Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986.
59
Bílar
Franskir bílar hafa haft hægt um sig
á bílamarkaðinum hér undanfarið ef
Citroen er undanskilinn. Nú hefur
heldur orðið breyting á. Kristinn
Guðnason hf. kynnti um síðustu
helgi það helsta sem er á boðstólum
frá Renault og sömu helgi birtust
helstu bílar frá Peugeot á sýningu
sem nýi umboðsaðilinn, Jöfur hf.,
hélt í Kópavoginum.
Á sýningu Kristins Guðnasonar á
Renault gaf að líta bæði Renault 5,
„súperfimmuna", sem nú loks er
kominn hingað, og eins hinn nýja
Renault 21 sem kynntur var í fyrsta
sinn á bílasýningunni í Genf á liðnu
vori ásamt ferðabílnum Espace
2000-1.
R21 er með áhugaverðari bílum í
sínum stærðarflokki sem fram hafa
komið á þessu ári. Hér er haldið
áfram á þeirri línu sem lögð var með
Renault 25 semér fiaggskipið í lín-
unni.
Fljótt á litið er erfitt að setja R21-
bílinn á ákveðinn bás mcðal þeirra
bíla sem hér eru á markaði. Þó er
það ljóst að það er viss hópur jap-
önsku bílanna sem hér fær ákveðna
samkeppni. Þetta byggist meðal ann-
ars á þeirri staðreynd að R21 verður
fáanlegur frá verksmiðju í átta mis-
munandi gerðum og með mismun-
andi vélum. í aðalatriðum verður þó
um að ræða tvær vélarstærðir, 90 og
120 hestöfl. Það sem veku’r athygli í
þessum bíl er að minni vélarnar eru
þverstæðar í bílnum en þær stærri
snúa langsum, nokkuð sem ekki hef-
ur sést í sömu bílgerð áður. Annars
eru vélarstærðir þessar: 1,7 lítra
bensín (76 hö.), 1,7 lítra bensín (90
hö.), 2,0 lítra bensín (120 hö.), 2,1 lítra
dísil (67 hö.) og 2,1 lítra turbo dísil
(88 hö.), allar með fimm gíra kassa.
Mikil snerpa
Mér gafst kostur á stuttum
reynsluakstri á einni gerð R21, RX
með tveggja lítra vél. Af nýrri bílum
Renault hafði ég aðeins reynt „súp-
erfimmuna" svo beinn samanburður
var ekki fyrir hendi. 1 stuttu máli
kom bíllinn mér á óvart. Sérstaklega
var það krafturinn sem er yfirdrifinn.
120 hestafla vélin skilar þessum 1095
kílóa bíl ótrúlega vel áfram. Þessi
gerð bílsins er búin gírkassa með
sérlega vel heppnuðu gírhlutfalli sem
gerir sitt til að auka snerpuna. Gír-
skiptingar eru góðar, nema helst yfir
Renault 21RX - arltaki Renault 18
sportlegur fjölskyldubíll með mikið vélarafl og góða aksturseiginleika.
DV-myndir Gunnar V. Andrésson
Reynsluakstur Renault 21RX:
Sportlegur fjölskyldubíll
i fimmta gírinn, þar þarf að fylgja
vel eftir til að tryggja hnökralausa
skiptingu. Þetta kom mér á óvart því
nú fékk Volvo gírkassann í 480-bíl-
inn hollenska frá Renault, þótt
innmaturinn væri hannaður hjá
þeim, en þar er skiptingin í fimmta
gírinn alveg hnökralaus.
RX-billinn er hannaður fyrir þá
sem vilja fá sportlega eiginleika jafn-
framt notagildi venjulegs fjölskyldu-
bíls. Hér nýtist framhjóladrifið vel
og eykur á aksturseiginleikana.
Snerpan sést best á því að RX er
aðeins 9,7 sekúndur frá 0 upp í 100
km hraða og hér er hámarkshraðinn
200 km.
Mikið innanrými
Það fyrsta sem vekur athygli þegar
sest er undir stýri í Renault 25 er
hve innanrými er mikið. Nóg pláss
er jafnt fyrir farþega í framsæti sem
aftur í, útsýni er bjart og inn- og
útstig með ágætum.
Víkjum nú að vinnuaðstöðu öku-
mannsins. RX-bíllinn er hannaður
með sportleg einkenni í huga og það
sést strax þegar sest er undir stýri.
Stýrishjólið er orðið sportlegra,
mælaborðið veitir allar þær upplýs-
ingar sem þarfnast er, mælar eru
skýrir og góðir aflestrar. Ljósarofi
er innfelldur í stefnuljósastöng. Er
henni snúið til að kveikja ljósin,
nokkuð sem er farið að sjást í fleiri
bílum í dag. Stjórnrofi fyrir þurrkur
er í stöng hægra megin í fingurfjar-
lægð. Hnappar til að kveikja á
þokuljósum og afturrúðuhita eru til
hliðar við mælaborðið.
Umgjörð mælaborðsins er dálítið
gamaldags og í anda fyrri bíla-frá
Renault. Sérstaklega fannst mér að
stjórntæki fyrir miðstöð hefðu getað
verið betur hönnuð. Hillan, sem
mælaborðið myndar, er lág og þar
með er hanskahólfið komið of neðar-
lega fyrir minn smekk.
