Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Side 18
18
Meiming
MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1987.
Bíldudalur
Umboðsmaður óskast. Upplýsingar gefur Tone Sol-
bakk í síma 94-2268 og afgreiðsla DV í síma 91-27022.
Fálkagötu.
Tómasarhaga 1-20.
Selvogsgrunn.
Kleifarveg.
Vantar blaðbera strax í Þingholtin.
i
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 55., 66. og 72. tölublaði Logbirtingablaðsins 1985 á eign-
inni Flókagötu 4, Hafnarfirði, þingl. eign Hjörleifs Bergsteinssonar, fer fram
eftir kröfu Jónasar A. Aðalsteinssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudagínn 8.
I janúar 1987 kl. 13.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 49., 58. og 63. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign-
inni Smyrlahrauni 7, efri hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Odds Halldórssonar,
fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrimssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudag-
inn 8. janúar 1987 kl. 14.00.
_________________________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 57., 63. og 70. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign-
inni Nönnustíg 12 (jarðhæð), Hafnarfirði, þingl. eign Kristjáns Friðþjófssonar,
fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði og Innheimtustofnunar sveit-
arfélaga á eigninni sjálfri fimmtudaginn 8. janúar 1987 kl. 14.15.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 49., 58. og 63. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign-
inni Marbakka, Bessastaðahreppi, þingl. eign Ólafs B. Schram, fer fram eftir
kröfu lónlánasjóös á eigninni sjálfri fimmtudaginn 8. janúar 1987 kl. 16.45.
_____________________Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 35., 45. og 51. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign-
inni Sjávargötu 10, Bessastaðahreppi, þingl. eign Jóns Arnarsonar, fer fram
eftir kröfu Valgarðs Sigurðssonar hdl., Guðjóns Steingrímssonar hrl., Bruna-
bótafélags íslands og Asgeirs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn
8. janúar 1987 kl. 17.30.
_________________________Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu.
„Og Ijóðin er þutu
um þitt blóð firá
draumi til draums“
Jóhann Jónsson:
Kvæði og ritgerðir
Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1986,128 bls.
Bók þessi er langþráð endurútgáfa á úr-
vali sem Halldór Laxness annaðist 1952.
Höfundurinn fæddist fyrir réttum nitiu árum
en lést ungur úr berklum suöur i Leipzig
árið 1932.
Verk Jóhanns eru lítil að vöxtum.
Hér eru birt tuttugu kvæði íslensk,
átta á þýsku, mest þýðingar, auk
brots úr þýskri þýðingu Jóhanns á
Dýrið með dýrðarljómann eftir
Gunnar Gunnarsson. Einnig eru
þrjár ritgerðir Jóhanns á þýsku og
það finnst mér misráðið. Þær höfðu
þegar birst á því máli í safninu 1952
og var þá nær að þýða þær núna,
svo fremi að þær eigi eitthvert erindi
á prent á íslandi. Og það finnst mér
þær eiga, þær eru heimild um við-
horf höfundarins, t.d. mikla bjartsýni
fyrir hönd þjóðar hans. Einnig hefði
þurft að geta þess hvar þessar grein-
ar birtust og hvenær. Sama verður
að segja um kvæðin, það var löngu
tímabært að setja smáklausu um
hvar þau voru fyrst prentuð, hvert
og eitt, svo og aðrar upplýsingar sem
tiltækar voru um aldur þeirra.
í upphafi bókarinnar eru þrjár
smágreinar Halldórs Laxness um
Jóhann, sem var náinn vinur hans.
Þær eru dásamleg lesning, sýna
mann sem lifði og hrærðist í skáld-
skap en kom mjög litlu á blað. í
miðgreininni, formála útgáfunnar
1952, gerði Halldór grein fyrir vali
kvæðanna:
„t þessari litlu bók eru safnaðir
þeir hlutir einir sem Jóhann setti
saman eftir að hann náði þroska;
hlutverk ritsins er að sýna hann
fullveðja listamann en rekja eigi
þroskasögu skáldsins alt frá
veikum frumsmíðum bemskunn-
ar. Prentun únglíngsverka hans
mundi eigi samiýmast þeirri
minningu sem skylt er að geyma
um svo nákvæmt og hámentað
skáld sem sá var er Söknuð
orti“...
Jóhann hefur verið kallaður eins
kvæðis maður, því þetta frábæra
kvæði hans, Söknuður, yfirskyggir
allt annað. Þó em önnur kvæði hans
kunn, einkum Þei þei og ró ró, sem
sungið er við fallegt lag. Það er
Bókmertntir
Örn Ólafsson
ánægjulegt að hér er kvæðið „Hafið
dreymir", sem ekki var í fyrri útg-
áfu. En lítum á annað kvæði:
Hvað er klukkan?
Dagur var kominn að kvöldi,
k\Trð og svefnró í bænum,
lognöldusöngvar frá sænum,
sumar í blænum.
Gott kvöld, hvað er klukkan?
Röddin var ljúfmál sem lognið,
létt og flögrandi bros
um varanna rósreifað flos.
Hárið blakaði í blænum,
bjart eins og vorið á sænum.
I augunum hillti undir ungan
dag,
þar sem allt var fætt - nema
sorgin.
Og enn var komið að kvöldi
og koldimmt í bænum -
og náhljóð frá niðmyrkum
sænum.
Gott kvöld, hvað er klukkan?
Röddin var grátklökk sem
hálfstilltur strengur,
steingerður íshlátur svall
um varanna grástorknað gjall.
Sem vængur með flugslitnum
fjöðrum
flökti strý undir
höfuðdúksj öðrum.
I augunum drottnaði alvöld
nótt,
þar sem allt var dautt - nema
sorgin.
Það er hrífandi við þetta ljóð, að
það er aðeins tvær augnabliksmynd-
ir, alveg hliðstæðar, lið fyrir lið.
Þannig spannar ljóðið alla tilveru
manna í skarpri svipmynd. Titill
ljóðsins og stef er spuming sem
stúlkan leggur fyrir þann sem sér
hana og lýsir henni, spuming sem
er til þess eins að nálgast manninn.
Hvað sést af stúlkunni? Einungis
varimar, augun og hárið, auk þess
er röddinni lýst. I bæði skiptin er
umhverfinu lýst fyrst og mynd stúlk-
unnar verður svo nákvæmlega eins:
kyrrð og svefhró verður koldimmt;
lognöldusöngvar verða náhljóð, vor
verður haust, dagur nótt. Hárið
blakaði - flökti strý. Myndir ljóðsins
em unaðslega skýrar, í örfáum
dráttum. Rósreifað flos varanna
verður grástorknað gjall.
Þetta er ekki löng bók en hún er
afar innihaldsrík.
Jóhann Jónsson ásamt Halldóri Laxness.