpaur Talking Heads, David Byme, leikstýrir. Tme Stories er enn- fremur nafn á plötu sem inniheldur tónlist úr myndinni. Sem fyrr er David Byme allt í öllu. Tónlistin á plötunni er öll eftir hann. Það er engum blöðum um það að fletta að Byme er ákaflega hæfileika- ríkur maður. Tónlist Talking Heads á liðnum árum ber þess fagurt vitni. Byme hefur ennfremur sýnt að hann kann ýmislegt fyrir sér á sviði kvik- myndagerðar, eins og fjöiskrúðug myndbönd sveitarinnar bera með sér. Platan Tme Stories er ekkert tíma- mótaverk á ferli Talking Heads. Tónlistarlega séð er hún rökrétt fram- hald af því sem sveitin var að fást við á síðustu plötu sinni, Little Creatures. Tme Stories er poppaðasta plata sem Talking Heads hefur sent frá sér. Það er í sjálfu sér gott og gilt. Gallinn er hins vegar sá að Byme hefur oftast tekist betur upp hvað varðar laga- smíðar. Tónlistin er á heildina litið nokkuð keimlík og platan þar af leið- andi frekar flatneskjuleg. En Byme bætir það upp með ein- staka gullkomum. Wild Wild Life er til að mynda eitt allra skemmtilegasta lag sem Talking Heads hefur spilað. Laglínan er grípandi og viðlagið við allra hæfi. Svona eiga dægurlög að vera. Hin Ijúfa ballaða, Dream OperaL or, stendur því ekki langt að baki. Byme syngur þar um drauma okkar mannanna sem verða að engu þegar við vöknum upp að morgni. Þessi tvö lög em stjömur plötunnar. Aðrar lagasmíðar em mjög í anda þess sem Talking Heads hefúr áður gert. Þær líða fyrir svipaðar útsetning- ar og ekki nægilega sterkar laglínur. Verst þykir mér takast til í laginu People Like Us, þar sem áhrif Country & Westem tónlistar em ómæld. Tme Stories er ágæt í sögusafn Talk- ing Heads aðdáenda þó hún sé ekki með því besta sem sveitin hefur sent frá sér. Þegar Byme og félagar eiga í hlut gerir maður bara svo miklar kröf- ur. Aðeins það besta nógu gott. ÞJV ar Kate Bush, sem við sögðum frá í síðustu viku, reyndíst þegar allt kom til '8.1 um er að ræða plötu med samsafni af bestu lögum Bush, Eitt nýtt lag flýtur þó með, ..Experiment IV”, og i nýiegu blaðí Billboard getur blaðamaður nokkur vart vatni haldið yfir þessu nýja lagi, sem hanti kallar meisl- Journey hélt hljómleika i New York á dögunum sem ekki er beint i frásögur fær- andi nema hvað að samtimis tóuleikunum fór fram stór- boltanum og undtr lok tónleikanna mátti vart á milli sjá hvort áheyrendur a tónlistinm eða lysmgu a leíknum sem ntargir þeirra nokkrum dögum siðar á tón- leikum hjá Lionel Richie um við og við á rnilli laga, Samt er sagt að margir tón- leikagestir hafi ekkí tekið er nu að smala saman fólki til að spila á næstu sóló- plötu sitmi og hefur þegar ráðið gitarleikarann góð- kunna Jeff Beck og trommu- leikarann Omar Hakim.. .Á innar REM er gamalt lag frá 1968 sem heitir Suoerman í sjóttvarpi. Honum leist svo vel á meðferð REM á laginu að hann dreíf sig á næstu ar og þat uppá svtð og tók Miehael Jackson hefurbeðið fönkarana í Run-O.M.C. aó semja fyrir sig lag á næstu plötu sitta og á texti laysins að vara ungmenni víð eitur- lyfittu crack. . .Qg það eru fleiri sem hafa áhuga á Run- Stevie Wonder hefur farið þess á leit vtð piltana að þeir verði sér innan Itandar á næstu plötu sinní. . .bless

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.