Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1987. Fréttir „Menn eiga að viðurkenna mistök sín“ segir Steingrimur Heimannsson forsætisráðherra um Seðlabankamálið „Það liggur ljóst fyrir að banka- stjórar Seðlabankans brutu ekki lög með því að auglýsa ekki hámarks- vexti. Hitt er aftur á móti ljóst að annaðhvort urðu þeim á mistök með þvi að gera það ekki eða þá að þeir ætluðu að láta reyna til fulls á frjálsa vexti. sem peningamarkaðurinn var ekki tilbúinn fyrir. Öllum geta orðið á mistök en þá eiga menn líka að viðurkenna þau en ekki að kenna öðrum um eins og gert er í tilkvnn- ingu Seðlabankans á dögunum þar sem Alþingi og stjómmálaflokkun- um er kennt um málið," sagði Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra í samtali við DV í gær um þá deilu sem hann á nú í við banka- stjóra Seðlabankans. Steingrímur hefur opinberlega kallað málið hneyksli. í samtali við DV sagði hann hneykslið fólgið í því að gefa vexti frjálsa sumarið 1984 þar sem allir sem nálægt peninga- markaðnum hafa komið vita að á þeim tíma þoldi hann það ekki, eins og okurmálið sýndi. Hann var spurður hvort hér væri þá ekki um embættisafglöp að ræða og hvort bankastjórum Seðlabank- ans bæri ekki að segja af sér? „Ég tel þetta ekki vera embættisaf- glöp þar sem engin lög voru brotin en um það hvort þeir eigi að segja af sér skal ég ekki segja en þeir ættu alla vega að vera menn til að viðurkenna mistök sín,“ sagði Stein- grímur Hermannsson. -S.dór Ríkisendurskoðun heyrir nú ekki lengur undir fjármálaráðuneytió eins og verið hefur heldur beint undir Alþingi samkvæmt nýjum lögum. Af því tilefni var efnt til hófs á laugardaginn þar sem breytingin fór formlega fram og ávörp voru flutt um hina nýja skipan. Myndin var tekin í hófinu. DV-mynd GVA KASK yfirtekur Kaupfélag Berufjarðar: Öllu starfsfólki sagt upp störfum I dag mun Kaupfélag Austur-Skaft- fellinga á Höfh yfirtaka rekstur Kaupfélags Berufjarðar. Ástæða þessa eru miklir fjárhagsörðugleikar Kaup- félags Berufjarðar en KASK mun yfirtaka verslunina, mjólkursamlagið og annan rekstur utan fiskvinnslunn- ar Búlandstinds sem er rekin sem sérstakt fyrirtæki. Öllu starfsfólki kaupfélagsins var sagt upp störfúm í framhaldi af yfir- töku KASK og sagði Ólafur Ragnars- son, sveitarstjóri á Djúpavogi, í samtali við DV að fólkið væri mjög óhresst með þessa þróun mála þótt búist væri við að KASK endurréði einhveija aftur strax í dag. Ólafúr sagði að starfsfólkið hefði farið fram á deildarfúnd í kaupfélaginu til að fá skýringar á yfirtökunni og yrði sá fundur haldinn á fimmtudaginn. Fjárhagsörðuleika Kaupfélags Berufjarðar má rekja til byggingar nýs kaupfélagshúss á staðnum sem tekið var í notkun um áramótin 1984/85. Fjármagnskostnaður við húsið var meiri en kaupfélagið fékk ráðið við. Kaupfélagsstjórinn lét af störfum 1. október sl. og hefur stjómarformaður- inn annast reksturinn síðan. -FRI Alþingi kemur sam- an 19. Alþingi kemur saman á ný eftir jól- afrí mánudaginn 19. janúar, um einni viku fyrr en venjulega. Jólafríið var stytt vegna fyrirhugaðra alþingis- kosninga 25. apríl í vor. janúar Horfur eru á að þinghaldið eftir ára- mót verði ekki nema sjö vikur. Líklegt er að þinginu verði slitið í marsbyrjun. -KMU Þröstur gefur ekki kost Þröstur Ólafsson, sem var í próf- kjöri fyrir Alþýðubandalagið og lenti í 6. sæti, sagði í samtali við DV að hann hefði sagt uppstillingamefnd að hann mundi láta sæti sitt laust og á sér ætlaði því ekki að gefa kost á sér til framboðs fyrir Alþýðubandalagið í komandi kosningum. ME Banaslys 1986: Vernleg aukning frá fyrra ári Á árinu 1986 fórst alls 71 íslending- í umferðarslysum fómst 24 á síðasta ur í banaslysum sem er veruleg ári sem er sama tala og árið á undan. aukning frá fyrra ári er 51 fórst í bana- í flugslysum fómst 8 en enginn 1985 slysum. Flest banaslysin vom sjóslys og í ýmsum slysum fómst 13 sem er og drukknanir en í þeim fómst 26 ein- sama tala og árið áður. staklingar á móti 