Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Page 6
50 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986. Um þessar mundir er að koma í bókabúðir í Bandaríkjunum bókin „Þýskir læknar: Manndráp þeirra og sálfræðileg rök fyrir þjóðarmorði". Höfundurinn er Robert Jay Lifton. Ha'hn er prófessor í sálfræði við John Jayháskólann og Miðstöð fram- haldsnáms við Cityháskólann í New York. I bókinni er fjallað um þær áætlan- ir sem æðstu menn þýska nasista- flokksins gerðu í þeim tilgangi að „hreinsa þjóðina“ af úrhrökum á borð við bækluð og vanheil böm, öryrkja og gyðinga. Oft hefur verið fjallað um fjöldamorðin á gyðingum í útrýmingarbúðum nasista en minna fjallað um þær áætlanir sem gerðar voru um útrýmingu annarra og byrj- að var að hrinda í framkvæmd árið 1939. Undanfari gyðingamorðanna Áður en búðunum í Auschwitz og á öðrum stöðum, þar sem fjöldaaftök- ur fóru fram, var komið á fót höfðu nasistar skipulagt morð sem læknum var ætlað að framkvæma. Áætlunin var nefnd „Líknardauði". Venjulegur skilningur á þessu orði felur í sér hröðun dauða einhvers sem er þegar orðinn dauðans matur til þess að forða viðkomandi frá þján- ingu eða miklum kvölum. Nasistarn- ir notuðu þetta orð hins vegar til þess að dylja fjöldamorð. SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKADSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi taekifæranna. Markaðstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hva.rvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorgínu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneísafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir..,27022 Viö birtum... Þad ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Oplð: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00—14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 Frjálst.óhao dagblaö ER SMAAUGLYSINGABLAÐID Ofangreint kemur fram í bók Lift- ons sem byggir meðal annars ó sögulegum rannsóknum höfundar og viðtölum hans við þýska lækna sem tóku þátt í framkvæmd áætlunarinn- ar. Lækning varð að drápi Lifton gerir ítarlega grein fyrir því ó hvern hátt læknar gegndu því hlut- verki að framkvæma skipanir æðstu manna í nasistaflokknum um að „hreinsa þjóðina". Hann segir að verk þeirra verði ekki skilin nema menn geri sér grein fyrir því á hvern hátt þeir hafi rutt úr vegi mörkunum á milli lækningar og dráps. í því sambandi vísar hann til orða SS-læknisins Frits Klein sem starfaði í Auschwitz. Er Klein var að þvi spurður hvernig hann hefði getað staðið við reykháfana i Auschwitz eftir að hafa svarið Hippókratesar- eiðinn sem kveður á um varðveislu lífsins þá sagði hann: „Auðvitað er ég læknir og vil varðveita lífið. Ein- mitt af því að ég vil varðveita það myndi ég fjarlægja kýli sem drep væri hlaupið í úr líkama sjúks manns. Gyðingar eru slíkt kýli á lík- ama mannkyns." Nasistar lögðu meðal annars tvö orð til grundvallar þessum drápum: „Lebensunwertes Leben“, en þau þýða „líf sem verðskuldar ekki að því sé lifað“. Fimm stig Leiðin að „Endanlegu lausninni“ einkenndist af fimm stigum. Það fyrsta var ófrjósemisaðgerðir. Annað var dráp „vanheilla“ barna á sjúkra- húsum. Þriðja dráp „vanheils" fullorðins fólks í sérstökum mið- stöðvum sem höfðu verið sérstaklega búnar kolmónoxíðtækjum. Sömu miðstöðvar voru síðan notaðar til að drepa „vanheilt" fólk úr fangabúð- um. Það síðastnefnda var Ijórða stigið. Fimmta