Ýmislegt smálegt er til að auka
þægindi ökumanns og farþega. Hægt
er að stilla halla og hæð á sæti öku-
manns að óskum hvers og eins.
Sérstakt ljós til kortalesturs er við
hlið inniljóssins.
Það kom mér á óvart að það þarf
að fara upp í dýrustu gerðirnar til
að fá hallastillanlegt stýri og úti-
spegil farþegamegin. Hvort tveggja
er nokkuð sem ætti að vera staðal-
búnaður í bíl í þessum gæðaflokki
ásamt vökvastýri.
Góðir aksturseiginleikar
Aksturseiginleikar eru betri en ég
átti von á. Um snerpuna hefur verið
fjallað hér að framan en fjöðrunin á
sinn þátt í að gera aksturinn ánægju-
legan. Fyrst þegar ég ók af stað
fannst mér bíllinn vera í stífara lagi,
ójöfnur á veginum komu fram í stýr-
inu sem mér fannst í þyngra lagi.
En þetta kemur ekki að sök því þrátt
fyrir stífnina er nægileg mýkt í fjöðr-
uninni til að svara hvaða vega-
ástandi sem er. Að framan er
McPhersongormafjöðrun en að aftan
eru langstæðir sveifluarmar með
jafnvægisstöng. Sjálfstæð fjöðrun á
öllum hjólum gefur gott veggrip og
lipurð í stýri. Höggin í stýrinu voru
á sínum stað en eru það lítilfjörleg
að þau koma ekki að sök og þótt
ekið sé á grófum malarvegi aukast
þau ekkert. Með vökvastýri hverfur
þessi tilfinning trúlegast alveg.
Vélaraflið er svo yfirdrifið að það
verður að varast að láta bílinn spóla
í akstri, sérstaklega á malarvegi.
Vélin er búin rafeindastýrðri beinni
innspýtingu eldsneytisins sem gerir
það að verkum að hún svarar vel við
Að aftan er látlaust yfirbragð helsta einkennið. Farangursrými opnast alveg
niður að stuöara og gefur þar með ágætan aðgang.
hvaða aðstæður og álag sem er.
Verðugur arftaki Renault 18
R21-bílnum er ætlað að vera arftaki
Renault 18. Hann fylgir í fótspor R25
og fær margt þaðan, þar á meðal
heildarlínuna í útlitinu sem er býsna
vel heppnuð. Loftmótsstaða er lítil
sem sést á því að Cd-gildi er aðeins
0,29 sem er ágætt á bíl í þessum
stærðarflokki. Þetta náðist með lög-
un fram- og afturstuðara ásamt
frágangi glugga og hurða.
Farangursrými er ágætt og opnun
inn í það ágæt. Notagildið er síðan
aukið með því að hægt er að leggja
fram bak aftursætisins 40/60 og þar
með fá aukið rými fyrir fyrirferðar-
mikla hluti.
Niðurstaða
Renault 21 RX er alhliða fjöl-
skyldubíll með mjög mikla sportlega
eiginleika. Aksturseiginleikar eru
góðir og vinnuaðstaða ökumanns
ágæt. Vélaraflið er yfirdrifið en gerir
sitt til að ná því besta út úr bílnum.
Hins vegar á bíll í þessum gæða-
flokki að vera með vökvastýri,
útispegla og stillanlegan halla stýr-
ishjóls. Einnig kemur spánskt fyrir
sjónir að þurfa að nota sérstakan
lykil á hurðarlæsingar.
Miðað við verð, sem í dag er 625
þúsund krónur, er þetta vel sam-
keppnisfær bíll á markaði hér.
GTS-gerðin, sem er með 90 hestafla
vél og ekki eins vel búin, kostar hins
vegar um 536 þúsund krónur sem vel
mætir bílum í svipuðum stærðar- og
gæðaflokki.
Stýri, mælar og önnur stjórntæki eru ágæt en frágangur mælaborðsins i
heild, sérstaklega stjórntæki fyrir miðstöð, eru fullgamaldags og halda i
fyrri hefðir frá Renault.
Inn- og utstig er gott bæði að framan og aftan og frágangur á innréttingu
og sætum góður. Þó er grip innan á hurðum fullveigalitið að mínum dómi.
Umsjón:
Jóhannes Reykdai
Vélin í RX er tveggja litra, 120 hestöfl, með beinni innspýtingu. Hér er vél-
in langstæð í bílnum en minni vélarnar eru hins vegar þverstæðar.
RENAULT 21RX:
Lengd: 4465 mm.
Breidd: 1715 mm.
Hæð: 1414 mm.
Þyngd: 1095 kíló.
Vél: Fjögurra strokka, langstæð,
1995 rúmsm, 120 hestöfl (86,5 kW)
með beinni innspýtingu.
Gírkassi: Fimm gíra.
Stýri: Tannstangarstýri (vökva-
stýri fáanlegt sem aukabúnaður).
Snúningsradíus: 10,55 m.
Hjól: 185/65R14H.
Farangursrými: 490 upp í 840 lítrar.
Bensíneyðsla: 90 km meðalhraði:
5,8 1/100 km. 120 km meðalhraði:
7,11/100 km. Innanbæjar: 10,7 1/100
km.
Verð í nóv. 1986: Kr. 625.081.