Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 5. JANOAR 1987.
21
íþróttir
• 15 stig
FH-liðið lék þennan leik mjög vel og
gæti það hæglega orðið meistari og svo
má reyndar einnig segja um Breiðablik.
Óskar Ármannsson skoraði alls 10 mörk
íýi'ir FH, 6 úr vítum. Þorgils og Guðjón
áttu einnig góðan leik og reyndar allt
FH-liðið. Hjá UBK átti Guðmundur frá-
bæran leik í markinu og Jón Þórir stóð
sig mjög vel og skoraði 9 mörk og þá var
Björn sterkur í síðari hálfleik. Dómaram-
ir, Gunnar Kjartansson óg Rögnvaldur
Erlings, höfðu í nógu að snúast og vísuðu
þeir FH-ingum níu sinnum af velli og
Blikum sex sinnum. I heildina dæmdu
þeir þennan erfiða leik sæmilega en nokk-
ur mistök bitnuðu jafnt á liðunum. Mörk
FH: Óskar Á. 10 (6 v), Þorgils 4, Pétur
4, Guðjón 4, Óskar H. 2, Héðinn 1 og
Gunnar 1. Mörk UBK: Jón Þórir 9 (5 v),
Bjöm 5 (4 v), Sigþór 3, Aðalsteinn 2, Þórð-
ur 2, Svavar 2 og Kristján 1.
-RR
• Diego Maradona.
Napoli tapaði
Napoli tapaði sínrnn fyreta leik á
þessu keppnistímabili um helgina gegn
Fiorentina, 3-1. Þetta tap Napoli gerði
Inter Milano fært að ná efsta sætinu
en Inter sigraði Atalanta, 1-0, með
marki frá Pietro Fanna. Miiradonna
stóð þó fyrir sinu hjá Napoli og skor-
aði eina markið þein’a. Juventus
sigraði Verona, 2-1, með mörkum frá
Manfredonia og Cabrini eftir að Elkj-
ær hafði fært Verona forystuna.
-SMJ
„Stefhum á titilinn"
- sagði Ámi Friðleifsson eftir sigurinn gegn KR
„Við höfum mannskap og því eðli-
legt að stefna að Íslandsmeistaratitli,"
sagði Ámi Friðleifsson, leikmaður
Vikings, er hann og félagar hans höfðu
lagt KR-inga að velli með 22 mörkum
gegn 18 í gærkvöldi. Víkingamir tróna
nú einir í efeta sæti deildarinnar með
17 stig. Það var þó enginn meistara-
bragur á leik Víkinga í gær, vesturbæ-
ingar börðust hetjulega og höfðu
lengst af í fullu tré við íslandsmeistar-
ana. Jafrit var á öllum tölum í fyrri
hálfleik þótt KR-ingar ættu óneitan-
lega stöðugt á brattann að sækja.
I upphafi síðari hálfleiks lögðu Vík-
ingar síðan gmnninn að þessum
mikilvæga sigri. Þá hófst Áma þáttur
Friðleifssonar en hann gerði KR-
ingum marga skráveiíú og skoraði 5
mörk á skömmum tíma. Hann barðist
auk þess sem ljón í vöminni eins og
raunar leikmenn beggja liða.
Víkingar náðu á þessum tíma (jög-
urra marka forystu, breyttu stöðunni
úr 10-9 í 16-12, og virtust hæglega
geta aukið við. Þar stóð á hinn bóginn
í veginum markvörður KR-inga sem
varði í þrígang þrumuskot úr dauða-
færum af línu. KR-ingar klómðu því
sífellt í bakkann og virtist leikurinn
og gæfan ætla að snúast með þeim
þegar Víkingar máttu leika fimm gegn
íúllskipuðu liði þeirra. Þá fékk Hilmar
Sigurgíslason að líta rauða spjaldið
eftir þriðju brottvísun og Ámi Indriða-
son hvíldi í tvær mínútur vegna
ólöglegrar skiptingar. Á þessum
augnablikum varði hins vegar Kristj-
án Sigmundsson markvörður meist-
aralega á meðan Bjarki Sigurðsson,
hinn efnilegi og skeinuhætti homa-
maður Hæðargarðsliðsins, blómstraði
í sókninni. Því fór sem fór og eftir
lágu vesturbæingar í valnum. Bestur
í mjög jöfnu liði þeirra var Konráð
Ólafsson sem ósjaldan skoraði úr
þröngum færum. Bestir í liði Víkinga
vom þeir Ámi Friðleifsson, Bjarki og
Hilmar sem lék vel í vöm. Karl Þrá-
insson tók einnig prýðilegar rispur í
fyrri hálfleik.
Þessir skomðu mörkin í leiknum:
KR: Konráð 7/2, Guðmundur P. 2,
Guðmundur A. 2, Friðrik 2, Ólafur 2,
Þorsteinn 1, Sverrir 1 og Jóhann 1/1.
Víkingur: Karl Þráins 7/3, Ámi F.
6, Bjarki 4, Hilmar 3, og Guðmundur
2. Dómarar í leiknum vom Þorgeir
Pálsson og Guðmundur Kolbeinsson.
Dómgæsla þeirra var á stundum slök
en hvomgt liðið hagnaðist á mistökum
þeirra. -JÖG
Vinningshlutfall
sem slœr allt út!
Hvergi í heiminum er vinningshlutfall jafnhátt og hjá
Happdrætti Háskólans, 70% renna til vinningshafa! í ár
eru yfir 9 hundruð milljónir króna í potti. I raun gæti
annar hver Islendingur unnið því að vinningarnir eru
135.000 talsins. Mest getur þú unnið 18 milljónir á eitt
númer - allt skattfrjálst. Bjóddu heppninni heim, fáðu
þér miða hjá umboðsmanninum - Núna!
HAPPDRÆTTI
^Og) HASKÖLA ÍSLANDS
” Vœnlegast til vinnings