stigið var svo fjölda- morðin ó gyðingum, aðallega í útrýmingarbúðum. Þeir voru þó reyndar ekki þeir einu sem þar voru drepnir. „Þjóðardauði“ Þegar Hitler hafði svarið embætt- iseið kanslara Þriðja ríkisins í janúar 1933 fóru æðstu menn nas- istaflokksins að sýna mikinn áhuga á ráðstöfunum til þess að koma í veg fyrir „Volkstod" eða „þjóðardauða". Var hér átt við að hreinleiki þjóðar- innar væri í hættu af ýmsum ástæð- um og því bæri að grípa til ráða sem dygðu til þess að tryggja heilbrigði þjóðarlíkamans. í upphafi voru skipulagðar ófrjósemisaðgerðir. Enginn veit með vissu hve margir voru sviptir frjósemi en talið er að þeir hafi verið á bilinu frá 200.000 til 350.000. Það er mikill munur á því í augum lækna að gera fólk ófrjósamt og að drepa það. Þegar nasistarnir nóðu völdum í Þýskalandi var þó þegar búið að leggja að nokkru leyti þann ' hugmyndafræðilega grundvöll sem dráp lækna á sjúklingum og öðrum byggðust á. Rjtfrá 1920 í þessu sambandi hefur sérstaklega verið bent á rit tveggja manna sem út kom 1920. Það heitir „Die Freigabe der Vernichtung lebensun- werten Lebens“ en það þýðir „leyfi til að eyða lífi sem verðskuldar ekki að því sé lifað“. Höfundarnir voru fyrrverandi lagaprófessor í Leipzig, Karl Binding, og Alfred Hoche, pró- fessor í sálfræði við háskólann í Freiburg. Hoche hélt því meðal annars fram að ýmsir andlega vanheilir væru í rauninni aðeins „innantómar mann- verur“. Þessi orð áttu eftir að heyrast oft á valdatíma nasista. Hoche sagði að ekki mætti líkja drápi á slíku fólki við önnur dráp. Því væri um „leyfi- lega aðgerð“ að ræða, sagði hann. Binding og Hoche urðu í rauninni þeir sem hvað mest lögðu til þeirrar hugmyndafræði sem þessi nýja teg- und drápa byggði á. Skipun Hitlers 1938 eða snemma árs 1939 skipaði Hitler einkalækni sínum, Karl Brandt, að skoða barn sem var í sjúkrahúsi í Leipzig. Hann átti síðan að segja læknum að það mætti taka af lífi ef skýrslur um hve vanheilt það væri reyndust réttar. Brandt skýrði frá þessu við stríðsglæparétt- arhöldin í Nurnberg 1947. Barnið var svo tekið af lífi. Er Brandt kom aftur til Berlínar fékk hann um það skipun frá Hitler að leita eftir samstarfi við Philip Bouhler um að hrinda í framkvæmd áætlun um barnadráp. Ekki vildi for- inginn þó láta orða sig við það. 1 framhaldi af þessu var ákveðið að heíja skráningu ó vanheilum börnum og voru í því sambandi til- greindir ýmsir arfgengir sjúkdómar en einnig aðrir og má nefna fávita- hátt, mongólisma, lömun og margs kyns bæklun en þó fyrst og fremst vansköpun útlima, höfuðs og hryggj- ar. Jafnframt var ljósmæðrum gert að skrá ástand barna sem virtust ekki heilbrigð við fæðingu. Voru sér- stakir spurningalistar útbúnir í þessu skyni og síðar bætt á þá spurn- ingum. Drepin með lyfjum Er tekin hafði verið ákvörðun um- að barn skyldi deytt var það venju- lega látið vera um hríð á sjúkrahúsi til málamynda. Þar kom hins vegar að þau skyldi taka af lífi. Algengt var að þeim væri þá gefið luminal sem er svefnlyf í tei eða öðrum drykk. Þetta var gert í tvo þrjá daga uns barnið hafði fengið svo mikið af því að það dó. Dánarvottorðin voru svo fölsuð. 1941 höfðu svo margir prestar mót- mælt barnadrápunum að Hitler skipaði svo fyrir að þeim skyldi hætt. Það var þó aðeins til þess að sýnast og margt er sagt benda til þess að þessum drápum hafi fjölgað eftir þetta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.