Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Side 33
FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986. 45 Sviðsljós Ólyginn sagði . . Jóakim hinn danski fékk stfangar áminningar frá for- eldrunitm hálfa leið yfir hnött- inn. Prinsinn var Ijósmyndaður í Ástraliu þar sem hann nú dvel- ur til þess að læra um land- búnað og á myndinni var hann reykjandi sígarettu eins og ekk- ert væri þýðingarmeira en að ná sem stærstum smók úr nagl- anum. Þetta gekk yfir foreldrana sem skilja ekkert í því hvernig drengnum gat komið þetta til hugar. Ef til vill er þar slæmum áhrifum um að kenna þvi Margrét drottning og Henrik eiginmaður hennar eru bæði yfirgengilegir stórreykingamenn og fást ekki fyrir nokkurn mun til að leggja ósiðinn niður. Margrét drottning á svo von á því að verða heilm- ikið á ferðinni næsta árið. Hún byrjar á opinberri heimsókn til Ástralíu þar sem komið verður við hjá hinum reykjandi Jóakim. Þar næst liggur leiðin gegnum Bandaríkin og til Tahiti þar sem eiginmaðurinn Henrik tekur þátt í siglingakeppni. Á heimleiðinni rennir kerla yfir Nýja-Sjáland og Japan þar sem hristar verða nokkrar innfæddra hendur og brosað breitt til beggja hliða. Danir verða því mikið til þjóð- höfðingjalausir á heimavíg- stöðvum en þó halda þeir eftir einum úr kóngaliðinu, Friðrik prins er kominn í herþjónustu á heimavelli þar sem auðvelt er að krækja i kauða ef ríkið þarf snögglega á slíkri hefðardúllu að halda. Bill Cosby er blíðlyngur og góðhjartaður bæði á skerminum og utan hans. Því var hann ekkert að tvínóna við hlutina þegar hann frétti af góðum vini sem átti i brösum við að borga skattana sína. Hann mætti með nokkrar milljónir til leiks og sagði þeim skattaða að hafa ekki áhyggjur af endurgreiðslunni fyrr en fjár- hagurinn væri kominn á sæmi- legan kjöl að nýju. Góður kall Cosby og við gætum notað nokkra svona hérlendis líka. Tvær úr sýningarhópnum sem virtust hafa verið lengi í læri hjá módelsam- tökum - Guðbjörg Sveinsdóttir og Guðríður Ólafsdóttir. Þátttaka i svo sem eins og einni tískusýnignu vefst ekki mikið fyrir herra- mönnunum Einari K. Eiríkssyni og Eiríki E. Kristjánssyni. sýning aldraðra Tið nýja dvalarheimili aldraðra í ireiðholti - Seljahlíð - tók upp þá íýbreytni að fá verslunareigendur il þess að mæta á staðinn með fatn- ið til þess að gefa vistmönnum kost i að kaupa sér flíkur án þess að eggja í strembnar bæjarferðir. Frá /erðlistíinum og Kvenfatabúðinni ;omu fot af ýmsu tagi, Hattabúð leykjavikur sýndi hatta og skófatn- iðurinn fékkst frá Skóseli og Skóverslun Steinars Waage. Að fötunum fengnum flaug starfs- mönnum á Seljahlíð það í hug að kominn væri ágætur grundvöllur fyrir tískusýningu á staðnum og í skyndi voru æfðir upp nokkrir vist- menn i sýningarstörfin. Að sögn forstöðumannsins, Maríu Gísladótt- ur, mæltist nýjungin vel fyrir og féll þessi fyrsta tískusýning í frjóan jarð- veg. íslenskir skór eru ekki til alls brúklegir og þvi mátar Ingveldur Stefáns- dóttir leðurskó verksmiðjuættar. DV-myndir BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.