14 árið 1985. -FRI í dag mælir Dagfari Nokkrum dögum fyrir jólahátíðin gerði lögreglan rassíu á myndbanda- leigum borgarinnar. Var þar lagt hald á kvikmyndir sem töldust vera fyrir neðan almennt velsæmi sakir ofbeldis og kláms. Fyrir vikið urðu landsmenn af þeirri skemmtan að halda upp á fæðingu Krists með því að horfa á erótíkina í videoinu. Það kom hins vegar í ljós að lög- reglunni hafði láðst að gera upptæk- ar þær spólur hjá sjónvarpinu sem flokkast undir klámið. Og þar sem þjóðin var orðin þurfandi og friðlaus eftir látlausan guðdóminn og góð- verkin greip sjónvarpið til þess ráðs að sýna áhorfendum gamla spólu sem legið hafði hjá þeim í nokkur ár og var íslensk kvikmynd sem hét: Líf til einhvers? Sýningunni var fundinn staður á nýárskvöld þegar nokkuð öruggt þótti að íslendingar sætu flestir fyrir framan sjónvarpstækin til að jafiia sig eftir fylliríin nóttina áður. Sér- staklega var tekið fram að myndin væri ekki við hæfi bama en það er yfirleitt tilkynnt fyrirfram þegar ástæða þykir til að fá bömin til að horfa á líka. Fljótlega kom í ljós hvers vegna. Ekki var myndin fyrr hafin en upp hófust ástríðufullar samfarasenur LíF til einhvers? sem stóðu meira og minna allt til enda myndarinnar. Ástaratlotin fóru oftast fram milli fráskilinnar móður og sambýlismanns hennar og barst leikurinn jafnvel upp á eldhúsborðið, sjálfsagt til að fræða óvitana og bömin á þvi að foreldramir geri meira í eldhúsinu heldur en að borða mat. Þess vegna var konan látin ganga buxnalaus til matargerðar svo allt væri til reiðu þegar á þurfti að halda. En höfundurinn lét ekki við það sitja að leyfa þeim skötuhjúunum einum að eðla sig á eldhúsborðinu. Dóttirin var látin emjast og kveljast af frygð og ástarhug til sambýlis- mannsins og amma gamla var ekki heldur laus við kynhneigðina og lét sig dreyma um uppáferðir á milli þess sem hún heimsótti böm og bamaböm. Sennilega hefur þessi erótík í hlutverkinu ráðið úrslitum um það að Bríet var fengin til að leika ömmuna. Leikaramir vom látnir afklæða sig til skiptis og er fyrirmyndin sjálf- sagt sótt í klámmyndimar sem vom gerðar upptækar hjá öðrum en sjón- varpinu. Að lokum fékk konan í aðalhlutverkinu móðursýkiskast eins og konum er gjamt af litlu til- efni og var sú sena mjög áhrifamikil sem engum þarf að koma á óvart úr því það vom aðeins konur sem bæði sömdu, leikstýrðu og léku. Eina sem á skorti var að engin samfaras- ena var sett upp í Almannagjá, sem hefði verið tilkomumikil sjón miðað við þá dramatík sem fylgdi hyster- íunni hjá vesalings konunni eftir að hún stóð í þeirri trú að hún og dóttir- in væm kviðmæðgur. Aðrir leikendur komu lítt sem ekki við sögu, nema ein kona í viðbót sem fyllti upp i þessa huggulegu sam- tímafrásögn af hugarheimi kven- fólksins. Sú kona var bæði dópisti og utanveltu og hafði ekki annað til bmnns að bera en öskur og óhljóð sem sjálfsagt vom líka sannferðugar lýsingar á kvenkyninu eins og’ þær koma höfundi fyrir sjónir. Þessi mynd var með öðrum orðum býsna athyglisverð fjölskyldumynd, eins og þær gerast bestar, og fór vel á því að hefja nýja árið með tæpi- tungulausum sannleika um kynferð- ishneigðir nútímafólks. Þar að auki er óþarfi fyrir Ríkisútvarpið að láta drepa sig í samkeppninni með því að liggja á bíómyndum sem hafa verið gerðar sérstaklega fyrir sjón- varp þegar videoleigur og aðrar sjónvarpsstöðvar breiða sig yfir markaðinn með ódýrum klámmynd- um. Þessi bíómynd Nínu Bjarkar hefur áreiðanlega verið af dýrari gerðinni þannig að hér var vönduð og listræn klámmynd á ferðinni sem sjónvarpið getur verið stolt af. íslendingar þurfa ekki að kaupa sér afruglara meðan þeir hafa menn á Ríkisútvarpinu sem hafa skilning á því hvað fólkið vill horfa á. Það ætti að hafa það fastan lið í sunnu- dagsdagskránni að sýna bersöglis- myndir af þessu tagi og helst svo snemma fað vara megi bömin við svo þau fari ekki að horfa á eitthvað annað. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.