Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Page 32
44 FÖSTUDAGUR 7. NÖVEMBER 1986. Sviðsljós DV Ólyginn sagði . . . Greta Garbo eyddi haustinu i Klösters í Ölp- unum með sinni góðu vinkonu Cecile de Rotschild barónessu. Þær halda sig lítið í skíðabrekk- unum en fara þess meira um svæðið á sinum tveimur jafn- fljótum og vilja síst blanda geði við aðra gesti i fjallaþorpinu. Greta lætur skíðastafina alveg vera en styður sig oft við mynd- arlegan göngustaf sem hún síðan notar til þess að stugga við Ijósmyndurum sem reynast of ágengir. Stjarnan dularfulla er þó alls ekki jafnaðgangshörð og sá baráttuglaði Penn Ma- donnubóndi en getur samt átt það til að pota óþægilega fast á viðkvæma staði láti menn sér ekki segjast. Zsa Zsa Gabor lætur sér ekki nægja að búa í friði og ró með áttunda eigin- manninum, Frederic von Anhalt. í Austur-Þýskalandi leikur sú gamla í kvikmynd um Jóhann Strauss og kvartar há- stöfum yfir að búningahönnuð- urinn geri. hana eins og eldgamla frænku í útliti. Leik- stjórinn hefur kveðið á um að einmitt það sé hennar hlutverk í myndinni - að vera eldgömul frænka - en Zsa Zsa svaraði honum með því að skvetta sjóð- heitu kaffi yfir Friðrik áttunda sem ekkert hafði til sakar unnið annað en vera óþægilega ná- lægt vígstöðvunum. Hann veltir víst fyrir sér skilnaði um þessar mundir. Priscilla Presley er búin að fá nóg af því að leika rokkekkju og hefur ákveðið að renna inn í hjónaband með tví- fara Presleys- Marco Garibaldi. Hann er bæði yngri og hressari en fyrri vinir Priscillu og nú er svo komið að hún ætlar að gift- ast elskhuganum um jólaleytið. Hjónaleysin ættu ekki að þurfa að kvíða baráttunni fyrir dag- legu brauði því rokkarinn Pres- ley skildí eftir sig sand af seðlum fyrir fyrrum eiginkonuna og dóttur þeirra. Elisabet tapaði aldrei þjálfuðu brosinu þrátt fyrir óþægindin sem fylgdu Það var helst að brosið hyrfi þegar kennslustund í matprjónameðferð hinum masandi eiginmanni. stóð yfir. Kínaheimsókn Elísabétar drottn- ingar Bretaveldis varð sögufræg mjög - ekki síst fyrir misgáfulegar athugasemdir eiginmannsins, Philips, sem hann var óspar á hvar sem þau komu. Undir lokin voru gullkornin á allra vörum, erlendar fréttastofur hoppuðu af kæti og forsíðufrétt margra heimsblaðanna varð sú hræðsla karlsins að ef of lengi yrði dvalið í heimsókninni gæti farið svo að þau hjónin kæmu skáeygð heim til Bretlands. Þetta þótti engum fyndið og siðameistar- ar og blaðafulltrúar hallarinnar stóðu í miklu stappi við að fínna einhverjar undankomuleiðir fyrir drottningarmanninn - en útskýr- ingarnar þótti hver annarri vafa- samari. Elísabet er í góðri líkamlegri þjálfun og vakti mikla aðdáun þeg- ar hún valhoppaði léttilega þessa tvö hundruð og fimmtíu metra upp Kínamúrinn. Hún er þar mun fim- ari en evrópskir þjóðhöfðingjar er þangað hafa komið áður og forset- arnir Reagan og Nixon þóttu mun þungstígari en drottningin. Myndir af þeim hjónunum sýna kerlu með sólgleraugu og ljós- myndavél á maganum minnir sterklega á ýmsar túristakerlingar bandarískrar ættar. Philip prins er greinilega ekki í essinu sínu enda nýbúinn að fá fyrirskipun um að halda sér saman í margmenni og framkvæma bókstaflega talað alls ekki neitt af sjálfsdáðum. Færni þeirrar bresku Betu í matprjóna- meðferð vakti hrifningu mikla meðal Kínverja og Deng Xiaoping þakkaði henni kærlega fyrir að nenna að kíkja inn hjá gamalmenni eins og honum. Heim héldu hjónin með fjölmargar filmurúllur er sýna helstu atburði í hinni opinberu heimsókn og talið er að strax dag- inn eftir hafi drottningarmaðurinn orðið að byrja að sækja endur- menntunarnámskeið fyrir hefðar- dúllur sem eiga í erfiðleikum með að hemja tjáningarþörfina við við- kvæm tækifæri. Of sætur í sumt Það er margt mannanna bölið. Núna hrjáir það Don Johnson einna helst að hann er allt of sætur i sum hlutverk, einkum og sér í lagi þau sem hann sjálfan langar að spreyta sig á. Annars er hann ekkert að kvarta, segist hafa ágæt laun miðað við hina bóndastrákana frá Missouri. Að ætt og uppruna er svo Donny Wayne Johnson að einum fjórða Cherokee- indíáni sem að hans sögn skýrir hvers vegna hann varð svo auðveldlega alkóhóli og eiturlyfjum að bráð. „Það er háskalegt að afhenda indíánum eldvatn," segir súperlöggan Don Johnson þurrlega. ¥ Robert Wagner er þriggja stúlkna faðir og sú staðreynd heldur honum víst örugglega ógiftum enn um sinn. Ekki þannig að kvenfólk setji ómegð- ina eitthvað fyrir sig heldur neita dæturnar alfarið að fá einhverja aðkomukerlingu inn á heimilið. Elsta dóttirin Kate, sem Robert átti með Marion Marshall, segist hreinlega mundu flytja að heiman ef hann hefði í frammi tilburði í hjónabandsátt. Stjúpdóttirin, Nastasha, tekur í sama streng með áköfum stuðningi Courtney sem Robert eignaðist með Nat- halie Wood. Robert Wagner er því einstæður faðir númer eitt í Hollívúdd og litlar líkur eru á einhverri breytingu á þeirri staðreynd næstu árin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.